Morgunblaðið - 18.11.1970, Page 15

Morgunblaðið - 18.11.1970, Page 15
MORGUN’BLAÐIÐ, MLÐVTKUDAGUR 18. NÓVBMBBR 1970 15 Hví þegja fræðimennirnir? Er kjörorð Háskólans „Vísindin efla alla dáð“ orðið markleysa? í fyrra, rétt fyrir jólin kom út bók eftir Einar Pálsson B.A. Er hún kölluð Baksvið Njálu og er fyrsta bókin í bókaflokki sem kallast Rætur íslenzkrar menn- ingar. Bókin er gefin út af Mími í Reykjavik. Undarlega hljótt hefur verið um þessa bók Einars og fæ ég ekki orða bundizt lengur. 1 Bak- sviði Njálu er kafað i við- fangsefni, sem snertir mjög sögu og forsögu Islendinga og öllum íslendingum er mjög hugleik ið efni. Er þarna tekið á málun- um frá allnýstárlegu sjónarmiði, sem ég hefi hvorki heyrt né séð getið um áður að hafi verið not- að til skýringa á þessu efni þ.e.a.s. sögu, trúarbrögðum og menningu forfeðra okkar. Set- ur Einar Pálsson þarna fram niðurstöður i tilgátuformi, en til gátur þessar eru settar fram eft ir margra ára rannsóknir á goð- sögnum Islendinga og annarra þjóða. í þessu sambandi er rétt að geta þess að orðið goðsögn virð- ist notað af blöðum og ýmsum öðrum i merkingunni lygasaga, kynjasögn eða ævintýri. Eru fræðimenn á sviði menningar- og trúarbragðasögu fornþjóða að vonum mjög óánægðir með notkun þessa orðs í þeirri niðr- andi merkingu. Goðsögn þýðir nefnilega allt annað og nægir að tilfæra orð frægs vísindamanns í menningarfræðum, Roberts Graves, en hann segir: „Goðsagn ir eru áhrifamiklar frásagnir í stuttu máli af atriðum og at- burðum s.s.: stjórnarfarsbreyt- ingum, þjóðflutningum, innrás- um, upptöku framandi trúar- bragða og siða.“ Ef tilgátur Einars eru réttar varpa þær m.a. ljósi á eftirfar- andi atriði (samkvæmt bók hans): 1. Táknmál goðsagna i fornís- lenzkum ritum. 2. Stuðla helztu goðsagna Eddu. 3. Tengsl landnáms og trúar- bragða. 4. Hugmyndafræði germanskr- ar heiðni. 5. Tengsl trúarbragða, tímatals og áttavísunar. 6. Fornleifar á Norðurlöndum siðustu 3000 ár heiðni. 7. Tengsl germanskrar heiðni við forn trúarbrögð Súmera, Egypta og Indverja. 8. Tengsl germanskra trúar- bragða við tölvisi og fræða- iðkanir Miðjarðarhafslanda í heiðni. 9. Kerfisbindingu Ásatrúar. 10. Heilagt kornkonungdæmi Dana í heiðni og tengsl þess við heimsmynd og regin- mögn elztu menningarsamfé- laga síðsteinaldar. 11. Hugmyndafræði rúnaleturs. 12. Skiiptiin frá 24Hrúnailetrii yfir í 16-rúmaletuir. 13. Rætur Njálu. Sömuleiðis skýra þær viðmið- anir heimsmyndar landnáms- mam a, við: 1. Tölvisi Eddu og íslenzkra goðsagna. 2. Tölvísi Indverja, Súmera og Egypta allt frá siðsteinöld. 3. Stjarnhimin og áttavísun. 4. Fornar kenningar um stórár og tímaskeið. Hér er aðeins stiklað á stóru. Of langt mál væri að tína fram fleira, enda er það ekki ætlan mín með þessari grein. Þó lang- ar mig til að benda á eitt atriði enn, talnakerfi það, sem Einar réð af íslenzkum goðsögnum hef ur eftir því sem bezt verður séð verið notað sem undirstaða mæl inga við landnám hér og svarar nákvæmlega tölvísi sem kunn var í meginstöðvum fornra menn inga við Indus, Eufrat og Níl. Sömu tölvisi má lesa beint af Eddu og Fornaldarsögum Norð- urlanda. Ekki ætla ég mér þá dul að ræða tilgátur Einars Pálssonar frá fræðilegu sjónarmiði, til þess skortir mig næga þekkingu, en hví þegja fræðimennirnir? Það finnst mér furðulegt og er tilefni þessa greinarstúfs. Mér virðist að þeir hafi stundum gripið til pennans af minna og ómerkilegra tilefni en þessu. Hins vegar þykist ég sjá að Einar setur fram skýringar á ýmsum þeim þáttum í sögu for- feðra okkar, sem okkar ágætu fræðimenn hafa ófullnægjandi skýringar á eða engar. Get ég ekki stillt mig að táka tilvitnun frá dr. Sigurði Nordal: „Forn- sögurnar halda líka áfram að vera svo mikið keppikefli til rannsókna og rökræðna, að ein stefnumennirnir komast ekki hjá því að eyða öfgunum með því að kroppa augun hver úr öðr- um.“ Sem dæmi um röksemdafærslu og niðurstöður sumra fræði- manna nægir að benda á, að sam kvæmt rannsóknum á sömu sög- um komast þeir sumir hverjir að þeirri niðurstöðu, að Islendingar hafi komið frá Noregi en aðrir að þeir hafi komið frá Dan mörku. Sumir halda þvi fram, að goðarnir hafi aðeins verið veraldlegir valdsmenn, en aðrir, að þeir hafi aðeins verið prest- ar. Þei-m virðist lítið bera saman og sýnist leikmönnum örðugt að sjá hvernig svona þverstæður geta komið frá mönnum, sem rannsaka sama efni frá sama sjónarhóli (norrænu) og kalla sig fræðimenn. Auðvitað getur menn greint á um sum efni, 2 plús 2 eru 4, en 3 plús 1 eru líka 4, í öllum venjulegum reikningi, þótt sjálf sagt sé hægt að „sanna“ annað. En til eru önnur sjónarmið, 2 mínus 2 eru 0, en 3 mínus 1 eru 2! Það er stundum hægt að lita á hlutina frá fleiru en einu sjón armiði. Því skyldi maður ætla að fræðimenn okkar gripu feg- Patreksfirði, 8. nóv. Um veturnætur fór fréttamað ur til fundar við Guðbjart Egils son, formann Barðstrendingafé- lagsins og framkvæmdastjóra veitingahúss þess. Óskaði frétta maður þess að Guðbjartur léti sér í té upplýsingar um rekst- ur Bjarkarlunds i A.-Barða- strandarsýslu og Flókalundar i ins hendi við tækifæri, er býð- ur upp á nýjar skýringar frá öðru sjónarhorni á þáttum íslenzkrar menningar og forn- um trúarbrögðum, sem þeir sjálf ir virðast hafa gefizt upp á að skýra. En það er nú eitthvað annað. Ekkert fáum við enn að heyra né sjá frá okkar ágætu vísinda- og fræðimönnum um þessa bók Einars, eða telja þeir sig hafa Einar Pálsson. rannsakað allt til botns og fund ið hinn algilda sannleika um foma hætti, menningu og trúarbrögð Islendinga og þetta framlag Einars sé ekki einu sinni umtalsvert, eða hafa þeir ef til vili alveg sleppt því að rannsaka forn trúarbrögð Is- lendinga og goðsagnir? Merkir erlendir fræðimenn telja að ekki sé gerlegt að rannsaka foma menningu og sögu þjóða án þess að rannsaka um leið trúarbrögð þeirra og goðsagnir. Þeir fáu erlendu fræðimenn, sem kynnt hafa sér verk Einars telja það stórmerkilegt og visindalega unnið enda var honum sýndur sá sómi að bjóða honum prófess- orsstöðu við háskólann í Tor- onto í Kanada. Nú setur Einar þarna fram til gátur, sem örðugt er ólærðum að skilja og hefði þvi mátt vænta þess að fræðimenn okkar sendu frá sér umsagnir eða V-Barðastrandarsýslu, en það er i fyrsta sinn, sem hótelin hafa haft opið svo lengi fram eftir hausti, og ekki sizt það, að þetta mun vera eina átthagafélag á iandinu sem heldur uppi hótel- rekstri. Hvernig hefir reksturinn geng ið í sumar? -— Bjarkarlundur, sem er i gagnrýni um þessa bók Einars almenningi til skilnings. Vænt- anlega er fræðimennska og þekk ing fræðimanna okkar á þess- um sviðum ekki ætluð útvöldum einum saman, a.m.k. ekki þeirra er við háskólann vinna, og má mikið vera ef þeim ber ekki sumum hverjum skylda til að sýna árangur starfa sinna í rit- gerðum eða bókum aðgengileg- um almenningi þessa lands og mættu sumir okkar lærðu manna íhuga það. Ég þykist einnig sjá að tilgáturnar sem settar eru fram í riti Einars snúa algjörlega við ýmsum kenningum og skýringum fræðimanna okkar á íslenzk- um fornsögum, fornmenningu og trúarbrögðum. Skyldi mað- ur ætla að þetta hefði nægt til að ýta við einhverjum af „ein stefnumönnunum“ og orðið til þess að þeir hreyfðu penna. Ekki vil ég ætla fræði- og vis- indamönnum okkar á þessum sviðum þann hroka og þröng- sýni er einkennir heimska menn, að því aðeins sé mark takandi á rannsóknum að þær fylgi fyrir- fram „viðurkenndri" stefnu og að „bréf“ þurfi upp á að rann- saka og mega birta niðurstöður þeirrar rannsóknar. En ég get ekki varizt að undrast þögnina, ekki sízt þegar maður rennir augum yfir umsagnir um ýmsar bækur er flytja efni, sem ekki er nándar nærri eins forvitni- legt. Ég játa fúslega að mér þykja tilgátur Einars mjög forvitnileg ar vegna þess að þær opna mönnum nýjan heim og þær eru mjög skýrt og skilmerkilega sett ar fram. Að auki vekja þær löng un manns til að reyna að skilja hvað að baki býr. Tilgátuform það, sem Einar not£tr er viðurkennd vísindaleg aðferð við að setja fram nýjar skýringar á erfiðum rannsókn- ar- og viðfangsefnum. Að auki koma þarna tilgátur um að forn menn hafi beinlínis helgað sér land eftir ævafornum og helg- um venjum og talnaspeki, sem þekkt er úr trúarbrögðum helztu menningarþjóða fornalda. Þannig virðast heil kerfi bein línis greipt í landið eftir fjöll- um, ám og öðrum kennileitum og Reykhólasveit í A-Barðastrand- arsýslu, var opnaður 1. júní, en Flókalundur í Vatnsfirði í V- Barðastrandarsýslu var opnaður 10. júni. Bæði hótelin voru opn- uð fyrr en áætlað hafði verið, en þó sérstaklega Flókalundur, vegna flutninga á landi, sem voru allmiklir vegna yfirstand- andi verkfalla. Þar að auki taldi Vestfjarðaleið h.f. sér ekki fært að hefja ferðir án þess að þjón- usta, sem þessi væri fyrir hendi. Allt fram til 10. júlí er naum- ast hægt að segja að um aðra þjónustu hafi verið að ræða og ábatasaman rekstur með svo lít- ill umferð. Upp úr miðjum júlí hófust ferðalög um Vestfjarðakjálkann. Hamlaði þó veðurfar vafalaust ferðum, en sumarið var kalt, sér staklega ágústmánuður, en oft- ast hefir það verið bezti mánuð- urinn fyrir reksturinn og svo var að vísu enn. Áberandi var hversu mikið af erlendu ferða- fólki var á ferð í sumar. — Flest sumargistihús loka 1. september. Af hverju höfðuð þið opið svo lengi sem raun bar vitni? — Allt frá því að Barðstrend- ingafélagið hóf rekstur í Bjark- arlundi hefir ríkt það sjónarmið, að veita þjónustu, sem auðveld- að gæti fólki að ferðast til og frá Vestfjprðum. Hinn upphaf- legi tilgangur var ekiki og er ekki sá að þarna væri um gróða- fyrirtæki að ræða, en mjög æski legt að reksturlnn g-æti staðið undir sér án hárra styrkja ann- Flókalundur. Lundir Barðstrendingafélagsins er það eitt út af fyrir sig stór- merk uppgötvun, enda 1 sam- ræmi við forn trúarbrögð ann- arra þjóða. Ég jafnvel minnist þess ekki að hafa séð þess getið i bóka- þáttum dagblaðanna hér að bók in hafi komið út og mun hún þó tekin á skrá yfir visindarit um norræn efni hjá háskólanum í Odense í Danmörku. Mér þyk- ir almenningur eiga fullan rétt á að sjá álit fræðimanna á þessu verki Einars svo forvitnilegt og nýstárlegt sem það er. Rétt er einnig að minnast þess að hvergi eru settar fram órökstuddar full yrðingar i bók Einars, að- eins fræðilega framsettar tilgát- ur, sem bera má við staðreyndir. Já, hvers vegna þegja fræði- menn okkar á þessum sviðum? Eru þeir hræddir við nýjar upp götvanir, sem kannski gætu leitt í ljós að þeir væru ekki „óskeik ulir“ og hefðu jafnvel vaðið reyk á stundum eða sitja þeir hver á sinni þúfu með viðeig- andi sjónarmið og óttast að í ljós komi að til sé viðari sjón- deildarhringur og kannski fjöll að klifa ef þeim yrði á að standa upp? Er þetta vísindamennska? Er þetta það sem dylst að baki eink unnarorðum háskólans? Heldur hefur það hingað til þótt lág- kúruleg aðferð að þegja hluti í hel, en það er það, sem hér virð ist vera á ferðinni. Hins vegar er rokið upp til handa og fóta, ef útlendingar skrifa um forna menningu okkar og flest ef ekki allt talið heilagt sem þeir segja, þótt ýmsar fullyrðingar þeirra séu vægast sagt vafasamar. Tilgangur minn með þessu skrifi er að ýta við fræðimönn- um okkar, svo að þeir setji ekki ljós sitt undir mæliker, heldur varpi birtu og þekkingu sannr- ar vísindamennsku yfir land og þjóð. Það er skylda þeirra og ætti að vera þeirra ánægja og keppikefli. Komi eitthvað það i ljós, sem sýnir að þeir kunni að hafa verið á villigötum, þá eru þeir menn að meiri og afla sér virðingar almennings, ef þeir taka tillit til þess þótt óþægilegt kunni að reynast á stundum. Það er sönn fræði- og visinda- mennska en ekki hitt að hunza nýjar leiðir i vísindum án at- hugunar, jafnvel þótt ófærar virðist við fyrstu sýn. Jón A. Stefánsson, Guðbjartur Egilsson arra en þeirra, er félagar Barð- strendingafélagsins og velunnar ar þess létu í té. Heldur er til- gangurinn sá, að auðvelda ferða lög um Vestfirði og þá sér i lagi Barðastrandarsýslu, sem hefur upp á að bjóða stórbrotnari nátt úru og meiri fegurð en flestir aðrir landshlutar, og með tilliti til þess hefir hótelunum verið valinn staður. Taktu til dæmis Bjarkarlund. Honum er valinn staður i undur fögru umhverfi með sérstaka út- sýn til fjalla og fjarða. Vaðal- fjöll, sérstæð fjöll, eru þarna í nálægð. I nágrenni eru Skógar, fæðingarstaður þjóðskáldsins| Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.