Morgunblaðið - 18.11.1970, Side 17

Morgunblaðið - 18.11.1970, Side 17
MORGÖN'BJLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVBMiBER 1970 17 l»aff má segrja að stúdentar séu hugmyndaríkir, og er þess skemmst að minnast þegar það komst í tízku hjá þeim að keppast um hve mörg:um mætti troða inn í Volkswagen-bifreið eða símaklefa. Nýjasta fyrirbrigðið vestan hafs er kossakeppni, þ. e. tímalengd kossins. Á Iaugardag settu þau Jim Holloway og Ronnie Beck, sem stunda nám við Hartford háskólann í Bandaríkjunum, nýtt „heimsmet“ í þessu fagi, og stóð koss- inn í 13 klukkustundir og 45 mínútur. Fyrra „metið“ var 12 klukkustundir. Öll „börn“ verða að fá mjólkina sína, og á það jafnvel við um flóðhesta. Þessi hér á mynd- inni er þriggja mánaða og býr í dýragarðinum í Columbus í Ohio-ríki. Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna átti einka- fund með Páli páfa VI. á föstudag í Páfagarði. Var myndin tekin þegar páfi afhenti ráðherranum minnispening í tilefni hcimsóknarinnar. Fréttamyndir Hér sést kirkjugarðurinn í Colombey í Frakklandi, og var myndin tekin eftir að kista Charles de Gaulles fyrrum forseta Frakklands var grafin þar í fyrri viku. Gefið var frí i öilum skól- um bæjarins og gengu skólabörnin fylktu liði framhjá gröfinni. Lítið hefur verið um nýjar myndir af Mao Tse-tung formanni kínverska kommúnistaflokksins að undanförnu, en þessi var tekin í Peking á laugardag. Sýnir hún Mao formann bjóða Yahya Khan forseta Pakistans velkominn til borgarinnar. Iljónin hér á myndinni heita Maria Addolorata og Pietro Casalini. Þau eru itölsk og bæði 41 árs. Heldur frú Maria á 32. barni þeirra hjóna, telpu, sem var dagsgömui þegar myndin var tekin á föstudag. 15 barnanna eru á lifi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.