Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUPTBíLAÐTÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1070 y * RAUDARÁRSTÍG 31 WM//M BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 vw Sendiferðabírreið-VW 5 manna -VW svefmagn VW 9 manna - lamfrovef 7 maima LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 74970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBRAUT mr rental service r + 8-23-47 senditm Hópferðir TH leigu í tencri og skemmri ferðir 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarason, sími 32716. ÞEIR flUKR umsKiPTin sEm flUGLÚSfl í $k\ orömibiaíi iitu f---------\ FÆST UM LAND ALLT Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkumar á JOHNSON & KAABER P O A að löggilda lögbrotin? Bjarnl Bjömsson skrifar: „Velvakandi, Morgunblaðinu: Það yrði nú meiri öfugþróun in í þjóðfélaginu, ef aftur ætti að fara að taka upp hunda- hald hér i Reykjavík. Alls stað ar, þar sem hundar eru ennþá leyfðir í borgum, er þetta orð- ið geigvænlegt vandamál, og mættum við Reykvíkingar hrósa happi yfir að hafa los- að okkur við það á viðráðan- legum tíma. Hér á þetta aldrei aftur að geta orðið að vanda- máli, sé þess gætt jafnóðum, að einstaklingar komist ekki upp með að brjóta lögin. Það er svo alveg fáránlegt, þegar þeir, sem brjóta lögin i þessu efni, ætla að fara að knýja yfirvöld in með frekju og hótunum til þess að löggilda lögbrot þeirra. Er ekkert tillit tekið til þeirra, sem halda lögin? Leyfist litlum hópi lögbrjóta nógu lengi að traðka á lögum og reglum þjóð- félagsins átölulítið, á það þá að réttlæta aðgerðir þeirra? Nei, engan veginn. 0 Mengun Nú er mjög i tízku að tala og skrifa um „umhverfisvanda- mál“ (environmental problems) og „mengun“ (pollution). Vita menn ekki, að hundahald er hvarvetna eitt helzta áhyggju- efni þeirra, sem berjast fyrir þessum málum i borgum. 0 Áróður Samtök hundaeigenda hafa rekið áróður sinn með miklu of forsi undanfarið og snúið öllu við í æsingnum. 1 Tímanum segj ast þeir vera „að bræða með sér að kjósa ekki í Alþingis- kosningunum i vor, ef yfirvöld in halda áfram herferð þeirri gegn hundum, sem nýlega er hafin.“ Sér er nú hver dóma- dags frekjan og yfirgangurinn að hafa í hótunum við kjörna borgarfulltrúa á þennan hátt. Skyldum við hinir, sem erum margfálit fleiri, geta saigt eitit- hvað svipað? í Alþýðublaðinu kvarta hundaeigendur undan „herferð lögreglunnar"! Á að atyrða lögregluna fyrir að gera skyldu sína? Það væri fremur, að hún væri ávitt fyrir að hafa látið þessa flottu hundaeigend ur komast upp með lögbrot sín. I Þjóðviljanum tala hunda- eigendur fjálglega um „fjór- fættu vinina" (!) og hóta því að sitja hjá í næstu borgar- stjórnarkosningum. Nú, ef þetta fólk ætlar að bakka út úr þjóðfélaginu með því að hætta að kjósa til Alþingis og borgarstjórnar, þá það um það. Það hefur þegar tekið skref út úr þvi með þvi að neita að hlýða settum reglum. 1 Morg- unblaðinu skrifa hundaeigend- ur um að gera nokkurra ára til raun. Verður þá ekki enn sár- ara fyrir þá að sjá af dýrunum á eftir? 0 Hættulegir heilbrigði Eins og áður segir, er hunda- hald í borgum eitt helzta áhyggjuefni þeirra, sem vilja vernda umhverfi mannsins í borgum, auka vellíðan hans og 'koma i veg fyrir mengun. Frá heilbrigðissjónarmiði er hundahald ótækt í þéttbýli. Hundar hafa drepið nógu marga úr sullaveiki á Islandi fram til þessa. 1 saurnum, sem er úti um allt, er gróðrarstöð fyrir hvers konar bakteríur. Hundarnir valda hundaæði, og innfluttir hundar hafa flutt hingað hundafár og aðrar pest- ir. 1 hundasaur eru ekki aðeins sjúkdómabakteríur, heldur einnig spóluormar, stórhættu- legir börnum, og hafa þeir fundizt í ríkum mæli í hunda- saur hér í borg. Hundar sóða út húsnæði, hvar sem þeir koma, með fóta- sparki, hnerrum, siefum, saur- og þvagláti. Þeir komast inn á almenna veitingastaði, þrátt fyrir ölil bönn og eftirlit, þvi að það er staðreyndin hvar- vetna, að reglum um hunda er aldrei hægt að framfylgja, því að hundarnir kunna ekki að lesa, og eigendurnir líta oft á þá sem börnin sín og sýna frekju. Hundarnir trufla umferð, bæði ökutækja og gangandi manna. Börn í leik og á göngu með hund, gleyma sér og um- ferðarhættunum. 0 Börn og hundar Börn eru hrædd við hunda og grimm við þá, þori þau að beita sér. Viðkvæðið er jafnan hjá hundaeigendum, þegar for eldrar í næstu húsum eða göt- um kvarta undan því, að börn- in séu dauðhrædd við hunda og þori varla út fyrir dyr, að ein- faldara sé fyrir blessuð börn- in að kynnast hinum góða hundi, blásaklausum, meinlaus- um og skemmtilegum, heldur en að kæra til lögreglunnar. Eins og foreldrar þurfi að standa i því að kynna börnin sín fyrir hundum! Ég a.m.k. gef mér ekki tima til þess og hef næsta takmarkaðan áhuga á þvi. Frekjan er svo mikil, að þetta fólk vill fara að stjórna uppeldi barna okkar, sem ekki eigum hund. Allir vita, að allir hundar geta hvenær sem er tryllzt og ráðizt á fölk. Erlendis bíður fjöldi fólks bana árlega eftir viðureignir við hunda, aðallega böm og aldnað fólk. 1 stórborg um, þar sem hundahald er enn leyft, verða tugþúsundir manna árlega fyrir hundsbiti. Skaða- bætur vegna fataskemmda nema milljónum árlega. 0 Ónæði Þá má ekki gleyma ónæðinu, sem þegar er farið að bera á í Reykjavík: Gelt, spangól o» ýlfur fram á nætur. Hundur- inn er látinn pissa, áður en hann fer að sofa um leið og fjöl skyldan rétt fyrir miðnætti, far ið með hann út í garð, þar sem hann getur ekki stillt sig um að reka upp nokkur bofs, svefn- styggum nágrönnum til ar- mæðu. 0 Nágrannadeilur Þá er komið að því, sem er kannske einna verst: Úlfúð og deilur nágranna vegna hunda, sem valda algerum vinslitum í áður friðsömum hverfum. Ég hef séð fólk kasta steinum i hund nágranna, og ég þykist þekkja Reykvikinga svo vel að vita, að hér yrði aldrei friður, kæmist hundahald á. Erlendis lækka fjölbýlishúsaíbúðir í verði, þar sem leyft er að hafa hunda. Hvernig á að fara að hér? Eiga allir hundaeigendur að búa í einbýlishúsum með girtum görðum? Og eigum við, sem ekki eig- um hunda, að greiða aukinn kostnað borgarinnar vegna hundahalds? Nei og aftur nei. Margt fleira mætti telja til, sem styður það sterkum rök- um, að hundfihald eigum við aldrei að taka aftur upp í Reykjavik. Hinir fáu lögbrjót- ar, sem nú halda hunda, mega líka vel við una, því að svo sterk andúð er meðal alls þorra manna hér á hunda- haldi, að bezt er fyrir hund- ana að lifa einhvers staðar annars staðar, þar sem þeir geta verið í friði, og bezt fyr- ir fólkið sjálft að halda frið- inn við samborgara sína. Við hinir erum fleiri og get- um lika bitið frá okkur, ef í það fer. 0 Hundar, kettir og börn Guðrún Á. Símonar skrifar: „Velvakandi! Svar til heimilisföður, en ég myndi kalla hann ,,Sadista . Kannski eru þessi voða hræddu börn hans eigin, og hefur aldrei verið kennt að um gangast hunda og ketti. Kann hann ekki að skammast sín? Vitið þér hvað hundar, kettir, kanínur og apar ganga í gegn- um hræðilegar pyndingar við alls konar tilraunir, til þess að þið fáið lækningu meina ykkar? Ef þér vissuð það, þá gæti farið svo að þér mynduð læra þá list að segja sem minnst og vera ekki að siga lög reglunni á vesalings hundana. Þessi lög, sem „Hundavinafé- lagið" er að reyna að fá í gegn eru mjög ákveðin og þyrftu ekki að vera neinum til ama. Nú spyr ég: Hvað get ég gert við börn, sem í 5 löng ár hafa ekki gert annað, en að brjóta þrjár stórar rúður hjá mér og kostað mig rúmlega 8 þús. kr. að fá nýjar settar i. Börn, sem kveikja í öskutunnum og þegar ég ætla að fara með ruslið út eins og venjuleg húsmóðir ger- ir, og fæ þá eldslogana á móti mér. Ég hefði getað skaðbrennt mig í andliti. Get ég hringt í lögregluna og beðið hana að fjarlægja börnin? „Nei“. Böra, sem kasta heima tilbúnum sprengjum inn um gluggann á herberginu, sem síamskisumar mínar eru? Börn, sem hringja á bjöllunni hjá mér, og þegar ég fer til dyra, hvað skeður? Jú elsku litlu börnin, (sem eru svo hrædd við dýrin) eru bú- in að kveikja bád við dymar hjá mér. Get ég hringt í lög- regluna? „NEI“. Get ég talað við foreldrana? Ekki heldur, þeir kalla mig: „konuna, sem kvartar," ég hefi orðið að þola þvilíkt orðbragð, frekju og dónaskap frá þessum börnum, sem aldrei hafa fengið neitt uppeldi og ekki eru for- eldramir sérlega gott fordæmi. Ég hefi dvalið erlendis i stór borgum rúmlega 20 ár, og aldrei orðið fyrir neinu aðkasti frá bömum fyrr en hér í mínu eigin ættlandi. Ég sé enga ástæðu til þess að fólk, sem hugsar vel um sína hunda þurfi að líða fyrir „skussana". Mér þætti það anzi hart, ef ég mætti ekki hafa ketti, (sem ekki eru fyrir nein um,) vegna þess að aðrir kett- ir gefa öðru fólki ekki svefn- frið. Ef ég ætti að dæma eftir meðferð katta hér í kringum mig, þá er hún ekki upp á marga fiska. Viðvíkjandi þessum dóna- börnum, þá hélt ég, að það væri nóg að hóta þeim með lög- reglunni, en þau hlógu bara að einfeldni minni. Ég skil það vel núna, því að lögreglan virð ist aðeins skjóta hunda. Fá þeir svona mikið fyrir hvern hund? spyr sá sem ekki veit. Ég myndi ráðleggja íslending- um að fá sér aldrei Síamsketti, því þeir hafa þann hræðilega ávana að mjálma hátt og hvellt. Ég vona að íslendingar eigi aldrei eftir að þurfa að þola meiri hávaða en lítið hunda- gelt og hvellt síamsmjálm. Ég skal kjósa hvern þann stjórnmálaflokk, sem berst fyr- ir því að leyfa hundahaid til reynslu, til að losa okkur við táraflóð, blóðbað og þjóðar- skömm. Ef ég ætti hund, myndi ég berjast fyrir hann eins og kött ur með 10 vel Skarpar klær. E.S. Má ég biðja um þúsund hunda og síamsketti, heldur en 2 íslenzk dónabörn. Hvernig væri að bréfritari skrifaði und ir fullu nafni, eða þorir hann það ekki, velur aðeins fallegt nafn eins og „heimilisfaðir"? Guðrún A. Símonar, Mávahlíð 37, Reykjavík." Mörg bréf Velvakanda hafa borizt furðumörg , bréf um þetta hundamál, eins og fyrri daginn, þegar þetta var almennt til um- ræðu. Þá, eins og nú, berast mun fleiri bréf frá þeim, sew vilja banna hundahald, eins og verið hefur, en hinum, sem leyfa vilja. Mörg eru bréfin gíf uryrt á báða bóga. Reynt verð- ur að birta eitthvað af þeim næstu daga, — og þá fremur þau orðprúðari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.