Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUN'BLAÐtÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DBSEMBBR 1970 17 Í8D,!BrcSlKA STJlLVBniA m. 77//~ /CSIAN'OIC SrtfL MtLL iCAlf: 1:100 Kannaðir mögu- leikar bygging- ar stálbræðslu ER grundvöllur fyrir rekstri stál bræðslu á íslandi? Svo sem skýrt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag var á laugardag form- lega stofnað Stálfélagið h.f. til að kanna þetta endanlega. Kosin var stjórn og í henni eiga sæti: Bjarni Guðjónsson, forstjóri; Sveinbjöm Jónsson, forstjóri; Xómas Vigfússon, byggingameist ari; Jóhann Jakobsson, efnaverk fræðingur og Magnús Kristins- son, forstjóri. Morgunblaðið ræddi í gær við Hauk Sævaldsson, verkfræðing, sem kynnt hefur sér þessi mál í um 2(4 ár og Sveinbjöm Jóns- son i Ofnasmiðjunni, sem hefur verið einn helzti hvatamaðurinn að þessari könnun og leitaði frekari vitneskju um þetta mál. Þeir tjáðu blaðamanni Mbl., að aðdiragandinn að þessu máli væri orðinin æði langur. Jón Ól- afsson Stál, eini stálgerðarmað- urinn, sem þetta land hefur alið, kom fyrstur fram með þá hug- mynd, að íslendingar reyndu að vinna eitthvað úr því stáli, sem til félli í landinu. Árið 1961 fékk svo íðnaðarmálastofnunim hingað til lands sérfræðing frá Banda- ríkjunum til að gera athugun á þessuim möguleika. Niðurstaða hans var neikvæð. Nokkru síð- ar átti Sveinbjörn leið um Sví- þjóð og notaði hann þá tækifær- ið til að kanma hvern-ig þessum málum væri háttað þarlendis. Kynntist hann í þessari ferð dr. Fagerberg, sem rekur gamal- gróna stálverksmiðju, Quarn- hammarssjernbruk, og byggir framleiðslu sína algjörlega á málmi, sem bræddur er úr brota járni. Góð samvinna hefur tekizt við þetta fyrirtæki, og m.a. var Haukur þar á ferð í sumar og kyninti sér verksmiðjuna og reksturinn. Fyrirtæki þetta bræð ir ekki sjálft, heldur valsar ein- unigis steypustyrktar j árn. Upp- gangur þess hefir verið mjög hraður á fáum árum. Árið 1959 var ársframleiðsla þessarar verk smiðju 4 þúsund tonn. Síðan var tækj abúnaður verksmiðj unnar endurnýjaður verulega, og árið 1965 var ársframleiðslan oirðin 10 þúsund tonn. Núna framleiðir hún 22 þúsund tonn á ári. For- ráðamenn verksmiðjunnar hafa í hyggju að stækka hana enn, þannig að ársframleiðsla hennar verði um 35 þúsund tonn á ári. Haukur sagði, að þetta fram- leiðslumagn verksmiðjunnar væri sérlega athyglisvert, þegar haft væri í huga að kvóti hennar á innanlandsmarkaðinum í Sví- þjóð væri aðeins 12 þústind tonn. Hún framleiddi að vísu 6 mm stál, sem félli ekki undir kvóta- ákvæðin, en það væri ekki veru legt magn, þannig að afganginn þyrfti hún að flytja út, og væri Bretland helzti kaupandinn. — Haukur gat þess ennfremur, að hann hefði heimsótt stálbræðslu í Sviþjóð, og það hefði vakið at- hygli sína, að um 65% hráefnis bræðslunnar væri flutt inn, eink um frá Póllandi og A-Þýzka- landi. Það hefur kómið fram í saimtölum við Svíana, að þeir telja upplagt fyrir íslendinga að ráðast í þetta fyrirtæki. Á meðfylgja.ndi mynd sjást frumdrög eða tillöguuppdráttur að stálverinu. Við fengum Hauk til að lýsa í stórum dráttum framleiðslustigunum. Haukur kvað brotajárnmu vera safnað á sérstakt svæði, og þar er það flokkað. Þar er krani með raf- segli, sem gegnir því hlutverki að taka hlassið af bílunum, sem koma með jár.nið, og eins að setja járnið í hleðslukeröldin eft ir að það hefur verið flokkað. Ofninn tekur um 10 tonn og þarf þrjú keröld í hverja hleðslu. — Gaffallyftari ekur keröldunum að bræðsluofininum, þar sem krani tekur við og tæmir þau ofan í ofninn. í verinu er sér- stakur lager fyrir bætiefni, sem sett er í stálið til að það fái rétta efnasamisetningu. — Láta mun nærri að það taki um 3—4 tíma að bræða hverja hleðslu í ofn inum. Þegar járnið er fullbrætt er ofninum hallað og það rennur í deiglu. Krani tekur síðan deigl una og flytur að steypumótun- um, þar sem j árnið steypist í hleifa. Hver járnhleifur vegur um 100 kg. Eftir að járnið hefur storknað í mótunum er í raun- inni lokið við að breyta brota- járni í stálhleifa. Þá tekur við völsunin. Hleifarnir eru látnir fara í gegnum ofn, sem hitar hleifana upp í 1200 stig. Þessu næst fara þeir í forvalsara, þar sem þeir ganga fram og aftur, verða stöðugt mjórri en um leið stöðuigt lengri. Þá taka millivals ar við, og því næst fínvalsar. Eins fer járnið í gegnum klippur, sem klippir strenginn í rétta lengd. Þegar járnið er fullvalsað fer það á kælibarð, þar sem það kólnar og verður teinrétt. Þar er því safnað í knippi, og þeim enn safnað í stærri knippi, sem sett verða á geymslusvæði í ver inu sem fullunnin vara. Gert er ráð fyrir, að verksmiðjubygging in sjálf verði um 150 metrar að lengd, auk brotajárnsgarðains, sem getið var í upphafi. Hauk ur kvað raforkuþörf bræðsluofns ins vera 4 Vá megavött og til að bræða hvert tonn af stáli þarf um 650 kílówattstundir. Hims veg ar er orkuþörfin við völsunina 350 kgwstundir á hvert tonn. — Ráðgert er að hafa upphitara ofnirnn olíuhitaðan, en Haukur sagði að einnig væri hugsanlegt að hafa hann rafhitaðan, og mundi hann þá þarfnast 4—5 megavatta. Ekkert hefur verið ákveðið hvar stálverið kemur til með að rísa, ef úr framkvæmd- um verður, en Haukur sagði, að það þyrfti að liggja að sjó, og eins þyrfbu vegasamgöngur að vera góðar. Næsta skrefið í þessu máli er könraun á brotajárni hér á landi. Eins þarf að gera frek- ari frumdrætti að verirau, svo og nákvæmari kostnaðaráætlun, ef unnt er. Sveinbjörn Jónsson sagði, að stjórnin væri vongóð og bjartsýn um frekari framgang þessa máls. „Við gerum okkur vonir um að geta leitað til þjóðarinnar varð- andi almenna hlutafjársöfnun nú með vorinu og jafnvel fyrr“, sagði hann. Næsti forseti Mexikó Grein þessi er skrifuð af Lie. Antonio Armendariz, sem er mörgum íslendingum vel kunnur, þar sem hann var ambassador fyrir Mexico á íslandi, með aðsetur í Lond don, en hann kom hingað tvisvar á árunum 1964—1965. Hann er núna aðalbankastjóri fyrir Banco Nacional de Comerico Exterior S.A. í Mexico-borg. Hann biður fyr ir kveðjur til vina á íslandi. LUIS Echeverria Alvarez fædd- iist í Mexico-borg 17. janúar 1922, og er því aðeins 48 ára að aldri. Þar gekk hann í barna-, unglinga- og menntaskóla Og síð- an í hásbóla, þar sem hann út- skrifaðist sem lögfræðingur í ágúst, 1945. Allt frá barnsárum einkenndi hann sérlega skörp tilhneiging til þess að fylgjast vel með at- burðum og því sem var að ger- ast, bæði í heimalandi sínu og fyrir utan það, jafnframt því að gera sér far um að kynnast mönn um og hugsunarhætti þeirra. Þessi eiginleiki hans varð hon- um hjálp við námið og auðveld- aðí honum viðfangsefnin, enda einkenndi hann virðuleg firam- koma við námsfélaga sína og kennara og einnig að taka tillit til skoðana þeirra. Frá barnæsku hefur hann haft áhuga fyrir íþróttum, sem hefur eflaust hjálpað til með að gera úr honum sterkbyggðan mann, en í barnæsku var hann frekar veikbyggður. Á unglingsárum stundaði hann allar helztu grein- ar íþrótta, en nú hafa íþróttirn- ar að mestu vikið fyrir bóka- lestri, sem hann stundar mikið og hljómlist, sem honum finnst einkar róandi. Þó stundar hann lítils háttar golf og svo hinar hefðbundnu mexíkönisku hesta- mennsku, sem hann einraig hefur vakið á'huga á hjá sonum sínum. Eftir stuttan tíma við próffess- orsstörf við lagadeild háskólans í Mexico-borg fór hann að hugsa um, að ef til vi'll gæti hann gert bæði þjóð sinni og samborgur- um meira gagn og voru það ef- laust þjóðmál sem hann hafði 1 huga. Þannig var það að hann gerðist varaformaður P.R.I. (Partido Revolucionario Insti- tucional), sem er stærsti stjórn- málaflobkur í Mexico. En stuttu seinna tók hann við störfum sem aðalritari flokkains. Luis Echverria hefuir einnig verið í mörgum ábyrgðarstöð- um fyrir Mexikaniska rí'kið t.d. á tímabili hafði hann með öll fjár mál að gera, sem lutu að flota og sjávarmálum og seinna varð hann menntamálaráðherra, þar sem hann gat sér mikið frægðar- orð fyrir störf sín í þágu þjóðar sinraar. — Seinraa varð haran meðlimur ríkisráðsinis og að alritari þeisis og einnig þar hefur mexikanska þjóðin metið mikils störf hans. Hann heldur fram frj álsræði með lögum og lögum með rétt- læti, sem leiðir til pólitísks jafn vægis. Með því einu að feragið sé pólitískt jafnvægi hjá lýðræðis- þjóð, gefur það vonir og raunar vissu um, að hægt sé að komast fyrir flest vandamál hjá þjóðinni þar á meðal efnahagsmál, en án pólitísiks jafnvægis eir erfitt að hugsa sér að hægt sé að leysa vandamálin á heilbriigðan hátt. Þaninig hugsar sá maður, sem kosinn var í almenraum kosning um í Mexico 5. júlí sl., til að gegna embætti forseta, æðsta embætti lýðveldisins Mexico, næstu 6 árin, eða 1970—1976. Hann er miðstéttarmaður og er alinn upp í umhverfi þar sem hugsunarháttur um framfarir er xáðandi. Uppruni hans er úr keranarastétt og frá stórri fjöl- skyldu. Faðir hans, sem verður sá eini sem fylgir honum, þegar hanm verður settur iran í hið háa embætti, kenndi honium að „í þjóðmálum verður ákveðnin að vera allsráðandi, þar er ekki um nieinra milliveg að ræða“ og „í fjármáiuim standa hlutirnir og falla með árangrinum. Fjár- málamaður verður að hafa skýra hugsun að baki gjörða sinna“. Vegna þess að Luis Echeverria hefur ferðazt mikið og verið bæði í Suður-Ameríku oig eiras í mörgum Evrópulöndum, hefux Luis Echeverria Alvarez haran öðlazt alþjóðie'gan hugsun arhátt. Luis Echeverria er sú mann- gerð, sem hægt er að segja um það sama og D. Marshall ritaði í Englaradi á 18. öld, „staðfesta er árangur af jafnvægi athafna, en ekki aðgerðarleysis".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.