Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 24
24 MOftGUríBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1970 Jóna Gísladóttir — Kveðjuorð HÚN var fædd að Þorgrímsstöð- iim í Ölvesi, Árnessýslu, 2. mai 1905. Andaðist að Sjúkrahúsi 'Vestmarmaeyja 24. nóvember sl. Æviár hennar voru þvi 65 og misseri betur. Foreldrar Jónu voru þau Ingi- • björg Jónsdóttir, ættuð úr Hrepp um og Gísli Magnússon, ættaður af Skeiðum. 4 hálfsystur átti Jóna að móðurinni, Steinunni, Guðrúnu, Guðfinnu og Valgerði. En einn albróðir, Jón Gíslason. AJlt var þetta dugandi og gegnt fólk, með marga afkomendur um Suðurland. Sá er þetta ritar var vel kunnugur Guðfinnu, systur Jónu, er giftist Guðjóni Einars- syni er átti Breiðholt í Vest- mannaeyjum og bjó þar fjölda -ára; foreldrar Karls alþingis- manns og Árna hæstaréttarlög- manns. Geymi ég margar og góð- ar minningar um þau sæmdar- hjón. Jóna ölst upp með foreldrum sínum og var með þeim í sveit- inni til 16 ára aldurs, þá lá leið þeirra til Reykjavíkur. Ung að árum kynmtist hún Halldóri Magnússyni ,frá Grund- arbrekku í Vestmannaeyjum. Giftust þau 1930 og gátu þvi hald ið 40 ára brúðkaupsafmæli sl. vor. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Því Halldór unni Jónu sinni mjög og hún gagnkvæmt með virðingu og kærleik, sem ■nærri má með fádæmum telja. Töggur voru miklar og seigar i ungu hjónunum, því þau réð- ust í að byggja steinsteypt, vandað íbúðarhús, yfir sig og fjölskyldu sína að Hásteinsvegi 43 í Vestmannaeyjum. Þar var heimili þeirra um fjölda ára, fag- urt og hlýlegt heimili, sem gott var að koma i. Bæði á lofti og götuhæð bjuggu um fjölda ára aðrar fjölskyldur og naut Þor- björg tengdamóðir Jónu og Þór- erinn mágur hennar að vera þar í mörg ár í skjóli þeinra Hall- dórs og Jónu. Bæði gerðu þau sinn garð frægan, hún nett, fríð og aðlað- •andi og hvers manns hugljúfi er henni kynntist. Hann verksmiðju stjóri i fyrstu beinamjölsverk- emiðju er reist var á fslandi af G»Ia J. Johnsen 1913. Til fá- dæma má telja að Halldór byrj- -aði þarna ungur í þjónustu Gísla og vann þar nær allan sinn starfs dag i þjónustu sama fyrirtækis, eða nær því 50 ár. Þó svo að á þessum vettvangi Jóna væri til fyrirmyndar, sem góð húsmóðir og móðir, fjögurra barna, er öll lifa og líkjast móð- Hjartanlega þakika ég fyrir þainn hlýhug, sem þið sýnduð miéT á sjötiu ára afmælinu minu með biómasendmgum, heállaóskum og góðum gjöí- um. Með beztu kveðju, Anton Sigurðsson. ur sinni, góðir og gegnir borgar- ar, þá verður Jóna mér minnis- stæðust fyrir sina ljúfu fram- komu og einlægu trúna sína á frelsarann Jesúm Krist. í lát- leysi sínu, ljúfu framkomu og mikilli andlegri háttvisi, sáði hún sæði sinu öðrum til blessun ar timanlegrar og eilifrar. Gott var að koma á heimili hennar og á ég persómulega mikið þeim hjónum báðum að þakka . og finnst mér nú við leiðarlok henn ar að ég standi ekki síður i þakk- arskuld við hana. Hún elskaði Guðs Orð og var ljúft að tala um þá hluti er Guðsríki heyra tiL Síðast er ég heimsótti þau hjón var 15. september sl. Þá var Halldór að ná sér eftir ára- langa sjúkdómsgöngu, en hún var orðin veik af þeirn sjúkdómi er nú hefir orðið henni að aldur- tila. En þrátt fyrir veikindi og likamlega vanlíðan, þá sá ég inn í hennar trúarlíf, sem fagra og dýra perlu, sem enginn gat frá henni tekið. Hún lofaði Drott- in og var tilbúin að mæta hverju sem koma skyldi, í friði Guðs, sátt við Guð og menn. Þannig kvaddi hún lífið. Heim- koman til Drottins er því fögur og góð. Mörgu er hér sleppt í þessum kveðjuorðum, sem snertir fram- kvæmdir og líf þeirra hjóna, bæði í Vestmannaeyjum og að Ingólfahvoli í Ölfusi, en þar áttu þau heirna um nokkur ár, fóru síðan aftur í Eyjar og byggðu þá vandað ibúðarhús að Ásavegi 12, er varð nú síðasta aðsetur hennar. Hinu vil ég ekki sleppa, að votta þér Halldór minn dýpstu samúð mína, fjölskyldu minnar og fjölda vina þinna um land allt er á þessum döpru dögum minnast þín og barna ykkar, í bænum sínum. Góð minning deyr aldrei og líf bama ykkar Jónu verður þér og þeim hvatning til lifs og dáða, með þann góða grundvöll að baki, sem var líf og framkoma eiginkonu og móður. Inga, Eng- ilbert, Hanna og Elin, ásamt tengdabörnum og barnabörnum, hafa mikið misst en fjársjóður minninganna er stór og gildur og þegar til hans er litið, þá veit ég að upp stigur þakklæti til Droftins fyrir það sem Drottinn gaf. Nú hefir Hann tekið sitt. Hann leyfði til þess. Lögmál trúarinn- ar segir, þegar þetta hvort tveggja hefir skeð: „Lofað veri nafn Drottins". Sá lofsöngur fær lyftingu og hljómgrunn, þegar vissa um endurfundi í himni Guðs, fyrir endurlausn Krists, er rikjandi i hjörtum ykkar. Þann- ig kveð ég Jónu Gísladóttur, sem nú er á undan okkur farin í friði Guðs. BLessuð veri hennar minning. Einar J. Gíslason. Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkótar. púströr 09 fteiri varahlutir i margar gerðár bifreiða BibvðrubúSn FJÖDRIN Laugavegi 168 - Sbni 24180 Hjartaniéga þakka ég böm- um mínum, tengdabörnum og öðrum ætiingjum og vinum fyrir góðar gjafir, blóm og heillaskeyti á 75 ára afmæli mlnu 9. nóvember. Guðrún Þorfinnsdóttir frá Hnjúkum, (nú Hrafnistu). Ég þakka hjartanlega heilla- ósJdr og vinsemd á áttræðis- afmæli mínu. Fanney ,lóha.nnesdóttir. — Hundahald Framihald af bls. 14 kenna bömum sinum að nálgast ekki ókunnuga hunda og reyna að klappa þeim. 1 9. lið greinargerðarinnar segir: „Ekki verður komizt hjá, að hundar leggi frá sér saur hing- að og þangað á bersvæði. Get- ur það gerzt á athafnasvæðum barna i kringum ibúðarhús, á leikvöllum eða gangstéttum." 1 11. grein tillagna okkar seg- ir: „Skylt er hundeiganda að sjá um, að hundur hans óhreinki ekki gangstéttir, en venja hann á að nota rennusteininn ef nauð- syn ber til." Til fróðleiks má nefna þá til- raun danskra yfirvalda i Árós- um að setja upp sérstök hunda- salemi í almenningsgörðum. 1 10. lið greinargerðarinnar segir: „Hundar sem lokaðir eru inni í íbúðum að mestu nætur og daga, valda íbúum iðulega óþæg indum með gelti sinu og span- góli. Kvartanir hafa borizt heil- brigðiseftirlitinu um að hundar raski þannig svefnró fólks." í 16. grein tillagna okkar seg- ir: „Ef hundur raskar ró ná- granna með langvinmi gelti eða spangóli, einkum á næturþeli, og kæra berst til lögregiu, skal eig- andinn áminntur um að venja hund sinn betur. Endurtaki þetta sig, skal sekt koma til, og loks skal hundurinn fjarlægður og honum ráðstafað samkvæmt úrskurði yfirvalda og aflífaður ef önnur ráð duga ekki." í 11. lið greinargerðarinnar segir: „Dæmi eru til, að sambýlis- vandamál og hvers konar ná- grannakrytur hafi skapazt af hundahaldi í þéttbýli." í 13. grein tillagna okkar seg- ir: „1 fjölbýlishúsum er það á valdi hverrar hússtjðrnar að banna eða leyfa hundahald í hús inu.“ Séu hundar vel vandir og regl um um meðferð þeirra fyigt sam vizkusamlega, ættu þeir ekki að þurfa að valda fólki a ma og óþægindum. En séu þeir illa vandir og þeirra ekki almenni- iega gætt, hafa eigendumir fyr- irgert rétti sínum til að hafa hund á heimilinu. 1 12. lið greinargerðarinnar segir: „Hætt er við, að leyfi til tak- markaðs hundahalds myndi fyrr eða síðar leiða til útgjaldaaukn- ingar fyrir borgarsjóð, m.a. i sambandi við gatnahreinsun og aukna löggæzlu." 1 5. grein tillagna okkar seg- ir: „Gjalddagi hundaskatts sé 1. júni ár hvert og upphæð hans kr. 300.00." Við höfðum hugsað okkur að ieggja til, að upphæðin yrði hærri, en Jón Thors, deildarstjóri í Dómsmálaráðuneytinu tjáði okkur, að þessi upphæð væri ákvörðuð í landslögum og henni yrði ekki breytt nema með sam- þykki Alþingis. 1 13. lið greinargerðarinnar segir: „Það væri hálfgerð misþyrm- ing á flestum tegundum hunda að loka þá inni mestallan sólar- hringinn, oft og tíðum einsamla, og að hafa þá ætíð tjóðraða þeg ar þeir eru utanhúss." I tillögum okkar höfum við ekki fjaliað um dýravernd, vegna þess að þegar eru til dýra verndunarlög í landinu. Og þess má geta, að Dýraverndunarfé- lag Reykiavikur hefur lýst yfir einhuga stuðningi sinum við til- lögur Hundavinafélagsins eftir að hafa kvnnt sér gaumgæfilega sjónarmið og stefnumark þess. Að sjálfsögðu þurfa allar teg- undir hunda á hreyfingu og úti vist að halda, raunar mismikilli eftir stærð og skapferli, og það heyrir sannarlega undir dýra- vemd að sjá um, að enginn hundur sé lokaður inni mestall- an sólarhringínn og það jaínvel einsamall. Við lítum svo á, að gangsitétt- ir eigi i fæstum tilvikum að vera aðalútivistarsvæði hunda, enda er vandalaust að fara með þá út fyrir borgina og þéttbýlið og Jeyfa þeim að hlaupa lausum þar sem þeir trufla engan. Að visu er þetta sem stendur ekki á ann arra færi en bíleigenda, en verði hundahald leyft, má gera ráð íyrir, að settar verði ákveðnar reglur um flutning hunda með strætisvögnum, þannig að eng- um aetti að vera ókleift að viðra hund sinn annars staðar en á götum borgarinnar. 1 14. lið greinargerðarinn- ar segir: „Samkvæmt símtali við Bjöm Guðmundsson, heilbrigðisfull- trúa á Akureyri, 13. nóvember 1970, er það hans skoðun, að undanþága sú sem veitt var 1962 til hundahalds á Akureyri hafi að hans dómi reynzt það illa, að Björn hefur lagt til við heiibrigðisnefnd bæjarins, að of angreind undanþága verði aftur kölluð." 1 simtali sem Ásgeir Einarsson átti við Gisla Ólafsson yfir- iögregluþjón og Bjöm Guð- mundsson heilbrigðisfulltrúa á Akureyri 27. nóvember 1970, gáfu þeir þær upplýsingar, að í bænum væri nokkuð um, að hundar gengju lausir þvert ofan i skuldbindingar eigenda þeirra gagnvart yfirvöldum. Ekki er furða þótt heil- brigðisfulltrúa þyki undanþág- an reynast illa. Þama er ber- sýnilega um að ræða slælegt eft- irlit af hálfu yfirvalda. Eins og Hundavinafélagið leggur rika áherzlu á, er alger nauðsyn, að strangt aðhald sé haft með hundeigendum, þannig að kæru- lausir menn í þeirra hópi megni ekki að eyðileggja allt fyrir hin um sem virða lög og reglur, og komi auk þess óorði á málefnið með vanræksiu sinni. Á hvaða stað sem er mvndi ófullnægjandi eftirlit af hálfu yfirvalda bjóða þeirri hættu heim, að hirðulaust fólk gengi á iagið og misnotaði freisi sitt. Það væri háskaleg bjartsýni að ætla að Akureyri — eða Reykjavík — gæti orðið þar undantekning. í samtali okkar við borgar- lækni lagði hann áherzlu á þá röksemd til viðbótar greinargerð inni sem við höfum hér gert at- hugasemdir við, að íslendingar væru trassar og ekki myndi þýða neitt að setja reglur um hundahaid, þar eð ekki yrði far- ið eftir þeim, fólk myndi ekki mæta með hunda sina til hreins- unar eða láta skrásetja þá, hvað þá að verða við öðrum kröfum. Jafnframt lét hann þess getið, að við værum aðeins ídealistar sem ekki legðum raunhæft mat á mál ið, og væru þvi röksemdir okk- ar harla léttvægar að hans dómi. Ef ekki stoðar lengur að setja neinar reglur, vegna þess að — FH-Víkingur Framhald af bls. 30 mmútunurm hefuir svo á®ur verið lýst. GEIR OG HJALTI BEZTIR í þeissum leilk voru einkum tveir leiíkmeinn FH-imga, þeir Geiir Hallsteiinssfm og Hjalti Einarsson sem báru af á vel] in- uim. Það mátti raunar segja, að það væri ei ns tíkl inrgsf r aim talk þessara tveggja marana sem faerði FH sig’urimin, þar sean Geir ákoraði 3 síðustu mörk leikisiims, og HjaJti varði þá Ihvað etftir annað aifbragðs vel. Anmars viirð- ist slkorta nauðsynlega festu í leik FH-iinganina, og má merki- legt heita að önnur eiins skot- græðgi geti átt sér stað, þegar jafnmargir reyndir leikmemm eru í liðinu. Þá átti Örm HalJsteims- son eimnig ágætam leik, svo og himn efniíegi Jónas Magnússom og áítæða er til að raetfma gömiu kiempuna Birgi Björnisson, em fáir leilkimiemm stamda homum á sporði í varnarleik. Guðgeir, Magmús og Eimar voiru beztu miemin Víkimga, em sá síðastraefndi, sean ihetfur verið óuimdieilamleg stjoinna láðsimis, þeim verði ekki fylgt, hlýtur að vera úr gildi numið hið fom- kveðna: „Með lögum skal lamd byggja" er íslenzka þjóðin hefur talið sig hafa að leiðarljósi öld- um saman í réttarfari sínu. Sé svo, mætti á sama hátt ætla, að ástæða væri til að fella niður all ar umgengnisvenjur sem tiðkast meðal siðmenntaðra þjóða, af þeim sökum að æði oft verður misbrestur á, að þær séu í heiðri hafðar. I Reykjavík er til hópur hundeigenda sem gætt hafa dýra sinna óaðfinnanlega árum saman, og hafa þeir verið látnir afsikiptalausir af yfirvöldum. Gagnvart þessu fólki hafa borg- aryfirvöld siðferðislega skyidu sem ekki verður útmáð með einu pennastriki. Til viðbótar þeim rökum sem hér hafa verið fram færð. stendur hin mannlega og tiifinningalega hlið málsins, og hana skyldi sizt vanmeta. Þess- um orðum til staðfestingar leyf- um við okkur að tilfæra ummæli Jakobs Jónassonar geðlæknis í Morvunblaðinu 26. nóvember 1970, þvi að tæplega hafa nokkr ir menn dýpri innsýn í sálfræði- legar afleiðingar þess að svipta fólk með vaidbeitingu hjart- fólgnum vinum sinum og fé- lögum en reyndir sálfræðingar og geðlæknar: „í starfi mínu sem geðlæknir hef ég oftsinnis sannreynt, að missir og nauðungarlóvanir hunda hafa valdið eigendum þeirra og unnendum þungum andlegum áföllum. Þeir eru tengdir hundunum sterkum tifl- finningaböndum eins og hverj- um öðrum fjölskýldumeðlimum eða ástvinum, og eru þessi áföll oft miklu alvarlegri og afdrifa- ríkari en almenningur gerir sér grein fyrir, bæði meðal bama og fuliorðinna. „Ég treysti þvi og vona, að borgarstjórnin geri sér ljósar þær mannlegu þjáningar sem al- mennar lóganir hunda gætu haft í för með sér, og jafnframt þá ábyrgð sem henni er lögð á herð ar með ákvörðun sinni í þessu máli. Ennfremur væru slikar að- farir gegn mönnum og dvrum ósamrýmanlegar réttlætiskennd alira siðmenntaðra manna og næsta óhugsandi í lýðræðisríki sem virðir réttindi og freisi hvers einstaklings." Reykjavik, 28. nóvember 1970. Virðingarfyllst, .St.íórn Hundavinafélagsins og sijóm Dýravemdunarfélags Reykjavíkur. Fyrir hönd stjóunar Hundavinafélagsins, Steinunn S. Briem (ritari) Fyrir hönd stjónnar Dýraverndunarfélags Reykjavikur, Marteinn M. Skaftfells (formaður) hætti þó of milkfliu í skotum sín- unn, þaniniig að nýtingin var eðdri sem bezt Óhætt er að spá Vílk- inguim velgenigni í mótinu, ef svo heldur sem honfir. Li@i@ virtist fara mjög seint í gamig, og átti slappa ledki í Reykja- víkurmótimu, en hefur nú tekað sýnifegum fraimtfönuim við hvem ieik. Dómarair voru þedr Karl Jó- hannsson og Sveinin Kiristjá.ms- son — dæmdu þeir ágætlega, eimkuim þó Karl, sem hefur flesta kosti sem prýða me®e góðam dómara. Mörkim Skorulðu l'H: Geir 7, Ólafur 5, Örn 2, Jón Gestur 2, Jónas 1; Víkingur: Guðgeir 5, Bjönn 3, Einar 2, Magnús 2, Guðjón 1 og Pá'li 1. Flokkaglíma Reykjavíkur FLOKKAGLÍMA Reykjavíkw 1970 fer fram í íþróttahúsimu á Seltjamarmesi, summiudagimm 13. desember og Ihetfst 9dL 19.30. Þátttökutilkyininimigar skuiki b«r- ast Sigtryggi Ságurðasymi, Meft- htaga 9, eigi síðair eti 6. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.