Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 14
14
MORÖUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DBSEMBER 1970
Hundavinafélag og Dýraverndunarféiag:
Hundahald í þéttbýli
Mbl. hefur borizt eftirfarandi
svar frá Hundavinafélaginu og
Dýravemdunarfélagi Rvíkur við
greinargerð heilbrigðismálaráðs
um hundahald:
„TU háttvirts borgarstjóra,
borgarráðs og borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Flrá sitjóirn Hund a vlnafél’aigs -
ina og stjórn Dýravemdunarfé-
lags Reykjavíkur:
Við höfum kynnt okkur grein
argerð varðandi hundahald í
Reykjavik samþykkta í heil-
briigðismálaráði 20. nóvember
1970 og höfum ýmsar athuga-
semdir fram að færa í þvi sam-
bandi. Ennfremur höfum við
rætt við borgarlækni um grein-
argerðina og gengum á hans
fund þriðjudaginn 24. nóvember
— af hálfu Hundavinafélagsins
Ásgeir Kr. Sörensen formaður,
Óli Páll Kristjánsson varafor-
maður, Ásgeir Einarsson gjald-
keri og Steinunai S. Briem ritari;
og af hálfu Dýraverndunarfé-
lags Reykjavikur Marteinn M.
Skaftfelils formaður.
í greinárgerð heilhrigðismála-
ráðs segir svo í 1. lið:
„Enda þótt sullaveiki sé orð-
in svo til óþekktur sjúkdómur
hér, finnst hann þó enn hjá
gömlu fólki. Nokkrir héraðsdýra
læknar hafa bent á, að sulla-
veiki, cysticercosis tenuicollis,
fari að þeirra mati áberandi í
vöxt í sumum sveitum, sé miðað
við þá sulli sem vart verður við
í sláfcurhúsum, sbr. hjálagt eftir-
rit af bréfi yfirdýralæknis til
landlæknis, dags. 5. þ.m. Jafn-
framt er þar m.a. vakin athygli
á nauðsyn þess, að sullaveiki-
varnir séu virtar, og að ekki sé
slakað á banni við hundahaldi i
þéttbýli."
Það er vissulega ánægjulegt
að fá staðfestingu heilbrigðis-
málaráðs á því, að sullaveiki sé
orðin svo til óþekktur sjúkdóm-
ur hér á landi. Og mjög ber að
harma þær fréttir í bréfi yfir-
dýralæknis, að héraðsdýralækn-
ar í Árnessýslu, Múlasýslum og
S-Þingeyjarsýslu telji sulla-
veiki fara áberandi í vöxt
í sveitarhéruðum þeirra. Við. er-
um því eindregið fylgjandi, að
ekki sé slakað á sullaveikivörn-
um, og að reglubundin hreins-
un sé framkvæmd um land allt.
En okkur er um megn að skilja
rökrænt samhengi milli þess, að
annars vegar fari sullaveiki í
vöxt i vissum sveitum sem líggja
S allnokkurri fjarlægð frá höfuð
borgarsvæðinu, og hins vegar sé
borin fram sú krafa, að ekki
verði slakað á hundabanni í
þéttbýli.
Vekja mætti athygli á hvílík-
ur reginmunur er á staðháttum
5 borg og sveit. Það er t.d. tölu-
verðum erfiðleikum bundið fyr-
ir sullaveikibandorminn að fuli-
komna hringrás hýsilskipta á
götum Reykjavíkurborgar. Óhjá
ikvæmilegur hlekkur i keðjunni
er, að egg bandormsins berist
frá endaþarmi hunda til
innyfla annað hvort sauðkindar
eða nautgrips, oftast með grasi,
og þar eð slíkar skepnur eru
næsta fátíðir gestir í höfuðstaðn
um, ætti yfirvöldum að reynast
auðvelt að uppræta þá tegund
sótthættu. Sem betur fer eru
igerðar strangar hreinla?tiskröf-
ur við slátrun í Reykjavík, og
er fráleitt að ætla, að hundum
verði nokkum tíma hleypt inn í
sLáturhús. Hvenær sem sulls
verður vart, eru viðeigandi heil
brigðisráðstafanir gerðar og
með öllu óhugsandi, að hundum
gæfist tækifæri til að leggja sér
hann til munns.
Nú er gert ráð fyrir árlegri
hundahreinsun lögum sam-
'kvæmt, og Hundavinafélagið
leggur á það ríka áherzlu, að
hyggilegra sé að veita takmark
^að hundaleyfi og skrásetja þá
jhunda og hafa eftirlit með, að
þeir séu hreinsaðir á hverju ári,
en að hætta á, að fólk sé með
hunda falda fyrir yfirvöldunum
og ef til viH aldrei hreinsaða.
Sé það tvenmt haft í huga, að
húndum getur ekki verið nokk-
ur sýkingarhætta búin af suUum
í slátri eins og málum er háttað
S þéttbýli, og að þar við bætist
árleg hundahreinsun, þá kann
leikmönnum að virðast ólíklegt,
að sullaveiki þurfi að magnast,
þótt hundahald verði leyft á höf
uðborgarsvæðinu.
1 framhaldi af þessu má geta
þess, að í bréfi sínu telur yfir-
dýralæknir þekkingarskort
ungu kynslóðarinnar sem nú er
að alast upp, geta orðið þess
valdandi að sullaveiki magnist
hér á ný, þar eð henni sé
„ókunnugt um eðli þessa sjúk-
dóms og þá ógn og hörmungar
sem honum fylgdi í eina tíð.“
Okkur er Ijúft að upplýsa, að
sullaveiki hafa verið gerð eink-
ar góð skil í islenzkum náms-
bókum al-lt frá því er „Kennslu-
bók í dýrafræði handa gagn-
fræðaskólum" eftir dr. Bjama
Sæmundsson kom út árið 1914 og
fram til þessa dags. Nýútkomin
kennslubók í líffræði eftir próf-
essor Paul B. Weisz sem Ömólf-
ur Thorlacius menntaskóla-
kennari íslenzkaði, stendur
fyrri bókum þó sízt að baki. Þar
hefur þýðandi bætt við sérstök
um kafla um suiilaveikibandorm-
inn, og miðast hann við íslenzka
staðhætti. Ennfremur hefur
hann teiknað skýringarmyndir
af hýsilskiptum sullaveikiband-
orms til viðbótar þiem myndum
er fyrir voru af bandorminum.
Að þessu athuguðu teljum við
litla ástæðu til að óttast, að
þekkingarskortur unga fólksins
í landinu muni hafa þær afleið-
ingar sem yfirdýralæknir hefur
áhyggjur af.
1 2. lið greinargerðar heil-
brigðismáilaráðs segir:
„Spóluormar, toxocara canis,
hafa fundizt í allríkum mæli í
hundum í Reykjavík, en ormar
þassir geta verið hættulegir
börnum."
Telji heilbrigðisyfirvöld
spóluorma svo útbreidda í reyk-
vískum hundum, að jafnsterkt
orðalag og „í allrikum mæli“
eigi rétt á sér, hljóta umfangs-
miklar rannsóknir að hafa átt
sér stað án vitundar almennings.
Er því ástæða til að spyrja:
a) Hvaða aðilar framkvæmdu
þessar rannsóknir?
b) Hvenær fóru þær fram?
c) Hversu margir hundar
voru teknir til athugunar?
d) Hversu mörg sjúkdómstil-
feMi hafa fundizt meðal ís-
lenzkra barna sem rekja
má til snertingar þeirra
við hunda?
Hvort heldur sem er, að spólu
ormar finnist í „allrikum mæli“
eða ekki, gildir þar hið sama og
um hættu af sullaveikibandorm-
um, að lausn vandans er í því
fólgin, að hundar séu færðir til
hreinsunar með reglulegu milli-
bili, en ekki faldir af ótta við
aðgerðir yfirvalda.
í 3. lið greinargerðarinnar
segir:
„Talsvert er um leptospira ic-
terohæmorræ í rottum hér, og
getur sýkillinn borizt í hunda og
frá þeim í menn.“
Or því að heilbrigðismálaráð
nefnir engin dæmi þess, að
menn hér á landi hafi sýkzt af
leptospirosis, drögum við þá
ályktun, að slíkt hafi ekki átt
sér stað í ríkum mæli.
Ekki er óalgengt á íslandi, að
hundar veiði rottur, ,og væri
fróðlegt að vita hvort heilbrigð-
isyfirvöld hefðu í höndum
skýrslur um hunda er tekið hafa
veikina af sýktum rottum.
Stjórn Hundavinafélagsins
hefur samþykkt að berjast fyrir
því, að allir hundar á íslandi
verði bólusettir við þrem algeng
ustu og háskalegustiu sjúkdóm-
um sem herja á hunda, þ.e.a.s.
distemper, hepatitis og leptospir
osis eins og þeir nefnast á
ensku. Þetta er einföld ónæmis-
aðgerð: þrjú bóluefni í einni
sprautu (The Evipax-Double-
Plus treatment). Okkur vit-
anlega er þessi aðgerð ekki lög-
skyld í neinu landi, en dýra-
læknar og aðrir fcunnáttumenn
mæla eindregið með því í
fræðsluritum um hundamál, að
allir hundeigendur láta sprauta
dýr sín við þessum þrem sjúk-
dómum.
1 4. lið greinargerðarinnar
segir:
„Yrði horfið að þvi ráði að
leyfa aukið hundahald hér, þá
eykst hættan á, að smygluðum
hundum fjölgi í landinu. Þessir
erlendu hundar gætu þá flutt
með sér skaðlega sjúkdóma, svo
sem hundaæði, rabies. Þessarar
hættuiegu veiki gætir nú tals-
vert á megiralandi Evrópu, og
hefur hún einnig borizt til Eng-
landis.“
Sú staðhæfing, að aukið
hundahald muni leiða til þess, að
smygluðum hundum fjöl'gi í
landinu, téljum við, að hafi ekki
við nein rök að styðjast. Þvert á
móti álítum við, að bezta ráðið
til að koma í veg fyrir það, sé
einmitt, að föstum reglum um
skrásetningu hunda verði fram-
fylgt. Þá yrðu hundeigendur að
gera grein fyrir hvaðan þeir
fengju dýr sín um leið og nöfn
þeirra væru færð á spjaldskrá.
Eins og segir í 2. grein
tillagna stjórnar Hundavinafé
lagsins um reglur varðandi
hundahald: „Við skráningu sé
eiganda afhent merki sem hund
urinn skal jafnan bera á háls-
ól.“ Hundur sem ekki ber slíkt
merki, sé jafnréttlaus og númers
laus bill.
Við teljum, að skráningar-
skylda og sú skylda, að hundur-
inn beri skráningarmerki sitt
jafnan á hálsól, geri yfirvöldum
mun hægara um vik en flestar
aðrar aðferðir til að hafa eftir-
lit með dýrunum, og á það ekki
síður við um smygl.
Hvað það snertir, að hunda-
æði hafi borizt til Bretlands tvis
var nýverið eins og segir í bréfi
yfirdýralæknis, er ástæða til
að kynna sér:
a) Hvenær þetta gerðist.
b) Hvort hundarnir hafi enn
verið í sóttkví eða sex
mánaða lögskyldur biðtími
hafi verið um garð geng-
inn.
c) Hvort gosið hafi upp far-
aldur og þá hversu um-
fangsmikill hann hafi ver-
ið.
d) Hvaða afleiðingar það hafi
haft á hundahald í Eng-
landi.
Aðspurður treysti borgar-
læknir sér ekki til að svara
neinni þessara spurninga.
í 5. lið greinargerðarinnar
segir:
„Hundapest er ekki landlæg
hér. Fyrir fjórum árum varð að
íóga á þriðja hatndrað hunda
til að bjarga islenzka hunda-
stofninum. Talið var, að pestin
hafi borizt ti'l landsins með
smygluðum hundi."
Okkur er ekki fyllilega ljóst
við hvaða sjúkdóm er átt með
orðinu „hundapest". Þykir okk-
ur líklegt, að átt sé við „dis-
temper" sem fræðslurit telja al-
gengastan alvarlegra hunda
sjúkdóma. Aðspurður kvaðst
borgarlæknir ekki vita heiti
sjúkdómsins á erlendum málum.
Né heldur gat hann skilgreint
eðli hans. Sé um distemper að
ræða, álítum við ákjósanlegra,
að hundar séu almenrat' bólusett-
ir eins og fram kom í síðasta lið,
en að hætta á Skæðan faraldur
ef veikin berst til landsins af
óviðráðanlegum orsökum.
1 6. lið greinargerðarinnar
segir:
„Talsvert ber á því þegar í
dag, að farið sé með hunda inn
í matvöruverzlanir, veitinga-
stofur og önnur matvælafyrir-
tæki. Heilbrigðisfulltrúar hafa
orðið sjónarvottar að því, að
hundar séu snuðrandi utan í mat
vælum í verzlunum, og að þeir
hafi komið rennblautir inn í mat
vörubúðir ag hrist sig þar dug-
lega, svo að nærliggjandi mat-
vörur hafa fengið vætuskúrina
yfir sig.“
1 14. grein tillagna okkar um
reglúr segir svo: „Eigi er leyfi-
legt að fara með hunda inn í
matvöruverzlanir, sláturhús eða
aðra staði þar sem matvæli eru
um hönd höfð.“
Þar við bættum við: „Þó skal
það vera á valdi hvers veitinga-
húss að banna eða leyfa við-
skiptavinum að koma inn með
hunda sína.“
Þetrta er í samræmi við sið-
venjur í nágrannalöndum okkar,
en auðveldlega mætti einnig
banna inngöngu hunda í veit-
ingahús hér á landi, telji heil-
brigðisyfirvöld það veigamikið
atriði.
Bann þetta teljum við vanda-
laust í framkvæmd.
1 7. lið greinargerðarinnar
segir:
„Hundar í þéttbýli geta vald-
ið umferðartruflunum og jafn-
vel verið slysavaldar. Starfs-
menn við heilbrigðiseftirlitið
hafa nokkrum sinnum séð börn
elta hund út á götu, og þá litlu
munað, að slys hlytist af.
„Þótt gert yrði að skyldu, að
hundar yrðu almennt hafðir í
bandi eða lokaðir inni, hefur
reynslan hvarvetna sýnt, að
þessa er iðulega eklki gætt.“
1 fréttatilkynningu stjórnar
Hundavinaféiagsins til fjölmiðla
í Reykjavík segir m.a. svo:
„Eiga hundar aldrei undir
nokkrum kringumstæðum að
vera lausir án eftirlits, allra sízt
innan um umferð í borgum þar
sem þeir gætu valdið slysum
með því að hlaupa fyrir bíla, að
ekki sé minnzt á önnur óþæg-
indi, sóðaskap o.fl.“
Og í 8. grein tillagna okkar
um reglur segir: „Bannað er að
hafa hunda lausa á almannafæri.
Hafa skal hundinn í taumi ag í
fylgd með aðila sem hefur fúUt
vald yfir honum.“
Ennfremur segir i 7. grein:
„Standi hundeigandi ekki í skil-
uim á hundaskatti eða vanrækl
aðrar skyldur sínar varðandi
hundahald, er viðkomandi yfir-
völdum heimilt að gera nauðsyn
legar ráðstafanir. Er það tillaga
Hundavinafélagsins, að við
fyrsta brot skuli áminning látin
nægja, við annað brot komi til
sekt, og við þriðja brot sé hund-
eigandi sektaður og hundur
hans fjarlægður og honum ráð-
stafað samkvæmt úrskurði yfir-
valda.“
Með þessu teljum við, að fljót
lega muni fara svo, að annað
hvort bæti kærulausir hundeig-
endur ráð sitt eða missi dýr sín,
þannig að eftir verði aðeins það
fólk sem fylgir settum reglum
samvizkusamlega.
Það sem þarna ber á milli, er
annars vegar sú fyrirfram
ákveðna sannfæring, að tilgangs
laust sé að setja reglur, vegna
þess að eftir þeim verði ekki far
ið, og hins vegar sú skoðun
okkar, að heppilegra sé að láta
reynsluna skera úr um hvort sé
betra: hundabann sem ekki hef-
ur tekizt að framfylgja til fulls
áratugum saman, eða takmark-
að hundaleyfi með ströngum
reglum.
1 8. lið greinargerðarinnar
segir:
„Það er alkunna, að hundar
geta glefsað í eða jafnvel bitið
börn eða fullorðna. Fjölmörgum
börnum er þvi lítt um hunda gef
ið, og sum þeirra verða stjörf af
hræðslu við að sjá hund og þora
ekki á milli húsa.“
Okkur er ekki með öllu
ókunnugt um þennan eiginleika
hundsins, og gætum við jafnvel
bent á hliðstæða ágalla annarra
húsdýra. 1 12. grein tillagna
okkar segir: ,,Sé hundurinn van
stilltur eða taugaveiklaður og
eigi til að glefsa, skal hann auk
hálsólar og taums bera rnunn-
körfu þegar gengið er með hann
innan um fólk.“
Fyrir utan þessa öryggisráð-
stöfun álítum við þýðingarmik-
ið, að börn læri að umgangast
dýr með réttum hætti. Það er
eitt af markmiðum Hundavinafé-
lagsins að gangast fyrir fræðslu
og leiðbeiningum meðal almenn-
ings um meðferð og uppeldi
hunda, en þá starfsemi er okk-
ur að sjálfsögðu ekki unnt að
hefja meðan hundabann er í
gildi. I mörgum erlendum
fræðsluritum um hundamál er
m.a. brýnt fyrir foreldrum að
Framhald á bls. 24