Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1970 MMmi Frumvarp á Alþingi: í öll f iskiskip Nauðsyn aukinnar vöruvöndunar Á ÞINGFUNDI í efrideild í gær mælti Björn Jónsson fyrir frum varpi er hann flytur og fjallar það um ráðstafanir til að auka vöruvöndun útflutningsafurða sjávarútvegsins. Eru helztu ákvæði frumvarpsins þau, að skylt skuli að hafa sérstaka fisk kassa um borð í fiskiskipum, og á að leggja í þá afla, jafnóðum og hann er innbyrtur. Þá skal fiskvinnslustöð, sem tekur við fiski til verkunar, skylt að geyma fisk þannig, að hann skemmist ekki, meðan hann bíður vinnslu- meðferðar. Leggur Björn til, að fiskmat rlkisins framkvæmi skoð un á því, hvort slík aðstaða sé fyrir hendi, og geri tillögur um úrbætur, þar sem þeirra gerist þörf. Getur Fiskmat ríkisins að gerðum slíkum tillögum ákveðið vinnslustöðvum tiltekinn frest til að fullnægja þeim skilyrðum Sem sett eru. Bjöm leggur einnig til með frumvarpinu að Fiskveiðasjóði verði skylt að lána til 6 ára með venjulegum lánskjörum sinum til útgerðarfyrirtækja, sem skyld uð verða til þess að kaupa fisk- kassa og gera breytingar á lest- arrúmi skipa. í framsöguræðu sinni með mál inu ræddi flutningsmaður nauð- syn þess að efla vöruvöndun hér lendis á þessu sviði og benti m. a. á að innan við helmingur út- fluttra sjávarafurða væri fyrsta flokks vara. Þegar þess væri svo gætt, að verðmismunur milli gæðaflokka væri varla undir 10% yrði auðsætt, að auka mætti heildarverðmæti afurð- anna um hundruð milljóna kr., ef unnt reyndist að breyta svo meðferð sjávarfangs; að mestur hluti þess yrði 1. flokks vara. Siðan ræddi flutningsmaður um reynslu sem fengizt hefði af notkun fiskkassa um borð i fiski skipum, en hún hefur verið mjög góð. Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra tók til máls við umræðuna, og sagði að hér væri mjög mikilsverðu máli hreyft, en þegar hefðu farið fram rannsóknir á þessu sviði. Hvatti ráðherra til þess að sú þingnefnd er fengi frumvarpið til meðferðar, kynnti sér hvað gert hefði verið og tæki tillit til þess, þegar frumvarp þetta yrði afgreitt. Ragnar Ólafsson, stjórnarformaður KRON, lýsir nýja vöruhúsinu fyrir fréttamönnum og gestum í gær. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Domus opnar í dag: Tekur sæti á Alþingi 1 GÆR tók Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri sæti á Alþingi sem fyrsti varaþingmaður lands- kjörinna þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Tók Eyjólfur sæti Bjartmars Guðmundssonar. Nýtt vöruhús KRON — við Laugaveg KRON opnar í dag vöruhús að Laugavegi 91 og er það fyrsta vöruliúsið hér á landi, þar sem allar verzlanirnar eru reknar af sama aðila. í þessu nýja vöru húsi eru verzlanir á þremur hæð um og sölugólfrými er 700 fer- metrar. Eftir áramót verður skrifstofa félagsins einnig flutt í þetta hús, sem KRON keypti í apríl sl. af verzluninni Edin- borg fyrir 28 milljónir króna. — Eftir áramótin mun KRON hætta starfrækslu vefnaðarvöruverzl- unar að Skólavörðustíg 12 og — ■ í i i s t i t i / T / t y Cekt-áx í. B í / i / i / O / í í / 8 7/a-cv í B í í / t t / í / LÍ £ t 7 At/h/g X B / í / O O / / / o i * í■ <S? í i o B í o o o O o o í o 2 l’/rif.Kfj* i o o s í B / í o / / / o é r/SMgrr/ i i A * o / o B o o i í Jj o *■ 1 L o t / / B í- / / í í 6 / í í o / B í í t í 4 í / í ií strrcc/. i 0 í fl í i % / o í 6 t t > r/ser/K i / n / / í / / / i t o i. »t r/i/r O o B i i O í í i ~r z Q o í st M/xr ■\ i 0 í B o i í s / / o o Á' /U'MATáSX í t i t t H / í o / / / 4 7ý í/fvs/ce i t t o / B / i T í í ic o 6 »>i/SC,V / 0 í 0 ð o o 11 / £ i t í rí 61/CCX/C L / o t / / í <*> 1« / i f 7 Tj/va>c / / t í í í í / i Ú fl i 7 t/j/sj/cvsk / o / 6 í í o L í Ó t í J. * ■ % ft//7//cv/c í L / e L jL 1 L ±i o i ■ o í o / o i 7 L í o o í ■ ff SA'/T 1////S/'/ T t í / X / O Lj / / o í fl 7 76*7/SC/* • O s t i / o t f í / / m / 7 M*C/c/S/C L e í / / L / / t L i O 7 Skákmótið SVONA lítuir skáktaflan út eftir tólf umferðir í millisvæðaimótinu i Palma. Mjög erfitt er að segja um það á þessu stigi, hverjir hafna í sex efstu sætunum, en sem kunnugt er ganga sex meom áfram til kandídatamótsims. Fischer virðist öruggur. Geller og Polugajevsky (báðir Rússar) eru einnig líklegir. Varla verður Larsen undam- skilinn, enda þótt Damir sýn- ist nú nokkuð „nervösir“ út af honum. Ég hefi trú á, að Larsen komist í gegn. Portisch (Ungverjalandi) hef- ur tvisvar komizt á Kandí- datamót, og ég rniæli einmig með homum nú. Uhlmann (Austur-Þýzkalandi) hefur staðið sig vél, og virð- ist ekki óeðlilegt að spá hon- um eimiu af efstu sætunum. Þá eru þetr komnir „kandídat- arnir“, en spáin er birt án ábyrgðar, enda lönig leið til mótsloka enin. — Sv. Kr. bókaverzlunar að Bankastræti 2. Nýja vöruhúsið ber heitið Domus en svo heita vöruhús samvinnumanna í Svíþjóð.og Nor egi. í Domus er verzlað á þrem- ur hæðum, sem fyrr segir. f kjallara eru nýlenduvörur, leik fömg, búsáhöld, ferða- og sport- vörur og stærri heimiilistæki. Á götuhæð eru borðbúnaður, gler- og postulínsvörur, leir- og kera- mikvörur, útvörp og sjónvörp, tóbak, sælgæti, blöð og tímarit. Á annarri hæð má fá fatnað alls konar og bækur. Á palli milli fyrstu og annarrar hæðar verður svö veitingastofa. Verzlunar- stjóri að Laugavegj 91 er Örn Ingólfsson. Húsið er teiknað af Haraldi V. Haraldssynd, arkitekt, frágangur innanihúss var skipulagður hjá teiknistofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga og um verzlana fyrirkomulagið voru höfð sam- ráð við sænska samvinnusam- bandið, en hjá því voru innrétt ingarnar keyptar. Erling Ellingsen. Erling Ellingsen forstjóri látinn ERLING Ellingsen, forstjóri Tryggingar hf., er látinn, 65 ára að aldri. Ei-ling fæddist í Reykjavík 20. júlí 1905, soniur hjónanna Othars Ellimgsen og Marie Johammie Berg. Hann varð stúdent frá MR 1924 og lauk prófi í bygginga- verkfræði frá Þrándheimi 1928. Árið 1945 vairð Erling Elling- sem fyrsti flugmiála®tjóri íslamds og gegmdi því starfi til 1951, ea- hamm stofnaði tryggingafélagið Trygging hf„ þar sem hamn var aðailifraimkvæmdastjóri til dauða- dags. Konia Erlimgs var Elím Sig- ríður Harallz, dóttir Haralds Níelissonar, prófessors, en hún lézt fyrir sköimnm. Þingmál í gær Á FUNDÍ neðrideildar Alþing- is í gær kom stjórnarfrnnivarp- ið um lífeyrissjóð bænda til fyrstn umræðu, en frumvarp þetta hefur áður hlotið af- greiðslu í efrideild. Magnús Jónsson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, en einnig tóku þeir Stefán Valgeirsson og Eðvarð Sigurðsson til máls. Frumvarpið var síðan afgreitt til 2. umræðii og landbúnaðarnefnd- ar. Hleðri-bær Síðumúla 34 M HÁOECIS- RÉTTIR Meðri-bær SKIPAUTGCR0 RIKISINS Ms. Hekla fer 10. þ. m. austur um land í hrkigferð. Vörumóttaka á þriðju- dag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og mánudag 7. des. til Hornafjarðar, Djúpavogs, B re iðda Is vík ur, S töðva rfja rða r, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavíkur, Akureyrar og Sigiufjarðar. Ms. Herðubreið fer 4. þ. m. vestur um land í hringferð. Vörumóttaka i dag og á morgun til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarð- a r, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Kópaskers, Bakkafjarðar og Mjóafjarðar. Þá mælti Emil Jónsson fyrir frumvarpi um sölu á íbúðum framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar, en frumvarp þetta hef ur hlotið samþykki efrideildar. 1 neðrideild mælti Hannibal Valdimarsson svo fyrir frum- varpi sínu um breytingu á al- mannatryggingalöggjöfinni, en frumvarp þetta kveður á um að sjómenn fái ellilífeyri fyrr en aðrar stéttir. Jón Skaftason tók einnig til máls við umræðuna. Á fundi efrideildar voru fjög- ur frumvörp afgreidd til neðri deildar. Voru það frumvörp um Innheimtustofnun sveitarfélaga, Almannatryggingar, afstöðu for eldra til óskilgetinna barna og aðstoð íslands við þróunarlönd- in, en er síðast nefnda málið var tekið til umræðu mælti Ólafur Björnsson fyrir breytingartil- lögu er hann flytur við frum- varpið, og var hún samþykkt við atkvæðagreiðslu. Til annarrar umræðu var svo tekið frumvarpið um stofnlána- deild landbúnaðarins, en það frumvarp er í tengslum við frum varpið um lífeyrissjóð bænda. Steinþór Gestsson mælti fyrir áliti landbúnaðarnefndar um mál ið, en einnig tók Ásgeir Bjarna- son til máls og gerði grein fyrir breytingartillögum er hann flyt- ur við frumvarpið. Umræðum um málið var lokið, en at- atkvæðagreiðslunni var frestað. Blaðamaður fórst Dröbak, Noregi 29. nóv. NTB. NORSKUR blaðamaður við Aft- enposten, Erik Lunde, lét lífið á sunnudaginn, er hann var að kafa niður að flaki þýzka beiti- skipsins „Blucher" fyrir utan Dröbak í Oslófirði. Var hann ásamt félaga sínum niðri á um það bil 70 metra dýpi og var að taka myndir af flakinu. Þegar þeir voru á leiðinni upp varð fé- lagi Lundes þess var að eitthvað var athugavert og kom I ljós að kafarabúningur hans hafði festst og mátti hann sér enga björg veita. Félaginn hafði ekki meiri súrefnisbirgðir svo að hann varð að flýta sér upp á yfirborðið. Annar kafari var síðan sendur til að losa Lundes, en þegar upp var komið með hann, var hann látinn. Fiskkassar um borð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.