Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1970 Útgefandí hf. Án/akur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. FURÐULEG AFSTAÐA ASÍ Cambandsstjórn Alþýðusam- ^ bands íslands sat á fundi í tvo daga í síðastliðinni viku og gerði m.a. ályktun um kjaramál, þar sem sambands- stjómin lýsir samþykki sínu við ályktun miðstjórnar ASÍ þess efnis, að verðstöðvunar- lögin hafi raskað grundvelli kjarasamninganna. í fram- haldi af þessu hvatti sam- bandsstjómin til þess, að skipuð yrði nefnd verkalýðs- félaganna, sem ætti að krefj- ast þess, að gerðir yrðu nýir kjarasamningar, en sem kunnugt er, renna kjara- samningar verkalýðsfélag- anna ekki út fyrr en haustið 1971. Með þessari samþykkt hef- ur sambandsstjóm ASÍ lagt blessun sína yfir þá furðu- legu afstöðu, sem miðstjóm sömu samtaka hefur tekið til ráðstafana í efnahagsmálum, sem augljóslega bæta hag hinna verst settu. En Alþýðu- samband íslands neitar að horfast í augu við þá stað- reynd. Af því tilefni er ástæða til að. rifja enn einu sinni upp efni verðstöðvunarlaganna. í fyrsta lagi er komið á al- gerri verðstöðvun í landinu til 31. ágúst á næsta ári. Þetta er hinum lægstlaunuðu í hópi launþega augljóslega í hag. Ástæðan er sú, að vísi- töluhækkanir á laun koma ekki til útborgunar fyrr en 3 mánuðum eftir verðhækk- anir og þar sem vísitölukerfið byggist á hlutfallslegum hækkunum veitir það há- launamönnum mun meiri hækkun á kaupi en láglauna- mönnum. Þess vegna er verð- stöðvunin fyrst og fremst hagstæð iáglaunamönnum. í öðru lagi hefur verð brýn- ustu lífsnauðsynja verið lækk að stórlega og er sú lækkun fyrst og frermst í hag hinum verst settu. Mjólkin hefur á stuttum tíma lækkað úr kr. 18.00 lítrimn í kr. 14.30. Mikil verðlækkun hefur orðið á smjöri, ostum, rjóma, kinda- kjöti og kartöflum. Þessi mikla verðlækkun á algéng- ustu neyzluvörum er lág- launafólki mikil kjarabót. í þriðja lagi hefur orðið stór- hækkun á fjölskyldubótum, sem nema nú 8000 krónum á ári með hverju barni. Hækk- un f j ölskyldubóta og lækkun á verði nauðsynjavara gerir það að verkum, að t.d. verka- maður með mörg börn á framfæri sínu, býr nú við mun betri kjör, en hann hef- ur gert og hefði gert, ef verð- bólgan hefði haldið áfram. Þetta er staðreynd, sem jafn- vel forystumemm ASÍ hljóta að viðurkenna. Á móti þeim beinu kjara- bótum, sem nú þegar hafa verið tryggðar láglaumafólki, er hugsamlegt, að það verði að fresta því að fá greidd 1—2 vísitölustig um nokkurra mánaða skeið á næsta ári. í þetta formsatriði bítur for- ysta ASÍ sig og krefst nýrra kjarasamninga með þeirri óvissu á vinnumarkaðnum, sem slíkri kröfu óhjákvæmi- lega fylgir. Þessi vinnubrögð Alþýðu- sambands íslands eru forkast- anleg. Með verðstöðvunarlög- um ríkisistjómarinnar hefur hvoru tveggja unnizt, að lág- launamenn hafa hlotið óum- deilda kjarabót og atvinnuör- yggi þeirra verið tryggt og öryggi hefur verið skapað í rekstri atvinnufyrirtækj anna. Það er ekki hægt að fallast á það, að ASÍ gerir tilraun til þess að spilla þessum árangri, eingöngu vegna hatrammrar pólitískrar baráttu milli nokkurra leiðtoga þess, sem borizt hafa á banaspjót á hinum pólitíska vettvangi um margra ára skeið. Ummæli Ólafs Jóhannessonar IT’yrirsjáanlegt er, að nýtt 4 átak er framundan í land- helgismálum íslendinga og þess vegna ber að leggja ríka áherzlu á samstöðu þjóðarinnar allrar í þeim efn- um. Því miður hafa stjómar- andstæðingar eða málgögn þeirra, átt upptök að óþarfa deilum um þessi efni og hafa haldið því fram, að landhelg- issamningurinn við Breta frá 1961 sé þröskuldur í vegi fyr- ir nýrri útfærslu landhelg- innar, fyrst og fremst vegna þess ákvæðis hans, að skjóta megi frekari deilum um þetta mál til Alþjóðadómstólsins í Haag. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp ummæli núverandi formanns Framsóknarflokks- ins, Ólafs Jóhannessonar, á Alþingi nokkru áður en sam- komulag tókst við Breta, en hann sagði á Alþingi 14. nóv. 1960: „Og þess vegna eigum við ekki að skorast undan því að eiga orðastað við aðrar þjóðir am þetta mál og við eigum ekki að skorast undan því að taka þátt í viðræðum við aðrar þjóðir um það. Og ég verð að segja og vil láta það koma fram í sambandi við þetta, að ég tel raunar eina veikleikamerkið í okkar málstað hér vera það, ef rétt Hótel Esja: 25% herbergja pöntuð fyrir næsta sumar Hótelherbergjum f jölgað um helming HÓTEL Esja heldur áfram hótel- rekstri í vetur, en sú hugmynd að leigja hluta hótelsins skóla- fólki á vetrum er úr sögunni. Esja verður rekin sem hótel allt árið með fullkominni veitinga- sölu í veitingasölunum á 9. hæð. f vetur er unnið að stækkun hótelsins, þ. e. fjölgun herbergja um helming og einnig er verið að ganga frá söium, sem leigðir verða Tækniskólanum og Mat- sveina- og veitingaþjónaskólan- um fyrir kennslustofur, en má nýta sem ráðstefnusali að sumr- inu. Friðrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, tjáffi Mbl. að þeg- ar væri búið að panta 25% af hótelherbergjum í Esju fyrir mánuðina maí til september í sumar, og er þá miðað við að stækkunin verffi komin í gagnið, þannig að herhergjum hafi fjölg- að um 68 eða í 135 h-erbergi alls. Nú eru 67 herbergi til leigu í hótelinu, eins og tveggja manna herbergi, og nýbúið er að taka í notkun ákaflega glæsilega EINS og kunnugt er, munu a.m.k. fjórir hinna nýju skut- togara, sem samið hefur ver- ið um byggingu á, verða gerð ir út frá Reykjavík. Ögur- vík h.f. hefur samið um smíði tveggja skuttogara í Póllandi, sem gerðir verða út frá höfuðborginni og Bæjar- útgerð Reykjavíkur hefur fest kaup á tveimur þeirra togara, sem smíðaðir verða á Spáni. Framlag og lán Reykjavíkurborgar vegna þessara togarakaupa mun nema um 63 milljónum kr., þ.e. 45,6 milljón króna fram- lag til BÚR-togaranna óg lánsloforð til Ögurvíkur h.f., sem nemur 17—18 milljónum króna. Geir Hallgrknsson, borgar- stjóri gaf þessar upplýsingar á blaðamannafundi sínum í fyrra- dag og sagði, að lánsloforðið til Ögurvíkurtogaranna næmi 7%% af kostnaðarverði þeirra, sem væri samtal um 246 milljónir kr. en hins vegar yrði borgin vænt anlega að leggja fram 15% af kaupverði BÚR-togaranna, þ.e. bæði framlag eiganda og hlut við komandi sveitarfélags. svítu á 8. hæð með útsýni í norð ur yfir sundin og til Esjunnar. Eru hótelherhergin nú á þremur hæðum, 6., 7. og 8. hæð, og unn- ið af kappi við aff koma upp herbergjum á 3., 4. og 5. hæð og vonazt er til að því verði lokið fyrir 1. maí. Á annarri hæð er uininiið við að ininrétta 700 fermetra húsnæði, sam Tækniákólimin og Matveina- og veitm/gaþjónaokólinn munu fá tiil afnota, og sam hægt verð- ur að Skipta niður í stórar og litlar kennslustofur. En þaið hús- næði á að verða hægt að nýta fyr.ir ráðstef-nuiháld fyrir hótalið V’EÐURSTOFU flotans á Kefla- víkurflugvelli hefur verið veitt viðurkenning fyrir starfsemi sína af flotamálaráffherra Banda ríkjanna. Vi^Urkenningin er und irrituff af E. R. Zumvalt flota- Borgarstjóri sagði, að erfitt væri að segja til um rekstrar- möiguleika togaranna. Á sínum tíma var talið, að togararnir gætu í mesta lagi staðið undir 80—100 milljón króna kaupverði en hagur þeirra kann að hafa breytzt nokkuð til batnaðar síð an, sagði borgarstjóri. En allt fer þetta eftir aflamagni, sem er mjög breytilegt. Fyrir nokkrum árum var afli togaranna 15—20 tonn á sólarhring, síðan féll hann niður í 5—7 t. á sólarhring en fór aftur upp í 11—13 t. á sólarhring. Þessa stundina er afli togaranna heldur tregur. Auk aflamagnsins hefur fiskverðið að sjálfsögðu á hrif á afkomu togaranna. Geir Hallgrímsson sagði, að ráðizt hefði verið í þessi togara kaup á þeirri forsendu, að togara floti landsmanna væri að ganga sér til húðar og líða undir lok. Menn hafa talið, að ekki sízt frá Reykjavík, væri nauðsynlegt að sækja á fjarlægari mið, þar sem næriiggjandi mið eru ekki jafn gjöful og áður. í framitíðinni má gera ráð fyr ir einhvers konar friðunaraðgerð um og að komið verði á fót kvóta kerfi og er þá nauðsynlegt fyrir okkur að tryggja okkur hlutdeild í veiðum á fjarlægum miðum, sagði Geir Hallgrímsson, borgar stjóri. á suimrin og þegar steólamiir eru ekki að nota það. Á amnarri hæð er líka 400 ferm. húsnæði, sem uninið er við að setja upp sem fundairsalli fyr- ir hótelið og má þá nota þalð sem stóirain sal eða 4 minmi. En þar verður einnig aðstaða tll veitinga. Á götuhæðinni er nú móttaka og bankaútiífc, En hinin hiluti götuhæðar bííur um sinn óinin- réttaður. Þar er fyrirhugað að- aleldhús og veitingaisalir fyrir aiLIt hótelið, sem þá miðast við helmiings stæHdkun til viðbó'tar. En fyrst um sinn verður notað eldihúsið á efstu 'hæð og veitinigia salurinn þar. foringja, yfirmanni flota Banda- ríkjanna. J. K. Beling flotafor- ingi, yfirmaffur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, afhenti Veð urstofunni þessa viðurkenningu, sem er fyrir timabilið frá maí 1969 til maí 1970. Veðurþjónusta Veðurstofu flot ans starfar, eins og kunnugt er, í náinni samvinnu við deild Veðurstofu Island á Keflavíkur flugvelli, að veðurathugunum og gerð veðurkorta. Viðurkenningin er veitt fyrir veðurspár, haffræðilegar athug anir og almennar veðurathugan ir, í þágu varnarliðsins og flota Atlantshafsbandalagsins. Stofnunin hlýtur sérstakt lof fyrir árangur í samskiptum við margar þjóðir, endurbætta starf semi háloftaathugana með tækj um sem flutt eru af loftbelgjum, áframhaldandi framfarir í nýt- ingu upplýsinga frá veðurathug unarhnöttum, og loks almennar veðurathuganir, sem að staðaldri eru með þeim beztu, sem þekkj ast hjá flota Bandaríkjanna. (Fréttatilkynning frá Varnarliðinu). Ræðismaður dæmdur NEW YORK 28. nóvamber, AP. José Cordova, fyrrverandi vara- ræðismaður Kólombíu í New York, var í dag dæmdur í gæzlu- varðhald fyrir tilraun til að smygla kókaini að verðmæti 5 milljónir dollara til Bandaríkj- anna. Hann var handtekinn 14. október er hann reyndi að smygla 35 pundum af kókaíni til Bandaríkjanna er hann kom úr heimsókn til ættingja í Kólomb- íu, en var látinn laus gegn 25.000 dollara tryggingu. Hann á yfir höfffi sér alit að 20 ára fangelsisvist og 10.000 dollara sekt. Togarakaupin: Borgin leggur fram 63 millj. — í beinu framlagi og lánum Veðurstofa flotans hlýtur viðurkenningu er hermt, að við höfum neitað að leggja þetta mál til úr- lausnar hjá alþjóðadómstól- um. Ef það er rétt, þá hefur verið haldið á anman veg á þessu máli, en var gert 1952, því að ef ég man rétt, og það leiðréttist þá hér á eftir, ef ég fer með rangt mál, þá var það boð ístendinga þá að leggja þetta mál og þá deilu undir úrlausn alþ j óða dómstólsins, þegar fjögurra sjómílna fisik- veiðilandhelgin var ákveðin. Og vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurmn er aá, að smáþjóð á ekki annars staðaír frekar skjóls að væinta held- ur en hjá ailþjóðasamtökum og alþjóðastofnuinum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörð- unum eins og stórveldin. Og þess vegna hefði að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli, átt að vera þannig undirbúið, að við hefðum verið við því búnir að l'eggja það undir úr- lausn alþj óðadómsitóls.“ Undir þesisi orð geta allir þeir, sem af einilaegni og skynsemi vilja vinina að ís- lenzkum bagsmuinum, tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.