Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 4
í. HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9 manna • Landrover 7 manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Hóplerðir Til leigti í lengri og skemmri ferötr 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarason, simi 32716. WvT ItÍLA LÍ7IOA V Æ’ALUIt" 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31| »55 ■ *i4444 mmm BILALEIGA Hylonslopparnir sem þér fáið hjá okkur eru ef- laust beztu og faHegustu slopp- amtr, sem völ er á. MORG.XMBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1970 9 Taka varðsveitir hundaeigenda völdin? Ólafur Sigurðsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Hundaeigendur hóta því nú opinberlega, að þeir ælti að stofna varðsveitir (vopnaðar?) og veita lögregluþjónum við- nám, komi þeir til að framfylgja skyldu sinni, þ.e. fjarlægja hunda, sem eigendur hafa ekki sjálfir fjarlægt inn- an tilskilins frests. Aðrir hundaeigendur þykjast ekki ætla að kjósa í næstu al- þingis- og borgarstjórnar- kosningum. fæssi ofsi þarf ekki að koma á óvart, þvi að þeir, sem brjóta lög af ásettu ráði, hafa aðra skapgerð en almenningur, sem gerir ekki kröfu til annars en að allir séu jafnir fyrir lögum. Annars ættu hundaeigendur fremur að þakka fyrir, hve mildum höndum hefur verið tekið á afbrotum þeirra, — og einmitt í því felst þó e.t.v. öll þessi vitleysa nú. Það er alltaf svo, að sé slakað á eftirliti, ganga lögbrjótar á lagið, unz ósvífnin kemst í hámark og þeir heimta lögbrot sín lög- fest, af því að lögreglan hafi ekki verið nógu hörð við þá! Það sé eiginlega lögreglunni að kenna, að þeir hafi leiðzt út í þetta! Allt þetta tal um morð og blóðbað er afar ógeðfellt. Lóg- un hunda er sagt vera morð og líkt við andlát nánustu sam- ferðamanna í lífinu. Dæmir svona málflutningur sig ekki sjálfur? í fyrsta lagi er hunda- eigendum gefinn ríflegur frest- ur til þess að koma hundunum fyrir annars staðar, svo að enginn „myrðir" þá nema eig- andinn sjálfur. 1 öðru lagi kalla eigendurnir þetta „rnorð" og „blóðbað" yfir sig sjálfir, því að þeir vissu ofboð vel, þegar þeir fengu sér sinn ólög- lega hund, að svona gat alltaf farið, þ.e. að lögunum yrði framfylgt, og hundurinn fjar- lægður, en það er á valdi eig- enda, hvort hann heldur ltfi eða er lógað, eins og fyrr sagði. Er það ekki einkennilegt og óhugnanlegt, að fólkið skyldi fá sér hund og gera hann „einn af fjölskyldunni", svo að óbærilegt og ævilangt sálarstríð fylgir hundsmissin- um? Þvi að það vissi allan tímann, hvernig fara hlaut. Hvaða sadismi við börn fylgir þvi, að gera þau svona háð heimilishundinum að þau „nái sér aldrei andlega", þegar hann fer af heimilinu? Fólkið gat auðveldlega komið í veg fyrir þetta með því að fá sér aldrei hund, en með því að brjóta lögin kallaði það þessa hræðilegu ógæfu yfir sig sjálft. Það bauð upp á þessi ósköp. Og hvernig verður þessu vesalings fólki við, þegar það missir raunverulega „einn af sínum nánustu," fyrst það ætl ar að ærast yfir missi eins hunds? Svo hefur það aiveg gleymzt, að hundar deyja, eins og aðrar skepnur, og verða meira að segja ekki langlífir. Þeim verður að lóga eftir nokkur ár, áður en þeir verða of gamlir og hrumir. Vill fólkið kalla það yfir sig á nokkurra ára fresti, og hvemig er sálarlif jjess þá? Er ekki mannúðlegra við það og börnin að byrja aldrei á hundahaldi? (Enn eitt vandamál: Hvað gerir fólk við hræin? Er það hér, eins og í stórborgum Evrópu, að hræinu sé kastað út úr bíl á fáförnum vegi eða skilið eftir í trjágörðum að næturþeli?). Og hvemig hefur fólk af- borið það til þessa, að lóga verður reiðhestum þess, litiu lömbunum, gömlu, góðu kind- unum, o.s.frv.? Við skulum sleppa þvi, hve mörg böm (og reyndar full- orðnir líka) meiðast í átökum við hunda og hljóta andleg á- föll. Hér í Reykjavík hef- ur maður nógu oft séð börn tryllast af hræðslu við hunda, og þá er vitanlega engin rök- semd að segja: Börnin stríddu hundinum fyrst. Börn eru börn, og mér er það nóg, að þau hafa orðið ofsahrædd. Við, sem ekki eigum hunda, eigum líka rétt á því að lifa í friði með börn okkar i hundlausri borg. Því er ekki minnzt á einstaklings- frelsi okkar? Fyrir nú utan það, að við, sem höldum lögin, eigum að fara að beygja okk- ur fyrir hinum. Fljótt mundi virðing fyrir lögum og rétti hverfa með framhaldi á slíku. Einna kjánalegast er að lesa og heyra, þegar hundaeigend- ur heimta af okkur að kynnast hundinum og kynna hann líka fyrir börnum oickar, svo að við sannfærumst um það, hve meinlaus hann sé. I fyrsta lagi veit enginn, hvenær hundur hættir að vera meinlaus, og í öðru lagi geta lögbrjótar ekki ætlazt til þess, að hinir lög- hlýðnu fari að eyða tíma sín- um i það að læra að meta lög- brot þeirra. Það er hastarlegt, að á sama tíma og allir eru sítalandi og skrifandi um mengun, sambýl- is- og umhverfisvandamál, skuli eiga að táka eitt þessara vandamála upp hér í Reykja- vík. Þar, sem hundahald hefur enn ekki verið bannað i þétt- býli, öfundar fólk okkur ein- mitt af því að vera laus við þetta vandamál, sem á sök á dauða, limlestingu og andleg- um áföllum, veikindum, óhrein indum og síðast en ekki sízt: óskaplegum nágrannaþrætum, eiltfðarrifrildi og leiðindum. Nei, vonandi eru borgarfull- trúar okkar nýtízkuiegir í hugsun og láta heldur ekki æsingafulla lögbrjóta skipa sér fyrir verkum." 0 Tillaga um lausn á deilunni Guðmundnr Guðniundsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Skrifin í dálkum þínum um hundahald eru orðin að algeru þrátefli. Það liggur ljóst fyrir, að almennt leyft hundahald yrði á skömmum tíma að alls- herjar sambýlisvandamáli. Hugsaðu þér til dæmis einn íbúa í stigagangi í blobk með hund vaðandi þar upp og ofan. — Almennt hundahald kernur því ekki til greina. — Leyfa einum, en banna öðrum kemur ekki heldur til greina. Við getum ekki leyft hér neinn hunda-aðal. — Af mannúðarástæðum er ekki heldur hægt, að draga alla hunda, sem nú eru til í bænum, á höggstokkinn. Það væri of gróft gagnvart hundun- um og mannssálunum. Öllum, sem nú eiga hunda, verði gert skylt að láta skrá þá, aldur þeirra, nafn og kyn. — Þeim verði leyft að halda hundinum á meðan hann tórir, en svo ekki söguna meir. Þann- ig myndi hundaeign borgarbúa smáminnka og Reykjavík verða hundlaus borg. er síðustu hundsævinni lyki. — Hundar trassafenginna eigenda, sem ekki létu skrá þá, yrðu teknir af þeim. — Sama yrði um hunda þeirra, sem enn brytu lögin með þvl að fá sér nýjan hund. Þeir gætu engrar misk- unnar vænzt. Hvað segir hinn alvisi Vel- vakandi um þetta?" NJÓSNARI MERKTUR A. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF. REYNIMEL 60, SÍMI 18660. Bók í sannkölluðum harðjaxlastíl. Chris Cool og Geronimo Johnson eru ungnjósnarar hjá bandarísku leyniþjónustunni. Þeir eltast við óþokka og óvinveitta njósnara um ailan heim. HARÐJAXLABÓKIN UNGLINGABÓKIN í ÁR og fleiri í kjölfarið. OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.