Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUNRL.AÐIÐ, FLMMTUDAGUR 17. DKSBMBER 1970
17
- Pólland
Framliald af bls. 10.
toga pólska kommúnista-
flokksins og hefur hann gegnt
þeirri stöðu síðan.
SKYNDIFUNDIJR MKÐ
RÚSSNESKUM LEIDTOGUM
Gomulka naut að vissu
leyti stuðnings Krúsjeffs, þá-
verandi leiðtoga sovézka
kommúnistaflokksins og hann
var ekki eins róttækur og al-
mennt var álitið á þessum
tíma eins og þróunin hefur síð
ar leitt í ljós. En Rússar ótt-
uðustr- að hann myndi ganga
of langt, ekki sízt þegar geng
ið var að þeirri kröfu hans,
að Rokossovsky marskálkur,
yfirmaður pólska hersins yrði
sviptur völdum. Nokkrir
æðstu ieiðtogar Sovétríkjanna
með Krúsjeff í broddi fylking
ar fóru i skyndi til Varsjár
og kröfðust þess að fá að
sitja fundi flokksforystunnar
þar. Um leið var sovézkum
hersveitum skipað að sækja
til Varsjár.
Um tíma leit út fyrir, að
annað hvort yrðu ægilegar
blóðsúthellingar eða að Pól-
verjar yrðu að láta algjörlega
í minni pokann fyrir Rússum.
Krúsjeff varð hins vegar ljóst,
að opin uppreisn gæti brotizt
út og vildi ekki eiga slikt á
hættu. Sovézku hersveitunum
var skipað að hætta förinni
til Varsjár, sovézku leiðtogarn
ir sneru aftur til Moskvu og
Rokossovsky marskálkur var
kallaður heim til Sovétríkj-
anna. Gomulka lýsti því síð-
an yfir, að hann væri fast
ákveðinn í þvi að halda áfram
þróuninni í átt til aukins
frjálsræðis í landinu og bæta
úr þeim mistökum, sem áður
höfðu verið gerð. Flestum
þykir, að lítið hafi orðið úr
þeim fyrirheitum og kunna
óeirðirnar nú að eiga rót sína
að rekja til þess.
Samkv. opinberum skýrsl-
um pólskra stjórnarvalda
voru 53 menn drepnir og yf-
ir 300 særðust í uppreisninni
28. júní 1956. Alls voru 323
manns handteknir samkvæmt
opinberum tölum.
ÓANÆG.JA — ÓKYRRÐ
1 ágúst 1965 kom upp
ókyrrð í Póllandi. Verkfall
varð hjá starfsmönnum við
sporvagna, en þeir kröfðust
launauppbótar. 1 október sama
ár fóru stúdentar i mótmæla-
göngu í Varsjá og andmæltu
því, að frjálslynda stúdenta-
blaðið „Prostu" var bannað.
Þessar mótmælaaðgerðir
stóðu yfir i marga daga og
kom til harðra átaka milli
stúdenta og lögreglu, sem
beitti táragasi og kylfum.
1 marzmánuði 1968 kom svo
aftur til umfangsmi'killa mót-
mælaaðgerða stúdenta I Var-
sjá og samkv. óstaðfestum
fréttum voru mörg hundruð
manns handtekin þá. Stúdent-
ar kröfðust tjáningarfrelsis
og réttar til þess að fara í
mótmælagöngur. 1 langri
ræðu, sem Gomulka flutti þá,
sagði hann, að kommúnista-
flokkurinn væri ekki andvig-
ur stúdentum, en að allir
hvatamenn að uppþotum
skyldu fá makleg málagjöld.
Flokksleiðtoganum var svarað
með miklum hrópum og
blístri, er hann stað'hæfði, að
stúdentar af Gyðingaættum
ættu mikla sök á ókyrrðinni.
TUNGUMALAKENNARINN ER
LINCUAPHONE
Lingunphone kennir yður rétt
tungumál á auðveldan og eðlilegan hátt.
Kennarinn, sem þér hafið í hendi yðar
Enska - franska - þýzka - spœnska
ítalska - norska - sœnska - danska o.fl.
Það stuðlar að ánægjulegri ferðalögum,
hagkvæmari viðskiptum,
betri árangri í prófum,
og er fyrir alla fjölskylduna.
H|jóðfœmhús Reyhjauíhur
taugaoegi % simit I 36 36
Ykl^vciijur
í mai ^dr’ykk
Bidjið um fsafoldar-bók
og þá fáið þér góða bók.
\al & venjur
i niai & drykk
Bókin um hóteiþjónustu, framieiðslu og framreiðslu á hótelum, og í
heimahúsum. Þetta er bókin sem Islendingar á túristaöld hafa beðið
eftir. Samin af Conrad Tuor yfirkennara frægasta hótelskóla heimsins i
Sviss í þýðingu Geirs R. Andersen.
Þetta er bókin sem hver einasti ferðarhaður sem dvelur á hótelum
hérlendis og erlendis þarf að lesa og hafa með sér áferðalögum. Auk
þess að vera handbók fyrir veitingamenn er bókin full af ýtarlegum
lýsingum á framreiðslu, vínföngum, á matreiðslu, framreiðslu og neyzlu
hinna fjölmörgu rétta sem hótel um allan heim bjóða gestum sínum.
Hver hefur ekki einhvern tíma átt í erfiðleikum frammi fyrir runu franskra
nafna á réttum eða víntegundum á góðu hóteli? Sá sem hefur kynnt
sér efni þessarar bókar þarf ekki að óttast slíkt. Hún eykur við þekkingu
hins fróða heimsmanns og leysir vanda hins óreynda ferðamanns.
Bókin er náma af fróðleik fyrir alla sem vilja vera vel að sér um þessa
þætti vestrænnar siðmenningar. Hugkvæmar húsfreyjur geta sótt f
bókina fjölmargar hugmyndir um hversu þær getá veitt gestum sínum á
tilbreytingaríkan hátt.
Verð kr. 520.00 + ssk.
ISAFOLD|
Islenzkt smjör er eölileg náttúru-
afurð. Náttúran hefur sjálf
búið það vftamínum, bæði A og D,
einnig naufSsynlegum stein-
efnum, kalcium og járni,
ennfremur mjólkurfitu, sem gefur
74 hitaeiningar pr. 10 gr.
Og smjörbragðinu nær enginn,
sama hvað hann reynir að likja
eftir því. Notið smjör.
Hugsað heim!
...... blessunin.
Ekki viil hún, að maður gefi strák-
unum neitt eftir. Það er auðséð.
Ostur, kæfa, sardínur og egg, —
og svo íslenzkt smjör á hverri
sneið.