Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1970
Uppreisnin í
Poznan 1956
Er sagan að endurtaka sig
í Póllandi nú?
UPPÞOTIN í pólskn borgnn-
um Gdansk og Gdynia eru
fyrstu alvarlegu óeirðirnar
þar í landi, sem umheimurinn
hefur fengið vitneskju um
allt frá uppreisninni i Poznan
fyrir nær 15 árum, enda þótt
ókyrrð hafi hvað eftir annað
verið fyrir hendi í landinu
siðan.
Uppreisnin árið 1956 hófst
28. júní í borginni Poznan,
sem er um 270 km vestur af
Varsjá. Mikil óánægja vegna
hás verðlags en lágra launa
leiddi til þess, að þúsundir
verkamanna réðust á aðal-
stöðvar kommúnistaflokksins
i borginni, á stöðvar leynilög-
reglunnar, útvarpsstöðina og
aðrar opinberar byggingar.
Óeirðirnar i Gdansk og Gdyn-
ia nú eru einnig sagðar eiga
rót sína að rekja til of hás
verðlags.
Uppreisnin í Poznan skall á
rétt eftir að sendinefnd frá
vélaverksmiðju í borginni
hafði snúið heim frá Varsjá,
þar sem nefndin hafði gert
fulltrúum stjórnarinnar grein
fyrir umkvörtunarefnum sín-
um. Árangurinn af þeirri för
varð sýnilega lítill, þvi þegar
eftir heimkomu sendinefndar-
innar yfirgáfu verkamenn
verksmiðjurnar þúsundum
saman og héldu til aðaltorgs
Poznans, þar sem þeir hróp-
uðu: „Við heimtum brauð“.
Síðan héldu þeir að aðalstöðv
um öryggislögreglunnar,
reyndu að ná þeim á sitt vald
og tókst að kveikja í þeim.
Þeir réðust inn i dómhús borg
arinnar og báru þaðan skjöl
út á götu og kveiktu i. Næst
réðust þeir inn í eitt aðal-
fangelsi borgarinnar, þar sem
pólitiskir fangar voru hafðir
í haldi, brutu það upp og
slepptu föngunum út.
Ráðizt var á margar aðrar
opinberar byggingar og náðu
verkamenn sumum þeirra á
sitt vald. Þegar þeir ætluðu
að ná ráðhúsi borgarinnar á
sitt vald, tóku yfirvöldin i
taumana.
SKRIt) DBI5KUM BIiITT
Skriðdrekar æddu inn i
borgina og fótgönguliðar vopn
aðir vélbyssum komu með
vörubifreiðum og tóku sér
stöðu á aðaltorginu. Nokkuð
bar á rússneskum hermönn-
um, en aðallega var pólskum
hermönnum att gegn verka-
fólkinu. Návist rússnesku her
mannanna varð hins vegar til
þess að auka reiði mannfjöld-
ans um allan helming. Kræktu
verkamenn saman örmum og
gengu fylktu liði gegn her-
mönnunum.
Þeir síðarnefndu gripu þá
Ein sögnfrægasta niyndin frá uppreisninni í Poznan 1956. — Verkafóik í hópgöngu nieð fána
lands síns litaðan dreyra failins félaga, sem drepinn hafði verið í uppreisninni.
til byssna sinna. Skutu þeir
í fyrstu yfir höfuð verka-
manna, en þegar það dugði
ekki til þess að brjóta mót-
spyrnuna á bak aftur, var vél
byssum beitt gegn mannfjöld
anum. Féllu þar margir tugir
manna og hundruð særðust.
Þannig lauk þessum ójafna
leik.
Útgöngubanni var komið á
að næturlagi og yfirvöldin
tóku öll völd í borginni á nýj-
an leik. Forsætisráðherra Pól-
lands, Josef Cyrankiewics, og
fleiri ráðherrar, fóru flugleið-
is til Poznan sama dag og
uppreisnin átti sér stað. 1 út-
varpsávarpi frá borginni við-
urkenndi forsætisráðherrann,
að verkamenn byggju við lé-
leg lífskjör og skýrði frá því,
að ríkisstjórnin ynni nú að
áætlunum um að bæta lífs-
kjör fólksins.
Cyrankiewics fullyrti samt
sem áður, að kröfur verka-
manna hefðu verið uppfylltar
áður en óeirðirnar hófust og
að þær væru að kenna glæpa-
mönnum, sem æst hefðu til
óeirða. Hinn 8. júli var tveim
ur ráðherrum, sem fóru með
málefni vélaiðnaðarins, vikið
úr embættum og fimm dögum
síðar var yfirmanni efnahags-
áætlunarnefndar rikisins vikið
frá og einnig tveimur ráð-
herrum, sem fóru með yfir-
stjórn byggingarmála iðnað-
arins og húsnæðismál.
1 október 1956 kaus mið-
stjórn kommúnistaflokks Pól-
lands nýja forsætisnefnd fyrir
flokkinn og var öllum stalin-
istum vikið frá. Á meðal
þeirra, sem þá fengu sæti í
forsætisnefndinni var Wlady-
slaw Gomulka, er fyrr þetta
sama ár hafði verið látinn
laus úr fangelsi, þar sem hann
hafði afplánað fimm ára fang-
elsisdóm fyrir meintan . „titó-
isma" og fl. Skömmu síðar
var hann gerður að aðalleið-
Framliald á bls. 17.
„Blindur eltingaleikur
við hugsjónir“
Samtal við í*orstein Thoraren-
sen um hina nýju bók hans
Hrópandi rödd — ævisagu
Alexanders Dubceks
ÞORSTEINN Thorarensen, rit-
höfundur, seni undanfarin ár
hefur verið afkastamikill við
söguritun aldamótasögunnar
sem kunnugt er af bókum
hans, hefur nú sent frá sér
nýja hók. Að þessu sinni sækir
Þorsteinn efniviðinn út fyrir
landssteinana, allt austur til
Tékkóslóvaldu. Heitir bókin
Hrópandi rödd, ævisaga Alex-
anders Dubceks „og okkar
allra, sem höfum lifað hina
frábæru 20. öld,“ segir Þorsteinn
á titilbaði bókarinnar." Hún
skiptist í tvo hluta. Fyrri hlut-
inn lieitir Djúpt liggja rætur,
en hann skiptist í allmarga
smærri kafla. Síðari hliiti bók-
arinnar heitir Þar hlynur einn
í garði óx.
Blaðamaður frá Morgnnblað-
inu hitti Þorstein Thorarensen
að máli í gær og ræddi við
hann um þessa nýju bók.
Það er ef til viffl rétt að silá
upp aftast í bókinni, en hún er
yfir 300 blaðsíður, og taka upp
fyrst upphafsorð í lokakafila
bókarinnar: „Þó höfundur þess
arar bókar gefi lít'ið fyrir sann-
ieikann eða alla sannileikana,
eftir þá reynisliu, sem af þedm
hefur fengizt á 20. öldinnd, sikai
það tetkið fram til öryggls, að
bók sú sem hér birtist er ekki
skáldsaga og engir kafilar henn
Þorsteinn Thorarensen
ar uppdiktaðdr, hversu fárán-
liegar sita'ðhæflingar þeiirra eru,
hversu hlægileg lofgjörðin sýn-
iist.“
Þorsteinn sagði:
— Þetta er eins og önnur
þau verk, sem ég hef rftað und-
anfarm ár, saigrnfræðirft. Að-
ferðir mínar við þá rítun byggj-
ast á því, að maðurfnn í nútím-
anum getur ektei gert sér grein
fyrir liðnurn atburðum, nema
gegmum kenndimar í eigiin
brjóstii og í gegmum Mfsviðhorf
sdnnar samtíðar. Ég beiti sömu
aðferðum víð rítun þessarar
bókar, en mu-nurinn er þó sá,
að það sem fjaillað er um í
hennd eru samtíðairviðburðlr.
Við getum heldur ekki, segir
Þorsteinn, skfliið Viðhorfið í
öðrum löndum, nema gegmum
viðhorfin hjá okkiur sjálfum,
okikar eigin þjóð. Fynsti kaflli
bókarinnar heiitlir „Ræður yfir
bálkesti Jans Palaks." Er
þar lýsing mín á viðhor.fum
mismunandi hópa þjóðfélagsdns
ifcffl þeirra atburða, sem gerzt
hafa í Tékkóslóvafcíu. Þessar
manntegundir, skulum við
kallila þessa hópa, eru rneðal
vor í dag: ífhaildsmaðurfnn, sem
Vili engar breytingar, „bylgju-
stiglairfnn", sem er sú manm-
gerðin, sem stendur sama um
kerfið, en lætur siig fljóta ofan
á byligjufaidlinium. Svo er það
gamli byltimgaiimiaiðurinn, sem
er orðinn úrelitur og staðnaöur
í sinnd gömilu bylitingu. Loks er
það svo Ihinn nýi byltiingar-
maður.
Meginþráðurdnn í bófciinnl er
æVisaga Alexanders Duibceks.
Frásögnin hefst á því, er ,faðir
hans, sem hét Stefán, flyzt til
Ameríku. Hann er trésmiður og
mikill huigsjónamaður. Svo
miikiH, að hann hilkLauist fómar
sér fyrfir frelisáð, og Ameríka er
land frelslisins. — En þar verð-
ur Steifán fyrir mikihiim von-
brigðum, sem vaflda því, að
hugur hians snýst heils hugar
t’il aRlt annarra hugsjóna, —
hugsjónanna um öreiigaby liting-
una. Hann flyzt i skyndl y-fir
hatfið aftur og er þess getiið,
að svo hafii hann hraðað för
sinni og konu sinnar, tiil að
koma í veg fyrir að Dubcek,
sem þá var ófæddur, skyldi nú
elökii fæðast iinn í þjóðfðlag
aiuðvaildsskipuilagsiins. Eftiir að
höim er komlið og Duibcek í
heiimmn komíinn, ákveður
Stefán trésmáöur að fara með
fjölskyldu sína, — silást í för
mieð sérstöku öreigahjálpariiði
og flytjast búferlum austur í
Sovétrikin og lenda austur í
auðnum Mið-Asíu, þar sem kaill-
ast Kirgisía. Hópurinn settist
þar að og var úthlotaö jarð-
nœði. Enn varð Duibcek-fjöd-
skyldan að heyja mjög er.fi ða
llíflsbaráttu og svo fór, að
Stefán gamili Dubcek gafsit upp.
En þrátt fyrir það tapaðli hiann
ekki trúnnd á kerfið og hann
fllyzt aftur heim tiil Tékkó-
sdóvaikíu. Fram tid 16 ára ald-
urs er Alexander Duibcek í
Rússdaindii. En hann fer úr ösk-
unni í eldinn, því Hdtler er þá
komirnn tdl sögunnar og byrjað-
ur að llima sundur Tékósló-
vakdu er Dubcek kemur heim.
Fjölsikylda hans verður fyrir
barðinu á þessum ofbeidisað-
gierðium.
— Ég reyni inn á miilli, segir
Þorsiteinn, að lýsa þjóð'emis-
kennd Slóvaka og sambúðinni
Við bræðrajþjóðina Tékka, sem
ætíð Ihefur haft tiilhneigingu tál
þes® að sitja yflir þeirra hlut.
Ég lýsi valldatöku kommúnista
í Tékkósíóvakíu 1948 og trú ad-
menndnigs á málstaðnium og í
stufctu máld sagt, hinmá komm-
úndstdsku útfærslu þar í land-
drnu, með sínum hreimsumum
Novotnys-itímiabiils'inis. Hvemig
honum tókst að byggja upp
persónutegt valdakerfli og .firam
lengja StallínBtímabillið í sinu
heimallamdii, og hér bemiur auð-
viitað að S1 ansky -rétita.rh öldu n-
um ægitegu.
1 síðastia kaflla bókarimmar er
sýnt hvemig Novotny-tknaibMð
gen'gur sér til húðar og kerfið
brestur. Rödd samvizkunnar
brýzt út og svairið er: Dubceflc,
en bókdn endar á þvi, er hainn
tekur við stjómairtaumunum.
— Eigindega er þessi bók
mím, segir Þors'téinn að kikuim,
frásögn af hinum furðuilega og
endalausa og bldnda editángar-
leik 20. aldarinnar við hugsjón-
ir og vatfasatman sannleika. Það
hefur sannarlega veriá hörmu-
leg tið.
I sumuim köfluim bókarinnar
bregður Þorsteinn út af ölluim
venijulegum stafseifcniinigarregl-
um.
„Þessa kafla verður að skrifa
svona", segiir Þorsteínm. „Það
er erfi'tt fyrir miig í stutitu
blaðasamitadd að útiskýra þær
ástæður er fcfl þess liiggja. Það
skýrir sig sj'ádft við lestur bók-
arinnar“, segir hann. 1 upphafi
þessa samtails er vitniað fcid orða
í eftirmáda bótearinnar, en það
er mjög langur liisiti yflir þau
hiiiÖSQÓnarrit, er Þorstednn hef-
ur haiflt við höndiiina, er hamn
samdi bótoina. Er þar gotið
f jöimargra erdendra rita og
bóka og einniig isdienzkra og
má þar fcid nefna Hailldór Lax-
ness, Þórberg Þórða.rson og
Jón Ólafstson, svo að nokkrir
séu nefnidir, ein einniig eftdr
Framhald á bls. 20.