Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1970, Blaðsíða 6
6 MORG'U’NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1970 J fr m > SEIMDUM SÝNISHORIM af krumpla'kiki og krump- leðri út um allt land. LITLISKÓGUR Srvornaibraut 22, sím-i 25644. ÚRVALS NAUTAKJÖT Nýtt nautakjöt, snitchel, buff, gúllas, hakk, bógsteik, grilistei k. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. LAMBAKJÖT heibr lambaskrokkar, kótelett- ur, læri, hryggir, súpukjöt. Stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32. s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. ÓDÝRT HANGIKJÖT Stórlækkað verð á hamgi- kjötslærum og frampörtum, útbei-nað, stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. UNGHÆNUR — KJÚKLINGAR Unghænur og unghanar 125 kr. kg. Úrvals kjúklmgar, kjúklingalæri, kjúklingabr. Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, SVÍNAKJÖT (ALIGRiSIR) Hryggir, bógsterk, læristeik, kótelettur, hamborgarahrygg- tr, kambar, bacon Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 122?,?, STEREO-SAMST ÆÐUR 6 teguncfir. Seguibönd, magn arar, sprlarar, viðtæki. Einnig bílaútvörp hentug til jóla- gjafa. Tíðni hf Einholti 2, s. 23220. HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Difkasvið, 10 hausar 475 kr. RúMupylsur 125 kr. stik. Ditka kjöt 1. og 2. verðfl. Læri, bryggir, súpukjöt. Kjötkjail- arinn, Vesturbr. 12, Hafnarf. BLÓMASÚLUR Blómaisúl'umar vi'r.sælu komn ar aftur. Einnig aðnar gjafa- vörur. Tækifærisjólagjafir. J. S. Húsgögn, Hverfisgötu 50, stmi 18830. HAFNARFJÖRÐUR — NAGR. Léttreyktir di'likaihr., hanmb.- læri með spekiki 250 kr. kg. Útfceinað hangikj. frá 250 kr. kg. Hamgikj., tæri og framp. Kjötkjallarinn, Vestutbr. 12, Hf. KEFLAVÍK — NAGRENNI 2ja—3ja herb. íbúð óskast strax. Uppl. í síma 36051 í Reykjavtk. HAFNARFJÖRÐUR — NÁGR. Hrossabuff, settað hrossa- kjöt, iækikað verð. Nýtt hak'k 4 teg. frá 149 kr. kg. Kjöt- kjallarinn, Vesturbraut 12, Hafnairfirði. BROTAMÁLMUR Kaupi allen brotamáim kang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar ininrétt- ingar í hýbýii yðar, þá tettið fyrst tilboða hijá okkur. — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, símar 33177 og 36699. SKODA '63 til sölu, góð kjör. Upplýsing ar í síma 93-1565, Akranesi. Frúin sýnist ánægð með sitt jólatré suður í Fossvogi Ágúst úr Skorradal afgTeiðir ánægt fólkið í gróðurhúsinu í Fossvogi. I baksýn eru brauðbakkar úr islenzku lerki. Jólin eru gengin í garð Jólatré Landgræðslusjóðs renna út Alltaf er það öruggt merki um að jólin séu í nánd, þegar farið er að selja jólatré. Rétt eins og ilmur grenisins sé samtengdur jólum. Og nú er sem sagt byrjað að selja jóla tré. Landgræðslusjóður hefur á hendi mestu jólatrjáasölu hérlendis, og fer vel á því, vegna þess að ágóðinn allur rennur tíl að græða upp land ið. Hvert eitt jólatré, sem selt er, getur orðið þess valdandi, að 5—10 jólatré séu gróður- sett á íslandi. Og þá mim ekki líða á löngu, fyrr en við Islendingar verðum orðn- ir sjálfum okkur nógir, hvað viðkemur jólatr jám. Við lögðum leið okkar suð ur í Fossvog, í stöð Skógræ'kt arfélags Reykjavikur, en þar er aðalútsala jólatrjáa um þessar mundir, eins og flest undanfarin ár. Það hafði snjó að lítið eitt þennan dag, en samt voru barrtrén græn og falleg, og lýðveldislundurinn sýndi okkur svo sannarlega, hvers skógrækt er megnug á Islandi, ef rátt er að henni unnið. Við hittum þarna að verki 3 skógfræðinga, þá Kristinn Skæringsson, Vilhjálm Sig- tryggsson og Ágúst Árnason, menn, sem um árabil hafa ver ið í fremstu viglínu islenzkr- ar skógræktar. Og það er gott að eiga slíka menn. Við beind um tali okkar að Kristni Skær ingssyni forstöðumanni jóla- tréssölu landgræðslusjóðs inni í gróðurhúsinu þar sem Ágúst afgreiðir viðskiptavinina með mikilli lipurð. „Hvaðan koma þessi jóla- tré?“ „Að meginhluta eru þetta dönsk tré, frá danska Heiða- félaginu, en svo eru líka all- mörg tré frá Hallormsstað og úr Skorradal. Þetta er mest rauðgreni, bæði innlend og er lend, en auk þess er hér á boðstólum þinur, en hann fell ir ekki barrið, og sumir vilja það heldur." „Ekki krakkarnir mínir," grípur ljósmyndarinn okkar, Sveinn Þormóðsson fram i. „Þau vilja rauðgreni, annars engin jól hjá þeim.“ „Já, svona er þetta mis- jafnt,“ segir Kristinn hæglát- ur. „Við höfum þegar sent tré út á landsbyggðina, og það er ærin vinna að koma þessu frá sér, auk þess sem við selj um trén í 18 útsölustöðum hér I borginni og nágrenni. Auk þess höfum við hér til sölu köngla af rauðgreni, austur- riskri furu og hvítgreni, og fólk er sólgið i þessa köngla. Einnig svonefnd brauðbretti úr islenzku lerki, sem raunar er það fyrsta, sem selzt upp hér í stöðinni." „Og hvernig er svo verðlag ið á jólatrjám i ár, hefur þetta hækkað rnikið?" „Alls ekki. Jólatrén voru ekki dýr fyrir, og 10—12% hækkun ætti engan að drepa. En eins og ég sagði þér áðan, er hluti þessara trjáa innlend ur, frá Hallormsstað og Skorradal, og það er gleði legt tímanna tákn, að svo er, því að það líður áreiðanlega ekki á löngu, að við verðum sjálfir okkur nógir með jóla- tré. Við beinlínis plöntum með það fyrir augum austur á Hallormsstað. Skógarvörður- inn þar, Sigurður Blöndal, er til alls vís, og verður vafa- laust ekki skotaskuld úr því að sýna þjóðinni, að þetta er bamaleikur. En það tekur tima, eins og öll önnur skóg- rækt. Þolinmæði þrautir vinn ur allar. Við erum ungir í þessu, en þvi miðar hægt og hægt.“ Og við gengum með Kristni og Vilhjálmi um stöðina. Jóla blær var yfir öllu. Græn tré á miðjum vetri er eitt- hvað, sem hjartað kætist við, gefur manni sól í sinni, og þessa sérstöku tilfinningu, þegar maður fer að hlakka til jólanna. Jólatré Land- græðslusjóðs eiga við keppi- nauta að etja, og allt gott um það að segja, en meðan keppinautarnir gróðursetja ekki fimmfalt magn þess, sem þeir selja, er varlegra að skipta við Landgræðslusjóð um jólatrjáakaup, en vel get- ur þetta breytzt, þegar hinir söluaðilarnir byrja að rækta tré, ef þeir eru þá samkeppn isfærir. Og svo kemur að þvi á næstu dögum, að húsbændur axla sín jólatré sunnan frá Fossvogi eða frá einhverjum útsölunum, og þá má segja, að jólin séu gengin í garð. — FrJS. Blöð og tímarit Spegiliinn, 10. tbl. 40 árg. 1970 er kominn út og hefur ver- ið sendur Mbl. Á forsiðu er mynd af þeim Freymóði og Kristjáni vegna myndarinnar í Hafnar- biói. Yfirskriftin er þessi: Guð, við þökkum þér, að við erum ekki eins og aðrir menn. Af öðru efni má nefna: Leiðari, Dagur í lífi heiðursmanns. Gler augu Hallgríms Péturssonar fundin? Smáauglýsingar. Verj- um ísland, kvæði eftir Meyfróð og Allsbersson. Noregur verst, verjum Island eftir Kristján A1 bertsson. Rakstur og klipping greinarinnar er Spegilsins. Tiu litlir kommastrákar. Myndasaga. Úr gömlum Spegli. Sál felldi sín tíu þúsund. Hafsteinn felldi sin tiu þúsund. Buxnastrið í Bankanum. Stjömuspá. Fæðing ardeild fátækrar þjóðar. Fjölda margar myndir prýða Spegil- inn, en aðalteiknari er Ragnar Lár. Ritstjóri er Jón Hjartar- son. Herópið, jólablað 1970 er komið út og hefur verið sent Mbl. Af efni þess má nefna: Barn er oss fætt eftir Erik Wiekberg hershöfðingja. Jólin eftir kaptein Ruth Strand. Þeg- í v beiskjan snerist í frið. Smá- s iga. Þeir gráta á jólakvöldið, e tir major Gotfred Runar. Jól í París eftir kommandör Sture 7 arsson. Jólagjöfin eftir Bjama Þóroddsson. Spumingar barns um jólin. 1 Hjálpræðishernum i Paris. Samtal við Þráin Hall- grímsson. Margar myndir prýða Herópið, og kápur eru litprent a£/ar. í leiðinni er ekki úr vegi að minna á jólapotta Hjálpræð ishersins, sem vegfarendur í mið borginni verða sjálfsagt varir við. Einkunnarorð Hjálpræðis- hersins í sambandi við jólapott ana eru: Hjálpið okkur til að hjálpa öðrum. Og nú er það Reykvíkinga að láta sjóða í pottunum rækilega. Vorið, 4. hefti, 36. árg. 1970 er komið út og hefur verið sent SÁ NÆST BEZTI Guðrún gamla var að lesa í dagblöðunum um uppgjafartilboð Bandamanna til Japana, og þótti þau alltof væg og geisaði mikið út af því. „Aldrei geta þessir Bandamenn orðið reiðir,“ segir Guð rún, „ef ég mætti refsa þeim japönsku, skyldi enginn af for- sprökkunum, og ekki einu sinni keisarinn sjálfur, fá skömmtun arseðla, skyr, smjör eða rjóma, en þá er mér nær að halda, að þeir væru ekki orðnir eins „gleiðgosalegir" á jólaföstunni og þeir eru núna.“ Múmíuálfarnir eignast herragarð — - — Eftir Lars Janson Múnilnmamman: Kr langt að herragarðintim okkar? Múminpabbinn: Nei, nei, rétt að- eins handan Einmanaf jalla! Múmínpabbinn: Við sláum upp tjöldum undir eins og við höfum náð tindinum. Miímínpabbinn: Kannski við ætt um að kalla okkur „De Múrnín", úr þvi að við erum orðin aðals- fólk .. . Múmínniamman: Ef þig langar til þess, eiskan min . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.