Morgunblaðið - 30.12.1970, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.12.1970, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 5 Jóhann Jakobsson, verkfræðingur; Um íslenzkt sement ATHUGASEMDIR við blaðaskrif og viðbrögð í tilefni ritstjórnar- greinar tímarits VFÍ, 3. tbl. 55. árg., 1970, og greinargerðar Sem entsverksmiðju ríkisins á blaða- mannafundi 10. des. sl. Til svars við athugasemdum, aem fram hafa komið í tilefni blaðamannafundar, sem boðað var til vegna ritstjórnargreinar í tímariti Verkfræðingafélags ís lands, og til frekari skýringa og upplýsinga um það, sem þar var upplýst, er vinsamlegast óskað að birt verði greinargerð sú, sem hér fer á eftir. í athugasemdum, sem fram hafa komið, gætir í nokkrum tilvikum misskilnings eða að mis túlkun í meðförum hefir átt sér stað. „Sementið fullnægir staðlinum — ekki.“ (Dagbl. Vísir 12. 12. 1970). Við undirbúning á íslenzk um staðli fyrir steínsteypu og sement hefir verið unnið mikið starf. Að þessu starfi hefir verið unnið undanfarinn áratug af sér stakri stöðlunarnefnd á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Steypustaðallinn er þunga miðja þessa verks. Sementstaðall inn kemur síðan sem sérstakur kafli eða viðauki við þennan staðal. Sá, er þetta ritar hefir aðeins fylgzt með þessu starfi skamm' an tíma, en sat þó fund með stöðlunarnefnd, byggingartækni- ráði IMSÍ og sérfræðingum Rann sóknarstofnunar Byggingariðnað arins (skammst. RB) snemma vors 1970. Á fundi þessum var fjallað um þær tillögur um styrkleikakröf ur, sem eðlilegt væri að setja um sement með hliðsjón af fenginni reynslu af sementinu og þéim viðbótar upplýsingum, sem þá lágu fyrir og látnar voru í té. Sjónarmið stöðlunarnefndar- innar var alfarið, að eiginleikar íslenzka sementsins yrðu að ráða um styrkleikakröfurnar. Þær kröfur um styrkleika sem ents, þ.e. venjulegt portland sement (almennt kallað portland sement) og portlandhraðsement (almennt kallað hraðsement), sem endanlega voru samþykktar af stöðlunarnefndinni, urðu síð- ar þær, sem RB, í samráði við undirritaðan, sem fulltrúa Sem entsverksmiðjunnar, urðu ásátt- ir um. Það lá þó ljóst fyrir að kröfur um hraðsement væru í strangara lági. Annað var eigi talið fært. Tryggt þótti að kröf unum tækist að fullnægja innan tiðar. Portlandsement (venjulegt) er megin þátturinn í framleiðslu verksmiðjunnar eða um 80% sem entsins. f greinargerð verksmiðj unnar á blaðamannafundinum voru tölur gefnar fyrir þessa teg und sements eingöngu en vikið að hraðsementi í viðtali og skýr ingum og þess getið að það stæði ekki jafnvel miðað við kröfur væntanlegs staðals. (Sjá nánar tölulegar upplýsingar í töflu). Mál þetta er rakið hér vegna ummæla dr. Óttars Halldórsson ar verkfræðings hjá RB, en hann var einn þeirra, sem sátu fyrr- nefndan fund stöðlunamefndar- innar og mun auk þess hafa fjall að um endanleg tölugildi staðals ins sem sérfræðingur RB. Um- mæli dr. Óttars um staðalinn og íslenzka sementið koma þannig vissulega á óvart, jafnvel þó hann hefði hraðsementið eitt í huga. Varðandi aðra staðla, EFTA- löndin o. fl. verður samanburður við styrkleikakröfur ekki eins af gerandi og samkvæmt væntanleg um íslenzkum staðli. Hin ýmsu lönd hafa sínar eigin prófunar- aðferðir. Eigi er unnt að rekja það hér lið fyrir lið. Taflan hér á eftir sýnir tölugildi þessara staðla að því er varðar venju- legt portlandsement samkvæmt ritinu Cement Standards of the World, útgefandi Cembureau í júlí 1968. Taflan sýnir annars, fyrst og fremst, niðurstöður prófana á afgreiddu sementi frá Sements- verksmiðju ríkisins, miðað við prófunaraðferð BS 12, 1958, á- samt umreiknuðum gildum sam kvæmt íslenzkum staðli með ISO-aðferð. Umreiknings-stuðull inn 16,5 (í stað umreiknings- stuðuls eininga 14,2) var fundinn með samanburðar-rannsóknum hjá RB sumarið 1969. Þá sýnir taflan einnig niðurstöður próf- ana á afgreiddu hraðsementi. Styrkleiki á íslenzku sementi Styrkleiki (þrýstiþol). íslenzkur staðall og nokkrir erlendir 3 d 7 d 28 d fslenzkt sement BS 12, 1958 í lbs/inch2 Portland, okt. ’68 marz ’69, meðaltal 4465 5112 6273 Portland, jan. ’68 des. ’69, meðaltal 4977 5715 6832 Portland, jan. ’68 okt. ’70, meðaltal 5277 6099 7232 Fjöldi mælinga 47 48 48 Staðlað frávik í lbs/inch2 208 216 223 Dreifistuðull % 3.9 3.5 3.1 Hæsta gildi i lbs/inch2 5700 6555 7638 Lægsta gildi í lbs/inch2 4874 5686 6819 Styrkleiki umreiknaður á ISO-aðferð Meðal gildi í kg/cm2 320 370 438 Hæsta gildi i kg/cm2 345 397 463 Lægsta gildi í kg/cm2 295 345 413 fslenzkur staðall, kröfur, portl. kg/cm2 175 250 350 Ýnisir staðlar: Noregur NS 3050 1969 i kg/cm2 200 300 Danmörk DS 1933 — 320 400 Finnland NR 460 1945 — 150 225 350 Svíþjóð BI 1960 — 160 260 420 Bretland BS 12 1958 — 154 239 Austurríki ÖNORM 1963 — 150 225 375 Sviss SI-A 115 1953 — 300 400 Portúgal NR 40870 1956 — 110 180 275 Pólland PN-60/B 1960 — 130 225 350 Þýzkaland, V. N.DIN 1164 1969 — 375 A. A.TGL-9271 1968 — 150 225 350 1 d 3 d 7 d Hraðsement, BS 12, 1958, jan,—okt. 1970. I lbs/inch2 3854 5274 5934 Staðlað frávik í ibs/inch2 312 254 260 Dreifistuðull % 8.1 4.6 3.8 Fjöldi mælinga 31 31 29 Styrkleiki umreiknaður i kg/cm2 ISO-aðferð 233 320 360 fslenzkur staðall, kröfur, í kg/cm2 150 250 350 Jóliann Jakobsson. Um niðurstöður mælinga á portlandsementin'u tala tölurnar skýru máli. Jafnvel eitt, ein- stakt, lægsta gildi liggur 18% yfir kröfum 28 daga styrkleika, meðalgildið 25% yfir kröfunum og það hæsta 30% yfir, Um samanburð við aðra staðla, svo langt sem slíkur samanburð- ur nær, sbr. það sem áður var sagt um mismunandi prófunar- aðferðir, fullnægir íslenzka portlandsementið styrkleika kröf um staðlanna. Eitt gildi aðeins, eða 2% prófananna nær ekki gildi sænska staðalsins um 28 daga styrkleikann og er þá miðað við umreikning með stuðli 16,5 Ef reiknað væri með 14.2 næmi lægsta gildi 480 kg/ cm2 eða langt ofan við mörkin. „Hitt er svo annað mál,“ eins og tekið var fram á blaðamanna- fundinum, „að vissir framleið- endur og viss lönd, sérstaklega þau sem eiga kost á sérlega góðu hráefni, ná hærri gæðum en aðr- ir að því er varðar styrkleika.“ Engin tök eru á að gera svo yfirgripsmiklu máli, sem hér um ræðir skil á opinberum vett- vangi í blaðagrein. Því verður ekki gerð tilraun til að rekja allt, sem fram hefir komið. Þó skal enn vikið að nokkrum atrið- um. Hátt alkali-innihald í íslenzka sementinu er ekki nýtt fyrir- brigði. Sementsverksmiðjunni er þó ekki kunnugt um skemmdir á steinsteypu, sem með öryggi verði raktar til þessara eiigin- leika sementsins. Aðstæður hér á landi eru allt aðrar, en þar sem slíkar skemmdir hafa verið hvað mest áberandi, og þar sem þær voru uppgötvaðar, þ. e. í Kalitforníu. Hér skiptir hitastigið hugsanlega hvað mestu máli. Vísindamenn sem kannað hafa þetta fyrirbrigði steinsteypu- skemmda, m. a. dr. G. M. Idorn, forstöðumaður Betonforsknings- laboratoriet í Kairlstrup í Dan- mörku, telur þannig að hið svala loftslag hér á landi hamli veru- lega þessum áhrifum. Hér er engu að síður vandamál, sem þarfnast umfangsmikilla rann- sókna. Slíkar rannsóknir hafa verið og eru í gangi hjá þeim aðila hérlendis, sem eimn hefir aðstöðu til að simna þeim og fjalla um þær, en það er Rann- sóknastofnun Byggingariðnaðar- ins (RB). „Tæknilið verksmiðjunnar er lítið“ segja menin. f þvi sambandi er þó ástæða til að benda á að stærri rann- sóknaverkefni verða ekki leyst nema þar sem aðstaða og búnað- ur er til slíkra starfa. Aðstaða fyrir umfangsmeiri rannsóknir er nú að skapast hjá RB. Góð samvinna hefur verið við þá stofnun og eiga þau tengsl von- andi eftir að styrkjast frekar. Varðandi tæknilið verksmiðjunn- ar má heldur ekki gleyma því að Sementsverksmiðja ríkisins hefir á að skipa í rekstrinum fjölmörgum ágætum fagmönnum. Þá hlið málsins má ekki vanmeta þegar rætt er um tæknihlið fyr- irtækisins. í athugaisemdum ritstjóra Tímariitis Verkfræðingaféiagsins í dagbliöðum 19. þ. m. er vikið að margnefndum bl a ð am ann aifu ndi Framh. á bls. 22 OSTARETTIR UM ARAMOT MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR húsmæðrakennari kynnir ýmsa vinsæla OSTARÉTTI í dag frá kl. 14 — 18. — Ókeypis uppskriftir og leiðbeiningar. OSTA &SMJÖRBÚÐIN Snorrabraut 54 ÍSrJ>r-:VM*s . NECLDIR SNJÓHJÓLBARÐAR Tékknesku hjólbarðarnir eru þrautreyndir við íslenzkar aðstæður. og hafa reynzt afburða vel. Eftirtaldar stærðir fyrirliggjandi: 155 — 14/4 590 — 15/4 600/16/0 VERDID Á ÞESSUM AFBRACÐS HJÓLBÖRÐUM ER ÓTRÚLECA HACSTÆTT 0 SHODtt BU0IN Auðbrekku 44—46 Kópavogi — Sími 42606.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.