Morgunblaðið - 30.12.1970, Page 12

Morgunblaðið - 30.12.1970, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Vor í Síberíu og á Islandi Gnnnar M. Magrnnss: ÞAÐ VORAÐI VEL 1904. Skugrgsjá. 1970. Það voraði vel 1904 heitir bókin. 1 formála eru gerðar þær athugasemdir, að vorið hafi ver- ið ,,sæmilegt“, en heitið beri „í sér aðra merkingu," það er að segja vor í lofti í þjóðfélaginu“. Og svo kemur dagbók fyrir alla daga umrædds árs og byrj- ar fyrsta janúar: ,Það er fö.stu- dagur. Veðrið hefur verið gott í dag“, þannig byrjar bókin. Og síðan renna dagarnir og vikurn ar og mánuðirnir upp hver af öðrum með fréttaklausum úr blöðunum, reikningum, sendi- bréfum, kveðskap og fleira. Allt er þetta heljarmikil syrpa. Margt er þarna giska læsilegt, því menn voru góðir reiknings- haldarar um aldamót, liprir bréfritarar og óragir frétta- menn. Höfundur bókarinnar sýnist vera ötull að fletta blöð- um; það er líkast því sem hann hafi skrapað í vörpu prentað mál ársins og hirt svo hvern ódrátt, sem upp kom. Til að mynda dregur hann þann vís- dóm upp úr pokahorni sínu, að í Síberíu hafi frostið orðið „allt að 45 stig Celcíus", og er það bókað hinn 10. dag marzmánað- ar. Kannski vill höfundur með þvi kunngera, að vorið á Islandi hafi þó alltént verið „sæmi- legra“ en í löndum Rússakeisara. Aftar i bókinni má fræðast um, að „Rússar eiga ákaflega erfitt með að afla fóðurs handa hest- um sínum". Er sú ólukka látin bera upp á 15. október. Mikið hafa Rússar mátt þola. En hvað þessar fréttir koma við vorinu „í lofti í þjóðfélag- inu“ íslenzka — það verður ekki svo auðveldlega ráðið. Eða hvernig ber annars að skilja undirtitil bókarinnar: „Gengið í gegnum eitt ár Islandssögunnar og það eitt hinna merkari — og atburðir þess raktir frá degi til dags?“ Eigi þessi dæmi að vera sýn- ishorn úr daglega lífinu á ís- landi á fyrsta ári heimastjórnar og minna á t. d„ hvað fólkið las og ræddi um, þá hefði varla þurft öll þessi kynstur af slíku, sem í bókinni eru, þvi það úir og grúir af þvi. 1 rauninni er efni bókarinnar þess eðlis, að manni koma í hug glefsur, sem fræðimaður hefur safnað að sér til að vinna úr, en birtir svo allt hrátt i stað þess að vinna nokkurn skapaðan hlut úr þvi. Sannarlega er það einfaldasta og langfljótlegasta aðferðin til að „sernja" bók. Á titilblaði stendur nafn höf- undar efst, athugasemdarlaust, og mætti af því ætla, að hann einn væri höfundur alls efnis bókarinnar. Svo má ef til vill Gunnar M. Magnúss kalla það, með því að hann hef- ur safnað því saman; öllu má nú nafn gefa. Smekklegra hefði þó verið og manneskjulegra að skrifa hreint út: Gunnar M. Magnúss safnaði. Erlendur .Tónsson. Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Canterbury Tales Á fjórtándu öld var enskan naumast orðin til sem sjálfstætt tungumál. Hún var um þær mundir nánast ósamræmd blanda af engilsaxnesku og fransk-normönnsku, og því ekki vel til þess fallin að skrifa bók- menntir á henni. En um 1340 fæddist maður, sem tókst að skapa fullgilt ritmál úr þessum blendingi. Það var Geoffrey Chaucer, og má hann kallast faðir þeirrar ensku, er við þekkjum í dag, þótt talsvert hafi hún þróazt og breytzt á þeim hartnær sex hundruð árum, sem liðin eru síðan hann hóf samningu mesta skáldverks síns. En það er, við fyrstu kynningu, dálítið óaðgengilegt til lestrar, jafnvel Englendingum sem ekki hafa hlotið æðri menntun. Þó er enskukunnandi fólki vel fært að stauta sögurnar, þvi að orða- skýringar fylgja mörgum útgáf- um þeirra á frummálinu. Og það borgar sig að lesa þær i frum- gerð Chaucers, því að þar eru þær i ljóðum- og höfundurinn var skáld gott — en útgáfur á seinni tíma ensku flestar í prósa, er gefa naumast nógu glögga hugmynd um snilld þessa brautryðjanda enskra bók mennta. Geoffrey Chaucer fæddist í London árið 1340, að talið er, og var af ríkum borgaraættum. Hann var í þjónustu ríkisins mestan hluta starfsævi sinnar, og ferðaðist m.a. á þess vegum til Frakklands og Ítalíu. Kynntist hann þá verkum franskra og ítalskra skálda og þykir líklegt að hann hafi hitt bæði Petrarca og Boccaccio persónulega. Að minnsta kosti hefur hann lesið Decamerone, því að svo mjög minna Canterbury sögur á þá bók, að það getur ekki verið til- viljun. Chaucer var mikilvirkur rit- höfundur, er varði flestum tóm- stundum sínum í þjónustu skáldgyðjunnar. Hann þýddi og talsvert, þar á meðal „Roman de la Rose.“ 1 fyrstu verkum hans bar allmikið á frönskum áhrifum, og orti hann þá mest táknræn ljóð, en síðar tók hann sér ítalskar bókmenntir til fyrir- myndar að ýmsu leyti. Varð hann þó smám saman sjálfstæð- ur í skáldskap sínum, og náði öruggri leikni. Höfðu rit hans að sjálfsögðu gífurlega þýðingu fyrir þróun enskunnar, svo sem fyrr er að vikið, og urðu þá verk hans einnig í bezta máta. þjóðleg, enda þótt hann hafi lært af erlendum höfundum, eink um hvað viðvíkur formsköpun- inni, og áhrifa hans gætti um langan aldur i enskum bók- menntum. Enn í dag eru Canter- bury Tales lesnar af enskum almenningi, svo og i þýðingum víða um lönd. Upprunalega var það ætlun Chaucers að rita 120 sögur. En honum entist ekki aldur til að fullgera fleiri en tuttugu og fjórar. Hann andaðist árið 1400. Þótt Canterbury Tales minni á Decamerone, eins og áður er sagt, er likingin mest í hinu ytra f ormi. Boceaccio leggur sögur sínar i munn nokkrum manneskjum, er flúið hafa und- an farsótt, sem geisar í heim- kynnum þeirra. En Chaucer læt- ur hóp pílagríma safnast saman i vertshúsi einu nálægt London, og halda þaðan ríðandi áleiðis til grafar Thomasar Beckets í Canterbury. Eru í flokki þess- um fulltrúar margra stétta, og eykur það menningarsögulegt gildi bókarinnar að mun. En höf. lýsir þeim einkar vel sem einstaklingum, og sumum af hinni mestu snilld, t.d. konunni frá Bath, roskinni ekkju, sem þegar hefur átt fimm eiginmenn, en langar til að koma sér upp þeim sjötta. Chaucer hefur lagt mikið starf í rammann um sögurnar, enda er hann ágætlega gerður. Skilur þar á milli hans og Boccaecio, sem leggur aðal- áherzluna á sögurnar sjálfar, en getur minna þeirra er segja frá. í Canterbury Tales hefur hver persóna sinn sérstæða frásagn- armáta, er gefur til kynna menningarstig hennar, skapgerð og stöðu i þjóðfélaginu. Er þvi hver saga þáttur i persónulýs- ingu þess, er hana segir, og má af því sjá að höfundurinn hefur eigi færzt lítið i fang. En svo vel kunni hann til verks, að Canterburykviða hans er enn lifandi bókmenntir, og það þótt honum tækist ekki að fullgera nema lítinn hluta þess verks, er hann hafði lagt drög að. Chaucer hefur verið vitur maður og fyndinn, og heimsmað- ur i bezta lagi. Bók hans er góð- ur og jákvæður skáldskapur, sem gleður lesandann og eykur mannþekkingu hans. Áhrif end- urreisnartímabilsins eru víða auðsæ, en einnig helgisagna og riddaraijóða. Höf. er sjaldan myrkur í máli, og frásögn hans allvíða töfrandi skemmtileg. Frumgerð sagnanna er á köfl- um býsna langdregin, og hefur því verið stytt nokkuð í mörgum nýrri útgáfum á ensku. Höfundurinn sjálfur, Chau- cer, er með í pílagrímsförinni, og hefur frásögn sína á því, að lýsa allítarlega nokkr- um þeirra, er þátt taka í henni, en þeir eru alis tuttugu og níu. Skal fyrst frægan telja, göfug- an riddara, sem elskar sanna hreysti og vopnfimi, tryggð og æru, góðleika og kurteisi. Hann hefur farið viða um veröldina og barizt í mörgum orrustum, hvar- vetna heiðraður fyrir dirfsku og hugrekki. Með honum er skjaldsveinn hans, glaðlyndur, ungur maður, með liðað hár, kvennagull mikið. 1 hópnum er og abbadis ein, rósöm og vingjarnleg kona, er symgur messuma gegnum nefið og svo hefur góða borðslði, að hún stingur aldrei fingrunum djúpt niður I sósuna og heldur skeið- inni svo lipurlega, að lítið sem ekkert af súpunni slettist niður sökum þess, að hann er svo vel heima í stjörnuspeki. Rauðskeggjaður malari prýðir hópinn; hann er svo sterkur, að engar hurðir standast fyrir hon um, enda þótt læstar séu. Hann hefur vörtu á nefbroddinum, en á henni vex skúfur af rauðum hárum, og nasimar eru viðar og svartar, munnurinn geipistór og röddin mikil. Hann er leikinn í þeirri iþrótt að stela korni frá þeim, sem hann malar fyrir, og láta borga sér allt að því þrisv- ar fyrir verk sitt -— og er þó ekki talinn óheiðarlegri en starfs bræður hans almennt. Þá er konan frá Bath, mikil fyrirmyndarmanneskja og hefur verið það allt sifct líf. Hún er viðförul og hefur vitjað marga helgra staða. Vel er hún klædd og alitaf i góðu skapi. Um ástir veit hún allt, sem vert er að vita, og hefur í þeim efnum ótæmandi reynslu. Loks er gestgjafinn í veit- Kristmann Guðmundsson: Úr bókahillunni á barm hennar. Svo góð er hún í sér, að hún fellir þegar tár, ef hún sér dauða mús. Munkur er með í förinni, feit- ur og pattaralegur, sem unir sér bezt á veiðum, en leggur lítið upp úr bókalestri og þvi að þræla með höndum sínum, eins og Ágústínus hefur þó talið að vera ætti aðalstarf munka. Þá er og í hópnum betlimunk- ur, sem er svo sniðugur að slá mönnum gullhamra, að þar stendur enginn honum á sporði. Hann hefur fullmakt frá páf- anum til þess að veita mönnum syndafyrirgefningu, og ef hann á von á ríkmannlegri gjöf, er hann mildur mjög og gott að skrifta hjá honum. Hann er nautsterkur og þekkir öld- urhúsin I hverri borg og þorpi, svo og stúlkurnar, sem ganga þar um beina. Nefna má tjúguskeggjað- an kaupmann, skrautklæddan, sem er alvörumaður mikill, og svo fyrirmannlegur, að engan grunar að hann er skuldunum vafinn, eins og skrattinn skömm- unum. Margir aðrir heiðursmenn koma við sögu, svo sem skrifari frá Oxford, lögfræðingur, stór- bóndi, smákaupmaður, trésmið- ur, vefari, skipstjóri, o.s.frv. Þá er þarna læknir einn, sem er öllum fremri í því, að ræða um meðul og skurðlækningar, ingahúsinu, þar sem pílagrim- arnir safnast saman, áður en þeir leggja af stað. Hann slæst í för með þeim og heldur uppi gleðskap; það er hann sem stingur upp á því, að hver og einn i pílagrimahópnum segi sögur, til að stytta stundirnar á ferðinni. Pílagrímarnir hafa fallizt á þetta, en hann sér um það með harðri hendi að þeir standi við loforð sín. Gestgjafi þessi er hin skringilegasta per- sóna og ber mikið á honum í bókinni. Þegar Chaucer er búinn að lýsa pílagrímunum, hefjast sög- urnar, og kennir þar margra grasa og merkilegra. Einna lengst og ævintýralegust er saga ridd- arans, en hún minnir raunar á aðrar slikar sögur og ljóð frá þessum tíma, en þó er þar aðal- lega sótt til franskra fyrir- mynda — enda vílaði Chaucer ekki fyrir sér að taka að láni úr verkum annarra skálda. En hann fór vel með þýfið, og er það ávallt góð afsökun. Næst er svo saga malarans, bráðskemmtileg frásögn af falskri kvinnu og kvensömum prelátum. Birtist svo hver sagan af annarri, og þær eru sannar- lega ekki leiðinlegar, þótt gaml- ar séu. Það verða naumast mjög margar af bókum nútimans sem reynast svona læsilegar eftir hart nær sex hundruð ár! Einhver skemmtilegasti kafli bókarinnar er ræða og frásögn konunnar frá Bath. Hún hefur, eins og áður er sagt, verið gift fimm sinnum og grafið alla sína eiginmenn, auk nokkurra ást- vina en hefur dálitlar áhyggjur af því, að með þvi að Kristur hafi aðeins verið gestur í einu brúðkaupi, nefnilega í Kana, hafi hann kannski ekki ætlazt til að fólk gifti sig nema einu sinni. Á hinn bóginn hefur hún ekki annað að styðjast við um það, hversu oft sé leyft að gifta sig, og telur þar af leiðandi að ekki sé hægt að kalla atferli hennar syndsamlegt. „Lítið þið bara á hinn vitra konung Saló- mon!“ segir hún. „Ég held ég megi segja að hann hafi átt fleiri en eina konu. Mætti mér aðeins vera leyft að fá hress- ingu, þótt ekki væri nema helm- ingi sjaldnar en hann! Hvílíka Guðs gjöf átti hann ekki í öll- um sínum eiginkonum! Það er öruggt, að hann hefur átt marga skemmtilega stund með þeim, allavega fyrstu næturnar! Guði sé lof að ég giftist fimm sinnum. Velkominn veri sá sjötti, ef svo má til bera! — Ég veit vel að Abraham var heilagur maður, svo og Jakob, en báðir áttu þeir þó fleiri en tvær kon- ur. Og það hafa margir aðrir helgir menn einnig átt. Ef Guð hefði skipað okkur að halda í meydóminn, þá hefði með því fordæmt hjónabandið. Og öruggt er það, að ef engu sæði væri sáð, þá myndi skjótt fækka meyjunum." — Þannig heldur Bathmadaman áfram að verja sitt mál, og talar engan veginn i kanselístíl. Saga hennar er líka hin ágætasta, og er góð- ur mórall i henni — betri, en maður býst við, eftir ræðuna. Þótt margt sé þarna sagt um ótryggð og fals kvenna, þá er í bókinni að minnsta kosti ein mjög heiðarleg undantekning. Hún kemur fram í sögu stór- bóndans og fjallar um frú eina, er nefndist Dorigen, og elskaði eiginmann sinn eins og sitt eigið hjartablóð. Reyndist hún hon- um trygg og trú, hvað sem á dundi — og það var ekkert smáræði. Þetta er ein af bezt gerðu sögum bókarinnar, og svo nýtízkuleg, að hún gæti vel ver- ið samin af hálfgerðum framúr- stefnuhöfundi á vorri tíð. Canterbury Tales er gömul bók og virðuleg. Hún fjallar um manneskjur, og mannlega kosti og galla, einkum þó þá síðari. En Chaucer hefur tekizt að gera bæði frásögn sína og mannlýs- ingar svo lifandi, að enn í dag fá menn notið skáldverks hans, og glaðzt yfir snilld höfundar- ins. Og ég held að það munl alls ekki fyrnast í náinni fram- tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.