Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 wmmmm ■ ■ gerðar og koma á hvetjandi framleiðslukerfi með „bónus- um". Bitbeinið í þessum deil- um og umræðum hefur verið hin pélska húsmóðir, sem þarf að fæða og klæða fjöl- skyldu sína. kemur bæði stjórn og bænd- um til góða. En á síðasta ára- tug þröuðust þessi mál á þann hátt, að eftirspumin eftir. pólskum matvælum innanlands jókst svo, að hún spannaði einnig yfir þann hluta fram- leiðslunnar, sem ætlaður var til útflutnings. Pólverjar borð uðu meira, einkum af kjöti. Ríkið var ekki beinlínis hrif ið af því að horfa upp á það, að einn helzti gjaldeyristekju- liðurinn væri étinn upp heima fyrir. Bændumir voru heldur ekki ánægðir. Þeir lærðu sína lexíu af því, hve hagnaður minnkaði. Þeir tóku þá til þess að framleiða aðeins það, sem þeir þurftu til eigin nota. Bændumir létu sig hótanir yfirválda um aðgerðír engu skipta og héldu sínu striki varðandi þetta. 1 raeðu, sem Gomulka, fyrrverandi aðalrit- ari póiska kommúnistaflokks- ins, hélt skömmu fyrir fall sitt, hvatti hann Pólverja til þess að borða meiri fisk og rninna af kjöti. 1 Póllandi þýð ir fiskur sama og vatnakarfi .— sem er heldur lélegt og leiðigjamt fæði, sérstaklega um vetur. Áður var það svo, að kaup- máttur mánaðarlaunanna dugði til þriggja vikna, þann- ig að launþegar urðu að taka að sér aukastörf til þess að geta dregið fram lífið fjórðu vikuna. En verðhækkanirnar, sem nýlega urðu, hafa dreg- ið kaupmátt launanna niður á örvæntingarstig. Helztu hækkanimar voru eftirtaldar: Kjöt 17%, fiskur 11%, hveiti 16%, ostur 25%, gervikaffi 92%, kol 20% og húsaleiga 100%. Hin venjuiega, pólska fjölskylda, sem þegar var mjög aðþrengd, hefur að von- um staðið ráðþrota andspæn- Óeirðirnar i Gdynia, Gdansk (Danzig) og Sopot voru merki um óánægju þá,' sem hiaðizt hefur upp meðal 6- ánægðra, almennra neytenda í þjóðfélagi, sem hefur fátt neyziuvamings upp á að bjóða. f>að er ekki undarlegt, að óeirðirnar skyldu einmitt verða í þessum borgum, því þær eru hafnarborgir, þar sem vestrænna áhrifa gætir töluvert vegna skipaumferðar. Ibúum þeirra geðjast að því, sem þeir sjá handan hafsins og þeir vilja hið sama heima fyrir. Þá var tími sá, sem stjómin valdi til verðhækk ananna, ákaflega óheppilegur; rétt fyrir jól. Jól eru þegar bezt lætur lítil fyrirferðar í kommúnistaríkjum, en Pól- verjar halda flestir fast í jóla siði sína þrátt fyrir opinbera andstöðu við það. Tekið hefur verið tii þess, að óeirðimar í Póllandi, sem er eitt hið frjálslyndasia af kommúnistaríkjum A-Evrópu, voru ekki fyrst og fremst af pólitiskum toga spurmar. Þær snerust um mat; en i aug- um Pólverja hlýtur það að þýða, er allt kemur til alls, mat til pólitískrar hugsunar. Þannig er stjórnmálanefnd Miðstjórnar kommúnistaflokks Pól íands skipuð eftir fall Gomulka og breytingarnar, sem sigldu í kjoifar óeirðanna nú fyrir jólin. Efri röð frá vinstri: Edward Gi- erek, nýskipaðnr aðalritari, Edward Babiuch, nýskipaður í nefndina, Piotr .Taroszewics. Neðri röð frá vinstri: Mieezyslaw Moezar, nýskipaður í nefndina, Stefan Oiszowski, nýskipaður og og Jan Szj’dlak, nýsldpaðnr í nefndina. ÖRVÆNTINGABSTIG 1 röðum æðstu valdamanna skömmu urðu í Póllandi vegna verðhækkana á nauð- synjum þar í landi, endur- spegla djúpstæða gremju, sem gerjast hefor í langan tíma. I>. I.. Priee, höfundur eftárfarandi greinar, var í tvö ár búsettur í Varsjá og er póiskum málefnum vel kunn ugur. I frreininni lýsir hann þií. hvernig „Pólverjinn í bið röðinni" heftir haft það. Pólland: Maðurinn í biðröð- inni gerði uppreisn Loudon — FWF Super Sam er pólsk kjör- búð, stór og mikil, og hálf- gerður sýningargrlpur í Var- sjá. Hin nýtízkulega gerð verzlunar þessarar, svo og skipulag hennar allt, miðar að þvi að koma í veg fyrir að biðraðir myndist, en þenn- an tiltekna morgun — m>Tk- an og kaldan hlykkjaðist löng tvöföld biðröð viðskiptavxna meðfram byggingunni og náði allt út á Bagatelle-torg, þar sem við sjálft lá að hún truflaði umferð sporvagna. Fólkið stóð í biðröð til þess að ná í kaffi, þvi heyrzt hafði hvíslað milli manna að send- ing hefði komið af ekta kaffi frá Brasilíu. Verzlunin hafði verið opin í 20 minútur en varð nú að loka. Mótmæli við- skiptavinanna stoðuðu ekki — það var ekkert meira kaffi til; það var uppselt. Húsmóðir frá Chodkiew- icza-stræti hafði farið á fæt ur kl. sex um morguninn til þess að vera viss um að ná stæði í biðröðinni. Hún var óheppin; eftir að hafa staðið í biðröðínní í fjórar klukku- stundir var hún enn langt frá verzlunardyrunum er skilt ið, sem á var letrað „Upp- selt“, var sett upp. Húsmóð- irln hélt þá til vinnu sinnar í iðnaðarhverfinu Mokotow í suðurhluta Varsjár. Hún hafði þegar tapað tveimur stundum af átta klst vinnudegi sín- um, og það varð að bæta upp á einhvem hátt. Frá því að heimsstyrjöld- inni síðari lauk hefur ávailt verið skortur á matvælum 1 hafa efnahagsmálin verið rædd af allmiklum hita. Á sl. tveimur árum hefur hin stem runna áretlunargerð íhalds- samra kommúnista í éfnahags málum verið harðlega gagn- rýnd af hinura yngri og fram- farasinnaðri „apparatchikum". Hinir síðartöldu vilja draga úr algjörri miðstjórn áætlana þeim tókst aðeins að bjarga því magni, sem dugði til eig- in nota. Um 80% af landbúnaði Pól lands er í einkaeigu og rek- inn sem slíkur, en ríkið sér um dreifinguna. Landbúnaðar- afurðir er stór þáttur í út- flutningi Pólverja, og flytja inn beinharðan gjaldeyri, sem Póllandi. Einn af göilunum, sem upp á síðkastið hefur farið hríðversnandi, er dreif- ing matvælanna. Pólskir bænd ur geta fraxnleitt matvæli, en ríkið, sem gegnir Wutverki milliliðs og smásala, er eins og og risavaxið fornaldar- skrímsii — það tekur ár að koma einni hugmjmd frá hausnum aftur í hala. Sæl- gætisverzlun kann að hafa nægar birgðir af sælgæti, en sé það sælgæti, sem þér ætlið að kaupa, verður það að ger- ast á hefðbundinn og erfið- an hátt. Þér farið í fyrstu biðröðina og veljið sælgætið, sem þér ætlið. að kaupa, og fyrir því er yður afhentur af greiðsiuseðíll. Þér takið síð- an afgreiðsluseðilínn og far- ið í aðra biðröð, greiðið verð- ið og fáið seðilinn stimplað- an. Þá farið þér í þriðja sinn í biðröð og sækið sælgætið yðar — þ.e.a.s. ef þá er ekki uppseit! Brotalömin í dreifingarkerf inu er aðeins ein af mörgum ástæðum þess að fjölskyld- ur í Póllandi fá ekki sæmi- iega að borða. Tveir langir, harðir vetur og eitt votviðra- samt sumar hafa gert það að verkum, að bústofni hefur fækkað og ræktunartímínn stytzt. Bændur, sem undír venjulegum kringumstæðum hefðu beðið með gulrófursín ar og hvítkál þar til verðlag hækkaði, urðu fyrir því að birgðir þeirra iágu undir skemmdum vegna veðurs og " ;Á. ; ,V; Þessi inyud er frá óelrðunum í Stettin f Póllandi. Sýnir hún lögreglustöð í borginni, sem æstur mannfjöldinn hefur kveikt L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.