Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 Auðólfur Gunnarsson, læknir: Um mengun og náttúruvernd Fyrir mörgum árþúsundum síðan kom frummaðurinn út úr skóginum og ákvað að gerast herra jarðarinnar. Hann stundaði rányrkju, ruddi skóga án þess að gróðursetja ný tré í staðinn, eyddi ýmsum dýra tegundum með vægðarlausu drápi, án þess að vemda upp- eldi ungviða bæði á landi og í legi. Þannig skiluðu t.d. forfeð- ur vorir á Islandi okkur land- inu skóglausu og uppblásnu og Bandaríkjamenn eyðilögðu á fá- um árum auðugustu sardinumið heimsins fyrir ströndum Kali- fomiu. Þar standa nú eftir auð- ir húshjallar, sem áður var mik- il atvinna og auður saman kom inn. Á síðustu tímum jókst tækni óðfluga, en með henni jókst einnig spilling og eyðilegging náttúrunnar. Þannig hefur á nokkrum síðustu árum leki frá olíuborunarpöllum fyrir strönd- um Kaliforníu og í Mexikóflóa, hvað eftir annað valdið gífur- legu tjóni á fuglalifi og bað- ströndum þessara landshluta. Þar eð þeir, sem þar eiga land að sjó, eru yfirleitt engir kot bændur, þá hefur þetta valdið miklum úlfaþyt og gifurlegar skaðabótakröfur hafa upp kom- ið á hendur hinum auðugu olíu- félögum og þeim verið settar skorður um olíuvinnslu á þess- um slóðum í framtíðinni. Hið sama hefur gerzt þar, sem verk- smiðjur hafa mengað svo vötn og ár, að ekki fæst lengur úr þeim fiskur, nema svo mengað- ur af kvikasilfri eða öðrum eit- urefnum, að hann er óhæfur til neyzlu. Þetta hefur ekki gerzt aðeins um ár og vötn í Banda- rikjunum, heldur varð fyrir skömmu einnig uppvíst um, að túnfiskur, sem veiddur var við strendur Mið- og Suður-Amer- íku, var svo mengaður af kvika silfri, að taka varð hann allan af Bandaríkjamarkaði. Svo mætti lengi telja. Slíkt er óþarft. En þessi og önnur atriði hafa orðið til þess, að skyndilega hafa Bandarikjamenn vaknað upp við vondan draum. Sú ónotalega spurning, hvort maður inn sé á góðum vegi með að tor tíma sjálfum sér, hefur vakið þá til alvarlegrar umhugsunar. Hingað til hefur dollarinn verið næsta algildur mælikvarði á gildi hluta og gæða. Það er einkum hin unga kynslóð, sem nú krefst endurskoðunar á þessu mati lífsgæða og krefur eldri kynslóðina reikningsskila gerða sinna. Þegar feðurnir nú æskja sér stærri og kraftmeiri bíls en nokkru sinni fyrr til að geta skákað nágranna sínum í velmegunarkapphlaupinu, krefst hin unga kynslóð hreins og heilnæms lofts til að anda og fersks vatns til að drekka og baða sig í. Þannig hefur þeim skilizt að dollarar eru ekki al- gildur mælikvarði á lífsgæði. Til eru bæði metanleg og ómetanleg gæði. Hlutir eins og bílar, bátar og fiugvélar verða t.d. auðveldlega metin til fjár. Hins vegar eru önnur gæði, svo sem heilsa, frjálsræði, fagurt út sýni og hreint og ómengað drykkjarvatn ómetanleg gæði. Án þeirra fær maðurinn hrein- Auðólfur Gunnarsson. lega ekki þrifizt, eða notið sin fyllilega a.m.k. Peningalegu mati, jafnvel hinna metanlegu verðmæta, eru einnig mikil tak- mörk sett og er oft falskt. Þannig fer ekki alltaf saman verðgildi hluta og gildi þeirra til að auka lífshamingju. Það hefur t.d. ekki verið sannað, að maður sé hamingjusamari með að eiga bíl, sem kostar 6000 dali en annan sem kostar 2000 dali, eða jafnvel með að eiga bil en reiðhjól eða jafnvel hest. Þörf manna fyrir bil er hins vegar ásköpuð af því þjóðfélagi, sem þeir hrærast í. Þar með er þó ekki sagt, að slíkt sé óumbreyt anlegt. Þannig hafa margir hinnar ungu bandarísku kyn- slóðar ákveðið að breyta þjóð- félaginu og hverfa aftur til nátt úrunnar í ríkara mæli en feður þeirra. Þeir verða þó fyrir herfi legum vonbrigðum með að finna hana spillta og eyðilagða af verkum forfeðranna. Það er hugsanarugl og rök fals, að leggja að jöfnu metan- leg og ómetanleg gæði. Þetta gera menn sig þó tíðum seka um, ekki sizt þeir, sem telja sig for svarsmenn tækni og vísinda. Þannig heyrði ég nýlega á fundi um náttúruvernd heima á Is- landi, ágætan verkfræðing bera þau rök á borð, að þeir, sem eru á móti mengun frá bílum eða verksmiðjum eða byggingu raf- orkuvera á kostnað náttúru- vemdar, séu á móti þeim lífs- þægindum, sem þessi gæði veita. Spurningin stendur hins vegar ekki um, hvort menn vilji vera án þessara eða annara lífsþæg- inda, heldur hvernig sé unnt að skapa þau, án þess að láta í söl urnar ómetanleg gæði, svo sem heilsu, gróður útsýni, eða jafn- vel metanleg gæði, svo sem bú- jarðir eða nytjafisk. 1 hverju einstöku tilfelli verður að vega og meta þau gæði, sem maður- inn hyggst afla sér á móti því sem hann leggur í sölurnar. Þannig getur svo farið, að inn- an fárra ára verði hreinlega frá peningalegu sjónarmiði mörgum sinnum dýrmætara fyrir Islend- inga að geta boðið Bandaríkja- mönnum og öðrum ómengaðan fisk, en að geta framleitt svo og svo mikið af áli, sem framleitt verður væntanlega á hagkvæm ari hátt annars staðar nær mörkuðum í framtíðinni. — Þing færustu vísindamanna Banda- ríkjanna á flestum sviðum stend ur nú yfir í Chicago. Þar er ekki rætt um, hvort stöðva eigi framþróun vísinda og tækni, heldur á hvern hátt nýta megi aukna þekkingu til aukinnar velmegunar og vellíðunar mann kynsins í stað þess að valda tor tímingu. Nú er það sannað mál, að út blástursloft bifreiða er skaðlegt heilsu manna, dýra og gróðurs og tóbaksreykingar valda m.a. krabbameini i lungum og æða- sjúkdómum. Vegna þess hefur almenningsálitið í Bandaríkjun- um knúið valdhafana til að banna auglýsingar tóbaks og að krefjast þess að bílaframleið endur innan fárra ára, selji ein- göngu bifreiðar, sem ekki valdi mengun andrúmsloftsins. Hér er um mikið verðmætatap og kostn að fyrir framleiðendur bifreiða og tóbaks að ræða, en á móti koma ómetanleg gæði, sem er heilsa manna. Þannig tjóar það í flestum tilfellum ekki fyrir þann, sem tekið hefur lugna- krabba, þótt hann eigi allan auð heimsins og geti veitt sér beztu læknishjálp, sem völ er á. Það verður ekki lengur kom- izt hjá því í þróuðum þjóðfélög um að taka með í reikninginn skaðsemi gæða á líkamlega heilsu manna við mat þeirra, og má oftast reikna út áhættuna eftir stærðfræðilegum formúl- um. Áhrif á geðheilsu, vellíðan og lifshamingu er hins vegar erfiðara að reikna út stærð- fræðilega. Mönnum er þó óðum að skiljast betur og betur gildi gæða, svo sem útsýnis, olnboga- rýmis og tækifæra til að komast í snertingu við náttúruna hreina og ómengaða. Þannig byggðust flestar borgir í Bandaríkjunum sem hús við hús, þar sem ægði saman verksmiðjum og íbúðar- húsum og gatan ein var leik- svið og útivistarsvæði barna og fullorðinna. Smám saman varð mönnum ljóst, að slíkt umhverfi var bæði leiðigjamt og hafði ill áhrif á geðheilsu fólks. Því hafa smám saman flestir þeir, sem einhver ráð hafa leitað út úr miðborgunum á vit náttúrunnar. Reist hafa verið ný hverfi, þar sem mikið landrými er látið óbyggt, bæði blettir umhverfis hvert hús og stór svæði, sem ýmist eru ósnert eða gerð að görðum eða golfvöllum. Eftir standa hin gömlu miðborga- hverfi, sem „slum“ eða fátæfcra hverfi og eru gróðrarstía glæpa og hvers kyns óþrifnaðar. Til hefur orðið sérfræðigrein, sem nefnist borgaskipulagning og felst i því að skipuleggja byggð borga á sem hagkvæm- astan hátt, en um leið að laga byggðina eftir landslaginu, þannig að það fái sem bezt að njóta sín þrátt fyrir byggðina. Það, sem einkennir Reykjavik höfuðborg íslands mest, er hið tæra, salta sjávarloft og viða og margbreytilega útsýni, sem skil- ur hana frá öllum borgum sem ég hef séð utan helzt San Franc isco. Þetta eru ómetanleg gæði, sem þeir bezt kunna að meta, sem án þess hafa verið um lang an tíma. Það er því sárgræti- legt að sjá, hvernig farið er með þessa einstöku náttúrufeg- urð. Við byggingu borgarinnar virðist það sjónarmið mestu ráða, að koma sem flestum ein- staklingum á hvem fermetra, eins og landið sé að springa utan af þeim 200 þúsund manns, sem það byggja. Ekki hefur ver ið hlífzt við að tæta sundur Fossvoginn og þann gróður, sem hann skýldi og byggðinni er þannig fyrir komið, að hæstu húsin eru efst í hæðinni, svo a þeim sem aka um Bústaðaveg- inn verða nú öskutunnur að húsabaki til augnayndis í stað iðjagræns Fossvogsdalsins sem áður teygði sig milli hrjóstr- ugra hæðanna á báða vegu. Slík náttúruspjöll eru óverj- andi og óbætanleg. Islendingar vilja telja sig tæknimenntaða. Það þarf ekki mikla tæknikunn áttu til að teikna götur, sem mætast í kross, en það þarf mikla kunnáttu og fegurðar- skyn til að skipuleggja borg, þannig að landslagið haldi sér- einkennum sinum, þrátt fyrir umrót mannsins og helzt að byggðin auki á náttúrufegurð- ina með byggingum, sem hæfa umhverfinu og með þvi, að hver fegri umhverfi sins eigin húss. Því miður virðast hin sömu sjón armið ráða í öðrum nýjum hverf um, svo sem í Breiðholti, þar sem hæstu byggingunum er aft- ur tyllt upp á há hæðirnar, svo að þær fyrirbyggja allt útsýni þaðan. Það er tími til kominn fyrir Islendinga, að læra þau ein- földu sannindi, að maðurinn get ur ekki verið herra jarðarinn- ar, heldur verður hann að lifa í friðsamlegu sambýli við hana. Rányrkja verður alltaf skamm- vinur gróði, og fyrir þeim, sem eyðileggur umhverfi sitt, fer eins og könguiónni, sem nagaði í sundur þráðinn, sem hélt uppi vefnum hennar. Meta verð- ur fyrirfram eyðileggingar- hættu hverra framkvæmda til að koma í veg fyrir tjón, sem oftast er óbætanlegt. Það er t.d. enginn verkfræðingur eða arki- tekt fær um að endurskapa Fossvoginn. Islendingar mega ekki binda sig við erlenda stuðla. Þannig getur vel verið, að mengunarmagn, sem þolist af gróðri I mildum jarðvegi og hlýju loftslagi, þolist ekki á holtum Suðumesja. Ef gróður eyðileggst á Islandi af völdum mengunar, er það næg sönnun þess, að nauðsynlegt er að gripa í taumana, enda þótt gróður í hlýrri löndum þoli sama magn mengunar. Eitt tré á Islandi er líka meira virði er, þúsund trjáa i skógivöxnum útlöndum. Enda þótt Islendingar virðist hingað til hafa bundið sig við peningasjónarmiðið eitt i fram- kvæmdum, virðist þó von um, að þeir tortími ekki sjálfum sér, meðan enn eru til þingeyskir bændur, sem hafa framsýni og dug til að risa gegn blindu pen inga- og tæknivaldinu með skóflur og heykvíslar einar að vopni til að varðveita það land, sem er raunverulega sameign allra landsmanna og á því ekki að vera á valdi fárra að eyði- leggja. Minneapolis á jólum 1970. Auðólfur Gunnarsson. UTSALA BUTASALA Aðeins nokkra daga. Opið til kl. 10 í kvöld. .••HMMHIHMMMHI.MnMIOfOfHHOIMHIMtttllHMflflMo MfHHIIIIIIHtHillllllunililuillllHimilUUIlliiiiniluimnitH. ^ttHMlVl'' ih' 1 '' mhmhVmVmmVJ éta ift I [81 • f'VitViViViVtVuVi m.VmiVmViVhV^&^^Am ^•ViViViViVhiVi'iV ^MIm'mHMM^^^HBhIMHM MIHHHnHHH^H hHVi'ih'iiiihh*' •M*MHIIIIIWplPPIIi|IIIIMIHMIII|llimiHliWII.»PIPHnilllH** •'•Ml.i.iUHIIIIIIHIIIIMHIItlMIMMItllHIMHIHflllHMM**' Skeifunni 15. Aðstoðarlœknisstaða Staða aðstoðarlaeknis við Kleppsspítalann er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 14. febrúar n.k. til 6 eða 12 mánaða, með möguleika um framlengingu um 1. ár. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 12. febrúar n.k. Reykjavík, 12. janúar 1971 Skrifstofa ríkisspítalanna. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Vön afgreiðslustúlka ekki yngri en 20 ára óskast í vefnaðarvöru- verzlun í Hafnarfirði allan daginn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrif- stofu Kaupmannasamtakanna Marargötu 2. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Til sölu fjögurra herbergja íbúð í 12. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúð þessari, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stór- holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 19. janúar n.k. Félagsstjórnin. Anglia minnir félagsmenn sína á næsta skemmtifund félagsins er haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 15. þ.m. kl. 20,30 stundvíslega. Fjölbreytt skemmtiatriði. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.