Morgunblaðið - 14.01.1971, Síða 19

Morgunblaðið - 14.01.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 19 Kristín Ingimundar- dóttir Sandlækjarkoti inaböndin, þau, er föðurmissir- inn óf. Er Ragnheiður var um tví- tugt, hleypti hún heimdragan- um og dvaldi vetrartíma á Blönduósi og einnig hjá móður- systur sinni í Bolungarvík, þar sem hún nam ýmsa handavinnu og um tíma karlmannafatasaum hjá Þorsteini skreðara á ísa- firði og mátti því segja, að þar væri náttúran náminu ríkari. Vorið 1918 giftist Ragnheiður Arnóri bónda Einarssyni á Tind um í Geiradal, þar sem hann hafði búið með móður sinni, Kristíinu, og systrum frá 1902. Nú voru þær systur farnar að heiman. Yfir heimilinu á Tind- um hvíldi myndarbragur að þeirra tíma hætti. Kristín hafði búið þar nærri 40 ár og hafði því lagt vinnu og orku í þessa byggingu. Arnór var íhugull, hygginn og skemmtion í við- ræðum. Mátti því hin unga hús- móðir treysta fylgi hans, sem brást heldur ekki þeirra löngu samvistir. En á Tindum skeði hliðstæður atburður og á Hvammi í Dölum í brúðkaupi Ólafs Feilan, er Auður djúp- úðga eftir að hafa ávarpað boðs gesti gekk til dyngju sinnar hina síðustu göngu. Að loknum veizlufagnaði hinn 6. júlí 1918 fór Kristín til rekkju sinnar, þar sem hún andaðist skömmu síðar. Frá tengdamóður sinni hafði Ragnheiður engin heil- ræði. Hún þurfti ekki langs að bíða, að hin unga húsmóðir sýndi í verkinu, að hún var því vaxin. Hún mat þar og hagnýtti, sem hún taldi, að myndi verða sínu heimili til trausts og halds, en frjálslyndi hennar og framsýni naut sín að fullu. Um nokkurt árabil var Arn- ór sjúklingur og varð að dvelja um tíma í sjúkrahúsi. Jók það umsvif og störf húsmóðurinnar, einkum störf við sparisjóð Geiradalshrepps, er Arnór sá um. Margan bar að garði á Tind- um, meðal annars í sambandi við sparisjóðinn, auk þess var þar gott að gista. Húsbændurnir skemmtin í viðræðum og rausn í veitingum, staðarlegt heim að líta og víðfeðm og fögur útsýn. Á heimili þeirra dvaldi hin síð- ustu ár gömul kona, einstæðing- ur, er verið hafði vinnukona hjá foreldrum Arnórs og var hlúð að henni með skilningi og umhyggju gagnvart ellinni. Þar var aldrei gerður greinarmunur gests og heimamanna. Ragnheiður var skemmtin 1 viðræðum, unni því, sem fag- urt var í náttúrunni, mannlíf- inu, ljóðum og litum. Er ung- mennafélagið Unglingur var stofnað og hún var á unglings- árum, tók hún virkan þátt í starfsemi þess og einnig kven- kvenfélagsins, er þar var stofn- að í sveitinni. Arnór dó 1969, hafði verið sjúklingur hin síð- ari ár. Þau höfðu þá búið sam- an í 51 ár. Börn þeirra eftir aldri: Grímur bóndi á Tindum, Einar vélaverkfræðingur, bú- settur í Reykjavík, Kristín, bú- sett í Kópavogi, Bjargey, hús- freyja að Hofsstöðum í Reyk- hólasveit. Síðastliðið ár dvaldi Ragnheiður á elliheimilinu Grund, þar sem hún lézt hinn 3. janúar. Þar með var lokið langri ævi, sem veitti skin og skúr, sigra og ósigra, sorg og gleði, en að leiðarlokum örugga vissu þess, að máttur ódauðleik- ans búi í oss og lýsi þar yfir, sem liggur nú nár. G. B. Ég þaikka ölluim, sem glöddu miig á sextugsafmæl'i mínu með gjöfum og sikeytum. Guð blessi yktour ölll. Aðalheiður Jónsdóttlr. Fædd 5. ágúst 1896. Dáin 24. desember 1970. Felum drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga, — hann á sjálfur gamla og unga, frjáls að leysa líkamsbönd. Jónas Hallgrímsson. Á aðfangadag jóla s.l. andað- ist að heimili sínu, Sandlækjar- koti í Gnúpverjahreppi, húsfrú Kristín Ingimundardóttir eftir langa vanheilsu. Betri jólagjöf en lausn úr líkamsfjötrum hefði Kristín varla getað kjörið sér til handa, úr því sem komið var. Þó að hún nyti og hefði notið umhyggju og ástríkis dætra sinna, tengdasona og barna- barna í ríkum mæli og væri þeim og öðrum vinum sínum þakklát fyrir nærgætni og góð vild, þá vissi hún sjálf, að heils an var þrotin, og ekki þess að vænta, að hún næði aftur nein- um verulegum bata. Árið 1920, er hún var 24 ára að aldri, réðst Kristín Ingimund ardóttir að Sand ækjarkoti. Átti það fyrir henni að liggja að vinna lífsstarf sitt á þeim bæ. Á Jónsmessu 1921 giftist hún Ei- ríki Jónssyni, bónda í Sandlækj arkoti, Bjarnasonar. Höfðu þeir langfeðgar búið þar hver fram af öðrum i marga ættliði og vegnað vel. Guðbjörg Kristín, — svo hét hún fullu nafni, — var fædd að Kiðjabergi i Grímsnesi 5. ágúst 1896. Voru foreldrar hennar Ingimundur Guðmundsson, sem lengst bjó í Andrésfjósum á Skeiðum, og kona hans, María Gísladóttir. Ingimundur var ætt aður úr Laugardal í Árnessýslu, en María úr Fljótshlíð. Voru þau hin mestu atgervis- og sæmdarhjón. Ingimundur var maður hár vexti og þrekinn, enda afrendur að afli. María, kona hans, var fríð kona sýnum og hvers manns hugljúfi. Bæði voru þau hjón alkunn að góð- mennsku og greiðvikni. Áttu þau mörg börn, sem upp kom- yst og urðu nýtir menn. Kristín Ingimundardóttir bar það með sér, hvar sem hún fór, að hún var af góðu bergi brot- in og hafði alizt upp við góð- an heimilisbrag. Hún var frið kona og fönguleg, einkar svip- hrein, þægileg og óþvinguð í framkomu og bauð af sér góðan þokka, enda var hennar innri maður eigi siðri hinum ytra. Góð vild, samúð og hjálpfýsi voru rikir þættir í skaphöfn hennar. Jafnan var hún glaðlynd og gam ansöm, svo að úlfúð eða þras gat ekki þrifizt í návist henn- ar. Meðan Kristín naut fullrar heilsu, var hún hamhleypa til allra verka, að hverju sem hún gekk, hvort heldur var úti eða inni. Heimilið í Sandiækjarkoti var í tíð tengdaforeldra Kristínar, þeirra Margrétar Eiríksdóttur og Jóns Bjarnasonar, rómað fyr- ir gestrisni og myndarbrag. Hélzt svo um alla búskapartíð þeirra hjóna, Kristínar og Ei- ríks, og raunar allt fram á þenn an dag. Maður Kristínar Ingimundai dóttur, Eirikur Jónsson, var sex tán árum eldri en hún, fæddur 2. febrúar 1880. Lézt hann 14. maí 1966. Áður en Eiríkur kvæntist, hafði hann um langt árabil veitt forstöðu búi foreldra sinma. Var hann talinn maður vel efn- aður um þær mundir, sem þau Kristín giftust. Þó að við ýmsa örðugleika væri að etja hjá þeim hjónum, eins og öðrum, á kreppuárunum á fjórða áratugi aldarinnar, þá mun óhætt að segja, að þau hafi lengst af búið við góðan efna- hag, enda voru þau mjög sam- hent og samhuga. Búið var stórt, ræktunar- og byggingarfram- kvæmdir miklar. Margt var að starfa, að mörgu að hyggja og tómstundir fáar. Ekki var fyrst og fremst verið að spyrja um eigin hag. Hitt var látið sitja i fyrirrúmi, að aili.r heimifismenn mættu vel una sínum hag og nytu þess, að blessun var í búi. Þeim hjónum, Eiríki og Krist- ínu í Sandlækjarkoti, varð tveggja dætra auðið. Hin eldri, Margi’ét, er gift Eiríki Bjarna- syni, bónda Kolbeinssonar frá Stóru Mástungu. Tóku þau ungu hjónin við búi í Sandlækjarkoti fyrir rúmum tuttugu árum. yngri dcttirin, María, er gift Bimi bónda í Skálholti, Erlends syni, hreppstjóra á Vatnsleysu í Biskupstungum. Auk þess ólst upp hjá Eiríki og Kristínu systurdóttir Eiriks, Vilborg Kristbjörnsdóttir frá Bimustöðum, sem gift er Gísla Sigurtryggvasyni bifreiðastjóra. Einnig ólu þau upp systurdótt- ur Kristínar, Elínu Sigurjóns dóttur, sem gift er Aage Peter- sen, vélstjóra. Órofa tryggð tengdi þau hjón, Eirík og Kristínu, Bjarna bónda Gíslasyni á Stoðulfelli. Bjarni var systursonur Eiríks og hafði alizt upp hjá afa sínum og ömmu í Sandlækjarkoti og dvalizt þar, til þess er hann kvæntist og fór sjálfur að búa. Ýmsir aðrir, ungir og aldnir, skyldir og vandalausir, höfðu dvalizt hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma og not- ið umhyggju þeirra og góðvild- ar. Barnabörn Kristínar voru orð in átta, þegar hún lézt. En auð- vitað voru henni börn fóstur- dætranna jafnkær. Ef þau eru talin með, hafði hún eignazt sex tán barnabörn. Veraldarauð flytur enginn með sér af þessum heimi. Én lengi hefur það verið trú manna, að látnum kæmu að liði góðverk er þeir hefðu unnið i þessu lífi. Sé eitthvað hæft í þeirri trú, þurfum við nú engan kvíð- boga að bera í brjósti fyrir hag Kristínar Ingimundardóttur. Henni fylgja inn á land lifenda alúðaiþakkir og hlýjar kveðjur allra, er henni kynntust. Útför hennar var gerð frá Hrepphólakirkju, laugardaginn 2. jan. s.l., að viðstöddu miklu fjölmenni. Fornvinur. Jörð óskast til kaups á Suðurlandi Má vera 100—200 km frá Reykjavik. Æskilegt að heitt og kalt vatn sé til staðar. Tilboð sendist Mbl. fyrir 18. 1. merkt „Jörð — 6047". ÚTSALA JT Utsalan hefst í dag á barna- og dömu- ' peysum Laugavegi 28. Tilboð óskast í laxveiði í Brúará og Hvítá í landi Hamra II í Grimsnesi. Tilboð óskast fyrir 15. febrúar. Sími um Minni-Borg. Ný huseign til leigu Einbýlishús á Flötunum. 6 herbergi og tvöfaldur bílskur. Húsið er nýbyggt og ekki fariö að búa i þvi. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Ný íbúð — 6177" fyrir næstkomandi helgi. Afgreiðslustarf Stú.ku eða unglingspilt vantar til afgreiðslustarfa nú þegar. Verzlun Axels Sigurgeirssonar Barmahkð laun Stúlka óskast til almennra skrifstofustarfa Kvennaskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsókn er tiigreini aldur. menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Austurbær — 6612". FUA FLUGFEM-JAGINMJ Skrifstofustarf Fiugfélag íslands óskar að ráða tvær til þrjár stúlkur til starfa í farskrárdeild féiagsins i vetur eða vor. Hér er um að ræða bæði fasta atvinnu og sumaVstörf. Tungumálakunnátta og nokkur vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum félagsins. Umsóknir merktar: „Starf í Farskrárdeild" sendist Starfs- mannahaldi í síðasta lagi þann 25. þ. m. FLVCFELAC LSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.