Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 5 ogasjo '■ ................... um fljúgi til einhverra við- komustaða skipanna og þaðan aftur heim. Loftleiðir hafa undanfarin ár átt um þetta góða samvinnu við skipafélög og ferðaskrifstof- ur einkum í Þýzkalandi, og eru samningarnir við Cana- dian Pacific nýtt skref á braut, sem þegar hefur verið mörkuð. natonal Air Bahama til Lux- emborgar. Gert er ráð fynir tveggja sólarhringa viðdvöl í Reykja vík á vesturleið. Aðallega eru tæplega þriggja vikna ferðir í boði, en unnt er að fá styttri eða lengri ferðir. Loftleiðir og Canadian Pa- cific hafa auglýst hina fyrir- huguðu samvinnu bæði með útgáfu sérstakra bæklinga og almennum auglýsingum. Gert er ráð fyrir að fyrstu farþegarnir, sem ákveðið hafa að taka þessu boði fari frá London 14. febrúar n.k. Að undanförmu hefuir það farið mjög vaxandi að far- þegar með skemmtiferðaskip MEÐFYLGJANDI auglýsing var á forsíðu Sunday Times Weekly Revun hinm 20. des. sl. og er hún sameiginlega frá Loftleiðum og skipafélag inu Canadian Pacific. Við snerum okkur tiíl Loftleiða og fengum meðfylgjandi upp lýsingar um ferðir þæar, sem hér er um að ræða: Á síðastliðinu hausti tókust um það samningar fynir milli göngu skrifstofu Loftleiða í London, að farþegum þeim, sem sigla vilja með skemmti ferðaskipum Canadian Pa- cific um Kanibahaf, verði gefinn kostur á að fljúga með Loftleiðum til New York og svo frá Nassau, að siglimgu lokinni, með Inter- tiiottnipht nt th< atnit <t nnn m m ttn . . ■ Hr. R. W. Orme, yfirmað- ur Loftleiða í brezku sam- veldislöndunum sagði í gær, að þetta væru fyrstu ferð- irnar með flugvél og skipum yfir hafið á vegum CPS, og hefðu þegar verið ákveðnar 3 ferðir: ein í febrúar og tvær í marz. Þaðan af ákvæði CPS-skipafélagið hvaða áætl- anir yrðu gerðar, og yrði starfað á þeim grundvelli fyrst um sinn. Fyrsti farþeg- inn í slíkri ferð kemur hing- að bráðlega, en það er brezk ur læknir, dr. Taylor. Fyrirkomulag þessara ferða heimilar greiðslufrest, og er því aðgengilegt, sagði hr. Orme eninfremur og 38 far þegar eru bókaðir þegar, og er það gott miðað við það, að byrjað var að auglýsa ferðirnar í nóvemberfok. v<k w < ; ' JKOOWO.O K'./i >K( :; - ■ . : /.<■ -.v>, v. •• ■> • •■ O •> ■::•■•:■••• '•••'-•■••■: •■•. ■> V tv, y <y » - •••• •••••:•••••,::•:, '.•■ :• •'•:••:•• <í»c • <-<»\>> • >**»>» :»••; •> * :>>■ wmxéxvf' <•-■>:■>■• < , »v< O'. ‘v< •• ♦ • • *•■■ ■•.».. tt* Eitt af skemmtiferðaskipum Canadian Pacific. Auglýsingin i Sunday Times. Um áramót frá útkjálkasveit Það sem gerir þessi áramót mest eftirminnileg er þetta milda veður, sem verið hefir frá því fyrir jól. Snjólaust i byggð og einnig að mestu á fjöllum. Klakalaus jörð að kalla, og þetta er um háskammdegið á okkar kæra og kalda landi. Desember var þó ekki eintóm blíða. Illviðri voru um og eftir miðjan mánuðinn, svo flug til Patreksfjarðar lá niðri á aðra viku, sem er óvenju slæmt fyr- ir jól. — Það kom sér illa fyrir marga, og ekki sizt kaup- mennina, sem þráðu sínar vörur á jólamarkaðinn. Fólkið beið eftir þeim með peningana. Þeim hefir verið svipað innanbrjósts og sjómanni, sem veit krökkt af fiski í kringum sig, en hefir ekkert veiðarfærið, „árans vandræði," og „þarna fer hún til baka með alla pakkana," „aumingja fólkið að komast ekki niður." Þannig stunur mátti oft heyra, þegar vélarnar gátu ekki lent, og urðu frá að hverfa, en Flugfélagið lét ekki sitt eftir liggja, að reyna svo sem hægt var, án þess þó að setja allt í voða. Ég tel útkomuna úr árinu, hvað veðrið snertir, verða góð- viðrisár. Biiskapur. Mörgum bóndanum mun þó finnast árið erfitt fjárhagslega, vegna grasleysis, sem þýðir meiri kaup á fóðurbæti, og minni eftirtekju eftir dýran áburð. Góða tíðin nú, hefir þó nokkru bjargað, og ef til vill gefið sum- um aftur trúna á landið og bú- skapinn, eftir undanfarandi harðæri frá náttúrunnar hendi. Líkur eru til að hér bjargist allt með fóður. Enginn hefir hætt búskap á árinu, og enginn hafið búskap. Sumsstaðar liggur þó við að menn gefist upp og færi sig á malbikið eða mölina. Einn starfandi bóndi lézt á ár- inu, Kr. Júl. Kristjánsson E- Tungu. Ekkja hans, frú Dag- björt Torfadóttir, heldur bú- rekstri áfram með aðstoð upp- kominna barna sinna. Vargur og æðarvarp. Minkurinn virðist nú breið- ast hér út, og verður vart við hann á fleiri og fleiri stöðum, sérstaklega þar sem einhver von er um veiði í ám eða vötnum, þótt ekki sé nema bröndur. Þá er farið að verða vart við hann við sjóinn, þar sem hann nær i marhnút, smákola og svoleiðis. Nokkur minkahreiður hafa unnist, því hér er minkahundur vel haldinn. Þá er mjög lítið orðið um það, að menn gangi á refaveiðar, svo sem áður var, þegar eitt refaskinn gat verið að verðmæti á við mörg lambs- verð. Við þetta verður refurinn spakari, og aðgangsharðari við æðarvarpið á vorin, en æðar- varp var komið vel af stað í Örlygshöfn. Vargur stór- skemmdi það á siðastliðnu vori. Hér í Rauðasandshreppi er viða mjög góð aðstaða fyrir æð- arvarp, en þvi miður alltof lítið notuð, og er hverskonar vargur víða því til fyrirstöðu, hundar og jafnvel kettir ekki undan- skildir. Htindahald. Hundahald er nú víða á dag- skrá, og margir stungið niður penna um það, en ekki allir sam- mála að vonum. Hér hefir hundum farið mjög fækkandi, og mörg heimili hund laus. Sjálfur átti ég lengi hunda, og þótti vænt um mína hunda, en er mjög feginn að hafa hætt við hundahald. Betra að smala fénu hundlaus en með hundum, og átti ég þó allgóða hunda. Til að taka af mér stóra króka við smölun bæði á fjalllendi og í klettunum, sendi ég nú blýkúlu í staðinn fyrir hund, og gefst vel. Féð venst þessu eins og öðru, því maðurinn og skepnan eru svo mikið vani. Breytingin við smalamennskur hjá mér og mörgum öðrum, er að billinn kemur stað hestsins, og smáriffill í staðinn fyrir hundinn og tel ég skiptin eftir ástæðum nokkuð góð, og í sam- ræmi við þá vélaöld, sem við lif- um á. Fræðslumál. Nýr skólastjóri kom að Heima vistarskólanum í Örlygshöfn, Guðmundur Friðgeirsson. Hann er fjölskyldumaður, frú hans er Margrét Sverrisdóttir, og kenna þau bæði við skólann, en auk barnafræðslunnar, er þar einnig kennt unglingum hreppsins, eða skyldunámið. 1 Breiðavík gengur allt sinn vana gang, drengirnir sjá þar vel sjónvarp, en það var erfitt að ná því, þar sem engin skil- yrði voru nær en í tæplega kíló- metra fjærlægð, en þetta tókst með verulegum kostnaði. Dreng- irnir senda vinum og vanda- mönnum beztu áramótakveðjur. Oddvitaskipti. Snæbjörn Thoroddsen, sem unnið hefir fjölmörg trúnaðar- störf fyrir sveit sína, og vinnur enn, og verið oddviti hennar um þrjá áratugi, gaf nú ekki lengur kost á sér til sveitarstjórnar, enda verður hann áttræður á komandi ári. Við oddvitastarfinu tók Össur Guðbjartsson, Kolls- vík, traustur maður á bezta aldri. Ibúafjöldi. Ibúar hreppsins voru á síðasta ári um 120, þar af 75 karlar, svo skortur á hinu göfg- ara kyninu er tilfinnanlegur. Og það sem verra er, er að á síð- ustu 15 árum er aðeins rúm 30% konur af þeim börnum, sem fæðzt hafa, svo hætt er við að erfitt verði með félagslíf í fram- tíðinni. En ég hef það fyrir satt, að félagslif sé þeim mun betra sem konur eru i meirihluta, og þeirra félagsskapur í heild traustari og betur stjórnað. Framtíð sveitarinnar veltur því nokkuð á því, hvað ungu menn- irnir verða duglegir við að færa kvenkosti góða heim í sveitina. Raforkuniál. Mál málanna. Ekki er með öllu vonlaust, að ráðamenn raforku- mála, séu að færast nær því að koma auga á, að það muni þess- ari sveit og þjóðarbúinu hag- kvæmt að virkja Suðurfossá á Rauðasandi til viðbótarraforku fyrir sunnanverða Vestfirði, og láta þá Barðaströnd og Rauða- sandshrepp fá raforku, sem þeir ættu fyrir löngu að vera búnir að fá, ef skilning hefði ekki skort á þörfum þessa fólks fyrir raforku, þessari dýrmætu orku, sem er undirstaða allra lifsþæginda og velmegunar, og sem verður meir ómissandi með hverju árinu sem líður, svo það er ekkert að gera fyrir fólkið annað en taka saman föggur sín ar og fara. hana skortir, þó frá vatnsorku en ekki olíu. Gleðilegt nýtt ár, þökk fyrir liðið. Látrunt um áramót 1970-71. Þórður Jónsson Það er ekki óliklegt, að fólki, bæði hér og annars staðar, sem sett hefir verið hjá við úthlutun raforku of lengi, sé svipað inn- anbrjósts í hvert sinn, sem sá HEIMSKI og harði dómur er upp kveðinn, eins og börnum, sem sett eru hjá við úthlutun jólagjafa, svo dýrmæt ér þessi orka. Þess vegna er það min ósk til ársins 1971, að það megi gefa sem flestum heilbrigði og ham- ingju, og raforku þeim, sem NÝR MOSKVICH 80 HESTÖFL Biireiðar & Landbúnaðarvélar hí. Suðurlandsbraut 14 - Reykjavík - Sími 31t600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.