Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 15
MORCi-UNBLAÐHD, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 15 ÁRIÐ 1956 lét Nikita Krús- jeff sovézkt herlið bæla nið- ur uppreisn örvæntingar- fullrar alþýðu í Ungverja- landi gegn st j órn Gerös, stalinísks einr æ ðisherra. Imre Nagy varð forsætisráð- herra um örstuttan tíma. Reyndi hann að siemja við Rússa og fá þá til þess að kalla herlið sitt burt frá Ungverjalandi, en var svik- inn og síðan skotinn af Rúss um. Hér fara á eftir skoð- anir Krúsjeffs á þessum at- burðum. Síðan fylgir frá- sögn Krúsjeffs á því, hvem- ig deilan við Kínverja hófst. Hvort tveggja er tekið upp úr hinni umtöluðu bók með endurminningum Krúsjeffs, sem út kom í haust. Árið 1956 kom til blóðugra átaka í Budapest. Imre Nagy beitti hroka og hótunum til þess að fá almenning til upp- reisnar og bræðravíga. Virkir flökksfélagar voru hundeltir á götum borgarinnar og fjöldi manns drepinn. 1 upphafi stóðu fyrst og fremst ungir piltar að gagnbyltingunni, en siðan bættusit vopnaðar sveitir við og átökin byrjuðu á göt- um Budapest. Nagy gaf út yfirlýsingu, þar sem hann krafðist þess að við flyttum allt sovézkt herlið frá Ungverjalandi. En við höfðum svo sannarlega ekki í huga að gera það, sem foringi valda- ræningja sagði okkur. Lítil klíka hafði steypt af stóli lög- legri ríkisstjóm Ungverja- lands. Kröfur Nagys studdust ekki við neina viljayfirlýsingu þjóðþingsins og höfðu þvi ekk ert löglegt gildi. Sjálfir ákváðum við að flytja herlið okkar út úr Budapest og láta það taka' sér stððu við flugvöll fyrir utan borgina. í forsætisnefndimii komiumst við að þeirri niðurstíiðu, að það væri óafsakanlegt af okkar hálfu að láta verkalýðsstétt Ungverjalands ekki I té hjálp okkar. Við samþykktum sam- hljóða ályktun um þetta. Ana- stas Mikojan og Mikhail Susl- ov voru ekki viðstaddir. Þeir voru í Budapest. Þetta var söguleg stund. Við stóðum frammi fyrir afdrifa- ríkri ákvörðun. Áttum við að láta herlið okkar halda aftur inn i borgina og brjóta upp- reisnina á bak aftur eða áttum við að biíða og sjá, hvort inn anlandsöfl brytu af sér hlekk- ina og ynnu bug á gagnbylt- ingunni. Við ákvftðum að bera ráð okkar saman við önnur sósíalísk ríki. Við báðum Mao Tse-tung að senda full- trúa sinn. Sendinefnd kom frá í Ungverjalandi Uppreisnin Deilan við Kínverja Kina og var Liu Shao-chi for- maður hennar. Fyrir honum bárum við mikla virðingu. Við vöktum alla nóttina og könnuðum öll atriði með og móti, hvort beitt skyldi valdi. Fyrst sagði Liu, að það myndi ekki verða nauðsynlegt; við skyldum halda brott frá Ung- verjalandi og láta verkalýðs- stéttina þar sjálfa fást við gagnbyltinguna. Við samþykkt um þetta. Þá varaði einhver við þvi, að svo kynni að fara, að verka- lýðsstéttin kynni að hrífast af gagnbyltingunni. Æskunni í Ungverjalandi væri einkum hætt við þvi. Ekki veit ég, hve oft við skiptum um skoðun, en í hvert skipti héldum við, að við værum búnir að ákveða, hvað gera skyldi. Liu Shao- chi var vanur að ráðfæra sig við Mao Tse-tung. Það var eng inn vandi fyrir Liu, að ná sam bandi við hann, því að Mao er eins og ugla; hann vinnur al'la aði síðan: „Þrjá daga, ekki meir.“ „Þá farðu og byrjaðu undir- búninginn.“ Gert var ráð fyrir, að Liu Shao-chi færi flugieiðis til Pek ing þetta sama kvöld. Okkur fannst sem við þyrftum að skýra honum frá því, að við hefðum endurskoðað ákvörðun okkar, svo að við gerðum ráð- stafanir til þess að hitta hann á Vnukovo-flugvelli. Öll forsæt isnefndin fór út á flugvöllinn. Liu og félagar hans komu og við ræddum við hann. Það urðu alls engar deilur. Liu féllst á, að hin endurskoðaða ákvörðun okkar um að beita hervaldi væri rétt. „Ég get ekki spurt um sam- þykki félaga Maos nú,“ sagði hann, „en þið megið gera ráð fyrir því að hafa stuðning okk ar.“ Við urðum að ráðfæra okkur við Pólland. Vandamálin, sem við höfðum átt við að etja þar, Júgóslavíu til þess að ráð- færa okkur við Tito. Við urð- um að fljúga yfir fjöllin i of- bóðslegu þrumuveðri. Ég hafði aldrei flogið við jafn slæm skil yrði. Við misstum samband við fylgdarflugvél okkar, sem flaug á undan áleiðis til Bri- oni-eyjar. Flugvöllurinn þar var einn af þessum frumstæðu flugbrautum, sem komið var upp í stríðinu. Það var að þakka kunnáttu Tsybin hers- höfðingja, sem var mjög reyndur flugmaður, að við kom umst á áfangastað heilu og höldnu. Okkur var ekið í bifreið nið ur að bryggju nokkurri. Við stigum þar út í vélbát og héld um áleiðis til dvalarsfaðar Tit- os á Brioni. Malenkov var föl- ur eins og lík. Hann verður bílveikur jafnvel á góðum vegi. Við höfum rétt lent eftir eins óþægilega flugferð og unnt var að hugsa sér og nú héldum við út á bylgjufext hafið. Mal- Sovézkir skriðdreltar á götuin Budapest 1956. Það var Krúsjeff, seni franiar öðrum tók ákvörðunina iim að senda skriðdreka á vettvang til þess að bæla niður uppreisnina. nóttina. Loks lukum við þess- um fundi með því að taka ákvörðun um að beita valdi. Þegar ég lagðist upp í rúmið þennan morgun, var hugur minn of bundinn við þetta vandamál til þess að ég gæti hvílzt. Það var eins og nagli í hausnum á mér og gerði mér ókleift að sofna. Síðar þá um morguninn, kom forsætisnefndin saman til fund ar til þess að hlýða á skýrslu mína. Ég skýrði meðlimunum frá, hvaða ákvörðun við hefð um loks tekið. Síðan skýrði ég forsætisnefndinni frá því, hvaða afleiðingar það kynni að hafa, ef við réttum ekki hjálp arhöna. Eftir mikla umhugsun sam- þykkti forsæUsnefndin, að það myndi vera ófyrirgefanlegt, eimfaldlega ófyrirgefanlegt, ef við stæðum hjá aðgerðarlaus- ir. Við spurðum Ivan Konev marskálk, yfirmann herafla Varsjárbandalagsins: „Hve lang an tíma tæki það, ef við gæf- um þér þau fyrirmæli, að koma aftur á röð og regiu í Ung- verjalandi?" Hann hugsaði síg um og svar voru ekki nándar nærri eins alvarleg og í Ungverjalandi. Við höfðum ástæðu til þess að ætla, að ástandið í Póllandi væri að komast í traustara horf. Við héldum síðan fund með Gomulka og ffleiri pólsk- um félögum á stað einum á sov- ézku landsvæði, rétt innan við pó'lsk-sovézku landamærin. Eftir að við höfum rætt við Pólverjana, fórum ég og Mal- enkov til Bukarest. Auk rúm- ensku félaganna voru þangað einnig komnir félagar frá kommúnistaflokkum Tékkó- slóvakíu og Búlgaríu. Leiðtog- ar sósíalisku bræðrarikjanna voru allir á einu máli. Við yrð um að grípa til aðgerða og það fljótt. Við gerðum að gamni okkar við rúmensku félagana, hve Rúmenía væri nú skjót til viðbragða sjálf gegn gagnbylt ingunni, þar sem Rúmenía hefði árið 1919 verið á bandi þeirra, sem kæfðu ungversku (kommúnista-)byltinguna, sem Bela Kun var leiðtogi fyrir. Rúmensku félagamir hlógu og sögðu okkur að flýta okkur. Seint þá um kvöldið fórum ég og Malenkov flugleiðis til enkov lagðist niður í bátinn og lokaði augunum. RÁÐLEGGINGAR TITOS Tito beið okkar á Brioni. Ég bjóst jafnvel við ákveðnari mótmælum frá Tito, en pólsku félögunum. En Tito kom okkur ánægjulega á óvart. Hann sagði, að við hefðum algjörlega á réttu að standa og að við skyldum senda hermenn okkar á vettvang eins fljótt og unnt væri. Við höfðum búizt við and mælum, en í staðinn hlutum við fullkominn stuðning. Þegar það var orðið ljóst, sagði ég: „Jæja, það er bezt, að við fá- um einhverja hvíld, vegna þess að við verðum að snúa aftur til Moskvu snemma í fyrramál ið.“ „Segið mér eitt,“ spurði Tito, „hvenær hyggizt þið byrja á því að koma öllu í samt lag i Budapest?" Ég svaraði þvi, að við hefð- um ekki ákveðið sérstakan dag, en við yrðum að gera það bráðlega. Tito hlýtur að hafa skilið, að þetta var ekki algjör lega rétt, en ég vildi ekki segja neinum frá þvt, hvenær her- lið okkar hæfist handa. Því færra fólk, sem vissi um það, þeirra á meðal vinir okkar, því betra. „Hlustið á,“ sagði hann. „Hvers vegna að fara að sofa nú? Hvers vegna ræðum við ekki saman í nótt? Það eru enn nokkrar klukkustundir til dögunar og ég vildi verja þeim stutta tima með ykkur, sem við höfum sameiginlega til um- ráða.“ „Jæja, allt í lagi,“ sagði ég, „við fáum okkur blund í flug- vélinni." Okkur tókst að halda okkur vakandi, þar til birti. Um morg uninn settist Tito sjálfur við stýrið á bílnum og ók okkur niður að bryggjunni. Við komum til Moskvu und- ir kvöld. Við fórum beint til Kreml og sögðum Konev að senda af stað hersveitir sínar. Röð og reglu var komið á nærri því þegar í stað nema í Budapest, þar sem fólk beitti fremur þrjózkukenndri mót- stöðu. En eins og Konev mar- skálkur hafði spáð, stóð and- staðan í Budapest skemur en þrjá daga.. Imre Nagy faldist í júgó slavneska sendiráðinu ásamt öðrum forspaökkum hreyfingar sinnar. Ungversku félagarnir kröfðust þess að Nagy og menn hans yrðu framseldir, svo að hægt væri að láta þá svara til saka. Þegar Júgó- slavar létu Nagy af hendi, kröfðust þeir tryggingar fyrir öryggi hans. Ungversku félag- arnir neituðu og strax og Nagy var framseldur, var hann handtekinn — alveg eins og hann átti líka skilið. (Ungverjar höfðu reyndar heitið því, að Nagy skyldi ekki gert mein og Tito varð ofsa- reiður, þegar Nagy var hand- tekinn og síðan skotinn, en það minnist Krúsjeff ekki á). Ég vil, að sjónarmið mitt varðandi þetta mál komi skýrt fram. Við, Sovétmenn, styðjum byltingaröflin i heiminum. Markmið Okkar í Ungverja- landi var að styðja framfara- stefnu og hjálpa þjóðinni í breytingunni frá kapitalisma til sósíalisma. Þvi segi ég —- já! Við hjálpuðum Ungverja- landi 1956. DEILURNAR VIÐ KÍNVER.IA (Krúsjeff skýrir í endurminn ingunum frá þvi, er deilan hófst milli Kina og Sovétríikj- anna. Honum og Mao lenti harkalega saman. Það kann einnig að hafa verið fyrir hendi misskilningur á milli þeirra. Það er í fullkomnu ósamræmi við þær skoðanir Máos, sem vitað er um, að hann eigi að hafa lagt til, að Rúss- ar „ögruðu" Bandaríkjamönn- um til hernaðaraðgerða, en síð an skyldu hersveitir Kinverja láta til sín ta’ka. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá gerð- ist þetta aðeins einu ári, eftir að Kóreustyrjöldinni lauk). Nokkrum árum eftir að ég settist í helgan stein, komst sú saga á kreik, að það hefði ver ið ég, sem byrjaði deilumar milli Sovétríkjanna og Kína. Ég hirði ekki einu sinni um að andmæla þessum þvættingi. Allt frá því að ég hitti Mao Framhald á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.