Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 RAUOARÁRSTÍG 31 =—25555 1^-04444 VffllFIB/fí BILALEIGA ITVERFISGÖTU 103 VW SeHMabifreið-VW 5 maim-VW svtíovagn VW S maiina -Landrovef ?manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Amerísk fjöfs'kylda óskar eftir korvu twf heímifishj'álpa r eitt ár. FerðLr grekkier. Mrs. J. B. Tonkel, 26 Newcomb Blvd., New Orleans, La, U.S.A. Sköfum útihurðir og utanhússklæðnínga. HURÐIR & PÓSTAR Simi 23347. DAGINITE 6 og 12 volta. ROLLS-ROYCE Garðar Gíslason hf. bifreiðaverzlun £ Fyrirspurn til sjón- varpsins um næstu Lenín-myndirnar „Sjónvörpungur“ ðkrifar: „Kæri Velvakandi! Eftirfarandi fyrirspum til sjónvarpsins bið ég þig um að birta hið bráðasta í dálkum þínum: Hvenær megum við eiga von á næstu Lenin-myndinni? Sú nýjasta, sem var sýnd mánudagskvöldið 11. jan., var alveg óskaplega skemmti- leg og fræðandi, þótt hún væri bara finnsk, en ekki sovézk, eins og þær fyrri. Heimilisfólk- ið hjá mér var hreint bergnum- ið af hrifningu að sjá þennan hjartaprúða og góða mann- kynsfrelsara á skerminum. Hjá honum fannst ekkert illt, eins og fram kom, og þar að auki var sú nýja uppgötvun gerð í þessari mynd, að hann hefði Mka verið skemmtilegur. Því- Mkt og annað eins, hviHk dýrð, hvílik dásemd! Ég hefði að vísu heldur kos- ið, að myndin væri sovézk, eða a.m.k. sænsk. Mér finnst, að sovézkar myndir séu beztar, og svo þær sænsku næstbeztar, en þið hafið röðina ennþá öfuga. Ég skora innilega á forráða- menn sjónvarpsins að verða sér nú strax úti um þær fáu Lenínsmyndir, sem íslenzka sjónvarpið hefur ekki ennþá sýnt. Bezt væri að fá sovézkan íramhaldsmyndaflokk, sem mætti sýna og endurtaka i all- an vetur. Þá væri nú gaman að lifa! Ég trúi ekM öðru en nýráðni kommissarinn hjá ykkur geti útvegað stíka séríu hjá vinum sínum í Novosti. Er hann ekki ráðinn til þess og annarra áiika viðvika? Nú, bregðist það, þá getið þið leit- að til nýju sjónvarpsstjörnunn- ar ykkar, sovézka ambassa- dorsins, sem kom svo ljómandi skemmtilega fyrir á skénninum hjá ykkur og sagði svo dæma- laust óhlutdrægnislega og dá- samlega fallega f rá hon- um Lenín, þegar hann átti af- mæli. Þá voru sannkölluð jól á mínu heimili. Með von um svar, beztu kveðjum til forráðamanna sjónvarpsins og hjartans þakklæti til útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Sjónvörpungur". Q Launaflokkar kennara Benedikt Axelsson, Blöndu- bakka 8, skrifar: „Þegar mér verður hugsað til nýgerðs kjarasamnings við opinbera starfsmenn, vefeur það hjá mér svipaðar tilfinn- ingar og hjá manni, sem er ný- búinn að missa ömmu sína. En þegar vel menntaðir menn að eigin sögn lýsa því yfir, að bamaken-niarar hafi farið vel út úr þessum samningum, líður mér, held ég, svípað og ömmu áðumefnds manns. Það er að visu rétt, að sumir bamakennarar fengu nokkra kjarabót, en, ef ég man rétt, var upphafleg ætlunin með þessum samningum, að allir ríkisstarfsmenn fengju kjara- bætur. Þetta hefur ekki gerzt, og nægir þar að benda á mót- mæli margra starfshópa innan BSRB. Sannleikurinn um hinar miklu kjarabætur bamakenn- ara er aftur á móti sá, að þeir kermarar, sem útskrifast fyrir árið 1962 og hefja kennslu, lenda í 18. flokki. Þeir, sem útskrifast eftir þennan tíma, verða áfram í 16. flokki, og þeir, sem útskrifast á þessu ári, lenda í 13. flokki. Þeir lækka sem sagt um þrjá launa- flofeka, og ef einhver vill kalia það kjarabót, þá hann um það. £ Mér er spum Aftur á móti mega háskóla- menntaðir merrn gjarnan sleppa síðast nefnda atriðinu úr áfram í baráttunni fyrir bættum kjörum sér til handa. Við stöndum nefnilega með þeim í þeirri baráttu, og ef það er eittfhvað fleira, sem við get- um fyrir þá gert, er það vel- komið. En, ef það getur orðið þeim til einhverrar huggunar, þá áttu barnakennarar, eftir því sem Svavar Helgason starfsmaður S.Í.B. upplýsti á fundi um daginn, að lenda í 16. flokki samkvæmt starfsmat- inu. Af hverju lentu þeir þá ekki í þeim flokki, mér er spum. Var það kannski gert til að veikja samtalkamátt stétt- arinnar? Það hlýtur að fara svó, ef menn vara sig ekki, að hver höndin verði uppi á móti annarri, þegar kennarar við sama skóla vinna sömu störfin og hafa sömu menntun, en eru i mismunandi launa- flakkum. Eins og háskólamenntaðir kennarar hafa bent réttilega á, var menntun lítils metin í samningunum. Ábyrgð var metin í peningakössum, en ekki mannslrfum, og eins og áður er frá greint, var starfsmatið ekki tekið tfl greina. Eftir hverju var þá farið að skipan manna í launaflokka? Mér er spurn. Þar hljóta einhver annarfeg sjónarmið að hafa ráðið. Við skulum því standa saman, kennarar á íslandi, í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Við skulum bjóða háslkóla- menntuðum mðnnum saimvinnu neita að taka í ötrétta sundrungarhönd þeirra. Benedikt Axelsson, kennari.“ 0 Hlutur tollvarða Velvakanda hefur borizt brétf frá Páli Hannessyni, toll- verði, þar sem hann fjallar um nýgerða kjarasamninga rikis- starfsmanna og lýsir óánægju með hl-ut tollvarða í þeim samningum. Hann segir m.a.: „Á ég þarna við 15. launaflokk eða aðstoðarvarðstjóra. Hins vegar tfl samanburðar má geta þess, að enginn launaflokkur hjá lögreglunni er fyrir neðan 16. I.fl. Og fá þann flokk, nýlið- ar i Iabb- og rabb-liðinu, er einsk is annars þurfa að gæta, er á götuna kemur, en þess, að ekki verði ekið ofan á þá. Þó er það haft eftir fjármálaráð- herra, að hann vilji gera vel við sína menn. Þannig er ég sjálfur í starfi, sem ekki er lengur til — eftir tæplega 30 ára þjónustu. En þetta er ekki allt, heldur er af fleiru að taka. Heyrzt hefur, að a.m.k. 40 manns við tollstjóra- embættið, sem gjörþekkja toit- málefni á Islandi, muni auglýsa eftir störfum á frjálsum vinnu- markaði. Nýfct sjónarmið hefur einnig skotið upp kollimim. Það er afhausunarviðhorfið. Eldri starfsmenn skulu ekki njóta núverandi viðurtcenning- ar fyrir íyrri störf. Og finnist smáveila í heilisufari, eða ef þrekið er farið að þverra, þá skal aflóga þeim sömu. Lög frumskógarins, þar sem hann er svartastur, skulu framveg- is gilda, eins og að framan er getið um 15. launaflokkinn, og síðar verður nánar drepið á. Hausaramir eru harðir kariar og væntanlega sjálfir við góða heilsu. Og engum skal hlíft, tja, nema auðvitað þeim með rétta hugarfarið og sem eru réttum megin í stjórnmálum og aðstöðu hafa. Þá skiptir menntun og fyrri störf ekki máli og reyndar efekert það er hið svokallaða starfsmat segir til um. Enda er allt það kram eintómt píp. Það held ég, að öll um rfkisstarfsmönnum sé loks- ins orðið ljóst nú, jafnvel þeim treggáfuðusfcu og einföldustu, og líka þeim, sem þófctust eiga „sfcuðningsmenn" og „vildar- vini" ails staðar. Síðar I bréf- inu segir Páll Hannesson: „Það er nefnilega þannig ástatt fyrir mér nú, eins og fyrir manni einu-m við sama embætti fyrir allmörgum árum. Þannig var, maður sá lenti í meiri háttar samkvæmi hér í bæ. Meðal ann ars var hann spurður af virðulegri frú: „Hvaða laun hafið þið nú við svona emb- ætti?" Maðurinn sá í hendi sér, að spurning þessi fól í sér eins konar gildru til að rakka hann sjálfan niður. Svo að í svari sínu bætti hann 50% við kaup, sem hann hafði réttilega, og þótti víst, að sóma Síniutm væri borgið. Svarinu fylgdi kuldalegt og fyrirUtlegt tillit, sem samstundis sleit sam- ræðunum svohljóðandi: „Nú já, og lifið þið á þessu!“ nuGivsniGnR «2,^.22480 Heimdallur — Alþýðubandalagið KAPPRÆDUFUNDUR í Sigtúni, mánudaginn 18. janúar næstkomandi klukkan 20,30. Umræðuefni: „AÐILD ÍSLANDS AD ATLANTSHAFSBANDALAGINU OC VARNIR LANDSINS" Ræðumenn: Frá Heimdalli: Ellert B. Schram, Halldór Blöndal, Jón E. Ragnarsson. Frá Alþýðubandalaginu: Loftur Guttormsson, Sigurður Magnússon, Svavar Gestsson. Athugið: Húsið verður opnað kl. 20.00. — Allir velkomnir . Heimdallur. félag ungra Sjálfstæðismanna. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.