Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLABEÐ, ÍIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 Krúsjeff í fyrsta sinn, hafði ég vitað, að Mao myndi aldrei sætta sig við, að nokkur annar kommún istaflokkur yrði á einhvem hátt æðri en hans eigin flokk- ur. Ef Stalin hefði lifað svolít- ið lengur, hefði deila okkar og Kína komið fram fyrr. Þegar byltingarher Maos nálgaðist Shanghai sigri hrós- andi (1949), spurði Stalin Mao: ,Jlvers vegna tekur þú ekki Shanghai?" „f>ar búa yfir sex miilj. rnanns," svaraði Mao. „Ef við tækjum borgina, yrðum við að sjá öllu þessu fólki fyrir mat.“ Nú langar mig til þess að spyrja: Er það marxisti sem talar þannig? Mao vildi ekki taka á sig ábyrgðina á velferð verkamannanna. En sú stað- reynd stendur óhögguð, að Mao, sem studdist við bændur, en virti verkamenn að vettugi, tókst að vinna sigur. Þetta var vissulega nýtt frávik frá marx Iskri heimspeki. Mao Tse- tung er smáborgari og hags- munir hans eru og hafa alltaf verið framandi hagsmunum verkalýðsstéttarinnar. L STALIN VILDI ananasAvexti Einu sinni sátum við fleiri saman á heimili Stalins og vor- um að reyna að finna aðra lausn fyrir gúmmíiðnað okkar en að kaupa hrágúmmí frá auð valdsrikjunum. Ég kom fram með þá tillögu að fá Mao til þess að leyfa okkur að setja upp gúmmíekru í staðinn fyr- ir lán og tækniaðstoð. Kínverj ar svöruðu á þann veg, að þeir myndu leyfa okkur að nota eyna Hainan. Það kom í ljós, að svæði það, sem okkur var ætlað þar, var of lítið fyrir sæmilega gúmmíekru og því var hætt við þessa hugmynd. En þá fékk Stalin skyndi- iega áhuga á niðursoðnum an- anasávöxtum. Hann las Malen kov fyrir þessa orðsendingu: „Fáðu svar frá Kínverjum við því, að ég hafi áhuga á að fá hjá þeim landssvæði, þar sem við getum komið upp niður- suðuverksmiðju fyrir ananas- ávexti.“ Ég sagði: „Félagi Stalin! Kommúnistar eru rétt búnir að ná völdum í Kína. Það eru þeg ar of margar erlendar verk- smiðjur þar. Þetta hlýtur að verða til þess að styggja Mao Tse-tung.“ Stalín greip reiðilega fram í fyrir mér og ég svaraði engu. Einum eða tveimur dögum síð- ar fengum við svar frá Kin- verjum: Mao Tse-tung sagði: „Við samþykkjum tillögu ykk- ar. Ef þið hafið áhuga á nið- ursoðnum ananas, þá látið okk ur hafa lán og við skulum byggja niðursuðuverksmiðjuna sjálfir. Síðan munum við greiða ykkur áftur lánið með fram- leiðslunni." Staiín bölvaði. Þegar ég var kominn til valda, gættum við þess ræki- lega að móðga Kínverja aldrei, fyrr en Kinverjar sjálfir tóku tn í reynd við að krossfesta okkur. Og þegar þeir byrjuðu að krossfesta okkur — jæja, ég er ekki Jesús Kristur og þurfti ekki að snúa hinni kinninni að þeim. Ég man eftir því, er ég kom heim frá Kína 1954 og sagði við félaga mína: „Árekstur við Kína er óhjákvæmilegur.“ Á meðan ég heímsótti Peking vor um við Mao vanir að liggja á sundlaugarbakka og ræða sam an eins og beztu vinir. En þetta var allt saman svo sjúk- lega vinalegt Andrúmsloftið var beinlínis kligjukennt. Ég var aldrei algjörlega viss um, hvort ég skildi það, sem Mao meinti. Ég hélt þá, að það hlyti að stafa af einhverjum sérstök um einkennum í kínverskri skapgerð og hugsunarhætti. Mao spurði mig einu sinni: „Hvað finnst þér um vígorð okkar: „Látum hundrað blóm springa út“?“ Ég svaraði: „Ég get einfaldlega ekki látið mér detta í hug, hvað þetta þýð ir. Það eru til alls konar blóm — falleg blóm, viðbjóðsleg blóm og jafnvel banvæn blóm.“ Nú er það ljóst, að þetta víg- orð var meint sem ögrun til þess að hvetja fólk, til þess að tjá sig, svo að unnt væri a.ð riía upp og traðka í aurinn öll þau blóm, sem báru rangan lit eða höfðu rangan ilm, þegar þau voru sprungin út. Þá var það hitt fræga vig- orðið hjá Mao: „Heimsvalda- stefnan er pappírstígrisdýr". Mér fannst það alveg með ólík indum að Mao gæti litið á heimsvaldastefnu Banda- ríkjanna sem pappírstígrisdýr, þar sem hún er í raun og veru hættulegt óargadýr. Mao og ég hvildum ökkur í baðfötum á sundlaugarbarminúm og vor- um að ræða um vandamál tengd stríði og friði. Hann sagði við mig: „Ef við berum saman hemaðarmátt auðvalds- ríkjanna og sósíalískra ríkja, þá sérðu, að samanburðurinn er okkur í hag. Hugsaðu þér, hversu mörgum herfylkj- um Kina, Sovétríkin og önnur kommúnistaríki gætu komið á fót.“ Ég svaraði: „Félagi Mao, þessi hugsunarháttur er úrelt- ur. Það er ekki lengur unnt að reikna út hernaðarmátt á grundvelli þess, hver ræður yf ir mestum mannafla. Með kjarnorkusprengjunni verður útkoman þessi; því fleiri menn, þvi meira sprengjufóður." „Hlustaðu á, félagi Krúsjeff. Allt, sem þið þurfið að gera, er að storka Bandaríkjamönn- um og fá þá til þess að grípa til hernaðaraðgerða og þá skal ég láta ykkur í té eins mörg herfylki og þið frekast þurfið til þess að vinna sigur á þeim — hundrað, tvö hundruð, eitt þúsund herfylki." Ég reyndi að útskýra það, að ein eða tvær eldflaugar gætu breytt öllum hersveitum Kína í ryk. En Mao vildi ekki einu sinni hlusta á mig og leit augsýni- lega á mig eins og hug- leysingja. Það var greinilega grundvall arskoðanamunur með okkur. En sundurþykkjan við Kína átti sér dýpri rætur en það. Kínverjar skildu, hvað sjálfa þá snerti, það sem gert var á tuttugasta flokksþinginu (1956), þar sem persónudýrk- un var fordæmd og einvalds- stjóm og sérhvert annað and- lýðræðislegt og ófiokkslegt lífsform. Stalin var fordæmd- ur á flokksþinginu fyrir að hafa látið drepa hundruð þús- unda manna og fyrir valda- níðslu sína. Mae Tse-tung var að feta í fótspor hans. Árið 1958, þegar við tókum stóru kafbátana okkar í notk- un, þurftum við á útvarpsstöð að halda í Kína til þess að halda sambandi við þá. Kín- verjar sögðu nei. Þá sagði ég við félaga mína: „Það er kom- ið að Mao að koma í opinbera heimsókn hingað. En eins og ástandið er nú, þá getur verið, að við ættum heldur að fara og ræða við hann til þess að kom- ast að raun um, hvar við stönd um.“ Þetta var síðasta för okkar til Kína (1959). Við ræddum um útvarpsstöðina og ég sagði við Mao: „Við látum ykkur hafa fé til þess að byggja stöð- ina. Það skiptir ekki máli, hverjum stöðin tilheyrir, svo lengi sem við getum notað hana til þess að halda sam- bandi við kafbáta okkar. Gæt- um við ekki komizt að ein- hverju samkomulagi, þannig að kafbátar okkar hefðu bæki- stöðvar í landi ykkar til þess að taka eldsneyti, til viðgerða, fyrir fri handa áhöfnunum o.s. frv.?“ „1 siðasta skipti, nei. Ég vil ekki heyra minnzt á það.“ „Lönd Atlantshafsbandalags ins eiga ekki í neinum vand- kvæðum með að vinna saman og láta hvort öðru birgðir í té og hér erum við — og get- um ekki komið okkur saman um mál, sem er jafn einfalt og þetta." „Nei.“ Ég gerði síðustu tilraunina til þess að vera sanngjam: „Ef þið viljið, getið þið notað Mur mansk sem höfn fyrir kafbáta ykkar.“ „Nei. Víð viljum ekkert hafa með Murmansk að gera og við viljum ekki hafa ykkur hér. Við höfum haft Breta og fleiri útlendinga í landi okkar árum saman og við ætlum aldrei framar að láta nokkurn nota landsvæði okkar í eigin hags- muna tilgangi." (Fjandskapurinn á þessum fundi var það mikill, að eftir hann voru þeir- sovézkir tækni fræðingar kallaðir heim í skyndi (1960), sem unnið höfðu að byggingu verksmiðja í Kína). Það er alltaf örðugt að gera sér grein fyrir því, hvað Kín- verjar eru í raun og veru að hugsa. Það er erfitt að geta sér til um, hvort Kína er raun- verulega hlynnt eða á móti friðsamlegri sambúð. Það er einn hlutur, sem ég veit með vissu um Mao. Hann er þjóð- ernissinni og þegar ég þekkti hann, var hann að springa af óþolinmóðri löngun til þess að ráða yfir öllum heiminum. Hann spurði mig:(„Hve margir sigurvegarar hafa ráðizt inn í Kína?“ Hann svaraði spurning unni sjálfur: „Kína hefur ver- ið sigrað mörgum sinnum, en Kinverjar hafa gleypt alla sig urvegara sína.“ Síðar byrjuðu kínversk biöð að halda því fram, að Vladivo- stok væri á kinversku land- svæði og að Rússar hefðu söls- að það frá Kina. Við samþykkt um að hefja viðræður um landamæri okkar. Þeir sendu okkur kort með landamærum eins og þeir vildu hafa þau. Við litum einu sinni á það og köstuðum þvi síðan frá okkur með óbeit. Ef þú lest skýrslu mína fyr ir 22. flokksþingið, þá muntu komast að raun um, að ég til- einkaði margar athugasemd- ir mínar vandamálum Kina, enda þótt ég nefndi Kína ekki með nafni. (Hann gagnrýndi Albaniu, bandamann Kína. Á þessu flokksþingi, sem haldið var í október 1961, var deilan við Kína gerð heyrinkunn). Það var á 22. flokksþinginu, að við visuðum á bug helztu staðhæfingum Maos. Ég hafði misst alla þolinmæði gagnvart honum. KLÆDDIK EINS OG KANARÍFUGLAR Ég er alveg sammála einni af ,,jafnréttis“-endurbótum Maos. Hann hafði rétt fyrir sér, er hann lét taka öll merki um stöðu og tign af kínverskum einkennisbúningum. Hver í fjandanum þarf á sllku að halda. Við unnum borgarastyrj öldina og höfðum engin tignar merki eða rendur. Nú á dögum eru allir hermenn okkar klæddir eins og kanarífuglar. Enda þótt Mao Tse-tung kunni að hafa sýnt af sér valdníðslu og leitt ílokk sinn á villustig, þá er hann ekki vit firringur. Hann er mjög greindur og kænn. Ég man það fyrir nokkrum árum, að fólk var að spá þvi að Mao Tse-tung myndi aldrei vinna sigur í valdabaráttu þeirri, sem þá átti sér stað. Ég sagði: „Vit leysa, auðvitað mun Mao sigra." Og ég hafði á réttu að standa. En Kínverjar viður- kenna engin lög önnur en vald og mátt. Ef þú hlýðir ekki, slíta þeir höfuðið af þér. Þeir hengja mann á miðju torgi fyrir framan þúsundir fólks. Hvers konar „stjórnmál" eru það? Það er ekki einu sinni hægt að kalla það villi- mennsku. Það er eitthvað enn meira en það. Húsnœði óskast strax Bílalekja óskar að taka á leigu 100—150 ferm. húsnæði. Skilyrði er að gott bílaplan sé fyrir hendi. Nánari upplýsingar í sima 85382 eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. Sendisveinn Vinnutími frá kl. 1—6 e.h. Þarf að hafa hjól. Upplýsingar á afgreiðslunni, sími 10100, Nauðungaruppboð Eftir kröfu Stefáns Hirst hdl., fer fram opinbert uppboð að Súðavogi 26, fimmtudaginn 21. janúar 1971, kl. 11 árdegis og verður þar seldur rennibekkur, stór af Ajar-gerð, talin eign Norma s.f. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Búnaðarbanka íslands fer fram opinbert uppboð að Lindargötu 48, fimmtudaginn 21. janúar 1971, kl. 10.00 og verður þar seld Solna-prentvél, talin eign Lithoprent h.f. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Kristvins Einarssonar hrl., fer fram opinbert uppboð að Skólavörðustíg 45, fimmtudaginn 21. janúar 1971 kl. 16.00 verður þar seld ísvél, talin eign Svavars Kristjánssonar. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Helga Guðmundssonar hdl, fer fram opinbert upp- boð að Bolholti 6, fimmtudaginn 21. janúar 1971, kl. 14.00 og verður þar seld prentvél (Heidetberg-Diegul) talin eign Prent- verk h.f. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 73., 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á Lambastekk 4, þingl. eign Kristvins Kristinssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar hri., á eigninni sjálfri, mánudaginn 18. janúar 1971, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð Eftir kröfu Hákonar Árnasonar hdl. og Jóns Skaftasonar hrl., fer fram opinbert uppboð að Sigtúni 7, fimmtudaginn 21. janúar 1971 kl. 13.30 og verður þar selt: Prentvél (Original- Heidelberg) og skurðarhnífur (Ideal) og prentvél (Albert- Automat árg. 1955), talið eign Prentun h.f. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 54. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Langholtsvegi 194, þingl. eign Erlendar Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs vélstjóra, Gunnars M. Guð- mundssonar hrl. og Verzlunarbanka Islands h.f. á eigninni sjálfri, mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.