Morgunblaðið - 22.01.1971, Side 6

Morgunblaðið - 22.01.1971, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971 BALLESTARJÁRN Höfum baWestarjárn tfl af- greiðslu strax. Sími 41757. MÁLMAR Kaupum afla mál-ma, nema jám, á aflra hæsta verði. Opið 9—12 og 1—5 alla virka daga, laugardaga 9—12. Arinco, Skúlagötu 55. Síma-r 12806 og 33821. SKATTAFRAMTÖL og uppgjör smáfyrirtækja. Pantið tímanlega.. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Austurstræti 14, sími 16223. Þorl. Guðm.son, heima 12469 FRAMKVÆMDAMENN athugið Ný jaiðýta, D 7 F, t»l teigu, vanir meon. Upplýsingar í sírmrm 37466 og 81968. TIL SÖLU hjá Svefni Egifssymi, Skeif- urmj 17, Ford Bronco '66 rrveð V8 vél í sérflokki. MJÖG SNYRTILEGA og prúða efctri konu vantar húsrvæði. Helzt eitt eða tvö herbergi og efdhús Upplýs- inga>r í síma 20105. VANTAR VANAN HASETA stnax á 70 festa bát, sem raer með þorskanet fré Grindavfk. Upptýsingar í sima 8261 eða 52701. VANTAR VINNU Stúfka með vélritunerkunn- áttu óskar eftir starfi. Ensku- og döoskukuonétta. Upplýs- ingar í síma 36141. HAFNARFJÖRÐUR Sm'ð kjóla og kápor, þræði saman og méta. Dúa Kristjánsdóttir sfeni 51063. VANUR OG GÆTINN MAEHJR óskast á vörufyfta-ra. Regfu- semi ásfdfin. Uppfýsingar sendist aifgr. Morgumbtaðsins merkt „6719." HÚSHJALP Traust og áreiðanteg kona óskast tnf tvúsverka einu stnrvi tH tvisvar í vJku. Upp- lýsirvgar í síma 13990. HERBERGI ÓSKAST Eirthteypvur maður óskar efttr hertvergi tif leigu. Upplýsing- ar í síma 22150. VINNUSKÚR óskast, 10—20 fm. Þarf að vera góður. Upplýsingar í síma 30703 í hádegi og kvötdin. HVlTUR KÖTTUR (læða) m-eð tveimur dökikum dílum miillli eyrna, díl á b@ki og bröndóttur á rófu, tvefur tapazt í Hafnarf. Finnend- ur láti vita í s. 52064. Fundari. FALLEGUR síður brúðarkijófl ti1 söfu. Upplýsmgar í síma 50351. ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM Ferð Jónasar Hallgrímssonar og Páls Eyjólfssonar gullsmiðs yfir Skjaldbreiðarhraun árið 1841 eða 1842. Prentað í Dvöl 6. árg., nr. 2. Jónas Hallgrímsson var á ferð að sunnan frá Þingvöllum og ætlaði áleiðis til Hornstranda. Séra Björn Pálsson á Þingvöll- um útvegaði Pál, sem þá var til heimilis hjá Kristjáni hr.epp- stjóra i Skógarkoti, næsta bæ við Þingvelli, til að fylgja Jón- asi upp á Skjaldbreiðartoppinn. Þeir fóru á stað frá Skógar- koti, þar sem hann tjaldaði, snemma morguns milli 7. og 10. júlímánaðar, — daginn man Páll ekki glöggt. Jónas hafði fjóra hesta með koffortum og fylgd- armann, sem var stúdent og Pál minnir að héti Þorkell Eyjólfs- son. Hann var lestarmaðurinn. En yfir hraunið tU Skjaldbreið ar er óglöggur vegur. Fyrir norðan svonefndar Klyftir eða Jórukleif fóru þeir til hægri handar austur af aðal Norð- lendingaveginum. En þegar þeir komu þar norðinr í hraunið, misstu þeir sjónar af fylgdar- manninum og lestinni, sem var á eftir, og voru þeir lengi at- hugalausir um það og hugðu að hann mundi skUa sér. En vegna þess að Jónas var einlægt að teikna á hestbaki (Gatfell, Ár- mannsfell, Meyjsrsæti, Hof- mannaflöt, Biskupsflöt o.fL áð- ur en þeir fóru yfir Jórukleif og síðan HlöðufeU og fleiri nær- liggjandi fjöll, er þeir komu inn í Skjaldbreiðarhraun) varð PáU að halda við hest hans á meðan, og gátu þeir þvi ekki sinnt lestarmanninum. Veður var heiðskírt, heitt og bjart. Litlu fyrir sólarlag voru þeir komnir upp á Skjaldbreiðar- toppinn, sem Páll segir að hafi stóran, niðurhruninn eldgíg í koUi og hringinn í kringum hann stórgrýti og smágrjót. Þá var þar snjólaust. Fjallið allt er grasi vaxið frá rótum. Þegar þeir voru komnir upp á topp- inn, bað Jónas Pál að fara að leita að lestinni. Um morguninn höfðu þeir rætt um að tjglda í Brunnum. PáU fór beina leið upp í Brunna, en Jónas stóð þar og litaðist um og sagðist ekki vera nærri þvi tilbúinn að fara. Brunnar eru vestur-útnorður frá Skjaldbreið, sem er fyrir sunnan Kaldadal, og er áfanga- staður Norðlendinga. Þegar PáU kom þangað, var fylgdarmaður- inn nýkominn og farinn að reisa tjaldið, sem var topptjald, með einni súlu í miðju, kringlótt með nokkuð háum veggjum og mjög háum toppi. Á að geta mun tjaldið hafa verið fullar fimm álnir á hæð. PáU átti að koma aftur heim um kvöldið, en dvaldi þó í tjaldinu um nóttina til að sjá Jónas áður en hann færi. Fylgdina hafði hann borg að húsbónda hans fyrir fram. Klukkan fimm um morguninn fór Páll heim, og var Jónas þá ekki kominn. — Á ferð þessari reið Jónas ljósaskjóttum sérlega fallegum og góðum hesti, sem móðir hans Rannveig hafði gef- ið honum og hann nefndi Bald- ur. Með honum var stór, svart- flekkóttur hundur með lafandi eyru. — PáU vissi svo ekkert um ferð Jónasar framar það sumar, fyrr en um miðjan októ- ber um haustið að hann fór í eftirleit með pilti, sem Gísli heit ir, Danáelsson, nú blindur bóndi í Stíflisdal í Þingvallasveit, sem Uka var vinnupUtur hjá Krist- jáni í Skógarkoti. Þá mæta þeir Jónasi fyrir norðan Jórukleif á leið tU Reykjavíkur. Þekkti hann þá strax Pál aftur og heils aði honum blíðlega, þakkaði honum fyrir fylgdina, gaf hon- um 15 mörk i peningum og sam anbrotinn pappírsmiða, sem hann sagði honum að stinga í vasa sinn og lesa, þegar hann hefði tima tiL Hélt hann svo áfram leið sána. En á blaðinu var hið fagra og alkunna kvæði „Fanna skautar faldi háum,“ og hefur hann auðsjáanlega ort það er hann var orðinn einn um nótt ina. Næstu ár eftir þetta kom kvæðið út í Fjöini. Segir Páll, að á sínu blaði hafi verið einu erindi fleira en er í kvæðabók- inni. Páll átti blaðið lengi, en það fórst í lánum. Nú setur hann nafn sitt undir þetta nærri þvi blindur. Páll Eyjólfsson 1. ágúst 1891. (Þessi lína er með eigin hendi Páls) (Þjóðsögur Torfhildar Hólm). Áheit og gjafir Jólagjafir til BUndravinafé- lags Islands. Soffía Magnúsdóttir 200, Mar- en Pétursdóttir 1000, F.G. 400, S.T.G. 1.000, G.A.S 500, NN I. 000, Ingibjörg 700, H.S. 400, Pettý 1.000, Ó E 3000, N.N. 500, J. 200, H.I. 100, B.J 300 N.N. 200, Sigríður Jónsd. 1.000, Inga Blöndal, 200, Gunnar And- résson 1.000, Guðlaug Sigur- jónsdóttir 100, M.S. 200, Þ.B. 200, G.O. . 100, M.S. 100, G.J. 6.000, gömul kona 1.275, Þuríð- ur 1.000. Innilegar þakkir. Blindravinafélag íslands. FKÉTTIR Kvenfélag Ásprestakalls Spilakvöld verður í Ásheimilinu Hólsvegi 17 miðvikudaginn 27. janúar kl. 8.30. Spiluð verður fé lagsvist og verðlaun veitt. Kon- ur og karlar velkomin. Aðal- fundur kvenfélagsins verður 10. febrúar 1971. Spakmæli dagsins Ó, kona! Þú ert ekki aðeins handaverk Guðs, heldur líka mannsins. Hann gæðir þig alltaf fegurð hjarta síns. . . Þú ert að hálfu kona, að háifu draumur. — Tagore. DAGBOK Svo segir Drottinn konungur ísraels og frelsari, Drottinn her- sveitanna. Ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og enginn Guð er til nema ég (Jesaja 44.6). 1 dag er föstudagur 22. janúar og er það 22. dagur ársins 1971. Eftir lifa 343 dagar. Róndadagur. Vincentiusmessa. Miður vetur. Þorri byrjar. Árdegisliáflæði kl. 2.08. (Úr Islands almanakinu.) Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- IL Næturlæknir í Keflavik 19.1. og 20.1. Ambjörn Ólafsson. 21.1. Guðjón Klemenzsson. 22., 23. og 24.1. Kjartan Ólafss. 25.1. Arnbjörn Ólafsson. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsuvemd arstöð Reykjavikur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). AA-samtökin Viðtalstími er í Tjarnargötu 3c frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. J ólakak tusinn Ættaður ertu frá óþekktri fcld, ef til vill Mexikó hæðum, hér næri ég þig í norðrænni mold og norðursins flöktandi glæðum. Fagurgræn blöðin í húminu hanga, sem hefðu þau vorsólar glans, og blómin þín rauðu þau drjúpa svo dökk, dökk eins og hjartablóð manns. Hangandi á þilinu handan við rúmið, ég horfi á þig langt fram á nótt. Það logar hjá mér á litlu kerti,' ei iangt er nú fegurðin sótt. Undrun er, hvað þú ánægður virðist, * þó örsjaldan skíni á þig sól. En þú ert af lífsins krafti knúinn, kannski svo ég hefði gleðileg jól. En nú eru blómin þin fallegu fallin, ems f jarlægjast þessi jól. En svolítill geisli gægist á pollinn, greinilegt merki um hækkandi sól. Sólveig frá Niku. SÁ NÆST BEZTI Þetta gerðist í saumaklúbbi á dögunum. Eins og alltaf er, þegar nýir þulir byria hjá Ríkisútvarpinu, raunar líka Sjónvarpinu eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra, finna eitt og annað að, að vonum. Jón Gunnlaugsson, eftirherma með ágætum, kom í stað Jóns Múla, sem allir elskuðu og dáðu. Sumum konunum samdi ekki við rödd Jóns Gunnlaugssonar fyrst í stað. fannst hún of hörð, en þá kvað ein konan sér hljóðs og sagði af bragði: hverju fær hann Jón Gunnlaugsson, sem getur náð rödd úr allra barka, ekki lánaða röddina hans Jóns Múla, svona til að byrja með?“ Blöð og tímarit Símablaðið, 2. tbl. 1970 og jóla- blað þess eru komin út og hafa verið send blaðinu. Af efni þeirra má nefna: Kjarasamning- arnir. Deild stöðvarstjóra pósts og síma. Skýrsla framkvæmda- stjórmr FlS. Hvað er hönnun? 11000, kvæði. Sumarbúðir FlS við Apavatn. Viðtal við Bjarna Ólafsson. Framkvæmdastjórn FÍS. Tafl og spil. Hugleiðing um félagslíf eftir Sveinbjörn Matt- híasson. Kvæðið Skvísukvæðið. í jólablaðinu er þetta efni að finna: Hugleiðingar. Ljóðskáld Símablaðsins, Hallgrímur Jóns- son frá Ljárskógum. Kvæðið Jólahugleiðing eftir Hallgrím. Frá starfsemi Póst- og simaskól ans. Ræða Kristjáns Helgason- ar. Frá Selfossi, eftir Guðmund Jóhannesson. Viðtal við Magnús Oddsson. Nokkur orð um síma- þjónustuna og símakerfin, eftir Ólaf Tómasson Frá golfmóti símamanna. Getraunir. Hollt og óhollt. Þetta er sannleikur, Bína, kvæði eftir Haiigrím Jónsson. Nýtt og gamalt frá Tafl- og spilaklúbbi símamanna. Minnis- stæður dagur eftir Karl Helga- son. Minningargreinar. Útverðir Kötlu. Margar myndir prýða rit ið. Ritstjóri er Vilhjálmur B. Vil hjálmsson. Múmínálfarnir eignast herragarö — — — Eftir Lars Janson Múminpabbinn: A-,ha, þarna ern þá okkar kæru nágrannar! Ég verð að reyna að tala eins og Jieir. Múmínpabbinn: Halló, halló, og komið þið bless- aðir! Ekki er nú mikil rigning, ha? Snabhi: Nei, o, ekki. Múminpabbinn: En hveitið ætiar samt að spjara sig! Labbi: Þetta kaliast nú hafrar. Múmínpabbinn: Ha, ha, ha, ha, auðvitað! Hvernig læt ég! Meiri vitleysan í mér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.