Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971 Kve nnadaIk '&h4* Leikskóli fyrir foreldra HUGMYNDIN varð til árið 1948, þegar fjögurra ára dóttir sálfræðingsins Tobiasar Brocher spurði han:n: „Hvernig lærðir þú að vera pabbi?“ Brocher kvaðst hafa orðið svarafátt. En þessi spuming dóttur hans varð til þess, að hann gerði sér ljóst, að engin kennsla er föl fyrir „mikilvægasta starfið“ foreldra hlutverkið. Brocher ákvað að reyna að bæta úr þessu. Hanin komst að þeirni niðurstöðu, að sé full- orðnum manni fengið leikfang í hendur og látinn einn með BUFF er góður matur það, muni hann líta til æsku sinnar, hvort heldur hún var hamingjusöm eða ekki, og við það muni hann öðlast betri skilning á sjálfum sér og börn um sínum. Brocher, sem nú veit ir forstöðu sálfræðideild „Sig mund Freuds Institute" í Frank furt, stofnaði fyrsta „leikskóla fyrir foreldra“ í Ulm í Þýzka- landi árið 1955. Nokkrirr aðrir svipaðir skólar hafa síðan verið stofnaðir í Þýzkalandi og öðr- um evrópskum löndum, og ver ið er að rannsaka þetta við Menininger rannsóknastofnunina í Kansas. í þessum foreldra-leikskólum eru engir fyrirlestrar. Þesis í stað koma 10 foreldrar saman tvö kvöld í viku til ýmiss konar leikja, svo sem að móta úr leir og mála með fingrunum. Síðan hittast þeiir þriðja kvöldið ásamt æfðum kennara þeim til aðstoð- ar, ræða um það, sem gert var hin kvöldin, hvers þeir urðu vís ari meðan á leiknum stóð. Ár- angurinn varð oft hreinasta op- inberun fyrir þátttakendurna. Einn af nemendum Brochers var dómari nokkur, mjög ná- kvæmur maður, sem leit niður á hina þátttakendurna. Fyrsta kvöldið, þegar mála átti með fingrunum, átti hann mjög erf itt með að leika með og dýfði aðeins litla fingrinum ofan í hvíta málningu, og setti tólf raðir af punktum á hvítan papp ír. Að þrem vikum liðnum var þessi sami maður með máln- ingu upp fyrir olnboga, virtist sannarlega í essinu sínu og mál- KARFA VIÐ RÚMSTOKKINN GÓÐ hugmynd er að koma fyr ir körfu á barnarúminu, eins og sést á myndinni, og setja þar í þau leikföng, sem vinsælust eru þá stundina. Er þá kannski von ti'l að einhver morgunhani geti dundað örlítið í rúminu áður en mamma og pabbi eru vakin. aði með öllum regnbogans lit- um. Þegar sálfræðingurinin spurði, hvort honum fyndist þetta ekki skemmtilegt, svar- aði dómarinn, að hann hefði aldrei fengið að leika sér þann ig sem barn, móðir hans hefði refsað honum, ef hann óhreink að sig. Hann sagðist hafa átt í orðasennum við konu sína vegna sonar þeirra, vegna þéss að hann hefði ekki getað liðið að drengurinm óhreinkaði sig. Nú sagðist hann líta öðrum aug um á málið og geta dæmt af eig in reynslu, sonur hans skyldi fá að leika sér eins og hann lysti. Margs konar vandamál, sem foreldrar eiga við að stríða, koma í ljós með þessum leik tímum. Móðir, sem reiðist óeðli lega, þegar barnið fæst ekki til að fara að sofa, kartn að end urlifa sína eigin æsku. Foreldr ar ætlast oft til þess, að barn- inu takist sitthvað, sem þeim hefur ekki tekizt sjálfum. Einn af þátttakendunum gerð sér t.d. loks grein fyrir því, að geð- vonzka hans gagnvart litlu dótt ur sinni stafaði af því, að hann var hræddur um, að hún myndi fjarlægjast hann eins og hans eigin systir hafði gert mörgum árum áður. Brocher álítur, að foreldrar þurfi oft og tíðum á slíkri leik-lækningaraðferð að halda, til þess að endurlifa og leysa þeirra eigin bældu vanda- mál. Takist þeim það, geta í mörgum tilvikum þeirra eigin börn notið sín til fulls. NET FYRIR RÚMINU Á vissum aldri sparka börnin oft sænginni út úr rúminu og fátt er tiT ráða gegn því nema a? binda sængina við rúmstólpana Þó hefur einhver stungið upp á því, að strengja net fyrir, til aí sængin fari ekki ofan á gólf, og er kannski einhver bót að því sængin er þó jafnt til fóta á- fram, að því er manni sýnist. RÚSINU-BUFF 500 gr hakkað nautakjöt, smjör líki til að steikja i, salt, pipar, rúsínur. Borið fram með soðnum hrís grjónum, 2 appelsínum í sneið- um. Nokkrar hakkaðar möndl- ur. Grænmetissalat. Sósa bragð- bætt með appelsínusafa og rjóma. 8 kökur úr kjötinu gerðar af langar og rúsínum stungið í, steiktar á pönnu og kryddaðar. Vatni hellt á og látið smásjóða. Sósan bragðbætt. Appelsínu- sneið og hakkaðar möndlur sett ar á hverja kjötsneið. BUFF MEÐ PIPARRÓTAR- FYLLINGU 150 gr hakkað kjöt (4 litlar sneiðar, ætlað fyrir einn), 1 egg, salt, pipar, 14 dl rjómi, rifinn hrár laukur, smjörlíki til að steikja úr. Fylling: 2 matsk. smjör, sinnep, rifin piparrót. — Kjötið hrært með eggi, salti, pipar, rjóma og rifnum lauk. Gerð úr þessu rúlla og skornar 4 sneiðar, sem lagðar eru sam- an tvær og tvær með fylling- unni (eins og ein tesk. á hvora samloku). Brúnirnar á kjöt- sneiðunum þurfa að vera vel saman, svo að fyllingin haldist á sinum stað. Sneiðarnar steikt ar vel í gegn. Grænmetissalat eða jafningur með. BUFF MEÐ TÓMATHATTI 500 gr hakkað kjöt. Tómatar. Búin til buffstykki og steikt á pönnu báðum megin. Tómatar skornir í tvennt, steiktir á pönnu og lagðir ofan á buff- stykkin. Örlítil kínversk soja sett á hvert buffstykki. Kartöfl ur og grænar baunir með. KARRÝ-BUFF 500 gr hakkað kjöt hrært með einu eggi og einni eggjarauðu, franskbrauðsmolum, 1 litlum lauk söxuðum, salti, pipar, 1 tesk. karrý og enskri sósu. Búin til lítil buff-stykki sem steikt eru á pönnu. Sveppir steiktir og dreift yfir buffið, einndg bacon, ef vill. Vatni hellt á pönnu til þess að fá sósu með. FYLLT BUFF 400 gr hakkað kjöt salt og pipar 1 rifinn laukur 2 matsk hveiti 2 matsk. rasp 1 egg 3 dl mjólk eða sódavatn Smjör til að steikja úr. Fylling: epli og sveskjur. Hakkið hrært og buffsneiðarn ar steiktar í smjöri. Áður en Skemmtileg húsgögn í barna- og unglingaherbergi þeim er snúið við, er lagt ofan á það sveskja og eplasneið. — Buffið steikt áfram og borið fram með sósu og hrásalati. BUFF MEÐ OSTSNEIÐ % kg hakkað kjöt smjör eða smjörlíki salt og pipar tómatsósa ensk sósa ostasneiðar. Salat, hakkaður laukur, rauð beður. Olíu-edik lögur. Búið til úr kjötinu 8 kökur og þær steiktar í brúnuðu smjöri. Kryddaðar með salti og pipar. Setjið tómatsósu og enska sósu á og hyljið hverja sneið með þykkri ostsneið (helzt feit um). Setjið lok á pönnuna eða setjið buffið í eldfast fat í ofn inn, þar til osturinn er bráðin-n. Borið fram strax, ásamt salati sem í er sett hakkaður laukur, rauðbeður og olíuedikslögur. í NÝJASTA TlZKA Þessi kjól-dragt er samkvæmt allra 'nýjustu tízku. Efnið í henni er ullarjersey. Jakkinn er stuttur með tveimur vösum, stungnum, hnepptur að framan. Pilsið er líka hneppt að fram- an, og víkkar aðeins út að neð an. Liturinn á þessari dragt er dökkblár, blússan gul með rúllu kraga. Hnapparnir á dragtinni eru úr málmi. staðinn fyrir salat, má nota hvít kál. HÁTÍÐABUFF 400 gr hakkað kjöt, salt, 1 egg, 2 matsk kartöflumjöl, IV2 dl sódavaitin, pipar, 10 snieiidar aif bacon. Kjötið hrært með kryddi, eggi, kartöflumjöli og sódavatni gerðar úr því 10 buffkökur. — Bacon-sneið vafin utan um hvert buff og fest með tann- stöngli. Steikt á pöninu og bor ið fram með kartöflum, græn- metisjafningi eða grænmetis- salti. PARÍSARBUFF Gerðar þykkar kökur úr hökk uðu kjöti, síðan skomar þvert og á milli sett 1 tesk. af hakk- aðri steinselju, smjörbiti og salt. Steikt á venjulegan hátt. SÆNSKT BUFF 750 gr hakkað kjöt, 2 soðnar kartöflur, 1 soðin rauðrófa, 1 eggjarauða, 14 bolh mjólk, 1 matsk. saxaður laukur, salt, pipar. Kartöflur og rauðrófa skornar smátt og hrært saman við kjöt ið ásamt eggi, mjólk og kryddi. Gerð úr þessu meðalstór buff- stykki og brúnuð á pönnu, snú ið oft og gegnum steikt. VÍNARBUFF 750 gr hakkað kjöt, V2 bolli brauðmylsna eða molar, 1 tesk. salt, 14 tesk. pipar, 1 tesk. papr ika, 2 matskeiðar matarolía, 2 matsk. smjörlíki, 4 sítrónusneið ar, 8 gaffalbitar, 2 tesk. kapers. Gerðar kökur, aflangar úr kjöt inu, velt upp úr brauðmylsnu, kryddað með salti, pipar og papriku. Steikt upp úr blöndu af olíu og smjörlíki við meðal hita. Sítrónusneið, gaffalbiti og kapers sett á hverja kjötsneið. Kartöfliusiailait borið með. FALLEGIR HANZKAR Fallegir hanzkar, sem virðast fara mjög vel við stígvélin, sem nú eru allsráðandi í fótabúnaði. Önnur gerðin er reimuð en hin með málmspennum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.