Morgunblaðið - 22.01.1971, Side 17

Morgunblaðið - 22.01.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971 17 Pólverjar líta til vesturs Observer eftir Leslie Colitt Stúdentarnir, sem töku þátt í óeirðum i borgnm Pól- lands i sl. mánuðl, eyða yfir- leitt tima sinum yfir kaffi- boila á veitingahúsl eða í heimavistum og ræða málin. Þetta unga fólk er framsýnt og ungu mennirnir tala dig- urbarkalega um hvernig þeir ætli að breyta sósíalismanum til hins betra, þegar þeir Ijúki háskólanámi. Vinkonur þeirra, sem eru venjulega vel klæddar láta móðann mása um nýjustu kvikmynd- irnar eða bækurnar. Eftir að hafa dvalizt I hópi stúdentanna um tíma verður auðvelt að skilja hvers vegna Pólverjar eru kallaðir „Suðurlandabúar N-Evrópu“. Það þarf enginn að efast um að ákvörðun stúdentanna um að ganga í lið með veúka- mönnum hatfi ekki verið um- svifalaus. Þeir lutu stjóm verkamannanna og mynduðu þannig fyrstu breiðfyllkingu stúdenta og verkamanna síð- an í París i maí 1968. Óeirðimar á dögunum eiga eftir að draga dilk á eftir sér, þvi að því fer fjarri, að fólkið hafi fengið fuila útrás tilfinninga sinna. Stúdent- amir I Póllandi hafa verið þeirrar sfcoðunar að eigin stefna Póllands i átt til sósí- alismans sé lyrir iöngu stöðnuð. Þeir eru vongóðir um að hin nýja stjórn Giereks muni veiita þeim meiri atvinnumöguleika, en hins vegar eru þeir svartsýnir á að hún verði jákvæðari í afstöðu sinni til mennta- manma, sem telja sig miklu meira einangraða en verka- menn. Ung stúdína sagði við mig nú fyrir skömmu „Pól- verjar eru Evrópubúar og A- og V-Evrópa eiga miklu meira sameiginlegt, heldur en SovétrSkin og A-Evrópa,“ og kunningjar hennar kink- uðu kolli til samþykkis. Þetta er kjami óánægju pólskra manntamanna. Þeir tileinka sér venjur og siði V-Evrópubúa og það er pólska kommúnistaflokkn- um ekkert leyndarmál því að margir af ráðamönnum innan hans, hlutu menntun sína í borgum V-Evrópu. Þessir mtenn tala mörg tungumál og nota hvert tækifæri sem gefst, til að ferðast til Frakk- lands og Italu, en þessi tvö lönd telja pólsklr mennta- menn skyldust Póllandi menningarlega. Flokkurinn vissi, að pólsk- ir menmtamenn töldu það al- gera nauðsyn að heimsækja V-Evrópu á nokfcurra ára fresti og auðveldaði hann þeim slík ferðalög með því að leyfa þeirn að þiggja boð ætt- ingja og vina erlendis. 1 dag segir orðrðmurinn að þetta hafi breytzt og að nú hafi innanríkisráðuneytið fengið fyrirmæli um að gefa ekki út vegabréf, nema umsækjandi eigi fjölskyldu á erlendri grund. Menntamenn telja að hér sé ráðuneytið að feta í fótspor Sovétríkjanna, en stjómvöld þar hafa nú gert ibúum landsins mun erfiðara um vik að fá ferðaleyfi til Vesturlanda. Sumir Pólverj- halda því fram að pólsk yfir- völd hafi miklar áhyggjur af þvi hvers álits þau njóti í Moskvu og viti í raiun og veru ekki hvar þau standa. Þetta segja mennta- mennirnir, að sé hin raun- verulega ástseða fyrir því hve treg pólsk yfirvöld eru á að leyfa menningarlegt tjáning- arfrelsi að sama marki og nú er í Ungverjalandi, svo að dæmi sé nefnt. 1 viðskiptum flokksins og menntamanna andar til skipt- is heitu og köldu. Eitt dæmi um þá sem þurfa að þola kuldann eru kvikmynda- framleiðendur. Á árun- um 1950-60 höfðu kvik- myndaframleiðendur tiltölu- lega frjálsar hendur, en svo er ekki lengur. 1 dag eru pólskar kvikmyndir nær ein- göngu sögulegs eðlis og fjalla yfirleitt um sigra Pólverja yfir einhverjum villimanna- þjóðum, oftast Þjóðverjum, eða þá að sýndar eru hetju- dáðir pólska hersins i heims- styrjöldinni síðari og daglega má sjá í kvikmyndahúsum um allt landið myndir, sem sýna hvernig pólski herinn þurrk- ar út Þjóðverja á öllum víg- stöðvum, algerlega upp á eig- in spýtur. Ef kvikmyndahandrit, sem gagnrýnir nútáma þjóðskipu- lag í Póllandi sleppur í gegn um ritskoðun flokfcsins og reynist síðan fordæma sósiial- isma í landinu, er ekki að bú- ast við góðu. Slík mynd var nýlega gerð í PóMandi af leikstjóranum Marek Piw- owski, sem lengi hefur verið í ónáð hjá kvifcmyndaeftirlit- inu. Myndin heitir „Ferð- in“. Kvifcmyndaeftirlitið var óspart á að nota skærin og mikill hluti myndarinnar lenti I bréfakörfunni. Engu að síður náði myndin svo miklum vinsældum í Warsjá, að hún var send út úr borg- inni og er nú aðeins sýnd I smáþorpum og minni borgum. Myndin fjallar um ferð með skemmtiferðabáti um Vistulafljótið og eru farþeg- ar dæmigerðir Pólverjar. Meðal þeirra eru tveir menn, sem svindla sér um borð, með þvl einu að segja töfraorðin, „Við erum í opinberum erindagjörðum." Skipstjórinn veitir öðrum manninum sér- staka athygli, er hann fréttir um „opinbera" stöðu hans. Þessi maður lítur út fyrir að vera einstaklega leiðinlegur, en -farþegamir taka eftir við- móti skipstjórans og ákveða þegar að kjósa manninn til áð stjóma menningarþátt- um ferðarinnar. Maðurinn veit í fyrstu ekkert hvað hann á að gera, en fer brátt að hafa gaman af starfinu. Hann gerir all't sem hann get- ur til að fá skipstjórann til að taka eftir sér og skipu- leggur leiki, leikfimiæfingar og kórsöng „í heiðursskyni við skipstjórann.“ Leikimir taka brátt á sig mynd alvöru- heræfinga. Pólverjar, sem sjá myndina sjá strax að bátur- inn er smásjárþverskurður af pólsfcu þjóðfélagi. Skipstjór- inn er enginn annar en Gomulka, sem nú er fallinn í ónáð og menningarstjórinn er fulltrúi hinna hæfi- leifcasnauðu embættlsmanna flokksina, sem sífelit eru að reyna að smjaðra fyrir for- ingja sínum. Einn þáttur myndarinnar, sem varð skær- unum að bráð sýnir farþega afskræmda af kvikmyndavél- inni, þannig að þeir Wta út eins og dýr. En sfcærin klipptu Wka þann þátt mynd- arinnar, sem Mklega er áhrifa mestur, en þar er sýnt hvem- ig báturinn siglir í strand á fullri ferð. Það er Pólverjum furðu- og ánægjuefni að yfirleitt Skuii hafa verið leyfit að sýna þessa mynd, en ýmsum býður svo í grun að það hafí verið háttsettir embættis- menn flokksins, sem voru í andstöðu við Gomuika, sem leyfðu sýningu myndarinnar. Flugræningjar dæmdir Múnichen, 21. janúar, NTB. ÞRÍR Umgverjar voru í gær dæmdir til árs fangelsisvist- ar fyrir rán á rúmenskri farþega tfluigvél í september í fyrra. — Neyddu þeir vélina til að fljúga ti'l Vestuir-Þýzkalanids og lenda í Múnchen. Kona, sem þátt tók í flugvélarránimu, hlaut sex mánaða fangelsisdóm. Rúmieiniska fliugvéliin var á leið tfrá Búkarest tiil Prag með 78 far- þega og fknm manina áhöfn þeg- air Ungveirjamir neyddu flug- stj óranm til að halda til Mún- chen. Hafa Ungverjarnir skýrt frá því fyrir rétti að þeir hafi viljað flýja land af pólitískum ástæðum, og að þeir óski eftir að fá að setjast að í Vestur- Þýzkáiandi eftir að hafa afplán- að dóma síina. — Kennedy Framiiald af bls. 1. hefur Kennedy lýst því yfir að hann verði ekki í framboði við næstu forsetakosningar. Gerði hann það eftir slysið á Chappa- quiddick-eyju fyrir rúmum tveimur árum, þegar ung stúlka drukknaði í bifreið hans. Robert Byrd hafði ekki tíl- kynmt að hanm ætlaði að gefa kost á sér við kjör aðstoðar- leiðtoga í Öldungadeildimni. En þegar fundur hófst kom í ljós að hann hafði þegar tryggt sér nægan. stuðning til að ná kjöri. Komu úrslitin mjög á óvart. Að kosningu lokinni óskaði Kemnedy Byrd til hamingju með sigurimn og sagði meðal annars: „Ég lærði það fyriir löngu að sá, sem ekki kann að tapa á ekki skilið að sigra.“ Taldi hamn ekki ósemniilegt að einhverj ir þeir, sem gera sér vonár um að verða forsetaefni flokksims ánið 1972 hafí greitt Byrd atkvæði til að miininka lík urinar fyrir því að hamn kæmi sjálfuir til greina. Si£an 1E51 riaíur sud FflCSD ísiií ít htÍDnar Dg Epriafi fulftDíHíia físLtarslDd afi laugaiJagiSH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.