Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971
13
Sýslufundur
á Patreksfirði
Rætt um rafmagns-
skóla- og heilbrigðismál
Patraksfirði 7. janúar
Dagana 6. og 7. desember s.l.
rar haldinn á Patreksfirði á veg
nm sýslunefndai Vestur-Barða-
strandarsýslu sameiginlegur
fundur sýslunefndar og allra
hreppsnefnda «. sýslunni, auk
nokkurra gesta. Fundinum
stjórnaði Jóhannes Arnason,
sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Er þetta í fyrsta skipti sem þar
er boðað til slíks sameiginlegs
fundar, en áformað er að þeir
verði framvegis haldnir árlega í
sambandi við aðalfund sýslu-
nefndar. Á fundum þessum verð-
ur fjallað um málaflokka þá, er
varða héraðíð i heild og eðlilegrt
eða óhjákvæmilegt er að leysa
sameiginlega fyrir héraðið, svo
og margvísleg framfara- og vel-
ferðarmál sýslubúa.
Á fyrsta fundinum voru tekin
til meðferðar rafmagnsmál skóla
mál og heilbrigðisþjónusta í hér
aðinu. Að undanfðrnu hefur
startfað á vegum sýslumefndar
sérstök rafvæðingarnefnd undir
forustu Hafsteins Davíðssonar,
rafveituistjóra á Patreksfirði.
Sett hafa verið upp tæki til
vatnsrannslismælinga og frum-
áætlun gerð um virkjun Suður-
fossár á Rauðasandi. Hefur Virk
ir h.f. í Reykjavík annazt það
verk og skýrði Kristján Krist-
jánsson, verkfræðingur hjá
Virki, virkjunaraðstöðu í Suður-
fossá á fundinum. Eru taldir
mögul.'ikar á að virkja allt að
2400 kw, en það er svipað afl og
orka og nú fæst frá aðalvatns-
aflsvirkjun Vestfjarða, Mjólkár-
virkjun í Arnarfirði. Á fundin-
um k:>m fram mikill áhugi fyr-
ir áframhaldandi rafvæðingu á
Vestfjörðum, sem menn töldu að
hefðu dregizt aftur úr í þessum
efnum. Var samþykkt að fela
sýslunefnd Vestur-Barðastrand-
arsýslu að vinna að áframhald-
andi undirbúningi málsins og
Jjlorðtmþlaíiií)
margfaldar
markað yðar
kanna stofnun sameignarfélags
sem haf i í hendi raforku-
vinnslu og annist dreifingu á raf
orku fyrir þá hreppa sem þess
óska. Á fundinum flutti Gísli
Jónsson, framkvæmdastjóri Sam
bands íslemzkra rafveitna, erindi
um raíhitun húsa.
Á fundinum var ennfremur
rætt um framhaldsskóla í sýsl-
unni og hafði Ingólfur Arason,
PatreKsfirði, framsögu í því
máli. Var ákveðið að láta fara
fram rannsókn á húsnæðisþörf
menntastofnana i héraðinu. Gerð
var sérstök ályktun um skóla-
mál, þar sem m.a. kom fram
krafa um jafna aðstöðu til náms
Og menntunar, án tillits til efna
hags eða búsetu í landinu.
Varðandi heilbrigðisþjóniustu
kom fram áhugi á stofnun lækna
miðstöðvar á Patreksfirði. Fram-
sögn í þvi máli höfðu Jóhannes
Ámason, sýslumaður og Ástráð
ur Hreiðarsson, héraðslæknir.
Þó taldi fundurinn að fyrst
þyrfti að gera sérstakar ráðstaf
anir vegna læknisþjónustu við
Bíldudalshérað og tryggja ör-
uggt símasamband sveitanna við
læknamiðstöðina og snjómokstur
að vetrarlagi á vegum.
Undanfarin ár hefur verið vís
ir að læknamiðstöð á Patreks-
firði og tveir læknar verið starf
andi par. Ennfremur er þar sér-
stök lyfjabúð. Nýr læknisbústað
ur er nú i smíðum á Patreks-
firði.
— Trausti.
Rafmasns- & Handverkfæri
Skrúfur. Rær & Allsk. Hjól
Vald Poulsen hí.
Klapparstíg 29, s. 13024, 15235
Suðurlandsbr. 10, s. 38520, 31142
Framtíðarstarf
Úngur, röskur maður óskast til starfs á skrifstofu hjá stóru
fyrirtæki.
Umsóknir með uplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf
óskast sendar Morgunblaðinu fyrir 27. þ m. merktar: „Reglu-
semi — 6680”.
ÚTSÖLUNNI Sýkur
á morgun
Ný verðlœkkun
Bernharð Laxdal SCjörgarði
Blaðburðarfólk óskast
Suðurlandsbraut — Laugarásveg
Hverfisgötu frá 63-125 — Meðalholt
Vesturgötu 1. — Baldursgötu
Tjarnargata
i ernr-
talin
hverfi:
Talið við afgreiðsluna
í síma 10100
Þér eigið viðskiptafélaga
í New York ríki
Eins og er hefur New York ríki. U.S.A. 40.000
fyrirtæki, sem framleiða vörur, tæki eða efni,
sem getur ýtt undir vöxt fyrirtækis yðar.
Til þess að finna mögulegan viðskiptafélaga
þurfið þér aðeins að skrifa okkur, lýsa í
smáatriðum þeim vörum, sem þér óskið eftir
fyrir fyrirtæki yðar. Segið okkur, hvemig þér
ætlið yður að nota þær. Segið okkur, hvort þér
ætlið að kaupa þær á eigin reikning eða gerast
umboðsmaður. Vinsamlegast takið fram
viðskiptabanka yðar og auðvitað nafn yðar,
nafnið á fyrirtækinu og heimilisfang.
Þegar við fáum bréf yðar, munum við koma því
á framfæri við framleiðendurna í New York og
láta þá vita um vörurnar, sem þér óskið eftir.
Síðan munu þeir framleiðendur, sem hafa það,
er þér óskið eftir, skrifa beint til yðar. Og
innan skamms getið þér átt „viðskiptafélaga" í
New York riki.
Fyrirspurnir á ensku fá e.t.v. f.jótari afgreiðslu,
en yður er velkomið að skrifa á hvaða
verzlunarmáli sem almennt er notað.
Skrifið til: The New York State Department of
Commerce, Dept, Leme, International
Division, 230 Park Avenue, New York, N.Y.
10017, U.S.A.
NEWYORKSTATE
KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIOAHLÍÐ 45-47 - Sími 35645
ÞOEtRAMATUR - ÞORRAMATUR
Opið laugardag til kluhhon 20 — Opið sunnudag hluhkan 10-18