Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 11
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971 11 Vatnsleysufoss í Tungrifljóti. segja þeir „full ástæða til þess En þú, sero undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Með þessu táknræna erindi lýkur Bjarni Thorarensen ljóð- inu ódauðlega um vin sinn Odd Hjaltalín. Ósjálfrátt leiðir þó mynd ljóðsins hugann að raun- veruleikanum, þar sem laxinn reynir afl sitt við fossinn. Frá sjónarmiði 19. aldar manna, varð ekki annað gert, en horfa á laxinn og vita af honum „stikla fossa." Eí þetta kvæði hefði verið ort á þessari öld, hefði viðhorfið crðið annað. Vit að er, að laxinn ræður ekki við, kemst ekki upp nema hina smærri fossa. Nú er hægt með aðstoð tækninnar, tiltölulega auðvelt með laxastiga að opna honum leið yfir torfæruna. Á síðustu árum hafa augu manna opnazt fyrir því, að lax og önnur vatnafiskirækt, sé að verða allmikilsverður þáttur islenzks landbúnaðar. Mikill meiri hluti bænda landsins, hef- ur þar hagsmuna að gæta, því iangflestar jarðir liggja að ein hverju veiðivatni, sem gæti ver ið arðberandi. Víða um land hafa ýmsir einstaklingar og fé- lög, lagt fjármagn í það, að rækta upp fiskilausar ár og gera stiga i fossa, sem í þeim kunna að vera og oftast upp skorið það að launum, að ár- angur hefur fljótt komið i ljós. Fjárhagsleg áhætta ætti ekki að vera mikil við slíkar fram- kvæmdir ef verkið heppnast sem miklar likur eru fyrir nú með vaxandi þekkingu á þess- um málum. Mesta stórvirki, sem hingað til hefur verið ráðizt í hér á landi, stendur nú fyrir dyrum. Stangaveiðifél. Reykja- víkur hefur tekið sér fyrir hendur, að rækta upp allt hið geysilega víðáttumikla vatna- svæði Lagarfljóts, sem fiski- laust hefur verið fram að þessu. Að sjálfsögðu verður það ekki gert án þess að byggja laxa- stiga í Lagarfoss, mikið fyrir- tæki, kostar að sögn um 10 milijónir króna. Það er ekki ætlunin að ræða hér frekar um vatnasvæði Lag- arfljóts, en sú umræða bend- ir þó á viðfangsefnið, aðal kjarna þess máls sem hér verð- ur flutt. Guðmundur Daniels- son rithöfundur hefur sem kunnugt er skrifað tvær bækur um „Vötn og Veiðimenn." Kom sú síðari út nú fyrir jólin. Má margt gott um ritverk þetta segja, eflaust að mörgum þyki það skemmtilestur, því að ekki þarf að efa stílfærni höfundar. En sínum augum lítur hver á siifrið. Framan á forsíðu síðara bindis stendur „Uppár Ámes- sýslu." Hér verður að líta svo á, að um heimildarrit sé að ræða og eðlilegt sé því, að ætlast til þess af höfundi, að hann leiti til heimildarmanna á viðkomandi stöðum, sem bezt þekkja til og helzt vita um sérmál hvers svæð is og vatnsfalls út af fyrir sig. Það verður ekki dulið hér, að verulegur galli verður það að teljast á bókinni, að Guðmund- ur hefur ekki hirt um, að tala við menn við efri hluta Hvítár otg Tutniguffljórts, setn áreSðan- lega hefðu getað látið honum í té vitneskju um margt, sem gerzt hefur, og fram undan er og vel hefði átt heima í bók hans. Kafli sá um Tungufljót, sem höf. tekur upp í bókina er því nær eingöngu ritgerð frá árinu 1940 sem fræðimennirnir dr. Finnur Guðmundsson og Geir Gigja gerðu þá um rannsóknir sem þeir framkvæmdu á umræddu vatnasvæði. Síðast í þessari grein birtir þó Guðmundur við tal frá árinu 1966, sem hann átti þá við Jón Einarsson bóhda í Neðri-Dál, um viðhorf hans og bænda á þessu svæði til veiði- mála. Það skal ekki frekar rak- ið hér, en hins getið að 4 ár eru nú liðin frá 1966 og sitt hvað má hafa gerzt í þessu máli sem öðru, sem ætti skilið að sjá dagsins ljós. En það hefur Guð mundi því miður láðst að kynna sér. Ekki er það ætlunin eða rúm til þess hér, að fara að lýsa Tungufljóti landfræðilega, upp tökum þess og þverám sem í það renna. Skal þar visað til bók- ar Guðmundar, ,„Vötn og veiði- menn" eða til áður nefndrar greinar, sem upp í hana er tek- in. Þegar Lagarfljóti og vatna- svæði þess sleppir, mætti ætla að hér væri um að ræða mesta og glæsilegasta vatnasvæði landsins sem enn er ónytjað. En því veldur sem kunnugt er foss hjá bænum Vatnsleysu, samnefndur (eða öðru nafni Faxi). Þegar á 19. öld kviknaði hugmynd um það að ryðja þess ari tálmun úr vegi svo göngu- fiskur kæmist um vatnasvæðið. Á seinni hluta aldarinnar bjó i Haukadal bóndi, Sigurður Páls- son að nafni. Hann þótti frem- ur sér í háttum en oft raunsær og framsýnn. Hann undi því illa að sjá allt vatnasvæðið laxlaust og geta ekkert að gert. Lauk þeim heilabrotum svo að hann safnaði að sér mönnum með járn karla og, sleggjur og réðst til atlögu við bergið. Eitthvað mun hafa látið undan í þeim átökum, því sagt er, að grjóthrúgan sjá- ist enn undir fossinum. En sam- tíð þessa hugvitssama bónda 19. aldar bauð ekki upp á þá tækni, sem þurfti til þess að slíkt verk væri framkvæman- legt, því fór sem fór. Síðan þetta gerðist eru nú liðin meira en hundrað ár, og enn steypist fossinn fram af berginu óhreyfð ur sem fyrr. Þetta þýðir þó ekki það, að ekkert hafi verið hugs- að eða talað um málið síðan. Þegar ritgerð þeirra Finns og Geirs birtist var talið að niður- staða þeirra hafi verið neikvæð fyrir lífsskilyrði laxins i Tungu fljóti og þverám þess og fengu andstæðingar málsins þar byr undir vængi, þ.e.a.s. þeir sem vildu „fljóta sofandi að feigðar- ósi.“ Skal nú hér næst vikið að nokkrum niðurstöðum áður- nefndra fræðimanna. Þeir rann sökuðu fyrst flestar lækjar sprænur þær, sem renna í Fljót ið neðan við foss og reyndu þær ekki góðar. Þó væri lækur hjá Vatnsleysu sem teljast mætti nokkuð álitlegur og borið hafi við að lax hafi sézt þar. Væri því tilraun, að sleppa þar seið- um. Siðan rannsökuðu þeir hin- ar svonefndu Haukadalsár og læki sem renna í Fljótið ofan Vatnsleysufoss. Endanleg niður staða þeirra varð svo að lokum á þá leið: Að þótt uppeldis- og lífsskilyrði fyrir lax væru að vísu ekki eins og bezt yrði á kosið „væri þrátt fyrir það,“ að gera Vatnsleysufoss laxgeng an, svo framarlega sem kostnað ur yrði ekki því meiri. Ekki verður fullyrt neitt með vissu um það, hversu mikill árangur af þessum ráðstöfunum kynni að verða, en við teljum þessa tilraun fyllilega réttlætanl'ega og teijum vist, að hún muni bera nokkurn árangur." Þessar rannsóknir eru aúðvit að ófulikomnar og skera aldrei úr um það, hvað í málinu kann að verða gert. Ekki sízt fyrir það að hér er aðalvatninu Tungufljóti sjálfu sleppt, vegna þess að það er jökulvatn, og þess vegna talið að þar hafi aldrei laxveiði verið. Ekki heí- ur þetta verið rannsakað sem skyldi því að sagnir herma að eitt sinn hafi Tungufljót (neð- anvert) verið ein mesta laxveiði á héraðsins. Það eru heldur ekki orðin tóm, því að Sveinn Pálssön læknir segir í ferðabók sinni, er hann átti leið um Bisk- upstungur sumarið 1792 að 1 Tungufljóti sé veiði, gangi í það lax að Vatnsleysufossi. Það hefði hann vissulega ekki sagt ef hann hefði ekki verið úm það fræddúr. Á ferðum sínum gat hann jafnan um það hvar veiði væri í ám. Þetta sýnir að þá hafa verið við Fljótið fyrir neðan foss hrygningar og úpp- eldisskilyrði, sem síðan hafa spillzt eðá ekki eru til nú. Þeir félagar telja, að ekki þurfi um að ræða, að lax hrygni í jökul- vatni. Kunnugir telja þó, að fullvist sé, að lax hafi alla tið hrygnt í stórum stíl í Hvítá á Kópsvatnseyrum. Hitt er annað mál, að mjög erfitt er, að rann- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.