Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1971, Blaðsíða 24
24 MOitGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1971 lesið einhverja bók, og kom- izt að þehri niðurstöðu, að fædd ur aðaismaður væri alltaf sögu- hetjan, en strokinn, veraldar- vanur maður fanturinn. En ég hef víst lesið skakka bók. Pat. CORTINA1971 Hann sagði: — Þetta lætur í eyrum eins og lélegur brandari þú hefur sjálfsagt McClure i huga. — Nei, ég hef ekkert í huga nema sjálfa mig. Ég er að hugsa um þessa botnlausu fáfræði mína — eða /ar það kannski sakleysi? — og barnaskapinn í mér. Hann gekk nær henni og sagði einbeittur: — En þú ert enn ást- fangin af mér. Hún færði sig frá honum. — Nei, ég er ekki ástfangin af þér — svo er guði fyrir að þakka. — Þú getur ekki neitað þvi, þegar við erum svona saman í einrúmi. Hann sei.dist eftir henni og dró hana að sér. Þú getur ekki látið mig halda svona utan um þig og neitað því um leið. Við eigum nokkuð mikilvægt saman. Því geturðu heidur ekki neitað. Eitthvað sterkt og varanlegt. Ný dag- og kvöldndmskeið hefjast í næstu viku fyrir ungar stúlkur og frúr. Upplýsingar og innritun í síma 33222. Skírteini afhent laugardag miili kl. 4—5 e.h. Snyrti- og tízkuskólinn Unnur Arngrímsdóttir. ÁSTRÖLSK ÚRVALS VARA NIÐUR SOÐNIR ÁVEXTIR ^O. JOHNSON&KAABER j Ertu viss um að þetta sé Mið jarðarhafið, — ég tel það líkara Atlants hafinu ? Vertu nú ekki svona heimsk, Kathleen! Hún sagði: — Mér er alveg sama, nvað kann að vera milli okkar. og ég vil ekki eiga neinn þátt í þvi. Nú var dyrabjöllunni hringt ákaft. Hann sagði: — Sittu kyrr, ég skal sjá um þetta. Hún sat kyrr eins og hann hafði skilið við hana, hreyfingar laus en með ákafan hjartslátt. Hún var máttlaus og með svima. Þetta var sjálfsagt sendill með ábyrgðarbréf — henni var alveg sama um það. Er. það gat bjargað henni, hvað eða hver sem það kynni að vera . . . — Nú, það eruð þér, MeClure, sagði Pat dauflega, þegar hann hafði opnað dyrnar. — Sá er maðurinn. Paul kom inn og leit yfir stofuna. — Ég skal fara ef þú vilt, Kate. — Já, vitanlega vill hún það, sagði Pat léttilega. — Er það ekki eiskan? — Nei, sagði Kathleen, — það vil ég ekki. Hún brosti til Pauls. — Komdu hingað og settu þig niður, sagði hún. — Ég get líka sett mig niður, sagði Pat. Þetta var vandræðaástand. Paul h.ó og bauð Pat vindlinga- veskið sitt. Hann sagði: — Þér þekkið söguna af piltinum, sem sat hjá kærustunni sinni úti í for skálanum, þegar annar pilt- ur kom á vettvang. Þeir sátu báðir alveg eins og við sitjum núna. Xlukkan var orðin tvö um nóttina, þegar sá síðari fór. — Jæja, sagði sá fyrri sigri- hrósandi, — ég sat og hann sat, en ég sat hann af mér. Pat sagði: — Ég get verið skrattans þolinmóður. Hann laut fram brosandi. — Sjáið þér til, McClure, þér eruð greindur mað ur en ekki sérlega háttvís. Ég sá Kathleen í gærkvöld, i fyrsta sinn eftir að við urðum . . . ósammála. Og ég kom hingað núna íil þess að ræða málið nán- ar. Verið þér nú vænn og hafið yður á brott. — Raðstu hann að koma? spurði Paul og sneri sér að Kathleen. — Nei. — Viltu, að hann verði kyrr? — Nei, það vil ég ekki, sagði Kathleen. — Jæja, þér heyrið hvað hún segir. Hafið þér yður á brott. Það íærðist skuggi yfir and- litið á Pat og æð á enninu þrútn- aði upp. Hann sagði: — Með hvaða rétti. .. ? — O, ekki svona hátíðlegur, sagði Paul, — með engum rétti. En þér heyrðuð, hvað hún sagði. — Henni er ekki alvara, sagði Pat og hreyfði sig hvergi. — Þér eruð hér, og þess vegna er hún að reyna að blekkja mig. — Því trúi ég trauðlega. Paul stóð u pp og fleygði vindlings- stúfnum í öskubakkann. Hann gekk að Pat. Hann var eins hár og hann, en miklu grennri. Hann spurði rólega: — Ætlið þér að fara út eða þarf ég að íleygja yður út? — Æ, Paul! sagði Kathleen. Hún hafði horft á þetta í hrifn- ingu. Þetta var næstum eins og leiksýning. Henni fannst hún sjálf enginn þátttakandi í þessu, ekki einu sinmi þegar hún svar aði spurningum Pauls. En nú var var hún aftur orðin þátttakandi, og hún var hrædd. — Verið þið ekki að þessu, sagði hún. — Ég skal ekki meiða hann sagði Pat öskuvondur. Katb’.een stóð á fætur, og sagði — Þetta er bæði hlægilegt og óviðeigandi. Hún sneri sér að Paul og var nú reið. — Ég get sjálf gart út um mín mál. Hún leit á Pat, og sagði? — — Þú ferð nú vonandi. — Allt i lagi, sagði Pat, — en ég kcvn bara aftur. Hann getur ekki ailtaf „setið mig af sér.“ Hann gekk til dyranna, án þess að flýta sér neitt. En þegar þangað kom, sagði hann. — Góða nótt, Kathleen . . . gaman að sjá þig. Dyrnar lokuðust. Paul var ná- fölur. — Honum veitti betur, finnst þér ekki ? — Manstu, hvernig hann sagði: ,,Ég skal ekki meiða hann." Ef ég hefði þá slegið hann . . . — Vertu ekki með þessa vit- leysu, Paul. — Hann hefði lamið mig niður, sagði Paul rólega. — Ég er eng- inn áflogamaður, eða hetja. En mikið langaði hann til að berja mig. En það er vist þýðing- arlaust, að ég standi lengur við. Afsakaðu, að ég skyldi ryðjast inn. En ég er alltaf að hlaupa svona á mig. Hún sagði: — Vertu nú róleg- ur, Paul. Ég vissi ekki, að hann ætlaði að koma, vitanlega. En nú, úr því að hann ei farinn — hún andaði djúpt — þá gerir það ekk ert tii þó að hann kæmi, ég er komin yfir þetta, sagði hún og roðnaði. Það sem eftir er . . . nú þekki ég það eims og það er, og það getur ekki framar angr- að mig .... — Gott! sagði Paul. Augu hans ljómuðu en andlitssvipurinn tók engum breytingum. — Eigum við ekki að halda þetta hótíðlegt? — Jú, það væri ekki frá- leitt. Hann fór fram í eld- húsið, blandaði í tvö glös og kom með þau inn. Hann skálaði, alvarlegur á svipinn. — Skál fyrir frelsi þínu! sagði hann, — og ég vil bæta við: — fyrir hamingju þinni. — Þakka þér fyrir, sagði hún brosandi. Hún saup á og setti frá sér glasið. Paul tæmdi glas ið og leit á hana, hugsi. — Þú ert þreytuleg, sagði hann. Hann leit á skrifborðið. — Og þú varst að skrifa bréf, þegar þú varst trufluð. Nú skal ég fara. Hann kom aftan að henni og lagði höndina á öxl henni. — Góða nótt og gangi þér vel, sagði hann. Hún gekk út að dyrum með honum og rétti honum höndina. — Þakka þér fynr, að þú komst, Paul. — Ég var nú ekki sérlega hetjulegur, sagði hann. Ég hef líklega átt að vera höfundur leikritsins en ekki hetjan í þvi. Góða nótt, elskan mín. Veslings Paul „Ég skal ekki meiða hann,“ hafði Pat sagt. Nei hann er engin hetja, hugsaði hún og sneri sér svo aftur að bréf- inu, sem hún hafði verið að skrifa. En hún gat ekki haft hugann við það. Nú var hún frjáls og gerði sér rétta grein fyrir til- finningunum, sem Pat hafði vak- ið hjá henni. Eða var það kannski bara skugginn af til- finnimgunni — eins konar tilfinn ingalegir timburmenn, eftir langa drykkju? Hún skyldi ekki sjá hann aft ur, hugsaði hún. En færi samt svo skyldi ekki einu síiulí þessi svika-hjartsláttur hræða hana. En siðdegis næsta dag heyrði hún frá honum. Siðdegisblöðin voru komin á götumar þegar hún kom úr vinmunni. Hún keypti eitt og settist inn í neð anjarðarlestina og varð þá litið Hníturinn, 21. marz — 19. apríl. Allt i lagi að láta rcka undan straumi í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Alveg óhætt að gera öll sín viðskipti, án þess að láta nokkurn mann vita. hverju ætlunin cr að koma í verk. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú hefur hrcppt hamingjuna, og mátt vel við una. Haltu fast í hana. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Taktu til athugunar öll tilboð, og sjáðu, hvort þú getur ekki hag- nýtt þér þau. I.jónið, 28. júlí — 22. ágúst. Notaðu þér núverandi ástand til að koma þér í rétt horf. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Bjartsýni og starfsglcði eru slagorð dagsins. Vogin, 23. september — 22. október. Þér er samkeppnin einiæg hvatning í dag, og láttu hana dnga þér fram eftir degi. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að vera dálítið vinnusamur, svo að þú dettir ekki aftnr i gamla farið. Kogmaðurinn, 22. nóvemiier — 21. desember. Bezt er að reyna að ljúka einhverju, og sjá einhvern árangnr scm fyrst. Þú ert á alira vörum, og reyndu nú að standa þig. Steingeitin, 22. tlesember — 19. janúar. Rc.yndu i lengstu iög að sýna fulla vinsemd. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. i viðskiptunum tekur margt við núna, sem þú áleizt ómögulegt. Eiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að vera stundvis og sæmilega háttvís um leið. Pcning- arnir þínir fljúga eins og hvitu fiðrildln, ef þú heldur ekkl fast i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.