Morgunblaðið - 10.02.1971, Side 17

Morgunblaðið - 10.02.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 17 „Ekki er hún ljót — Eyvindartugg;an“, hugsar Benedikt og Gunnar Gestsson, bóndi Kotströnd virðist ekkert óánægður heldur. hald. Og ekki má gleyma því, að Eyvindur léttir umferð a£ túnunum. Kannski maður þurfi ekki lengur að drepa hána með því að þrælast í marggang með heyvinnuvélar yfir vellina. Hitt er líka ein hlið, að þegar maður fær svona þurrt hey, þarf mikið geymslupláss. Þess vegna held ég, að hér hljóti vélbindingin að eiga rétt á sér. — Sérðu nú? Sérðu nú?, spyr Bendedikt ákafur. Ég vil gera heyskapinn að léttri vinnu og áhyggjulausri. Og allt súrhey burt! Holllending- ar hafa rifið alla sína súrheys- turna. Þekkirðu annars súr- heysþefinn? Hreint hræðilégt fyrirbrigði. Ég þekki ungan mann, ágæt- an mann, sem kvæntist góðri stúlku á næsta bæ. Þegar til kom, neitaði frúin að flytjast heim á bæ bónda síns, því þar réð súrheysþefurinn rikjum. Og fyrir þetta hræðilega fyrir brigði varð manntetrið að fara af bæ á annan til að geta not- ið hjónabandssælunnar. Frá Kotströnd höldum við að Ingólfshvoli — til Kjartans Hannessonar. Þegar við renn- um í hlað, situr hrafn á útihúsi og krunkar ákaft. „Þarna átt þú góðan hrafn, Kjartan," seg- ir Benedikt. „Hann krunkar gott í eyra mér.“ — Hvað? — Benedikt leggur við hlustir. „Vei, vel, krunkar hrafninn," segir hann svo. Það var Kjartan á Ingólfs- hvoli, sem átti hey það, er eyði lagðist, þegar Eyvindur fyrsti brann. „Ég hef ósköp lítið af Eyvindi öðrum að segja,“ seg- ir Kjartan. „Ég setti bara í hann rýgresi og fannst það ekki þorna nógu jafnt.“ — Já, en rýgresi er ekki gott að þurrka, andmælir Benedikt. Og hér þarf verktækni. Eyvindur einn er auðvitað til lítils, ef menn fara öfugt að hlutunum. Það þarf verktækni við þurrkunina eins og allt annað. Og verktæknin ræður alltaf úrslitum. Síðan færast umræður Bene- dikts og Kjartans yfir í landa fræði og sögu. Kjartan heldur því fram að Reykjanesskaginn sé að hverfa í sjó — smám saman; að landið eyðist og lækki. Benedikt segir hins vegar að landið standi óhreyft en mismunandi ísatímar í norðri hafi áhrif á yfirborð sjávar hér við land. Með þess- um umræðum er drukkið mikið kaffi. Á hlaði að skilnaði víkur Benedikt aftur að Eyvindi og kveður á um kosti hans; hann. gefl kjarnbetra hey en fá megi með öðru móti: „Hvert strá hirðist af velli. Ekkert strá tapast í þurrki. Og hvert ein- asta strá ézt af stalli." „Fyrir þessa nýtingu má gefa mikið,“ svarar Kjartan. „Og þegar þú, Benedikt, hefur reist Eyvind við hverja hlöðu í landinu og breytt áhyggju- sömum þrældómi okkar bænd- anna I auðvelda og áhyggju- lausa vinnu — þá hefur mikið gerzt." —O— 1 Litla-Saurbæ hittum við Sverri Jónsson. Hann segist hafa farið með 4—5 vagna i Eyvind; meiripartinn stör, sem hann tók nýslegna og hrá- blauta af teignum. Hann segir, að þurrkunin hafi gengið ágæt lega og heyið komið gott út, en hann sé lítið farinn að gefa það ennþá. Sverrir kveðst hafa trú á þessari heyverkunaraðferð og bendir á þann möguleika, að nokkrir bændur gætu án efa slegið sér saman um einn eyvind. Bróður Sverrls, Kristjáu Jónsson, hittum við í Hvera- gerði. Kristján er bílstjórinn í hópnum en sá jafnframt um heyþurrkunina. „Hann var Eyvindarstjóri," segir Benedikt „Og gerði það fallega og af trúmennsku.“ Ég spurði Kristján fyrst, hvort hann hefði einhverja trú á „þessu brölti í honum Bene- dikt.“ „Víst hef ég það,“ svarar Kristján um hæl. „Ég á hey í hlöðu, sem ekki væri þar, ef Eyvindar hefði ekki notið við, þvi það var engin tíð, þegar ég var með heyskapinn. Og þetta hey ézt betur en allt ann að.“ — Heldurðu kannski, að þetta sé framtíðin? — Já, frekar en að menn þurfi að þvælast milli lands- hluta — norður I ár, suður næst — til að fá almennileg hey. Én það sem mér fannst merki legast í sumar, voru haframir, sem við þurrkuðum í Eyvindi. Þeir komu svo fallegir út aft- ur. Og engin þurrkun tók svo langan tíma, að ekki mætti þurrka tvisvar á dag. HVAÐ SEGJA VÍSINDIN UM EYVIND? Að beiðni Lanbúnaðarráð- herra, Ingólfs Jónssonar, og Benedikts hefur Friðrik Pálma son, starfsmaður Rannsókna stofnunar landbúnaðarins, rannsakað heysýnishorn úr Eyvindi. í skýrslu sinni segir Friðrik m.a. svo; „Þurrkunin tók 9% klst. og hafði þá þurrefnismagn hækk- að úr 34—43% í 72—94% í þeim sýnishornum, sem tekin voru fyrir þurrkun og að lok- inni þurrkun. Heyið þornaði fyrst neðst við dyr þurrkhúss- ins og var heyið þar fullþurrt með 99% þurrefni eftir 5% tíma. Heyið þomaði eins og vænta má hraðar við gólf húss ins en ofar. Fóðurgildi heysins kemur fram í meltanleika heysins. Meltanleikinn er um 43% fyrir þurrkun en um 49% eftir þurrkun. Ekki er ástæða til að ætla, að hér sé um raunveru- lega aukningu í fóðurgildi að ræða, enda sýna tölur yfir þurr efnismagn, hráprótein og steinefni fyrir þurrkun, að hrá efnið sem tekið var til þurrk- unar var mjög misjafnt að gæð um, sbr, t.d. töflu nr. 9. Fóður- gildi heysins virðist sam- kvæmt mælingum þvi hafa haldizt óbreytt við þurrkunina. Fylgnin gæti bent til sykur- taps, en þar sem, að fylgnin er aðeins jákvæð að 55,4% þurrefni og engin slík fylgni er í miðlagi og botnlagi stæð- unnar, er hæpið að um mark- tæka breytingu sé að ræða. Verkun hafranna hefur tek- izt vel eins og verkun starar- heysins. ÁLYKTANIR OG YFIRLIT Rannsókn á stararheyi og höfrum fyrir og eftir verkun í þurrkhúsi Benedikts Gíslason ar frá Hofteigi var gerð í októ- ber og nóvembermánuði 1970. Þurrkunin fór fram 2.—4. októ ber og voru sýnishornin tekin þá. Fóðurgildi stararheysins og hafranna virðist hafa haldið sér óbreytt við þurrkunina eftir því sem mælingar á meltan- leika, hrápróteini og steinefn- um gáfu til kynna. Tekið skal fram, að þessar rannsóknir gefa engan veginn nægileg svör við þeirri spurningu, hvernig verkun í þurrkhúsinu reynist miðað við aðrar verk- unaraðferðir. Sæmilegt mat á verkun í húsinu krefst ýtar- legri rannsóknar. Stararheyið var eins og rakið hefur verið mjög lélegt að gæðum áður en verkun hófst og misþurrt. Hafrasýnishornin voru aftur á móti ágæt að góðurgildi, en að eins tvö sýnishorn, eitt fyrir verkun og annað eftir voru rannsökuð." Hráefnaprótein og steinefna- magn á störinni var allmisjafnt fyrir þurrkun. Ekki verður séð að neinar breytingar hafi átt sér stað á magni hráprót- eins og steinefna við þurrkun- ina. Breytingar á magni þess- ara efna í þurrefni við verk- un geta orðið með tvennu móti. 1 fyrsta lagi við frárennslis- tap og myndi slík breyting helzt mælast í lækkandi kalí- ummagni. Tap á auðleystum efnum, svo sem vatnsleysan- legum sykrum, getur leitt til hlutfallslegrar hækkunar á öðrum efnum og er þess helzt að vænta, að slík hækkun mæi ist í fosfór, kalsíum, magníum og hrápróteini. Þar sem slíkra breytinga hefur ekki orðið vart, má telja, að þurrkunin hafi ekki rýrt fóðurgildi heys- ins. 1 tvennu kemur fi-am sam- hengi milli þurrefnismagns í sýnishornum og magns ein- stakra efna eða efnaflokks í þurrefni, Fyrra tilvikið er fyr ir verkun að kalíum lækkar eftir því sem þurrefnismagn hækkar. Þessi fylgni kemur ekki verkunaraðferðinni við. Seinna tilvikið er, að hráprót- ein og fosfórmagn'fylgja þurr- efnismagni í efsta lagi frá 35.1- 55.4% þurrefni í sýni, en magn hrápróteins og fosfórs er aftur lægra við 84,1% þurrefni. ÆVINTÝRI ÍSLANDS „Fái ég nú fé, skal ég ganga svo frá þessu máli fyrir bænd- urna, að ekki þurfi að bæta um,“ segir Benedikt, þegar víð ökum aftur „Meyjarmagaleið“ til borgarinnar. Við skiljumst úti fyrir heimili haus að Sig- túni 31. Og eins og Benedikt hafði fyrsta orðið i þessu ferða lagi okkar, hefur hann einnig það síðasta: „Ekki vil ég leggja þér orð t munn, ungi vinur. En skrifa þú það, sem við höfum heyrt og séð í þessu ferðalagi og þá skrifar þú stórkostlegasta ævintýri Islands á þessari öld.“ — f.j. Sverrir Jónsson í Litla-Saurbæ vildi eiginlega ekki láta festa sig á filmu. En við fengum hann til að halda á störinni, Við Kjartan Hannesson á Ingólfshvoii dugðu aftur á móti engar slikar fortölur. Eyvindur annar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.