Morgunblaðið - 13.02.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 13.02.1971, Síða 17
r I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 ______ 1 17 \ I Arni Vilhjálmsson, læknir: Nokkur líffæraheiti kynfræðsla, klám „Bræður munu berjast og að bðnum verðast, munu systrung- ar sif jum spilla. Hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðr- um þyrma." Svo segir í Völu- spá. Athyglisvert er hve völv- an leggur mikla áherzlu á sið- leysið, og hve hættulegt það sé. Bræðravíg, sifjaspell og hórdóm ur er það fyrsta, sem hún nefn- ir. Síðan koma ófriður og styrj- aldir — skeggöld, skálmöld — og loks hallæri —- vindöld, varg- öld — stórviðri og snjóalög svo mikil, að úlfarnir (vargurinn) ryðjast ofan i byggð til að leita sér að æti. Nú er með mestu menningar- þjóðum runnin upp ný siðferð- isöld. Klámrit eru að verða uppáhaldslesning uitgu kynslóð arinnar. Kynmök eru talin svo sjálfsögð, að þau heita bara „að sofa hjá“. Klámkvikmyndir, þar sem náttúrulausir kynvillingar eru látnir skaka sig utan í og á skækjum og öðrum léttúðardrós um, gegn ríflegri greiðslu, eru sýndar jafnt fullorðnum sem unglingum og taldar mikilsverð fræðsla og nauðsynleg. Á þeim er hægt að græða milljónir. Þar liggur hundurinn grafinn. Menn segja, að fræðsia um kynferðismál þurfi að komast á í skólum. Þetta er alveg rétt. Það þarf að fræða unglingana um kynferðismál og getnað af hispursleysi, en með varúð og kunnáttu. Það er ekki stætt á því lengur að segja börnunum, að storkurinn hafi komið með barnið, sem móðir þeirra fæddi í gær. í sveitum landsins fá börn og unglingar sjálfkrafa fræðslu um kynferðismál. Þau sjá húsdýrin eðla sig, og horfa á þegar kálfurinn og lambið fæðast. Sjá, að kálfurinn kem- ur út um burðarlið (rauf) kýr- innar og vita, að hann kemur úr kviði móðurinnar. Börn í kaupstöðum og borgum fá litla vitneskju hér um, nema þá helzt þau, sem dvelja í sveitum á sumr in. Þegar ég var læknir á Vopna- firði kom ég ásamt nokkrum öðr um áhugamönnum á stofn ungí ingaskóla. Kenndi ég þar tungumál, reikning og heilsu- fræði. 1 þessum unglingaskóla hélt ég uppi fræðslu um kyn- ferðismál í sambandi við heilsu fræðina. Fræddi unglingana um kynfæri karla og kvenna, eðlun inia og frjóvgunina og þróun fóstursins í leginu, svo og um fæðingu afkvæmisins. Mér virt- ust unglingamir kunna að meta þessa fræðslu og vera mér þakklátir fyrir hana. Við þessa kynfræðslu rak ég mig á það, að töluvert vantaði á að reglulega góð nöfn væru til yfir suma hluta kynfæranna. Þetta sama hefur komið fram í (nýyrði), vetur í hinum miklu deilum og skrifum um klám og klámmynd- ir. Ég vil nú reyna að gera þessu nokkur skil og koma á framfæri nokkrum nýyrðum I sambandi við kynfærin. Kyn- færi konunnar eru öll innbyggð, vel falin og vandlega varin í grindarholinu. Þegar iitið er á nakta konu er ekki annað að sjá milli fóta henni en skaphár- in. Þegar skaphárin hafa verið rökuð af konunni, svo sem gert er við fæðingu og aðgerðir á kynfærum hennar, líkist hún mest líkneski af konu eða „ginu“. Þó getur þarna að líta rifu eða glufu milli þykkra húðfellinga. Þarna er fæðingaropið. Ég legg til, að glufan ásamt fæðingarop- inu sé kölluð rauf. (Rauf 1. op, gat. 2. rifa, glufa, sjá orðabók Menningarsjóðs). Barmamir beggja vegna glufunnar raufar- barmar — labia majora —. Hol- ið innan raufarbarmanna raufar hol — vulva —. Slímhúðarfell- ingarnar í raufarholinu — raufar holsbarmar — labia minora —. Inn í raufarholið opnast leg- göngin að aftan, en lítið eitt framar þvagrásin. Nokkru fram ar, milli raufarholsbarmanna, er smálíffæri, clitoris, sem svarar til sinar karlmannsins. Þetta líf- færi vil ég nefna örsin — mikro penis. — Líffæri þetta er þýð- ingarmikið fyrir konuna við samfarir, því að nægileg erting á því er afgerandi um það, hvort konan fær fullnægju við samfar ir, eða ekki. Um önnur líffæra- heiti þarf ekki að ræða. Þar eru ágæt- og rótgróin heiti svo sem: Leggöng — vagina —, leg — uterus —, eggjastokkar og eggjakerfi. Oft heyri ég konur tala um móðurlíf. Þessi leiðin- lega dönskusletta (livmor) á að hverfa með öllu, hún þjónar engum tilgangi. Orðið leg er stutt og laggott og þjált i sam- tengingum svo sem: Leggöng, legháls, legbolur, leghol. Kynfæri karlmannsins eru út- byggð, óvarin og ákaflega við- kvæm, sérstaklega eistun. Að sparka í klof á karlmanni er hið mesta fantabragð og óhæfa. Hitti sparkið eistun fær maður inn lost, jafnvel banvænt lost. Nöfn á kynfærum karla, öðrum en getnaðarlimnum, eru rótgró- in í málinu og óaðfinnanleg, svo sem pungur, eistu, sæðisgangur, sæðisblöðrur. Um getnaðarlim karlmannsins — penis — er það að segja, að nafnið á honum er mjög á reiki. Mæður smádrengja nota orðið „tilli“ og getur það vel gengið. Orðið „titlingur" fell ur mér ekki. 1 orðabók Guð- mundar Hannessonar er orðið „reður", það fellur mér ekki. Ég legg til, að getnaðarlimur karla sé kallaður sin. Orðið er stutt og laggott og bændur nota það um getnaðarlim húsdýra sinna. Að lokum nokkur aðvörunar- orð til unga fólksins. Hið „ljúfa líf“, lauslætið, er ekki eins eft- irsóknarvert og ætla mætti I fljótu bragði. Því fylgir mikil áhætta, sjúkdómar og vonbrigði. Ein þokkaleg og vel hirt kona ætti að nægja hverjum karl- manni. vísindamönnum og læknum ref fyrir rass. Hefur þeim tekizt að brynja sig gegn lyfjum, sem á þeim hafa unnið til skamms tíma. Lekandinn á Grænlandi er orðinn þar ólæknandi og hafa Danir af því þungar áhyggjur. Sama vandræða- ástand mun skapast á Norður- löndum, ef vísindamönnum tekst ekki fljótlega að finna upp ný lyf, sem unnið geta á þessu ill- þýði. Lekandi er hvimleiður og bráðsmitandi kynsjúkdómur. Smitun verður við samfarir — coitus —. Á karlmönnum veld- ur hann bráðri bólgu í þvagrás inhi, tíðum og ákaflega sárum þvaglátum. Eitt af eldri skáld- unum okkar lýsti þessum mikla sársauka við þvaglát svo: „Að það væri eins og að míga rak- hnífum.“ Karlmenn neyðast því til að leita læknis jafnskjótt og sjúkdómurinn gerir vart við sig. Um konur gegnir öðru máli. Hjá þeim veldur sjúkdómurinn ekki jafn miklum og óbærilegum þrautum og hjá karlmönnum. Þær geta því gengið með sjúk- dóminn langtímum saman án þess að leita til læknis. Að sjálf sögðu eru þær smitandi þar til lækning hefur farið fram og smita hvern karlmann, sem hef- ur samfarir við þær, nema þá að karlmennirnir séu svo hyggn ir að nota verjur — smokk — við athöfnina. Leiti konan ekkl- læknis berst bólgan frá raufar- holi upp leggöng, gegnum leg og eggjastokka alla leið upp í kviðarhol, veldur lífhimnu- bólgu og margs konar óþægind um. Konur geta auk annars orð ið óbyrjur af þessum sökum. Kynsjúkdómar hafa færzt í aukana á Norðurlöndum sið- ustu árin, sérstaklega lekandi. Lekandasýklamir hafa skotið Um hinn margþætta og hættu lega kynsjúkdóm, sárasótt — syphilis — er ekki tími til að ræða hér. Einar Haukur Ásgrímsson, verkfræðingur; * Islenzk mengunar- lögsaga á hafi úti SÍÐASTA iaiugardag mælti leið- ari Morg unb laðsins með hug- mynd Gunnans G. Sdhram, lekt- ors, að ísland lýsi yfir mengun- arlögsögu í kringum landið, t.d. 100 míl'ur til hafs. Bágt er að koma auga á rök, sem skotið gætu stoðum undir þessa hugmynd, enda þau ein rök tilgreind í leiðaranum svo og i grein Gunnars G. Schram sl. föstudag, að Kanada hafi þegar gert þetta og því slegið föstu að staðhættir séu svipaðir við Kanada og ísiland. En auðvelt er að koma auga á eftirtalln sex rök, sem maala móti þesisari hugmynd: 1. Meginmarkmið Kanada- manna er að banna algerlega sigl- ingar olíuskipa frá Alasfka aust- ur með norðursitrönd Kanada og suður um kanadísku sundin vest- an við Grænland til AtQiantshatfs, sem olíuflutningaísbrjóturinn „Manhattan" hefir sannað að er fær ieið. Engir slíkir flutningar eru fyrirhugaðir um íshafið norð- am við Island. 2. Meginrök Kanadamanna eru þau, að sjórinn norðan við Kanada sé við frostmark alllt árið og sé sjórinn þvi snauður atf þeim bakterium, sem eytt gætu olíu, sem til spillis kynni að fara. Sjórinn við Island er sem betur fer svo miklum mun hlýrri, að þessi rök eiga ekki við hér. 3. Mengunarlögsaga er ótfram- kvæmanleg á hafi úti. Færa yrði hvert skip til hafnar, taka þar sýnishom af tunnum og geym- um, bíða að jafnaði nokkra daga eftir efnagreiningu, áður en rétt- arpróf gætu hafizt. Hvað á að gera við grunaða skipið á meðan; láta það bíða? Og borga síðan skaðabætur, ef ekkert sannast? 4 Ef sjórinn við Island væri staðbundinn, væri engin hætta á miengun á íslenzkum fiskimið- um. En fiskimiðin eru háð frjó- mætti Golfstraumsins og hann er langt að kaminn. Golfstraum- urinn streymir á fiskimiðin við íslamd stytztu leið frá austur- strönd Bandaríkjanna, en af þeirri strönd rennur til sjávar mesta magn af mengunarefnum, sem saman kemur á einn stað á jörðinni. Þessari mengun þurf- um við að fylgjast með, en til þess er mengunarlögsaga við ís- land þartflaus. 5. Islendingar eru fremstir í flokki þeira þjóða, sem halda þvl fram, að útíærsla fiskveiði- marka muni ekki orsaka neina skerðingu á siglingafrelsi um úthöfin. Bretar og Bandaríkja- menn hafa miklu meiri áhuga á siglingafrelsi herskipa og flutn- ingaskipa en á veiðiréttindum fiskiskipa. Embættismenn Breta og Banda rikjamanna hafa löngum haldið því 'fram sem meglnástæðu til andstöðu við rýmkun fisfcveiði- marka, að ein rýmkunin muni bjóða annarri heim og landhelg- in muni fýlgja í kjöltfar fisk- veiðimarkanna. Mengunarlögsaga myndi eflá þessa okkar sterkustu andstæð- inga og spilla möguleikum okk- ar til rýmri fiskveiðirrarka. 6. Einhliða mengunarlögsaga myndi veikja aðstöðu Islands innan NATO í þelrri samvinnu, sem þar á sér þegar stað og sem ein getur hamlað á móti meng- un Norður-Atlantshafsins. NATO dreymir stóra drauma um að geta orðið að liði við að draga úr mengunarhættu í lofti og í legi Norður-Atlantshafsins. Þar eiga aðild allar þær iðnaðarþjóð- ir, sem mest mengunarhætta stafar atf. Það verður aíldrei komið í veg fyrir mengun hafsins nema með samistartfi við þær þjóðir, sem menguninni valda. Við skulum þvl halda áfram að leggja meg- ináherzluna á samstarfið innan NATO til að sporna við meng- un Norður-Atlantshafsins. OPIÐ BREF til formanns Stéttarsambands bænda Miðhúsum 27. desember 1970. Heiðraði stéttarbróðir! Ég hef verið að blaða í Ár- bók landbúnaðarins að undan förnu og séð þar margt fróðlegt, enda bókin vönduð að frágangi. Þar var ein upptalning, sem mig langar til að frá frekari upplýs ingar um, en það er um útborg unarverð sauðfjárafurða verð- lagsárið 1968 til 1969. Þar sem ég veit, að þú ert manna fróðastur um þessi mál sný ég máli mínu til þín, og þar sem ég veit að fleiri en mig langar að frétta af þessum málum hef ég bréf mitt opið. Það má kannski segja að í fiestum tilfellum „eigi“ bændur sjálfir þau félög, sem sláturleyfi hafa og því sé það þeirra einka mál, hvemig sláturhúsin eru rekin. Ég ætla að taka dæmi máli mínu til skýringar svo eng inn vafi sé á um hvað ég er að skrifa. Hæsta verð á V—1 (vet urgamalt fé) er hjá Kaupfélag- lnu Fram á Neskaupstað, kr. 74.53, en lægsta verð er hjá Kaupfélagi Rauðasands, kr. 55.00. Munur er kr. 19.50 á hverju kg. Vegið meðaltai er kr. 67.83. Dilkakjöt 1. og 2. flokk- ur: Hæsta útborgunarverð er hjá Kaupfélagi Súgfirðinga, kr. 75.48, en lægst hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn, kr. 63.64. Munur er kr. 11.84. Veg- ið melaltal er: kr. 67.68. Hæsta útborgunarverð á þriðja flokks dilkakjöti er hjá Kaupfélagi Fá skrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði, kr. 67.00 en lægst hjá Kaupfé- lagi Rauðasands kr. 55.00. Mun ur er kr. 12.00. Vegið meðaltal er kr. 59.28. Geldar ær: Hæsta útborgunar verð er hjá verzlun Friðriks Friðrikssonar, Miðkoti, kr. 59.46. Lægst hjá Verzlunarfélagi V- Skaftfellinga, Vik, kr. 41. Mun- ur kr. 18.40. Vegið meðaltal kr. 46.38. Mylkar ær, 4. verðflokkur: Hæsta útborgunarverð er hjá Kaupfélagi Rauðasands kr. 50.00 Lægst hjá verzlunarfélagi V-Skaftfellinga, kr. 25.00. Mun- ur kr. 25.00. Vegið meðaltal kr. 27.44. Mylkar ær, fimmti verðflokk- ur, 2. gæðaflokkur: Hæsta út- borgunarverð er hjá Kaupfélag inu Fram, Neskaupstað, kr. 35.00, en lægst hjá Verzlunar félagi V-Skaftfeliinga í Vík: kr. 20.00. Munur er kr. 15.00. Veg- ið meðaltal er kr. 22.27. Slátur: Hæsta útborgunarverð er hjá Kaupfélaginu Fram, Nes- kaupstað, kr. 81.50. Lægst hjá Verzlun Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga, kr, 46.50. Munur er kr. 35.00. Gróft meðaltal er 71.87. Mör: Hæstu sláturleyfishaf- arnir með útborgunarverð eru þrír: Verzlun Bjarna Eiríksson- ar, Bolungarvík, Verzlun Ein- ars Guðfinnsonar, Bolungarvík og Kaupfélag Siglfirðinga, Siglufirði, allir með kr. 13.95 pr. kg. Lægst er verðið hjá Kaup- félagi Bitrufjarðar, Öspakseyri kr. 3.06. Munur kr. 10.89. Gærur: Hæsta útborgunar- verð er hjá Kaupfélagi Stranda manna, Norðurfirði, kr. 72.00. Lægst hjá Kaupfélagi Arnfirð- inga, Bildudal, kr. 31.92. Munur kr. 40.08. Gróft meðaltal kr. 52.67. UU: Hæsta útborgunarverð er hjá Kaupfélagi Steingríms- fjarðar, Hólmavík, kr. 31.82. Lægst hjá Kaupfélagi Isfirðinga ísafirði, kr. 7.55. Munur kr. 24.27. Gróft meðaltal kr. 20.75. Þessari skrá fylgir svo útborg unarverð yfir kýrhúðir og kálf- skinn. Hæsta útborgunarverð á kýrhúðum er hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga, kr. 25.00, en lægst hjá Sölufélaginu Örlygi, Gjögr- um, kr. 10.00. Munur 15 kr. Kálfskinn: Hæsta útborgunar verð er hjá samvinnufélagi Fljótamanna, Haganesvík, kr. 260.00. Lægst hjá Kaupfélagi Berufjarðar, Djúpavogi, kr. 42.00. Munur 218 kr. Hver er eigin'ega orsökin til þess að sláturleyfishafar geta ekki greitt svipað verð fyrir vör ur þær, er þeir taka til sölu- meðferðar? Mér finnst það ekki nægjanleg skýring að flutning- ar til og frá sláturhúsum sé mis jafnlega mikill. Otborgunarverð er of misjafnt tii þess. Það sér hver sem vill sjá að tjón þeirra, sem lægst verðið fá, er mjög mikið. Það hlýtur að vera hægt að finna þær orsakir, sem tjón- inu valda. Ég efast ekki um, a8 orsakir séu margar. Til dæmis bruðl hjá sláturhúshafa, léleg verkstjórn og ýmiss konar van« kunnátta önnur. Nú fer ég þess á leit við þig, að þú upplýsir mig um þær or- sakir, sem liggja til grundvall- ar þessu mikla ósamræmi í út« borgunarverði sláturleyfishafa. I fljótu bragði virðist mér, að Guðröður Jónsson, kaupfélags- stjóri Norðfirðinga, standi sig einna bezt hvað útborgunarverð snertir. Væri ekki hægt að fá hann eða fleiri þá beztu til skrafs og ráðagerða og leið- beina hinum siáturleyfishöfun- um, sem ekki eru eins vel á vegi staddir. Hvað um kátfskinnin? Sam- vinnufélag Fljótamanna greiðir 260.00 fyrir skinnið og vel flest ir eru meira en helmingi lægri. Teldir þú ekki ráðlegt að fá það félag til þess að leiðbeina hin- um? Hvað með gærurnar? Hvernig stendur á því, að svo virðist að ekki sé hægt að fá hvitar gær- ur flokkaðar? Það er vitað að hreinhvítar gærur eru í miklu hærri verðflokki, en gular og ill Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.