Morgunblaðið - 13.02.1971, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.02.1971, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 21 Guðjón Friðriksson; Hvers vegna berjast karlmenn fyrir auknum réttindum kvenna? HVERNIG stendur á því, að karlmenin berjast fyrir auknum réttindum kvenna? Er ekki eitthvað meira en lítið bogið við það? Er hann ekki að vinna gegn hagsmunum og réttindum sjálfs sín? Þessu svara ég neit- andi og ætla að reyna að styðja það nokkrum rökum. Hlutverk karlmannsins, eins og það er núna í íslenzku þjóð- félagi, er að afla heimili sínu nægs rekstrarfjár. Samfara hinni miklu efnishyggju og lífs- þægindakapphlaupi, sem sett hefur mark sitt á líf íslendinga að undanförnu, hefur þetta hlut verk orðið mörgum karlmann- inum býsna erfitt og stundum allt að því óbærilegt. Hann hef- ur unnið langt fram yfir það, sem kallazt getur eðlilegur vinnudagur. Dagvinnukaupið hefur hvergi nærri hrokkið til að mæta þeim kröfum, sem al- mennt eru taldar sjálfsagðar. Sem dæmi má taka, að bílaeign þykiir sjálfsögð. Nýlega var reiknað út, að rekstrarkostnað- ur bíls væri 120.000 krónur. Það er helmingur af dagvinnukaupi verkamanns. Þá er ekki mikið afgangs í mat fatnað og hús- næði, svo að ég tali nú ekki um skemmtanir eða utanlandsreisur. Jafnframt því sem vinnudag- ur karlmannsins er svona lang- ur, hefur vinnutími konunnar stytzt. Heimilin verða sífellt vélvæddari og sj álfvirkari. All- ur þvottur er t.d. orðinn mjög auðveldur. Brauðgerðarhús og fataverksmiðjur setja konunni í sjálfsvald, hvort hún bakar og saumar. Þá eru fjölskyldurnar orðnar fámennari en áður var. Þannig hjálpast allt að því að auðvelda henni hin hefðbundnu húsmóðurstörf. Hér má skjóta inn í, að þjóð- félagið virðir húsmóðurstörfin harla lítils og til engra launa. Ef eiginkonan fellur frá, bæta tryggingar ekklinum það að engu. Heimilisástæður þurfa að vera mjög slæmar til að hann fái einhverja aðstoð. Hér hallar á jafnrétti kynjanna karlmann- inum í óhag, því að ekkjur fá bætur eftir menn sína. Þegar þannig leggst allt á eitt, húsmóðurstörfin geta tæp- ast talizt fullt ævistarf, allra Sízt, þegar konan getur búizt við að verða 76 ára, þjóðfélagið metur þessi störf iítils og karl- maðurinn á fullt í fangi með að framfleyta nútímaheimili, er eðlilegt, að hann geri þá kröfu, að hún taki að sér störf utan heimilisins. Með því deila hjón- in með sér fjáröflun þess, og fjárhagsábyrgðin verður einnig beggja, en það atriði er alls ekki lítilvægt. Konur hafa áreið anlega jafngott fjármálavit og karlar, svo að í mörgum tilvik- um væri hag heimilisins jafnvel betur borgið, ef konan sæi um fjármálastjórn. En hér álít ég samvinnu á jafnréttisgrundvelli beztu lausnina, þannig að allar tekjur séu settar í einn sjóð, sem hjónin bera jafna ábyrgð á. Þegar konan fer út á vinnu- markaðinn sem fullgildur starfs maður í samræmi við menntun sína og getu, hljóta að opnast möguleikar á því, að vinnutími karlmannsins styttist, þannig að hann geti tekið þátt í uppeldi barna sinna og húsverkum. Svo svívirðilega hefur verið gengið á rétt karlmannsins í sambandi við föðurhlutverkið, að ég tel fulla ástæðu til að hafin verði karlréttindabarátta til að fá það viðurkennt jafn- rétthátt móðurhlutverkinu. Eins og fram kom í útvarpsþætti í síðustu viku, má yfirráðaréttur föður yfir barni sínu lítils gagn vart rétti móðurinnar. Hún má jafnvel gefa það vandalausum, þó svo að hann vilji taka það að sér. Þetta réttleysi ýtir hins vegar líka undir ábyrgðarleysi hans í sambandi við barneign- ir. Karlmaðurinn tekur sáralít- inn þátt í uppeldi bamsins. í umræðum að undanförnu um uppeldi barnsins og stöðu kon- unnar er eins og aðeins móðirin og stofnanir, svo sem leikskólar og dagheimili, geti annazt upp- eldi þess. Sárasjaldan eða aldrei er minnzt á það, að uppeldið geti færzt í auknum mæli á hendur föðurnum. Móðurástinni er sungið lof og prís, enn ekki minnzt á föðurástina. Með stytt- ingu vinnutímans ætti föðurn- um að skapast nýir möguleikar á að taka þátt í uppeldinu og fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að veita baminu ást, umönnun og örjggi til jafns við móðurina. Ég held, að hvergi hafi verið sannað, að fað irinn geti ekki svarað öllum þeim kröfum, sem barnið gerir allt frá unga aldri, jafnvel þó að tilfinningalíf hans sé að ein- hverju leyti öðru vísi en móður innar. Þar sem slík karlréttindabar- átta, sem ég hef minnzt hér á, er í samræmi við kröfu kon- unnar um að fá að starfa við hlið karlmannsins úti í þjóð- félaginu, skapast hér ákjósanleg ur vettvangur til sameiginlegrar baráttu. M.a. þess vegna er ég í rauðsokkahreyfingunni. En hver á þá að sjá um börn- in, ef báðir foreldrar vinna úti? Dagheimili og leikskólar leysa hér margan vanda á fyrstu æviárum bamsins. Erlendis hafa nýlega farið fram rann sóknir á námsgetu ungbarna. Kom í ljós, að hún er mun meiri en flestir hafa ætlað. Flest 3je ára börn eiga t.d. hægt með að læra á hljóðfæri. Þróun í uppeldis-, sálar- og heilsu- fræði er ör, og ekki er hægt að ætlast til, að allir foreldrar fylg ist með henni. Þess vegna er eðlilegt, að fóstrur og fóstrar komi með þekkingu sína til móts við heimilin í uppeldismál um. Til þess að barnið nái góð- um andlegum og líkamlegum þroska, þarf það auk þess að vera mikið úti. Er þá ekki betra að hafa það undir leiðsögn menntaðs og hæfs fólks á barna heimilum, heldur en að láta það vera hirðulaust og án uppeldis á götunni? Þá má nefna það, að skv. rannsóknum skiptir það mestu máli, að foreldri sé í and- legu jafnvægi, þegar það um- gengst barn sitt. Hitt skiptir minna máli, hvort það er í sam- vistum við það allan daginn eða hluta úr degi. Barnaheimilin eru því ekkert neyðarbrauð, þau eru það sem koma skal. Ég viðurkenni hins vegar, að það kann að reynast hæpin ráðstöf- un að setja barnið þegar á fyrsta ári á dagheimili. Þess vegna tel ég, að hið opinbera og aðrir atvinnurekendur verði þar að koma til móts við for- eldra. Á fyrsta æviskeiði barnsins ætti að lögleiða styttingu vinnu tíma beggja foreldra, þannig að annað hvort þeirra verði ávallt heima. Mér finnst alls ekki frá leitt, að í sambandi við bam- eign fái karlmaðurinn jafnlangt frí frá störfum og konan. Meg- inþunginn af uppeldinu kæmi þá á karlmanninn fyrstu mán- uðina, eftir að barnið er komið af brjósti, en konan tæki aðal- lega út starfsleyfi sitt fyrir og eftir fæðinguna. Þetta yrði einn- ig til þess, að konum yrði síður neitað um vinnu vegna hættu á forföllum vegna barneigna. Með því fyrirkomulagi, sem ég hef lýst hér, fengi líf bæði karlsins og konunnar meiri fyll- ingu. Konan getur valið þau störf í þjóðfélaginu, sem hún hefur áhuga á og hæfileika til, auk þess að sinna heimili sínu. Karlmaðurinn fær að njóta þeirrar ánægju að vera samvist- um við börn sín og hlúa að heimili sínu jafnframt störfum utan þess. í stað þess að vísa stöðugt til dómsvalds karl- mannsins yrði búskapurinn gagnkvæm samvinna, sem bygg ist á gagnkvæmri virðingu. Ég vil umgangast konu mína sem jafnréttháa vitsmunaveru í stað þess að hafa hana undir- gefna mér. Slíkt lýðræðislegt samfélag tveggja mannvera gefur svo miklu meiri mögu- leika, er svo miklu mannúð- legra, svo miklu skemmtilegra heldur en samfélag, sem bygg- ist á valdi karlmannsins. Þess vegna starfa ég að mann- réttindamálum í rauðsokka- hreyfingunni og er tilbúinn að gera það á öðrum vettvangi, ef mér bjóðast tækifæri til þess. Blað í eftir- Barðavog — Tjarnargötu Breiðagerði — Óðinsgötu hnr^ar talin Baldursgötu Grettisgötu frá 36-98 PliÍ - hverfi UIII vill r'n Talið við afgreiðsluna folk • • • • • í síma 10100 óskast JllttgMltMftfrÍfr UNGÓ Keflavík NÁTTÚRA í KVÖLD KL. 9 — 2. VÍBRIÐ MEÐ „NÁTTÚRU.“ UNGÓ BEZT ú auglýsa í Morgunblaðinu ÍR-ingar Skíðafólk Dvalið verður i skála fé- lagsins um helgina. Hinar nýju skíðalyftur félagsins í gangi laugardag og sunnu dag. Veitingar seldar i skál anum. Gisting seld i ÍR- húsinu við Túngötu föstu- dag kl. 19—20. Farið verð- ur frá Umferðamiðstöðinni laugardag kl. 2 og 6 e.h. og sunnudag kl. 10 f.h. Skíðadeild ÍR. Ármenningar og annað skíðafólk Skíðaferð í Jósepsdal á laugardaginn kl. 2 og sunnudaginn kl. 10. Farið frá Umferðarmiðstöðinni. Stjórnin. Aðalfundur Hins íslenzka biblíufélags verður í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík sunnudaginn 14. febrúar n.k. í framhaldi af guðs þjónustu á vegum Biblíufé lagsins í kirkjunni, er hefst kl. 14.00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál (og kaffiveit- ingar). Auk félagsmanna er öllum vinum og velunnurum Hins ísl. Biblíufélags heimilt að koma einnig á fundinn. Stjórnin. KR-ingar, skíðafólk Ferðir verða í skála félags ins frá Umferðarmiðstöð- innni í dag laugardag kl. 2 og sunnudag kl. 10.30. Æf- ingar og tímataka verður á sunnudaginn í öllum flokk- um. Gott skíðafæri í Skála felli. Lyftur í gangi. Tog- braut við skálann verður í gangi endurgjaldslaust. KR-ingar og annað skíða- íólk fjölmennið. Stjórnin. □ Gimli 59712157 = 2. Bræðraborgarstigur 34 Samkoma annað kvöld kl. 8.30. Sunnudagaskóli kl. 11. K.F.U.M. Á niorgun Kl. 10.30 f.h. Sunnudaga- skólinn við Amtmamnsstíg. Drengjadeildirnar Kirkju- teigi 33, Langagerði 1 og Félagsheimilinu við Hlað- bæ í Árbæjarhverfi. — Barnasamkoma í barnaskól anum við Skálaheiði I Kópavogi og í vinnuskála FB við Þórufell I Breið- holtshverfi. Kl. 1.30 e.h. Drengjadeild imar við Amtmannsstíg og drengjadeildin við Holta- veg. Kl. 8.30 e.h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Biblíudags- ins minnzt. — Halla Baeh- mann, kristniboði, hefur hugleiðingu. Gjöfum til Biblíufélagsins veitt mót- taka í samkomulok. — Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Sunnudagur kl. 11.00 Helgunarsamkoma. Kl. 14.00 Sunnudagaskóli. Kl. 20.30 Hjálpræðissam koma. Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. theol talar. Allir velkomnir. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins götu 6a á morgun kl. 20.30. Sunnudágaskóli kl. 14. Verið velkomin. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristileg samkoma, sunnu- daginn 14.2. kl. 4. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. Beena stund virka daga kl. 7 eJi. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.