Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Jl 4 - rim,i RAUÐARÁRSTÍG 31 v______________/ HVERPISGÖTU103 VW SendifsrtebifriH-YW 5 numia -VW svefmapi VW 9 msoia - Ufldrovet 7 mamu LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Gamla krónan i fuilu verðgildi BÓKA- MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HLISINU ÁLFHEIMUM g Móðir Ibsens lék sér fullorðin að brúðum Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég minnist þess, að ég las fyrir nokkru í pistlum þínum um brúðurnar i leikriti Ibsens, og þá rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði lesið í bók um ævi skáldsins, að móðir Ibsens hefði leikið sér að brúðum, þeg ar hann sjálfur var bam. Það an mun hugmynd Ibsens, að nota brúður sem ákveðið tákn, vera komin. Þegar ég, nú fyr- ir skömmu, sá leikritið ,,Sól- ness byggingameistara," fannst mér það augljóst, að frú Sól- ness leitaði til brúðna sinna, þegar hún varð fyrir sárum vonbrigðum með lifandi fólk. Hún flýr til þeirra, því að með þeim líður henni vel, eins og þegar hún var smátelpa að brúðuleik. 0 Leitað til unaðsstunda bernskunnar Mér finnst þetta liggja ákaf- lega ljóst fyrir og óþarft að leita langsóttari skýringa. Það er alkunna, að fólk, sem orðið hefur fyrir vonbrigðum i líf- inu, leitar aftur til unaðsstunda bernsku sinnar. Ég man ekki, hvað sálfræðingar kalla þetta. Slíkt afturhvarf til fortíðarinn ar getur oft komið fram sem vanþroski hjá fullorðnu fólki. Mér virðist, að brúðuleikur stúlkubarna sé ekki jafn-al- gengur og var I mínu ungdæmi, svö að þess vegna leiti menn langt yfir skammt til að skýra hann i tilfellum eins og áður var minnzt á. Guðlaug Guðmundsdóttir." 0 Hvar rnega veitingahús vera? Hrafn Pálsson skrifar: „Velvalkaindi góðuir! 1 gær, aldrei þessu vant, renndi ég augum yfir dbl. Tim ann, og þar gat að líta grein þess efnis, að líkur væru fyrir þvi, að veitingahúsið Röðull væri að missa vínveitingaleyfi sitt. Rökin fyrir þessari leyfis- sviptingu voru, að fólk í nær- Vélskólanemar Kennarar, eldri og yngri, vélstjórar og gestir skrúfudagsins. Munið KAFFISÖLU KEÐJUNNAR á Skrúfudaginn að loknum 1 hátiðarfundi. Kvenfélagið KEÐJAN. Gjaldkeri Banki óskar að ráða mann eða konu til gjaldkerastarfa nú þegar eða sem allra fyrst. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, mennlun og fyrri störf óskast sendar í pósthólf 1405 fyrir 12. marz n.k. Útborgun 1100-1150 þúsund Höfum kaupanda að 3/o herbergja íbúð á I., 2. eðo 3. hœð, ekki ofar, í Háaleitishverfi, Safamýri, Álfta- mýri, Bólstaðarhlíð, Skipholti eðo Fellsmúla í nýlegri blokk. íbúðin þarf ekki oð vera laus fyrr en eftir 6-7 mánuði og fœr seljandi að vera leigufrítt í íbúðinni það tímabil. Tryggingar og fasteignir Austurstræti 10A, 5 hæð Sími 24850, kvöldsími 37272 liggjandi húsum hefði ekki nægan svefnfrið. Ég fór að velta þessu fyrir mér, og frá mínum bæjardyr- um séð er þá aðeins eitt veit- ingahús, sem má vera opið áfram, þ.e.a.s. Hótel Loftleiðir, en það er úti á flugvelli, sem kunnugt er. Nú er Röðull við hlið Þórscafés, og báðir stað- imir valda hávaða. En er ekki skynsamlegra að hugsa sér, að skarkalinn sé minni, þar sem vinveitingabúsið á í hlut? 0 Kostir Röðuls Röðull hefur nú um árabil verið eina vinveitingahúsið, sem opið er fyrrihluta vifcu og hefur danshljómsveit. Er ég viss um, að þessi gamla hefð, sem ætti að vera öðrum veit- ingamönnúm til eftirbreytni, hefur komið sér vel fyrir ferða menn, sem og aðra, og ber að þakka þessa viðleitni forráða- manna Röðuls. Að taka vínveitingaleyfið af þessu eina húsi væri þröng- sýni og argasta firra, enda ein hver templaralykt af þessu öllu saman. Röðull er vistleg- ur og þrifalegur staður, sem hefur á að skipa fyrsta flokks þjónustuliði og afbragðs hljóm sveit, og er það von mín og margra annarra, að þessi menn ingarauki verði nú ekki gerður að „sukk og svall‘‘-stað með þessu leiðinda vasapelafylliríi. Gott gengi, gamli Röðull! Þakka birtinguna, þann 27. febr. 1971. Hrafn Pálsson, hljóðfæraleikari, Beynimel 34.“ 0 Ramb Magnús Björnsson skrifar: „Velkominn á fætur, Velvak andi minn, hvort sem þú ert nú þegar vel vakandi eða ekki vel vaknaður ennþá. Núna snýst allt um trimmið, og er þá ekki bezt að snúast með. Mér datt sem sagt í hug þetta með börnin, sem römb- uðu til fjalla til að leita að lömbum. Hvernig væri þetta, að ramba? Maðuir get- ur rambað um allt, út fyrir bæ, eða rambað um skemmti- garðana, eða rambað niður að tjörn með krakkana sína til að gefa bra bra. Síðast en ekki sízt, þá römbum við öll þettá einhvern veginn í gegnum líf- ið. Magnús Björnsson." 0 Áminmng! Bréfritarar eru enn einu sinni beðnir um að skrifa að- eins í aðra hverja línu og að hafa breiða spássíu. 0 Ósiðaöur menntamaður Mikið er hlustað á þáttinin um dagíegt mál í útvarpimu og vissulega hefur verið nokkuð á því að græða að hlusta á þá lærðu menn sem hafa haft hann á hendi. Oft hafa þeir tekið glefsur úr dagblöðunum og úr töluðu máli til að sýna ljós dæmi um mállýti og klúðurs- lega orðaskipan. Jafnan hafá þeir þann háttinn á að gæta fyllstu kurteisi í aðfinnsl- um sinum og ekki munu þeir hafa nafngreint einstaka menn þótt þeir hafi fundið að málfari þeirra. Nú bregður svo undarlega við að nýr háttur hefur verið tekinn upp á þessum vettvangL Jón nokkur Böðvarsson tekur einstaka menn til bæna og ger- ir sér mikinn mat úr því að naíngreina þá líkt og hann geti ekki komið aðfinnslum sínum að á annan hátt og er engu likara en hlakki í honum að geta ófrægt menn þannig fyrir útvarpshlust- endum. Fer þá að verða freist- andi fyrir suma að komast 1 þennan útvarpsþátt til að ná sér niðri á þeim mönnum sem þeim er I nöp við eða vilja á einhvern hátt troða skóinn niður af. Til einhvers hefur Jón Böðvarsson gengið í háskóla að hann skuli ekki kunna undirstöðuatriði mannasiða og þá framkomu sem ætla mætti að menntaður maður temdi sér. Sverrir Þórðarson. Vélsmiðjan Bjarg hf. SlMI 17184. Framkvæmdir: Vélaviðgerðir —- Logsuðu — Rennismíði Rafsuðu — Plötusmíði. Önnumst allskonar viðgerðir á jarðvinnuvélum. Útsýnarkvöld í Súlnasal HÖTEL SÖGU, sunnudaginn 7. marz kl. 21. Ferðakynning — sumaráætlun ÚTSÝNAR kynnt. •fc Myndasýning: Kvikmynd frá COSTA DEL SOL. Myndir frá siglingu um Miðjarðarhaf sl. haust. Ferðabingó: Vinningur Útsýnarferð til Costa del Sol. ir; Dans til kl. 1. ATH. Gestur kvöldsins verður Antonio Rodriguez — forstjóri La Nogalera í Torremolinos, sem mun ávarpa gesti og svara fyrirspumum. Aðgangur ókeypis — aðeins rúllugjald. Öllum heimill aðgangur. Verið velkomin að njóta góðrar skemmtunar og kynnast um leið hinu fjölbreytta ferðaúrvali ÚTSÝNAR, en tryggið yður borð í tækan tíma hjá yfirþjóni. ©PIB COPENHAGEN ^wr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.