Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Alþingi í gær Pálmi Jónsson 1 þingræðu: Fjölgun býla ekki lengur meginatriði — heldur að treysta þá byggð sem fyrir er Á SL. 30 árum hafa orðið tneiri breytingar, meiri bylt- ing í búnaðarháttum þjóð- arinnar, sem og í lífsháttum Kennar og lífsskilyrðum á öðrum sviðum en á nokkru tímabili öðru, sagði Pálmi Jónsson í upphafi framsögu- ræðu sinnar fyrir frumvarpi því, er hann flytur ásamt tveimur öðrum þingmönnum um stofnlánadeild landhún- aðarins, landnám og fleira. Framan aí þessu tímabili sýndist mörgum að landrými væri slíkt í sveitum, að það mætti alveg eins hafa 2-3 býli á hverri jörð og 1 og hag- sæld svei'tanna væri undir þvi komin, að bújörðum fjölgaði stórlega og þar með, að bænd- umir væru sem flestir, enda þótt af því hlyti að leiða, að þeir byggju smærra en ella, sagði þingmaðurinn ennfremur. Á þessum sjónarmiðum hefur byggzt sú mikla hvatning, sem frá upphafi hefur verið fólgin í lögum til skiptingar jarða og stofnunar nýbýla, auk þess sem landnámiS sjálft hefur gert nokkuð af því að kaupa jarðir bæði á ræktuðu og óræktuðu landi. Ákvæði frumvarpsins er og stofna á þeim byggðahverfi að þessum efnum lúta, 3—5 býla í þyrpingu. Sem betur fer hefur sums staðar verið því landrými að fagna, að jarðir hafa þolað skiptingu og tvö líf- vænleg bú myndazt, þar sem áður stóð eitt. Á hinn bóginn ‘ ' 'j Fjölgað í stjórn verkamannabústaða sagði Pálimi Jónsson, eru því byggð ó þeirri skoðun flutningsmanna, að fjölgun býla sé ekki lengur það meginatriði, sem stefna beri að, heldur hitt að treysta þá byggð, sem fyrir er og vinna að sam hagfel'ldastri þróunar henn- ar í þeim tilgangi að skapa skil- yrði fyrir hagkvæmari búrekstri og öruggari afkomu bænda. Pálmi Jónsson vék síðan í ítarlegu máli að einstökum grein um frumvarpsins og nýmælum og verður gerð nánari grein fyr ir þeim köflum ræðunnar í Morgunblaðinu síðar. EFRI DEILD • Steingrimur Hermannsson mælti fyrir tillögu am neyzlu- vatnsieit, Tillögunmi var visað til nefridar. • Frv. um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins var afgreitt til nieðri deiildar. • Frv. um almannatryggingar var visað til 2. umræðu og nefnd- ar. NEÐRI DEILD • Frv. utm uppeldisstyrk til bú- fjár fór ti'l 2. umræðu og nefnd- ar. • Frv. um Hótel- og veitinga- skóla íslands var afgreitt til efri deildar. • Stefán Vaigeirsson madti fyr- ir frv. uim tekjuskatt og eignar- s'katt. Einnig tóku til miábs Pálml Jónsson og Gunnar Gíslason. • Daniel Ágústinusson mælti fyrir frv. um félag.sheimiii. NÝ MÁL • Þórarinn Þórarinsson og Ágúst Þorvaldsson fyltja frum- varp uim lækkun to'lla á heimilis- vélum. Leggja þeir til að tollar á algengusitu heimilistækjum verði lækfkaðir í 20% og 30% úr 80% og 50%. • Laiidbúnaðarnefnd neðri deiMiar hefur lagt fram frv, um viðajuika við girðingalö'g. Barátta læknanna — hefur borið árangur — Rætt um bann á sölu vindlinga 1 GÆR var lagt fram á Aiþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um Húsmæðiamálasitofn- un ríkisins. Breytingin, sem i frumvarpinu felst, er eingönigu sú, að fjöl'gað er í stjóm verka- mannabústaða úr 6 í 7, þannig að Húsnæðismálastjóm tilnefni þrjá menn í stað tveggja eins og verið hefur. — Iðnþróunar- sjóður Framhald af bls. 2 til að l'eggja megináherzlu á framgang fruimvarpsms, þar sean það væri svo seint fram komið, en sér væri það mjög kærkom- ið, ef samkomuilag gæti tekizt uim afgreiðslu málsins á þessu þingi. Steingrímur Hermannsson (F) sagði, að hér væri hreyft mikil- vægu máli og að hanm furðaði siig á því, hvað Iðnaðarmálagtofm unin hefði margt vel gert, þrátt fyrir erfiða starfsaðstöðu og lít- inn starfakraft. í frumvarpmu væri gert ráð fjTÍr að slengja saman tveimiur stoíniunuim og kvaðst hann teija mjög vafasamt að setja svo stóra og fjöimenma stjórn yfir eina stofaun, sem Iðnþróunarráði væri ætíiað að vera. Slíkar stjórnir yrðu áhrifa litlar og létu málefni viðkom- andi stofnana lítið til sín taka. Þá kvaðst hann telja vafasamt, að ráðherra væri formaður í stjóm slíkrar stofnunar. Sjálf- stæði henmar yrði minna og sömiuleiðis væri vafasamt, að ráð herra byndi hendur sínar fyrir- fram eins og hann hlyti að gera í einstökum má’.um, þegar hann væri formaður stjórnar. Ræðu- maður kvaðst telja heppilegast að hafa fámenna stjórn fyrir hinni nýju Iðnþróunarstofnun, sem fyrst og fremist væri skipuð fuffitrúum iðnaðarins. Steingrím- ur Hermannsson sagði, að nauð- synlegt væri að stofnunin hefði verulegt sjáltfstæði en reynslan væri sú, að meira og meira af valdi drægist inn í ráðuneytin. Hann sagðist hafa nokkra reynslu af því hjá Rannsókna- ráði ríkisins að hafa fjö'imemr.a stjórn, en niðurstaðan væri til- tölulega 1‘ítil afskipti slíkrar stjómar. Af þessum sökum væri nú í ganigi endurskoðum á skip- an ranmisóknamála. — Að lok- um sagði Steingrímur Hermanns aon, að tímabært væri að setja Iðnaðarmálastofnuninni ný lög. Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, sagði, að vissulega væru ýmis vandkvæði á stórri stjóm en einmitt þess vegma væri geirt ráð fyrir skipun framkvæmda- nefndar. Þá vék hann að gagn- rýni Steingríms Hermannssonar á formennsku ráðherra. Hann kvaðst sannfærður um að hér lékju alilitof margar stofnanir laus um hala og að þær hefðu of mik ið sjálfstæði. Hér þyrfti að koma til sterkara eftirlit ráðuneyt- anna. Það er skoðun þeirra, sem setið hafa í Iðnþróunarráði, að einmitf formermaka ráðberra hafi gert það að verkum, að það hafi haft meiri stefnuinótandi á- hrif en ella. Ráðherra tók Bún- aðarfélag íslands og raunar einnig Fiskifélag íslands sem dæmi um stofnanir, sem hefðu mikið sjálifstæði en fen'gju þó startfsíé sitt að msstu frá ríkinu. Ég veít að fjöimenni stjórnar Rannsóknaráðsins hefur verið gagnrýnt en þar er náttúrlega um að ræða miklu stærra verk- svið en hér er fjallað uim. Ég tel af minni ’reynslu af startfi Iðniþróunarráðs að það ætti að geta verið iðnþróuninni i land- iinu tií styrktar. Þetta frumva'rp felur í raun og veru ekki í sér mikla breytingu. Ég hef ekki haft nein tengsil við stjóm Iðnaðar- málastofnunar íslands, hún hef- ur aldrei talað við mig og ég ekki séð ástæðu til að kalla hana á minn fund. — Unglingar Frantltald af bls. 32 ar, kann slíkt gat í lögunum að hafa áhrif í þá átt að fólk hugsar verr um uppeldi barna sinna og því hlýtur að vakna sú spurning, hvort ekki eigi að gera foreldra skilyrðislaust ábyrga á gerðum barnanna. Að sögn lögreglunnar er mjög mik- ið um skemmdarverk barna og unglinga í innbrotum í likingu við atburðina í Hagkaupi um helgina. Pálmi Jónsson. sjást þess og merki, að of langt hefur verið gengið í þessum efnum og skipting jarða reynzt hemiilll á afkomumöguleika við komandi bænda og því orðið til óþurftar í framkvæmd. Pálmi Jónsson sagði síðan, að í vaxandi tæknibúnaði bænda á síðustu árum væri fólgið mik- ið fjármagn. Þessi tæknibúnað- ur gerir kleift að nýta miklu stærra land en áður var unnt, nema þá með slikum fjölda fólks, sem enginn leggur upp með til búrekstrar í dag. En þessi tæknibúnaður krefst um leið stærri búa, hagkvæmari búrekstrar og meiri arðsemi í búpeningi jarðar en áður tíðk- aðist, svo að staðið verði undir því fjármagni, sem í hann hef- ur verið lagt. Þá hefur og hið kólnandi veðurfar síðustu ára haft í för með sér aukna þörf fyrir landrými vegna þess, hve dregið hefur úr grassprettu DANÍEL Ágústínusson flutti í gær franisiiguræöu í neðri deild Alþingis fyrir frum- varpi sínu um að banna inn- flutning og sölu á sígarett- um hér á landi. Sagði ræðu- maður, að tillöguflutningur á þessu þingi til þess að tak- marka sígarettureykingar sýndi, að harátta lækna gegn þessum reykingum hefði borið góðan árangur. Hins vegar væri Ijóst, að þær til- lögur, sem lægju fyrir þing- inu gengju ckki nógu langt, höggva yrði að rótum meins ins og banna innflutning og sölu á sígarcttum. Ræðumaður gerði grein fyrir innflutningi á sígarettum frá árinu 1964. Það ár voru flutt inn 202.095 mill. 1965, 232.196 mill. 1966, 258.447 mill. 1967, 269.860 mill. 1968,. 250.490 mill. 1969, 220.802 mill og 1970, 253.720 mill. Þessar tölur sýna, að á árabilinu 1964—1967 er um árlegan vöxt að ræða en á árun um 1967 og 1968 hefja læknarn- ir baráttu sína. Árið 1968 lækk aði sala vindlinga um 20 þúa- und mill og 1969 lækkaði hún enn, en 1970 eykst hún aftur. Þetta sýnir, að hættan er sú, að fyrst þegar áróðurinn hefst taka menn hann alvarlega en síðan bilar styrkurinn. Eg er ekki bjartsýnn á, að hægt sé að úti- loka alla tóbaksnotkun á stutt- um tíma, en ef til vill verður svo komið 2001 að það þykir eins óviðfelldið að reykja sígar- ettur og það þykir nú að hrækja á gólf og að á öskubakka verði litið á sama veg og hráka dalla nú, sagði Daníel Ágústín- usson. Það er ljóst, að öll bönn eru erfið, sérstaklega fyratu ár- in, en mestu skiptir að þjóðin skilji kjarna málsins. Of margir leigubílar í höfuðborginni 1000 umsóknir árlega u«m 300 bíla fyrir öryrkja VANDAMÁL leigubifreiða- stjóra á höfuðborgarsvæðinu er ekki sízt bundið því, að fjöldi leigubifreiða er of mik- ill. eftir að einkabifreiðaeign hefur aukizt svo mjög, sagði Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, í efri deild Alþing- is í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi um að hækka eft- irgjöf á tollum af bifreiðum til leigubifreiðastjóra og ör- yrkja. Þá sagði ráðherrann að á ári hverju kæmu um 1000 umsóknir um öryrkja- bifreiðir, cn heimildin til eft- irgjafar er bundin við 300 bifreiðar á ári. Magnús Jónsson sagði að þetta mál, þ.e. aukin eftirgjöf á toll- um af bílum til öryrkja og leigu- bifreiðarstjóra, hefði verið á döf- inni um nokkurt skeið. Hér væri um að ræða allverulegt tekju- mál fyrir ríkið. Niðurstaða okk- ar í ráðuneytinu er sú, sagði fjármálaráðherra, að þess séeng inn kostur að lækka tolla á bíl- um niður í 30% eins og lagt er til í frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hins vegar erubif reiðar atvinnutæki all stórs hóps manna og á þessi atvinnutæki er lagður 70% tollur. Við leggj- um til að komið verði til móts við óskir leigubifreiðastjóra með því að heimila lækkun á toll- gjaldi bifreiða þeirra. Þessi heim ild er bundin við 250 bíla árlega og er þá miðað við, að í land- inu séu um 800—900 leigubifreið- ar en samtök leigubifreiðastjóra stefna að því að lækka þessa tölu. í höfuðborginni byggjast erfiðleikar leigubifreiðastjóra ekki sizt á því, að þeir eru of margir, eftir að einkabílaeign hefur aukizt. Er nú unnið að athugun á reglum, sem gætu leitt til fækkunar í stéttinni. Frum- varpið gerir ráð fyrir veruleg- um friðindum bilstjórunum tll handa. Þá vék ráðherrann að bifreið- um til öryrkja og sagði, að þetta mál væri almennt séð mikið vandamál. Síðan fleiri hópar voru teknir undir þetta ákvæðl hefur eftirspurn stóraukizt. Um- sóknir á ári hverju eru um 1000 talsins. Ég sé þess engan kost að f jölga þessum bifreiðum enda mundi ásóknin ekki minnka við það. Hér er lagt til að hækka nokkuð eftirgjöf á tollum af þessum bifreiðum og ennfremur hefur öryrkjabandalagið lagt sérstaka áherzlu á aukin friðindi fyrir menn, sem eru mikið fatl- aðir og er með frumvarpinu gengið til móts við þær óskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.