Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 8
' 8 MOUGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Pct Borten íelur and itið í höndum sér, meðan umræður fara fram um stjórnarkreppuna í Noregi. — Borten Framhald af b's. 1 Hér á eftir verður rakinn gangur málsins, sem leiddi til þess að Per Borten sagði af sér, skv. frásögnum . Norðurlanda- blaða: KRÖFURNAR um, að Per Bor- ten víki úr emhætti forsætisráð herra Noregs vegna lekamáls- ins svokallaða, hafa verið ein- róma, þótt hann hafi hlotið tals- verða samúð vegna málsins. En sum norsk blöð hafa gengið sv® langt að gefa í skyn, að réttast vaeri að stefna Borten fyrir rétt. I»að kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Per Borten lét gefa út tilkynningu á föstu- dagskvöld þess efnis, að hann hefði sýnt helzta forystumanni samtaka þeirra er berjast gegn aðild Noregs að Efnahagsbanda- laginu, Arne Haugestad, leyni- skjal, sem borizt hafði frá norska sendiherranum í Briissel. Aðeins nokkrum dögum áður hafði forsætisráðherrann gefið út aðra yfirlýsingu þesa efnis, að upplýsingar þær, sem birtust úr skýrslunni í „Dagbladet“, væru ekki runnar frá honum eða skrifstofu hana. SKYNDIFUNDUR Stjórnin var þegar í stað köll uð saman til skyndifundar morg uninn eftir til að ræða ástand- xð. Stjórnin tók enga ákvörðun um það að biðjast lausnar, enda voru ekki allir ráðherrar henn- ar viðstaddir, og þess var óskað að samráð yrði haft við fiokks- foringja borgaraflokkanna. Þeic voru kallaðir á annan fund, sem stjómin héit um kvöldið kl. 19. Svenn Stray utanríkiaráð- herra hafði verið á ferðalagi í Norður-Noregi ásamt formanni stjórnamefndar Efnahagsbanda- lagsins, ítalanum Franco Mal- fatti. Stray hætti við ferð sína og flýtti sér til Oslóar. Fleiri ráðherrar voru kallaðir á stjórn arfundinn utan af landi. Þess vegna var þess vænzt, að úr- slitaákvörðun yrði tekin þá um kvöldið eða nóttina. Hins vegar var það ekki fyrr en á þriðjudag sem Borten sagði af sér. Miðflokkurinn neit aði að taka þátt í nýrri stjórn borgaraflokkanna fjögurra án þess að Per Borten yrði í for- sæti. Hinir flokkarnir þrír, Hægri flokkurinn, Vinstri flokk urinn og Kristilegri flokkurmn höfðu þá krafizt þess, að Borten segði af sér vegna óvárkárni hans, en síðan hefur hvorki gengið né rekið í tilraunum þeirra til að mynda stjórn, og Trygve Bratteli, foringi Verkg- mannaflokksins, hefur verið við búinn því, að stjórnarmyndunin verði falin honum. GREINARGERÐ Greinargerð Bortens í Stór- þinginu á þriðjudaginn um all- an. gang málsina var all per- sónuleg. Hann sagði að áður en hann bar til baka fréttirnar um að greinin í „Dagbladet" væri frá honum runnin, hefði hann gengið úr skugga um, að hann gæti ekki verið heimild blaðs- ins, hvorki beinlinis né óbein- línis. Hann kvað Haugesrtad einnig hafa fullvissað sig um þetta. Borten kvaðst hafa sagt Sven Stray frá málinu á föstudags- morgun, og sama dag hefði Haugestad lofað því að gefa sér persónulega yfirlýsingu, þar sem hann ítrekaði að hann væri ekki heimild „Dabladets”. Því næst kvaðst Borten hafa gefið út yfirlýsingu á föstudagskvöld, þar sem hann gerði grein fyrir málinu. Borten sagði, að munur væri á trúnaðar- og leyniskjölum, sem vernda yrði af öryggis- ástæðum. Umrætt skjal væri ekki slíks eðlis. Borten harmaði óvarkárni sína, kvaðst telja að ráðherra rættu að hafa svigrúm til að vega og meta hvernig þeir notuðu pólitískar upplýsingar og sagði að almenningur ætti kröfu á að fá sem ítarlegastar upplýsingar. Þetta setti stjórn- málametm í vanda. ÓKUNN HEIMILD f umræðum þingmanna töldu formælendur Miðflokksins það ekki nægilega ástæðu til þess að Borten segði af sér, að hann leyfði foringja andstöðunnar gegn EBE-aðtld Noregs að iesa umrædda skýrslu þegar harvn var í flugvél á leið til Kaup- mannahafnar að sitja fund Norð urlandaráðs. Talsmenn hinna borgaraflokkanna voru ekki á sama máli, kvörtuðu yfir því að Borten hefði ekki leyft þeim að fylgjast nógu vel með stjóm armáium, en töldu eðlilegt að borgaraflokkamir héldu sam- starfi sínu áfram. Bæði Borten og stuðningsmenn stjórnarinnar sögðu að þetta eina mál vaerí orsök þess ástands sem hefði skapazt. Enn er ekki fullljóst hver er hinn raunverulegi heimildar- maður greinarinnar í „Dagblad- et“. Því er talið hugsanlegt, að fleiri en Borten hafi sýnt óvar- kámi, en til þess að komast til botns í því þyrfti lögreglurann- sókn, sem bæði formaður utan- ríkisnefndar Stórþingsins og þingleiðtogar borgaraflokkanna hafa krafizt að verði gerð. „Dagbladet" hefur til þessa neitað að segja frá nafni heim- ildarmanns síns. EFASEMDIR Efni leyniskjalsins hefur enga stórvægilega þýðingu. Hér var um að ræða skýrslu frá sendi- herra Noregs í Brussel þess efn is, að ýmsir framámenn í höfuð stöðvum EBE hefðu gefíð til kynna að Norðmönnum mundi reynast erfitt að fá aðild, ef þeir gerðu sérstakar kröfur í landbúnaðarmálunum. Malfatti, sá sem var í Noregi, þegar blaðr an sprakk, hefur síðan sagt að þetta geti varla talizt almenn skoðun í aðalstöðvum EBE. Greinin um skjalið skiptir því ekki lengur miklu máli. Það sem meginmáli skiptir er sú játning Bortens, að hann hafi sýnt óvarkárni. Auk þess er framkoma hans skoðuð í Ijósi mikilla efasemda hans og jalú- vel tvíræðrar afstöðu varðandi samningaumleitanir Noregs við EBE. „Dagbladet“, sem er vinstrisinnað, er haldið sömu vantrú og Borten og er málgagn Haugestads og hreyfingar hans gegn EBE-aðild. í þessu sam- hengi er því ljóst, að trú manna á þá skýringu Bortens, að upp- lýsingarnar, sem síuðust út séu ekki frá honum runnar, hefur verið minni en ella. Honum var ekki lengur vært í stöðu for- sætisráðherra, og hann varð að segja af sér. KAPUDEILD • • SKOLAVÖRÐUSTIG 223 ooooooooooooooooooooooooooo KA UPUM HREINAR, STÓRAR OG GÓÐAR LÉREFTSTUSKUR PRENTSMIÐJAN OOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOO 2ja herb. íbúð á 4. hæð við Fells- múla. Falleg íbúð. 2ja herb. íbúð á 2. hæð við Hraun- bæ. Falleg Jbúð. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Skafta- hlíð. íbúðin er I stofa, 2 snrefn- herb., eldhús og bað. Jja herb. íbúð í Fossvogi. Tilbúin undir tréverk og málningu. 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Esfci- hlfð. íbúðin er 2 stofur, 2 svefn- herb., eidhús og bað. auk 1 hetb í kjailara. ÍBÚÐA- SALAN GÍSUI ÓUAFSS. ARNAR SIGURBSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMUA BÍÓl SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349. % herb. íbúð á 1. hæð við Mfcðforaut. íbúðin er 1 stofa, 4 svefnherb., eldhús og bað. Sérinngangur, sér- hiti. 6 herb. íbúð á 2. hæð við Goðheiima. íbúðin er 2 stofur, 4 svefnherb., eldlhús og bað. Sérhiti. Hæð og ris við öldugötu. íbúðin er 2 stofur, 4 svefnherb., eldhús og bað. Höfum kaupendar á skrá hjá okkur að öllum stærðom íbúða. Nýtt raÖhús t4 söhi. Eignaskipti möguteg á þriggja til fimm herbergja íbúð. Haraldur Guðmundsson löggiltur fasteignasaii Hafnarstræti 15. Símar 15415 og 15414. ! SÍMAR 21150-21370 Ný söluskrá alla daga Til sölu Twnburhús á eignarlóð vtS Laugaveg. Húsið er um 50 fm kjattari, haeð og ris, auk KtiKar viðbyggmgar. Mjög góð kjör. ef samið er fljótlega. 2ja herb. íb. við Álfaskeið á 2. hæð. 50 fm, ný og gtæsðeg íbúð með bifskúrs rétti. Útb. aðeins 450 þ. kr. Efstasund í kjatlara, um 60 fm. sérhitaverta Útb. 300 þ. kr. f gamla Austurbænum um 60 fm góð kjaHaraíbúð ®tíð niðurgrafin. Útb. 250-300 þ. kr. 3/o herb. íb. við Hverfisgötu á 3. hæð, 110 fm. í nýlegu sternhúsi. Mjög góð ibúð. Góð kjör. Barmahlíð í kjaWara, 90 fm, með sérhitaveitu og sérinngangi. Góð íbúð. Laus nú þegar. Álfheima í kjaWana um 70 fm. nýleg og góð íbúð með sér- hitaveitu. Verð 900 þ. kr. 4ra herb. íb. við Kieppsveg á 4. hæð um 110 fm. Mjög góð íbúð með gtæsitegu útsýni. Skipti æskileg á stærri ibúð. [ gamía Austurbænum rishæð 100 fm í steinhúsi. Sérhita- verta, góðrr kvistir, tvöf. gler, svalir. Verð 1100—1150 þ. kr. Skipti 4ra herb. nýleg og mjög góð hæð í Austurbænum í Kópav., 117 fm, með sérhita og sér- þvotbahúsi og bitskúrsr. Selst i skiptum fyrir 3ja herb. íbúð Nánari uppl. í skrifstofunni, Á Teigunum hæð og ris. Hæðin 130 fm með 4ra herb. mjög góðri íbúð. f risi er 3ja herb. ibúð. Bilskúrsréttur. Nýlegar eignir Einbýfíshús, 140 fm, á bezta stað í Mosfefesveit. Bítskúr- verkstæði 60 fm. Nánari uppl. í skrrfstofunni. Einbýftshús, 140 fm, við sjávar- síðuna í Kópavogi með 6 herb. íbúð á hæð og innbyggðum bítekúr. Nánari uppl. í skrif- stofunni. Endaraðhús við Hrauntungu 125x75 fm. Úrvaísfrágangur á ölHu. Lán 990 þ. kr. til 17 og 20 ára. Teikningar og nánari upptýsingar i skrrfstofunni. Parhús 2x72 fm og kjallari í Austurbænum í Kópavogi. Verð aðeins 2,2 milljónir kr. Nánari uppl. í skrifstofunm. Til sölu verður á næstunni mjög góð 2ja—3ja herb. íbúð með glæsi- legu útsýni. Mikil útborgun. nánari uppl. í skrifstofunni. Hötum kaupendur að 2ja. 3ja. 4ra og 5 herb. íbúðum. haeðum og einbýlis- húsum. Komið og skoðið ALMENNA lASTEIGHASÁTÁii jlHOftitGftTfl 9 SlHftR 21150-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.