Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augfýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 136,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. FRÁSÖGN ÁSTRALÍUFARA jslendingamir, sem fóru til Ástralíu, koma nú heim, hver á fætur öðrum, og er bersýnilegt, að þeir telja af- komumöguleika ekki betri þar en hér og þjóðfélags- hættir ýmsir á þann veg, að það fellur okkar fólki ekki í geð. í gær birtist t.d. viðtal í Morgunblaðinu við ungan mann, sem fór til Ástralíu 1969 með fjölskyldu sína, konu og tvö börn. Hann er kominn heim aftur og kveðst vera reynslunni ríkari eftir þessa Ástralíuferð. í viðtalinu kemur fram, að allt það helzta, sem þarf til lífsframfæris, húsaskjól, mat- ur og fleira, er að mati hins unga íslendings dýrt miðað við þau laun, sem í boði eru. Húsaleiga er há, maturinn dýr og tryggingarnar einnig. í því sambandi segir hann í viðtalinu: „Tryggingar eru allar reknar af einkafyrir- tækjum og kosta þær skild- inginn, ef þær eiga að vera góðar. Kunningi minn frá Svíþjóð, sem bjó í næstu íbúð við mig, fékk til að mynda að kenna á þessu. Hann og kona hans voru ný- komin til Ástralíu. Var hún ófrísk og þurfti að taka bam- ið með keisaraskurði. Hann var í fremur dýrri tryggingu, greiddi 3 dollara á viku eða um 1200 krónur á mánuði. Hrökk þetta heldur skammt, því að aðgerðin, viku lega í sjúkrahúsinu og meðölin, kostuðu alls um 550 Banda- ríkjadollara. Hann fékk 250 dollara endurgreidda frá tryggingunum en varð sjálf- ur að greiða um 30 þúsund krónur“. Þessi saga sýnir ef til vill í hnotskurn muninn á hinu ástralska þjóðfélagi og hinu íslenzka. En það sem mestu skiptir er það, að nú hefur fólk af eigin raun kynnzt því, að þótt nefndar séu háar tölur um laun í öðrum lönd- um, Ástralíu eða anniars stað- ar, er ekki nema hálf sagan sögð. Lífskjörin þurfa ekki að vera betri fyrir það. Brottflutningur fólks héð- an olli verulegum áhyggjum á tímabili. En eftir á að hyggja kunna þessar ferðir að hafa orðið til góðs. Nokk- ur hundruð íslendinga hafa komizt að raun um, að það er sízt betra að hfa í öðrum og ríkari löndum en hér — og kannski er þrátt fyrir allt betra að lifa hér en í þeim löndum. Kennsla 6 ára barna að hefur lengi verið nokk- urt vandamál hvaða verk efni ætti að finna fyrir 6 ára börn. Þau eru orðin það þroskuð, að þau viðfangsefni, sem börn fá við að etja í leik- skólum og á dagheimilum eru tæpast við þeirra hæfi. Á hinm bóginn byrjar skóla- skylda ekki fyrr en við 7 ára aldur. Þess vegna hefur þetta eina ár löngum verið nokkuð vandamál fyrir foreldra og aðra umráðamenn bama. Reykjavíkurborg tók af skarið og ákvað að taka upp kennslu fyrir 6 ára börn í skólum borgarinnar. Hér er þó ekki um skyldunám að ræða heldur er foreldrum barnanna það í sjálfsvald sett, hvort þau sækja þessa kennslu. Reynslan hefur orðið sú, að yfirgnæfandi meirihluti bama í þessum aldursflokki nýtur nú kennslu í skólum höfuðborgarinnar. Raunar hefur kennsla 6 ára barna verið stunduð í Seltjamameshreppi sl. 4 ár og einkaaðilar hafa haft með höndum slíka kennslu í ýms- um sveitarfélögum, en fmm- kvæði Reykjavíkurborgar sl. haust er fyrsta stóra skrefið, sem stigið er til þess, að kennsla 6 ára barna verði fastur liður í skólakerfi okk- ar. í frumvarpi ríkisstjóm- arinnar um grunnskóla er heimildarákvæði fyrir sveitar félög til þess að setja á stofn slíka forskóla, en hins vegar er þeim það ekki skylt og hlýtur það að orka nokkurs tvímælis og mikil spuming, hvort ekki á að skylda sveitarfélögin til þess að taka upp slíka kenslu. Þessi spuming verður þeim mun brýnni, sem það kemur í ljós í yfirliti í Morg- unblaðinu í gær, að í fæstum sveitarfélögum á landinu hef- ur verið tekin endanleg ákvörðun um að taka upp 6 ára kennslu. Það liggur t.d. ekkert fyrir um það, hvenær kennsla 6 ára bama hefst í þremur stærstu kaupstöðum landsins utan Reykjavíkur, þ.e. Akureyri, Kópavogi og Hafnarfirði. Á Reykjavíkur- svæðinu er þetta vandamál alveg sérstaks eðlis. Geta bæjarstjórnir í Kópavogi og Hafnarfirði t.d. staðið á því að veita þessum aldursflokki bama ekki sömu tækifæri til náms í þessum tveimur bæj- arfélögum og 6 ára böm hafa í Reykjavík? ^t%%%%%%%%%%%%%%%%%%%4> jr FRETTAS PJALL EFTIR BJÖRN JÓHANNSSON. FLESTIR blaðamenn og stjórnmála- memn, sem hafa Sfcrifað um þing Norð- urlandaráðs, sem lauk í Kaupmanna- höfn fyrir skömmu, segja að vonbrigðin út af kotlsiglingu Nordek-áætíliunaritm- ar um effnahagasamvihnu liandamna hafi sett svip simin á þiingið. Það má ti'l sanna vegar færa, en ég tell þó að ekki meigi gleyma því, að eirJlægUr vitji kom fram á þingiruu um að auka og efla norrænia samvinmu á fieatum sviðum. Forseti Norðurlandaráðs, Jena Otto Krag, sagði við siit þingsina, að nýir áfangar hetfðu áunniet í norraenni sam- vinmu. Þetta er rétt hjá Krag. 19. þinga Norðuril.andaráðs mun verða mionzt í sögunni fyrir uindinritun Helsingfora- sáttimálanis, sem er heildarsamningur um norræna samvinnu og kveður m. a. á um atofnun ráðherranefndar landanna fimm. Þá verður þessa þings ekki sízt minnzt fyrir samlþykkt mennimgarsátt- mála Norðurlanda, sem kiveður á um stóraukið mieinninigarsamstarf. Á þinginu kom beriDega í Ijós, að efnahagsl'egir hagsmunir Norðurland- anna eru svo ólítoir, að ekki er unwt að láta draumiana um nána samvininu á því sviði rætast enn um sinin. Danir og Norðmenn hafa sótt um fulla aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, en ísland, Svíþjóð og FinmfLand eiga í viðræðum við bandalagið um hugsanlega sérsamn- inga. Af ísllands hálfu var lýst yfir því, að inmiganiga í EBE kæmi ekki til greima, og Svíar eru fráhverfir inngöngu, ekki sízt vegna h'luitleysisstefnu sininar. Finn- ar telj a einmig aðild að EBE útilokaða og eru þeir svo viðkvæmir gagnvart bandatliaginu að varlia mátitii minnasf á það með nafni í skjölum þings og nefrida. Hugmynidin um norræna efnahags- samvinnu eir þó alils ekki dauð og sam- þykkti þimgið að skora á rfkisstjórnirnar að fela ráðherraneifndinni nýju að fjalla um norræna efnahagssamvin/nu með tillliti till þróunarinnar á alþjóða- vettvanigi og gera tiiilögur um aukna norræna samvinnu á þessu sviði í sam- rærai við hana. Ráðherranefndin á að leggja skýnsilu uim þetta fyrir næsta þing Norðurilandaráðs, sem verður í Helsinki. Samþykkt menningarsátt'málans varð- ar Island mest af þeim máliurn sem Norðurlanidaráð afgreiddi. Ráðgert er, að sáttmálimn taki gildi um næstu áramót og er ætlunin að verja um 500 milljónium ísl. króna til norrænis memrn- ingarmálasamstarfs fyrsta árið. Er það mun meira fé en áður, en samt heyrð- ust háværar raddir á þingiinu um, að þetta væri of lág upphæð. Formaður mienningarmálanafndar ráðsins er Ey- steinn Jónisson og lét hann svo uimmælt eftir samlþykkt sá'ttimálams, að hanm væri hreinn hvalrefci fyrir ísland. Eysteinm telur það nú umdir íslendinigum sjáltf- um komið, hvernig þeir hagnýta sér mögúleikana á hvers konar norrænum stuðnimigi við rannsólkniir, vísindi, Skóla- mál og Mstir, svo eitthvað sé niefnt. Þá beindi NorðurOand aráð þeim til- mælum til ríkisstjórnanna að undirbúa starfsemi þýðingarmiðstöðvar, sem aninist þýðingar á norrænum bók- menmtuim, fyrst og fremist íslenzkum og finnskum, á aðrar norrænar tun'gur. Rithöfumdasamband ísl'amds á huig- myndina að þýðingamiðstöðinni og er enginm vafi á því, að hún geiur orðið ísienzkuim bókmennituim, og rithöfumd- um, mi'kil lyftistöng. Nú þarf aðeins að fylsgja málinu eftir og er það fyrst og fremst í verkahrinig íslenzku ríkisstjórn- arinnar, þar sem huigmyndin er héðan komin. Þessi samþyktot Norðurlandaráðs er gott dæmi þess, hvernig aðiiar uitan þinganinia geta komið á framfæri hutg- mynduim sínum og leitt þær fram til sigurs, Á meðan fólkið sjállft berst þannig fyrir áhugamálum og hags- munamálum símum verður Norðurlanda- ráð ekki dauð stofnun, Hin raunveru- lega þörf á norrænu samstailfi mun að lokum ráða framtíð þess, Norðurlandaráð gerði á fjórða tug ályktana og samþykkta og mun ég geta til viðbótar 'þeirra helzbu, er íslend- inga varðar sérstaklega. Sarrtþykkt var tiiiaga frá Matthíasi Á. Mathiesen o. £1. um að rikisstjómiirnar auki fjárhags- stuðming við íþróttasamskipti Norð- urlandaþjóðanna. Þessi samþykkt ráðs- ins getur orðið ísfllenzlkum íþróttamönn- um mikilll styrkur vegna ferðakostnaðar á norræn mót. Norðurlandaráð saimlþykkti áSkorun til ríkisstjómanna um, að lyfseðlar lækna, tannlætona og dýralækna verði í fuiiu gildi, hvar sem er á Norðurlönd- um. Samþyktot var áSkorun um að efla norræna samvinmu til að berjast gegn fíknillyfjameyzlu. Ennfremur u.m , að flug hljóðfrárra þota verði bannað yfir landi, ef hætta er á að gnýrinn nái til jarðar, svo og að rikiststjórnimar staðfesti Haag-sáttmál'ann um varnir gegn flugvélaránum. Ráðið samþykkti áskorun till ríkis- stjórnanna uim autona samrvinnu á sviði myndlistar, m. a. með styrlkveitingum, námiskeiðuim og fyrirgreiðslu við mynd- listarsýniwgar miilll'i landanna. Norðurlandaráð hvatti ríkisstjórnirn- ar til að hafa samráð og samstarf um friðhelgi einikallífsms, einkum á þeim sviðum sam verndun þess er ekki enn nægileg. Beniti ráðið sérstaklega á upp- lýsimgasöfnuin hvers kon'ar skýrsluvéla og hættuna á misnotkun á þeim. Þá var skorað á ríkisstjómir Dan- mierkur, Finnlands, ídlands og Noregs að koma á fulliniægjandi kerfi til að tryggja laumagreiðslur við gjald'þrotaskipti. Ráðið fól ríkisstjómunum að koma á samvinmu á sviði eafcamálarannisókna og tryggja áranigur af Slíku saimstarfi í hverju landanna fyrir sig. Loks skoraði Norðurlandaráð á ríkis- stjórnirnar að veita 10 styrki í hverju landi, færri þó á íslandi, til blaða- manna till kynnisferða til anmarra Norðurlanda. Þátttaka íslands í þingi Norðurlanda- ráðs hvíldi fyrst og fre-mst á herðum þeirra Matthíasar Á. Mathiesen, sem var fráfarandi forseti ráðsins, og Frið- jóns Sigurðssonar, framlkvæmdastjóra íslandsdeildar ráðsins. Fuiiltrúar ÍSlands í ráðinu eru, au/k Matthíasar, þeilr Birgir Kjara/n, Sigu/rð- ur Ingkniundarson, Eysteinn Jónisson, Jón Skaftason og Magnús Kjartansson. Auk þeirra sátu þirugið um Jerngri eða skemmri tíma Jóhann Hafsfein, for- sætisráðherra, Emil Jónsson, ultanríkis- ráðherra, Gylfi Þ. GíSlason, mennita- málaráðherra, Auður Auðum3, dóms- málaráðherra og Magniús Jónsson, fjár- málaráðherra. Islenzka sendiin-efndin lét talsvert til sín taka á þinginu sjálfu, auk starfa í nefndum, þar sem aðalivinmam fer fram. Og ýmsuim málum va-r hreyft að venju í einkaviðræðum, m.a. milli ráðherra. Þær viðræður miuinu ef til villf bera ávöxt á síniim tíma. 18. þinig Norðurlandaráðs var haldið í Reykjavík, edns og mönnum mun í fersku mi-nini. AðStæður til þinghalds eru að sj állfsögðu mikllu befcri í Krisit- jánsborgarhöH en í ÞjóðHeifchúsimfu. En þess má geta til gamanis, að sumum bliaðamönnuim þótti fyrirgreiðslan betri hér heima, ekki sízt í sambandi við útvegum þingskjala. Þetta má þakka nýrri tækni í fjöWtiuin og Ijósritun, sem Friðjón Sigurðsson, sk/rifstofu-stjóri Al- þimgis, innilieiddi á þi'nigáinu í Reykjavík. Danir reyndu að tileinka sér þessa tækni, e-n það fórst þeiim h-eldur óhöndugllega, einkum fyrsbu dagana. Þegar á allt er liltið tell ég að 19. þimig Norðuirla-ndaráðs hafi tekizt vel. Það er rétt, að vonibrigðin vegna efnahagsmál- anna vörpuðu sku-gga á þinigið, en ág held, að það hafi eirumift dkerpt vi'ljann til að efla norrænt samstarf á öðrum sviðurn. Og það er ekki svo lítilis virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.