Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR .5. MARZ 1971 / BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. HÚSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steypt þök, asbest þök, þak- rennur, svalir, sprungur I veggjum. — Verktakafélagið Aðstoð, sími 40258. KEFLAVÍK — NJARÐVlK Höfum kaupendur að góðum íbúðum og einbýlíshúsum. Háar útborganir, Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, s. 1263 og 2376. HÚSRAÐENDUR Fimm manna fjðtskylda óskar eftir 3ja—4ra herbergja Iteigu- íbúð fyrir aprtl-maí-júní. Ti'lb. sendist auglýsingaafgr. Mbt. f. 15. marz, merkt „Regtu- semi 7043". TRILLUBATUR óskast tíl kaups, staerð 4—12 tonn. Uppl, um stærð, vél og út- búnað, ennfremur verð og greiðsluskitmátar sendist í pósthótf 22, Hafnarfirði. KEFLAVlK Afgreiðstustútka óskast strax. Brautarnesti. HAFNARFJÖRÐUR — nágrenni Nautagúflas, ódýrt; Dilkakjött, hangikjöt, nýsoðið slátur og ódýr svínasulta. Kjötkjallarinn Vesturbraut 1Z HAFNARFJÖRÐUR — nágrenni Ditkasvið 10 hausar 475 kr. Rúltupytsur 125 kr. stykkið. Nýtt hakk, 5 teg. Verð frá 129 kr. kg. Kjötkjallarinn Vesturbraut 12. DAF '65 TIL SÖLU Lftið ekinn, ágætt „body", kúpting í óiagi. Verð 40 þ. kr. AÐAL- BlLASALAN Skúlagötu 40. BARNLAUS HJÓN óska eftir tveggja herbergja íbúð strax í Hafnarfirði eða Kópavogi. Reglusemi áskrtin. Upplýsingar í slma 52141 eftir kl. 8, 17 ARA DÖNSK STÚLKA óskar eftir að komast í vist hjá ungu fótkii, hetzt við barnagæzlu. Gæti byrjað í apríl-maí. Uppt. í s. 83606 eftir kt. 5 næstu daga. IÐNAÐARHÚSNÆÐI ÓSKAST 50—100 fermetrar. Upplýs- ingar í sima 36295 og 82046 eftir kt. 19. POSTULÍNSSTYTTUR nýkomnar í miklu úrvat. Einnig árstíðarstytturnar. Blómaglugginn Laugaveg 30. 8—22 FARÞEGA BIFREIÐIR Tökum að okkur fótksflutn- inga innanbæjar og utan, svo sem: Vinnuftokka, hljómsveit ir, hópferðir. Ferðabilar hf„ sími 81260. TVÆR STÚLKUR óska eftir þriggja herbergja íbúð, hetzt í gamla bænum eða Norðurmýri. Upptýsingar í síma 16801 miMi kl. 9—6. Sólness byggingameistari DAGBOK Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum. (Sálm. 118.8). I dag; er föstudagnr 5. marz og er það 64. dagur ársins 1971. Eftir lifir 301 dagur. Ardegisháflæði kl. 00.24. (Úr Islands ahn- anakinu). Báðgjafaþjónusta Geðverndarféiagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. Mænusóttarbóhisetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). Næturlæknir í Keflavík 4.3. Guðjón Klemenzson. 5., 6. og 7.3. Kjartan Ólafsson. 8.3. Ambjörn Ólafsson. AA-samtökin Viðtalstími er í Tjamargötu 3c frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Hvar er mannúðin? Við fórnum litlu fyrir náungann, þvi finnum við hér ekki gleði sanna. Við kjósum heldur glys og hégómann, en hjálpa bróður, foreldrum og svanna. — Síðustu sýningar. N.k. laugardag þann 6. marz verður Sólness byggingameistari sýndur í næst siðasta skiptið í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn hefur nú verið sýndur 17 sinnum og hefur sýningin vakið athygli allra, er hana hafa séð. Búiik Haraidsson og Kristbjörg Kjeld fara með hin erfiðu aðalhlui verk í leiknum. Myndin er af þeim. Nú hvar cr kirkjan? Hvar er mannúðin? Og hvar er okkar Ijúfa móðurhöndin? Ó, hvar er Guð? Og hvar er miskunnin? Já, hvar cr sá, er treystir kærleiksböndin? Stefán Hallsson. SA NÆST BEZTI Amma gamla (við lit’a stelpu, sem var ýkin í frásögnum sín- um): „Þú mátt aldrei fara með ósannindi. Annars fer fyrir þér eins og smaladrengnum sem kallaði „úlfur, úlfur“ til að ginna menn. Loksins kom úlfurinn og át upp allar kindurnar." „Át hann kindurnar?" spurði stelpan. „Já,“ svaraði amma hennar. „Át hann þær allar?" „Já“. „Jæja, amma mín,“ sagði stelpan; „það er líkt á komið með okkur: ég trúi þér ekki og þú trúir mér ekki.“ Úr Lögbergi - Heimskringlu 1 blaðinu Lög<bergi — Heims- kringlu birtist fyrir nokkru grein um 3 systkin, börn séra Eiríks Brynjólfssonar og Guð- rúnar konu hans. Mbl. þykir rétt að endurprenta grein þessa, ásamt myndunum, sem henni fylgdu. Framúrskarandi systkini Séra Eiríkur Brynjólfsson verður þeim V.-lslendingum, er kynntust honum, ógieymanlegur sökum glaðværðar hans og góð gimi. Hann þjónaði Fyrsta lút- erska söfnuði í eitt ár í fjar- veru Dr. Valdimars J. Eylands og var prestur íslenzku lút- ersku kirkjunnar í Vancouver í tiu ár, elskaður og virtur af öll um. Á því tímabili reisti söfn- uðurinn sína fallegu kirkju. En svo dró skugga fyrir sól; séra Eirikur veiktist af sjúkdómi sem idró hann til bana. Er til tþess tekið, hve hin göfuga kona hans, frú Guðrún, var kjark- mikil og reyndist honum vel í hans langa sjúkdómsstríði. Hann dó 21. okt. 1962. Þá voru böm þeirra á þessum aldri: Brynjólfur 16 ára, Guðmundur 15 ára og Guðný 12 ára. Nokkru síðar fluttist frú Guð rún með bömum sinum til Is- lands, en aldrei hefir hún gleymt Vestur-íslendingum; ávallt hefir hún sent þeim ám aðaróskir um jólaleytið og um leið sent $10 í styrktarsjóð blaðs þeirra, Lögbergs-Heimskringlu og er það stórt tillag, því á þessum árum hefir hún lagt alla sína krafta fram til að koma börnum sínum til mennta, en þau eru dásamlega vel gefin á öllum sviðum. Katrín, hin elsku lega föðursystir þeirra mun einnig hafa hvatt þau til fram- taks á menntaveginum. Hér birtast nú myndir af þess um glæsilegu systkinum, og ósk um við frú Guðrúnu innilega til hamingju með þau. Brynjólfur er útskrifaður frá British Col- umbia háskólanum með Bachel- or of Science gráðu. Guðmund- ur lauk prófi við Rutgers há- skólann sem verkfræðingur og stundar nú laganám í sambandi við verkfræðina við háskóla í London á Englandi og sagði yf irkennarinn að hann væri hæf- asti nemandinn þar í því námi. Guðný útskrifaðist frá Háskóla Islands og hefir síðan stundað nám við hinn fræga Vassar kvennaskóla I New York ríki hefir hlotið $3400 námsverðlaun í tvö skipti. MENN OG MÁLEFNI ÁRNAÐ HEILLA Laugardaginn 25. 7. voru gefin saman í Neskirkju af séra Frank M. Haildórssyni ungfrú María Eydls Jónsdóttir og Guð- mundur Aðalsteinsson. Heimili þeirra verður að Sléttahrauni 34, Hafnarfirði. Ljósmyndast. Þóris Laugav. 178. Laugardaginn 5. desember voru gefin saman í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Emelía Kjemested og Karl Hannesson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Hraun teig 30. Ljósmyndast. Þóris Laugav. 178. Þann 27.2. s.l. opinberuðu trú lofun sína Guðrún Steinunn Jón asdóttir Kjóastöðum Biskups- tungum og Höskuldur Kárason Siglufirði. Gefin voru saman í hjóna- band af séra Jóni Thorarensen ungfrú Kolbrún Þórðardóttir rit ari og Stefán Jónsson flugvirki. Heimili þeirra er i Ljósheimum 20. Ljósm. Studio Gests Laufásvegi 18a. Gefin voru saman í hjónaband í Hrunakirkju af séra Svein- bimi Sveinbjörnssyni, ungfrú Svanlaug Eiríksdóttir, Berghyl Hrunamannahreppi og Hörður Hansson frá Hallanda Hraun- gerðishreppi. Heimili þeirra er fyrst um sinn í Berghyl. Ljósm. Studio Gests. Laufásvegi 18a. Spakmæli dagsins Það er jafn-skylt að gæta rétt lætisins í samskiptum nágranná- þjóða sem einstakra nábúa. Stigamaður er sami ræninginn, hvort sem hann rænir upp á eig in spýtur eða með öðrum. Sú þjóð, sem heyr ranglátt strið, er ekki annað en stór stigamanna- flokkur. —B. Frankiin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.