Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 32
LESIÐ DPDIEDH nucivsinciiR ^-^22480 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Jón Jónsson um þorskinn: „Spái engu ofsafiskeríi" — en árgangurinn álitlegur VEGNA frétta um mikla þorsk- veiði norskra sjómanna við Lo- foten, sneri Morgunblaðið sér til Jóns Jónssonar, forstöðumanns Hafrannsóknastofnunarinnar. Sagðist Jón álíta, að þessi ó- venju mikla veiði Norðmanna nú aetti rætur sinar að rekja til þorskárganganna 1963 og 1964. Islenzki árgangurinn 1964 var einnig mjög sterkur og sagði Jón, að við mættum búast við því, að hann færi nú að koma til hrygningar. „Ég spái engu Sálma- bókin uppseld — og breytt útgáf a í haust SÁLMABÓKINA er nú hvergi að fá keypta, þar sem hún er uppseld og ný kemur ekki & markaðinn fyrr en seint á þessu ári. Verður þá um nýja og breytta sálmabók að ræða. Sigurbjörn Einarsson, bisk- up, formaður Sálmabókar- nefndar, tjáði Morgunblaðinu, að endurskoðun sálmabókar- ininar væri það langt komið, að ekki þætti fært að endur- prenta bókina nú í sinni fyrri ?erð. Kvaðst biskup vonast til, að ný sálmabók yrði gefin út seint á þessu ári. Sálmabók sú, sem í notk-1 un hefur verið, kom fyrst út ( 1945 og hefur verið endur- prentuð oft síðan. Biskup sagði, að nýja sálma | bókin yrði nokkuð breytt frá þeirri, sem nú er; hún yrði minni. Eitthvað f æri út af I sálmum, sem ekkert eru i sungnir, og nýir kæmu í stað inn; þó yrðu nýjungarnar minni en hitt, sem út fer. I 1 sálmabókarnefnd sitja j auk biskups: Tómas Guð- mundsson, skáld, séra Sigur- jón Guðjónsson, prófastur, og I dr. Jakob Jónsson. Fimmti maðurinn í nefndinni var. séra Sigurður Einarsson í Holti, en hann er látinn. Laxárdeilan: ofsafiskiríi," sagði Jón, „en þetta er mjög álitlegur árgang- ur." Jón sagði, að norsku þorskár- gangarnir 1963 og 1964 hefðu ver ið „dálitið sterkir" í ungfiskafla Norðmanna undanfarið og einn- ig hefðu erlendir togarar verið „að moða í þeim", hvað létt hefði ásókn í íslenzka þorskinn á móti. Ekki er vitað um neitt samhengi eða samband milli þorskstofnanna tveggja; þess norska og þess íslenzka, en ís- lenzki árgangurinn 1964 var einn ig mjög sterkur; það er sá ár- gangur sem hefur haldið uppi góðum þorskafla fyrir Norður- landi undanfarin ár. Sagðist Jón álíta, að veiði Framhald á bls. 18 „Andrúmslof tið var nánast rafmagnað" — er íslending geirfuglinn hjá „Ég er mjög ánægður. Þetta var afskaplega skemmtilegt og spennandi uppboð. Ég er hérna með hann í stofunni, þar sem ég tala við þig." Þannig fórust dr. Finni Guðmundssyni, fuglafræð ingi orð, er Mbl. ræddi við hann eftir uppboðið hiá Sotheby's í gær. Um geirfuglinn sjálfan sagði dr. Finnur, að hann liti mjög sæmilega út, væri svolit- ið rykugur, en hann mætti hreinsa. Hann kvað fuglinn vel settan upp og sízt verri en þá fugla, sem söfn eiga. Samkvæmt einkaskeyti AP- fréttastofunnar til Mbl. í gær var geirfuglinn sleginn fulltrú- um Náttúrufræðistofnunar Is- lands á 9 þúsund sterlingspund (um 1.890.000 ísl. kr.). Uppboðs- haldarinn hjá Sotheby's sagði að loknu uppboðinu, að náttúrusögu legur hlutur hefði aldrei íyrr verið sieginn þar fyrir svo háa upphæð, enda segir í upphafi AP-skeytisins, að slegið hafi ver ið heimsmet með þessari sölu fuglsins. Á uppboðimtu í gær var einmig boðið upp steingert risaegg og um var sleginn Sotheby's í gær var umboðsmanni, sem alla jafna býður í bækur slegið það á 1000 pund (um 210.000 ísl. kr.) Eggi þessu mun hafa verið verpt fyrir einni milljón ára af strút- laga risadýri, sem heitir á lat- ínu aepyornis maximus. Fugl þessi er hinn stærsti, sem vitað er um að uppi hafi verið. Upp- réttur var fuglinn rúmir 3 metr- ar á hæð og vó um hálfa smá- lest. Eggið vó ferskt 10 kg og er þvermál eggsinis 28 þurnlung- ar á annan veginn en 15 á hinn. Eggið fannst á eynni Mada gascar. 1 viðtali Mbl. við dr. Finn Guðmundsson, sem vitnað er til í upphafi fréttarinnar, sagði hann ennfremur: — Þið vitið, að það var uim- boðsmaður DuPont, sem bauð á móti. Hann hækkaði sig i einu vettvangi um 2 þúsund pund — Framhald á bls. 21 538 f iskvinnslu- stöðvar 1970 Útflutningsverðmæti 6.567,4 milljónir kr. ÁBIÐ 1970 voru starfræktar hér á landi 538 fiskvinnslustöðvar; 94 hraðfrystihús, 40 rækju- vinnslustöðvar, 17 hörpudisk- vinnslustöðvar, saltfiskframleið- endur voru 229 og skreiðarfram Sáttaf undir boðaðir Vinnu við virkjunarfram- kvæmdir hætt á meðan Akureyrí, 4. marz SÁTTASEMJARAR í Laxárdeil- unni, sýslumennirnir Ófeigur Eiríksson og Jóhann Skaptason, hafa að tilhlutan forsætis- og iðn- aðarráðherra, Jóhanns Hafstein, boðað stjórn Laxárvirkjunar til fundar kl. 11 árdegis á laugar- dag og stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns til fundar síð- degis þann dag. Ráðherrann er svo væntanleg- ur til Akureyrar á sunnudag eða mánudag og er þá ráðgerður sáttafundur með framangreind- um aðiluan, ráðherra og Árna Snævarr, ráðuneytisstjóra. Samkvæmt upplýsingum Knúts Otterstedt, rafveitustjóra, verður vinnu við virkjunarfraimkvæmd- irnar hætt á hádegi á föstudag. Ekki vildi Knútur segja ákveðið til um, hversu lengi vininustöðv- unin yrði, en það fer eftir ár- angri fyrrrefndra sáttafunda. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi virkjunar sara- kvæmt þeim hugmyndum, sern fram komu í nóvembermánuði sL; þ.e. að jarðgöngin verða þrengd frá þvi, sem áður var ætlað, og verða þau 35 ftermetr- ar í þverskurð ófóðruð, stöðvar- húsið verður minna og þar ein vélasamstæoa í stað tveggja. Þá er og hugsanlegt, að stSflan verði lægri en upphaflega var ráð- gert. Með þeim tveimur vélasam- stæðum, sem fyrst voru ráð- gerðar, skyldi vera unnt að framleiða 19 MW, en gamla stöð- in, sem nú er orðin um 30 ára, framleiðir með sínum tveimur vélum 4 MW. — Sv. P. leiðendur 158. Samanlagt verð- mæti útflutningsmatsskyldra fiskafurða á árinu nam 6.567.373. 000 krónum. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi Fiskmats rík isins og segir þar, að heldarkostn aður við fiskmat rikisins og ferskfiskeftirlit hafi árið 1970 Framhald á bls. 18 ÍI septembermánuði hófust framkvæmdir við nýja há- I skólabyggingu á háskólalóð- inni. Húsið er reist fyrir laga- ; deild Háskólans og stendur I milli aðalbyggingar skólans lOg Nýja Garðs. Stefnt er að þvi, að neðstu tvær hæðirn- ' ar verði tilbúnar hinn 1. októ- I ber næstkomandi, en á þeim ^ hæðum verða aðalkennslu- stofurnar. FuIIbyggt verður ' húsið 4 hæðir auk kjallara, I um 9000 rúmmetrar og áaetl- I aður kostnaður í dag með inn- réttingum er 55 milljónir króna. Ljósm. Mbl. 61. K. M. Enn tveir á skelinni Stykkishólimi, 3. marz. SKELFISKVEIÐI hefur verið talsverð frá áramótutn og skelSn bæði urunin hér og antnars staðar á iandinu, svo sem í Reykjavík, Hafnarfirði, á Akranesi og víðar. Nú eru aBir bátar hætltir þeas- uim veionjim, þar sem kaupendur hafa ekki séð sér fært að taka meiri skel, enda arnruar verðmæt- ari afli í fiskiðjuverunium Tveir bátar stunda þó þessar veiðar enn og veiða fyrir Borgn'esinga, sem ennþá taka á móti skelinini til vinnsíllu, hversu lenigi seim það verður. Hér búast bátar tiil neitaveiði og einn þegar byrjaður, en eims og anmars staðar hefur verið ýmsum erfiðleikum bundið að manna bátana. — Fréttaritari. Unglingar í innbroti — og valda stórskemmdum I'HÍR 14 ára drengir eru nú f haldi í upptökuheimili rikisins í Kópavogi á meðan rannsóknfer fram á nokkrum innbrotum, sem þeir hafa viðurkennt að hafa framið; m. a. innbroti í Hag- kaup í Skeifunni um síðustu helgi. Verið er að meta skemmd- ir, er drengirnir ollu f Hagkaupi og er matinu ekki lokið. Er það þð komið yfir eitt hundrað þús- und krónur. . Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar bera for- eldrar slíkra barna ekki ábyrgð á gerðum þeirra, nema unnt sé að leiða rök að þvi, að verknað- urinn sé afleiðing vanrækts upp- eldis. Ýmsir vilja þó halda því fram, að slík afbrot séu nægi- leg rök fyrir slíku, en heldur hefur það vafizt fyrir mönnum að gera rökin haldbær. Kaupi foreidri hins vegar heimilistrygg ingu, þá verður tryggingaféiag- ið undantekningarlaust ábyrgt fyrir skemmdum, er börnin valda. Að sögn rannsóknarlögreglunn Framhald á fo's. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.