Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 Hvað segja utlend- ingar um ísland? Þekking fólks í öðrum lönd- um, meira að segja þelm næstu, S íslandi er mjög lítii, og margt af því, sem það þyk- ist þó vita er ímyndun ein. Verst er nafn landsins I eyrum og hugsun útlendings. Það er landi og þjóð hin versta hermd argjöf, enda gefið i haturshug og hefndarskyni og af lítilli þekkingu og enn minni fram- sýni. Hafa þvi ýmsir ágætir menn, þar á meðal Einar Benedikts- son, skáldspekingurinn mikli viljað breyta þvi. Stungið hef- ur verið upp á nöfnum eins og Thule, sem mun vera fyrsta nafnið á landinu að lærðra manna dómi og Sóley, sem á þó ekki við nema nokkurn hluta ársins. • En ekki hefur af breytingum orðið. Við mundum líka flest una gamla, ijóta nafninu bezt, þekkjum líka af beizkri reynslu að það felur i sér of mikinn sannleika, þótt sár sé. Stundum heyrir íslendingur erlendis um Island talað. Og það sem hér fer á eftir er að mestu byggt á eigin heyrn en auk þess á greinum, sem birzt hafa í útlendum blöðum, ritað- ar af gestum, sem Island hafa gist. Hér ræðast tveir útlendingar við um land og þjóð: „Þú ert nýkominn frá ís- landi. Er ekki hryllilega kalt þar?“ „Nei, ónei, sumarhitinn er svipaður og september í New York og vetur hlýrri en í New York." „Það má heita merkilegt. Af hverju er þetta nafn á landinu, ef það er ekki kalt? Það var einn af landnáms- mönnunum eða landkönnuðun- um, sem gaf þetta nafn í reiði sinni, og svo hefur það haldizt. Annars leikur hlýr straumur sunnan frá Florida, Golfstraum urinn um strendur landsins og færir það óbeinlínis langt suð- ur á bóginn." „Og hvernig er svo að ferð- ast um Island? „Það er nú verri sagan. Þar eru engir veg- ir i venjulegri merkingu orðs- ins, nema á örlitlum spotta milli flugvallarins og höf- uðborgarinnar. Hitt eru aðeins ruddar götur og allt fullt af holum og ryki. Samt er nú hægt að aka um allar byggðir landsins á bifreiðum, og ís- lenzkir bifreiðastjórar eru af- bragð að þreki, þolgæði og lip- urð.“ „Og húsnæði og gististaðir, hvernig leizt þér á það?" „Jú, húsin á Islandi bæði í borg og sveitum eru ný yfir- leitt, björt og hlý, hituð með hveravatni, sem kemur sjóð- andi upp úr jörðinni. Hótelin eru alveg eftir nýj- ustu tízku, minnsta kosti þau, sem ég kynntist, herbergin góð og aðbúnaður ágætur. Og þetta er ekkert dýrt. Herbergi með þremur máltíðum á dag kostar 16 dollara og fimmtíu cent á sólarhring fyrir einn, og 72 stunda dvöl með ferðalögum um Reykjavík og nágrenni að- eins 47.35 dollara.“ „Það er fint. Og hvað svo um skemmtanir og skemmti- staði? „Það er nú allt lakara. Jú, á stærstu hótelunum er dans- að flest kvöld og þar eru bara góðar hljómsveitir og stundum einhver „show“. En komir þú að „barnum" og ætlir að fá þér í glas, þá býst ég ekki við þér líki íslenzki bjórinn. Hann er bæði daufur og áhrifalaus. En þú getur fengið svokallað brennivín, sem er líkt „ákavíti", en svo vont á bragðið, að þér finnst jafnvel íslenzki bjórinn ágæt- ur eftir að hafa drukkið einn brennivins- „snafs". Nú, en svo fást alls konar vín önnur, en þau eni dýr. Það er einkenni- legt með Islendinga þeir vilja bara drekka vín en aldrei bjór og eru oft mjög fullir, nema á miðvikudögum, þá er ekkert vín veitt og kallaður „þurr dagur.“ „Það var hlægilegt, lags- maður. En hvað um fólkið. Eru þama Eskimóar eins og ég hef heyrt marga segja? „Nei, nei, ekki einn einasti. Þeir eru bara á Grænlandi. En íslendingar rekja ættir sinar til norskra og írskra konunga og stórhöfðingja og eru ákaf- lega stoltir af sögum sínum, uppruna og menningu, þingi og þjóðskipulagi. Þetta er mynd- arlegt fólk, sem svipar mest til Svía og Þjóðverja. Fólkið er fremur vingjamlegt og gestris- ið, en fálátt í fyrstu, kulda- legt á yfirborði, en traust ef maður kynnist því. Það er vel klætt eftir nýj- ustu tízku. Stúlkur i mini- midi og maxi eftir velþóknun, karl- menn með sítt hár og alskegg eða klipptir og rakaðir rétt eins og hér. Og svo eru sumar konur og litlar telpur i ljóm- andi fallegum þjóðbúningum". „Og af hverju varstu nú mest hrifinn, af þvi sem þú sást og kynntist á Islandi?" „Fyrir utan stúlkurnar, sem eru þær fegurstu í heimi, þá þótti mér mikið til um fjöllin og fossana, hverina og jöklana. Og ég held, að hvergi sé gras- ið eins grænt, blómin eins skær, loftið eins tært og vatn- ið eins svalandi og á Islandi. Svo eru sundlaugamar þar af- bragð. Og enginn þarf að ótt- ast loftmengun eða eitrað vatn á Islandi á næstunni." „En málið, hvaða mál er tal- að á Islandi"? „Islenzka, auðvitað, sem er eitt af elztu og merkilegustu málum heimsins, og eiga Norð- uriandamál, þýzka og að nokkru leyti enska rót sína að rekja til hennar, hún er forn- norræna eða germanska í sinni núlifandi mynd. Og auk þess tala flestir á Islandi ensku og eitthvert Norðurlanda- málanna." „Jæja, ég er hissa og hrifinn. Ég held, að ég kaupi mér bara farmiða með næstu lest til Islands!" „Lest, ertu vitlaus. Þú verður að fara með flugvél. Og Is- lenzku flugfélögin hafa líka ódýrustu og beztu ferðirn- ar milli Evrópu og Ameríku með Island fyrir stökkpall á miðri leið. Nú og svo eru inn- anlands samgöngur á Islandi hraðar og góðar með flugvél- um, þá losnar maður við vega- rykið og holumar. En þú ættir að koma til fs- lands, það er einstakt i öllum heiminum, eldfjöllin, hverimir, jöklarnir, blámi himinsins og græna grasið á jörðinni, hlýja brosið og fallega fólkið. Sjón er sögu rikari." Þetta er í stuttu máli, það sem oftast heyrist sagt um fs- lands erlendis. Samt er sleppt því versta, og bezta, öfgar, sem einnig heyrast og líkja íslandi bæði við himnarikl og helvíti. Og satt er, að það er undar- legt samband af frostl og funa. En gætum við ekki gert enn meira til þess að kynna það bezta og draga úr því versta? Fátt mun framtíð Íslendinga farsælla en réttar hugmyndir milljónaþjóða í eiturmeng- uðu andrúmslofti stórborganna um landið bláa og hreina, sem bíður tiginna og góðra gesta norður í höfum. Einar Qrn Björnsson, Mýnesi: V íðsýn f r amf arastef na eða „vinstra afturhald”? Ungir Framsóknarmenn hafa að undanfömu stundað funda- höld til að ræða áhugamál sín um svokallaða „vinstri fylk- ingu,“ sem er sennilega ávöxt- ur af viðræðum þeirra við Hannibalista og leynimakki, er sumir forystumenn nefndra sam taka hafa stundað um árabil við kommúnista. Fundur var hald- inn á Akureyri fyrir skömmu, þar sem formælendur hugsjón- arinnar, þeir Ólafur Ragnar Grtmsson, Baldur Óskarsson og Hákon Hákonarson voru frum- mælendur. Innihald ræðu- halda þeirra var, að nú skyldi samvinnuhreyfingin og verka- lýðshreyfingin innlimuð í „vinstri fylkinguna" og verða nokkure konar sporvagn, sem forystumaður „þekkingarkyn slóðarinnar" stjórnaði með sálu félögum sínum, og látin yrði renna að dyrum stjómarráðsins eftir kosningarnar þar sem fylk ingin tæki við völdum. En hver er þá uppistaða þeirra afla, sem hér eru á ferðinni og hvernig er ferill þeirra síðasta áratug- inn? Kommúnistar hafa allt frá stofnun Sósíalistaflokksins og fram á þennan dag, reynt að hafa undirtökin í allri viðleitni til að sameina vinstri menn. Þeir náðu með aðstoð Hannibals, meiri hluta í Alþýðusambandi íslands 1954 og héldu þar völd um í 14 ár. Því lýsti ég i vet- ur í grein, er ég ritaði í Morg- unblaðið. Kommúnistar hafa tekið tvær veltur í Alþýðu- bandalaginu. Það gamla var af- skrifað með því að losa sig við Hannibal, sem var eins og dreg- inn af sundi í samkrullinu við kommúnista, en nefndu sig aft- ur sama nafninu í sömu flíkinni, en dulargervið dugar litið. Þessi hluti vinstri fylkingarinnar kemur grímulaust fram á sviðið og lýsir andstöðu sinni við beizl un vatnsorkunnar til að knýja stóriðjuver og- þar með hag- kvæmari og ódýrari orku til al- menningsnota og annars rekst- urs í atvinnu'lífinu og iðnaði til að létta þessari þjóð róðurinn fram á við í lífskjörum og menn- ingarstarfi til móts við aðra. Þessi öfi vilja rífa til grunna samstarf Islands við vestrænar lýðræðisþjóðir og umfram allt að koma samskiptum Islendinga við Bandaríkjamenn fyrir katt- arnef og krefjast þess, að varn- arliðið hverfi úr landi, sem er hér, eins og varnarherir í vest- rænum löndum til að hamla gegn þeirri ógn, sem yfirvof- andi er, ef á brestur, og einræð- isherrarnir 1 austri sjá sér leik á borði, að útbreiða veldi sitt um Vesturlönd. En þar eru Skandinavía og ísland í mestri hættu, ef mátturinn dvinar hjá þjóðum Vestur-Evrópu, sem nið urrifsöfl kornmúnista og önnur neikvæð öfl vinr.a ósleitilega að með iðju sinni í verkalýðs- félögum, æskulýðsfélögum og skólum. Hafa menn ekki íhug- að, að nú í seinni tíð hefur áhugi Einar Örn Björnsson. Magnúsar Kjartanssonar og sálufélaga hans vaxið fyrir nor- rænni samvinnu. Áður máttu kommúnistar ekki heyra hana nefnda. Er það kannski vegna þess, að Finnar eiga í vök að verjast um viðbrögð sín í sam- vinnunni við nágrannalönd sín í Skandinavlu og þjóðirnar i Vestur-Evrópu í efnahags- og varnarmálum. Það hefur verið á áætlun Kremlverja, allt frá dög um Lenins, að Norðurlönd og þar með ísland væri þeim mik- ill fengur í valdakerfi sitt. Eystrasaltslöndin og örlög fólks ins þar er gott dæmi um, hvern- ig rússnesku einræðisherrarn- ir styðja sjálfstæði smáríkja. Þau voru öll innlimuð í Ráð- stjórnarveldin, og sjálfstæði þeirra og tilvera sem frjálsra ríkja, þurrkuð út, sem eru ein hverjar ógeðfelldustu aðfarir sem um getur í ofbeldi og mann fórnum. Það var á máli komm- únista í þá daga, kallað að hoppa inn í Ráðstjórnarríkin. Skyldi það hafa verið eitthvert gleðihopp. Utanrikisstefna Al- þýðubandalagsins er mjög á sömu lund og túlkuð er í Aust- ur-Evrópulöndum; að róa gegn samstarfi vestrænna þjóða og eru iðnir við að reyna að grafa undan þátttöku Islands í þeim samtökum, en vilja vera ein samstarfsgrúppan i vinstri fylk- ingunni, sem hefði slík sjónar- mið að leiðarljósi. Hannibalist- ar róa á sömu mið og komm- únistar og berjast um fólkið, sem lagði trúnað á loforð þeirra um betri hag alþýðu til handa. Þeir unnu með þcim að þrúga verkalýðshreyfinguna og notuðu hana í herkostnað pólitík sinni til framdráttar og töldu launa- fólki trú um, að atvinnu- veitendur væru óvinir þess. Þeir nota aðstöðu sína til að berjast gegn mörgu sem skapað getur launafólkinu betri hag, og gegn því að styrkja atvinnulífið og gera það fjölbreyttara sem bezt er að leysa með styrkara sam- starfi við Bandaríkin, sem Islend ingar hafa haft góða reynslu af siðustu áratugi. Þeir menn sem skreyta sig með hinu margtuggða nafni vinstrimennskunnar, ættu að vera þess minnugir, hvernig vinstri stjórnin reyndist, þegar á átti að herða. Forystumennirn ir sundruðu henni sjálfir eftir rúmlega tveggja ára setu, og skildu fylgjendur hennar eft ir ráðvillta og undrandi yfir vinnubrögðunum. Aftaka henn- ar fór fram á Alþýðusambands- þingi, er stjórnað var af komm- únistum og Hannibalistum, sem höfðu þar lykilaðstöðu. Nú koma ungir menn með loft undir hæl- unum innan úr röðum ungra Framsóknarmanna, sem vilja leika annað vinstra ævintýri. Og fyrsta atriðið i sjónarspil- inu er að tryggja samvinnu hreytfinguna og verkalýðshreyf- inguna, sem haldreipi slikra fyr irætlana. Eru forystumenn Sam- vinnuhreyfingarinnar hrifnir af slíku? Væri ekki nær að gera hana óháðari pólitísku þrasi og skapa henni þann grundvöll á að standa en að vera pólitískt fóður fyrir flokksstarfsemi? Verkalýðshreyfingin verður að losa sig við þá menn í forystu, sem vilja halda á henni póli- tísku oki, enda er það vilji margra hugsandi manna, að slík þróun verði, vegna þess að ef kommúnistar og aðrir, sem þar hafa ráðið ríkjum, látið glepj- ast af vinnubrögðum kommún- ista og óheilindum Hannibals, fá að haida þar aðstöðu og nota hana fyrir sinn pólitíska vagn, þá verkar það sem eyðandi eld- ur I þjóðlífinu, eins og mörg dæmi sanna undangengin ár. Þess vegna þarf að snúa þessu tafli við og skapa þau skilyrði, að launamannasamtökin í land- inu fái betri skilning á tilgangi atvinnulífs og framförum og Franiliald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.