Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 BIFREIÐASÖLUMANN duglegan og reglusaman vantar. Tilboð sendist á bílasölu Guðmundar Berg- þórugötu 3 eða Bílahúsið Sigtúni 3. Gomanleiknrinn Húrra krokki verður sýndur að Hlégarði laugardaginn 6. marz kl. 21.00. Leikstjóri: Sævar Helgason. Ungmennafélagið. SKIPSTJÓRAR - ÚTGERÐARMENN 12” Loðnubarki 12” og 8” dæluslanga. Væntanlegir 6” barkar fyrir blóðvatn frá skiljara. unnai (QUzeiiéóon kf Suðurlandsbrauf 16 - Reykjavik - Simnefni: nVolvar* - Shni 35200 Lúsin er komin — og hefur hafið tangarsókn í Danmörku Sú gamla vinkona okkar lús- in er aftur komin á kreik. Fimmtudaginn 11. þ.m. birtí dag blaðið „Visir“ þá furðufregn, að lúsin hefði hafið eina alisherj- ar tangarsókn í hinu fagra og margrómaða menningarlandi Danmörku. Hafði Vísir það eft- ir danska stórblaðinu „Politik- en“, að 100.000 — eitt hnndrað þúsund — Danir væru nú lúsug- ir. Þetta kom mér reyndar hreint ekki á óvart. Ég hafði spáð því í einkaviðtölum, að svo hlyfi að fara alveg á næstunni,: þegar fólk væri farið að haga sér verr en skynlausar skepnur. Fyrir nokkrum árum . sagði þýzka blaðið „Der Spiegel“, að Kaupmannahöfn væri orðin höf- uðborg veraldar í klámi. Hin fagra borg við Eyrarsund, Kaupmannahöfn — Portus mereatorum — hefur lengi verið kunn fyrir lauslæti. Ég minnist þess, er ég kom til Kaupmanna- hafnar í febrúarlok 1922, að ég var ekki fyrr kominn út úr hót eldyrunum en skækjurnar fóru að ávarpa mig og bjóða mér „hlunnindi" sín gegn sómasam- legu gjaldi. Þær voru þar auð- sjáanlega á hverju götuhorni í „viðskiptakonum" svo að mér feoma beint frá Noregi, þar sem ég hafði dvalið í rúmlega háift annað ár. Þar hafði ég aJdrei verið ávarpaður á götum úti af viðskiptakonum“ svo að mér brá vissulega i brún. Nú er Kaupmannahöfn ekki aðeins höf uðborg veraldar í klámi eins og þýzka blaðið sagði heldur er hún orðin miðstöð eiturlyfja- smygls á Norðurlöndum. Og svo kom blessuð lúsin, sém kór- óna ofan á allt hitt svínaríið. Allt þetta mun nú flæða yfir okfeur á næstu árum, ef við höf um ekki opin augun og höld- um vörð um börn okkar og ungl inga, höldum vöku okkar. En hverf’um nú frá Kaupmanna- höfn og lítum í okkar eigin barm. Hefur lauslæti og hórdóm ur ekki hafið göngu sina hér? Eru eiturlyfin, hassið, heroínið og Önnur fikriilyf ekki að*hefja göngu sina hér? Eru felámmynd irnar ekki búnar að festa sig í sessi. Freymóður Jóhannsson segir, að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að þeim, af því að ekkert eftirlit sé með þvi banni, sem kvikmyndaeftirlitið setur og yfirvöldin þegja þunnu hljóði. Svo er það þá blessuð lúsin. Það þarf enginn að haida, að hún sé útdauð með öllu á landi voru. Við læknamir þekkjum ved þetta meinleysislega dýr. Þegar hún hefur sogið sig fulla af blóði liggur hún hreyfingar- iaus og bærir ekki á sér. En þegar hún er orðin svöng og snjó Sölumaður óskast Viijum ráða sölumann i Hjólbarðasölu. Æskileg menntun, Samvinnuskóla- eða Verzlunarskólapróf. Starfsmannahald S.l.S. Belti gefins? ÚT5ALA Það mætti orða það þannig. Höfum á útsölunni, níðsterkar drengja- og unglingagallabuxur með vönduðu leðurbelti. Stærðir 4—12 AÐEINS Stærðir 11—18 AÐEINS Tvöfalt hné á minnstu númerunum. Kynnið ykkur verð á leðurbettum og þið munuð Sjá, að við liggur að buxurnar séu gefnar. TVÍMÆLALAUST KJARAKAUP ARSINS. Austurstræti 9. N auðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, innheimtumanns Ríkissjóðs í Kópavogi, Sveins H. Valdimarssonar hrl., Otvegs- banka íslands og ákvörðun skiptaréttar Kópavogs, verður haldið opinbert uppboð á ýmiss konar lausafé í skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7 föstudaginn 12. marz 1971 kl. 15. Það sem selt verður er m.a.: Sjónvarpstæki (Grundig, Nordmende, RCA-Victor, Silvia), ísskápar (Electrolux, Zanussi), Radíófónn Löwe-Opta. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn f Kópavogi. GO - GO BEAT-HLJÓMSVEIT óskar eftir að komast í samband við stúlkur með nokkra danskunnáttu. — 18 ára aldur áskilinn. Tilboð sendist til Mbl. strax merkt: „GO — GO — DANS — 7044". KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN auglýsir MUNIÐ HRING-PLATTINN fæst hjá HALLDÓRI JÓNSSYNI, Skólavörðustíg 2. — Geymið auglýsinguna. — Matsvein og háseta vantar á m/b Svein Sveinsson frá Grindavík til netaveiða. Upplýsingar um borð í bátnum i Reykjavíkurhöfn og í sima 8173, Grindavík. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður n.k. sunnudag kl. 14,30 í Iðnó. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsltonur fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 70., 71. og 72. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Gautlandi 15, talinni eign Ágústs I. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeíldar Landsbanka Islands á eign- inni sjálfri, þriðjudaginn 9. marz 1971, kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Iwít er hún ótrúlega snör i snún ingum og stekkur upp í ermi manns. Þessu kynntist ég, er Spánska veikin geikk hér. Lús in var alls staðar og stökk úpp í ermina, Fyrsta verk mitt, er ég kom heim, var að lletta upp skyrtuermunum. Leitaði vand- lega miUi nærskyrtu og utanyíir skyrtu og fann lýsnár alltaf. Þær komust aldrei inn á húð mina. Svo var það flóih. Ég minnist enn andvökunætur í Spánsku Veikinni. Stjómarráð- ið hafði beðið mig að fara tii sjúklings upp í Kjós. Á bænuiri sem ég kom á, var aðkoman dap urieg. Ungur bóndi lá þar fyrir dauðanum. Það sá ég, er ég kom inn úr dyrunum, að hann áttí skammt eftir ólifað. Þetta var myndarheimiii. Þegar íeið að háttamálum kom feona með tand urhreint sængurver, lak og koddaver og bjó um mig i af- hýsi inn úr stofunni og visaði mér til sængur þarna inni. Ég hlakkaði til að hátta í þettá hreina vel uppbúna rúm. En viti menn, er ég vár háttaður og mér farið að hlýna í rúmimi kom vargurinn - flærnar — æð andi á mig, beit mig og reif ög ætlaði alveg að æra mig. Mér kom ekki dúr á auga alla nótt- ina og rauk fram úr og klæddi mig við fyrstu dagskímu. Fyrir nokkrum áratúgum gerðu kveri réttindakonur samþykkt á, fundi einum í Reykjavík um útrým- ingu á lúsinni í landinu. Skor- uðu konurnar á heilbrigðis- yfirvöldin að láta fram fara aUs herjar „lúsaböðun" í landinu __ samanber kláðaböðun — með al gerðri útrýmingu lúsarinnar fyr ir augum. Vilmundur Jónsson þá verandi landlæknir svaraði kon- unum, að sjálfsögðu á sinn sér kennilega hátt eitthvað á þessa leið: Á vissu árabili fer fraim allsherjar manntal í landinu, er mjög til þess vandað og mikrl vinna lögð í það, að ná í .hvern einasta mann í landinu til skrá- setningar, þó fari jafnan svo, að nokkrir einstaklingar sleppa undan og komast ekki inn 1 manntalið. Úr því að svo gengur með ekki minni skepnur en menn, hvernig mundi þá fara um lúsina. Ósennilegt að þær kæmu ailar fram við slíka allsherjar- lúsaböðun. Einhverjar þeirra myndu áreiðanlega komastund- an og fram hjá. Fólk getur haft það fyrir satt, að lúsin er til í landi okkar og að hún getur hafið hér tangar- sókn, ef nokkuð er slakað á hreinlætinu. Hættan er á næsta leiti, þegar það verður tízka að ganga rifnir og skítugir, með illa hirt hár og skegg og lifa sem skepnur. Af því, sem ég hef upplifað á langri ævi finnst mér hið stór- aukna hreinlæti dásamlegast af öllu. Hreinar íbúðir, hreinn þvottur, hreint og silfurgljáandi hár kvenna. Allt á að vera hreint, líkami og sál. Nú á að velta yfir okkur skítnum, skítn- úm á líkama okkar, skítnum á sál okkar. Islenzkar mæður, spyrnið við fótum. Verjið yður fyrir þessari skitugu bylgju, þessari dýrkun á því Ijóta og skítuga í mannlífinu. Verndið börn yðar fyrir lauslætinu, klámritunum, klámkvikmyndun um, eiturlyfjunum, sigarettunum. Hefjið sókn gegn skitnum, ljót- leikanúm, gegn öllu þessu svína- ríi, sem ærulausir fjárplógs- menn beita fyrir börnin ykkar, óvitana, sem gleypa við agninu, sem beitt er fyrir þau. Ég skora á stjórnarvöld landsins, á heil- brigðisþjónustuna og alla góða menn og konur að halda vöku sinni og hefja sókn gegn meng- uninni í huga og sál barna okk ar og ungmenna. Jónas Hallgrimsson bað þröst- inn að heilsa stúlkunni sinni heima á Islandi. Hvernig átti nú þrösturinn að þekkja stúlkuna hans? Það var nú ekki svo vandasamt að upplýsa þröstinn um það. „Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf í peysu. Þröstur minn góður það er stúlkan min.“ Árni Vilhjálmsson, læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.