Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1971 17 Haukur Hauksson blaðamaður - Minning SUMT fólk ©r svo af guði gier*t að leilkið er samtí'mis á alla sti’engina í brjósti þesa án þesa nokkurt lát sé á. Haukur Hauksson átti marga faRega strengi og engan sem eklki var saimistilllltur tiMinninig- uinuim í brjósti hans: hann var viðkvsemur, hreinskfflirun og ákafur — umgur reiður maður þegar ég kynintist honum fyrst. Og ávall't stóð af honuim hressi- legur gustur, bæði í leik og starfi. Haukur var ekki sízt ákafur veiðimaður og fóruim við nokkr- ar ferðiir saman uim landið í lax og silunig. Þá stillil'ti hann streingi sína í samræmi við vötn og fugla, guð og náttúrunla. Sérstaklega ©r miér minnissitæð ferð öklkar í Svartá í Bárðardal og koman að Stóru-Tungu. Þar var Hauki tekið eims og kross- fara sem u»nið befur Jerúsal- em uimiyrðalaust í þágu góðl3 málistaðar. Heimafóik fagnaði innilega þessum unga blaða- mianni, sem þar hafði verið ungiingur í sveit og sett svip á dalinn. Hvoirt sem Haukur var í hl'uitiveirlki unlga reiða mannsins eða þess rteynslurílka blaða- mianns, sem hann var orðinm uindir lokin, var hann ávall't hrókur a'lllis fagmaðar, heil'l og óskiptur. Hann var aldrei h’lut- laus. Hver strengur þaninn til hirus- ýtrasta. OÆt kam fyrir, að hann ákar sig úr og lék annað lag en umihverfið: ungur reiður maður állla tíð, þó að mat hans og iskyinjuin dýpkuðu mieð árun- um. Hann var sannkallaður krossfararriddari í hvierju því máli, setm tók hug hams. Slí'kir miemn endast oft Ma. Þamni'g var Haukur einnig í Störfum: hamhleypa til verka, fljótur að greina kjarna frá hismi, fastiur fyrir og ákveðimin án þess að trana sér íram, gat jaifnvel Verið kurteidllega ýtinn einis og góðurn blaðamanmi er oft nauðsynJLegt. Hafði sem sagt tiil að bera flesta þá kosti sem prýða góðan blaðamann, þótt stundum heyrist þær raddiir að blaðamenn séu helzt enigum kostum búnir. Hanin 'leit stórt á srtarf blaðamaninsims og var atoltur af því, enda kiyninitist hann því unlgur í föðurigarði. Hann var þakklátur fyrir þetta stolt — og nú er það ókkar að þakka. Samjstanfsmlenn Hauks við Morgumblaðið ylja sér við minn- ingar um góðan dreng, sem var Stétt sinmi til sóma, því að hanrn var í fnemistu röð íslenzikra blaðamanna að reynslu og hæfni eins og réttilaga er komizt að orði í frétt Morgunblaðisinis um lát hans. Og nú þegar stneng- irnir eru þagnaðir, sendum við fjöllskýldu hanis, og þá einlkum Mangréti, koniu hans, og börn- um þeirra hjóna, svo og frú Elöe, móður hans, innilegar samúðar- kveðjur. Matthías Johannessen. t LÍTIL KVEÐJA FRÁ FRÆNKU. HAUKUR var fynsta barnabarn foneldra minmia og tíður ge'stur hjá afa og ömmu, meðan ég vai enn í foraldrahúsum. Hann var ellzbur banna foneldna sinna, augaatemn þeirra og yndi og eftinlaeti alilra, eir kynntust hon- utm. Það eru hugljúfar minning- armar frá þeim árum, þegar þessi fal'llegi glókol'lur kom hlaupandi yfir túnin yfir á Syðri-Brekkuna, fyrst eiinin, en stíðar með systur skuni, Hildi og frændfðlkið í Hrafn'agilsstraeti fagnaði þeim, enda vonu þau bæði tvö óvenju yndisleg böm, fafllleg, slkemmitiillieig og greind. Síðar bættist lítil systir í hópinn, Kristín. Haukur var snemma sérstak- lega skýr og var gaman að segja honum till. Hann spurði mangs, var ótrúlega fijót'uir að læra og las meira á barnsárunum en ég hefi þeikkt um nokkuirt barn. Einn var sá leikur, sem við átt- um saman, en hann var að bredða úr gömlu, stóru landabréfi á gólfið 1 konltórnum hans afa og læra um ýmsa staði, bæði jökla og dali, fjölll og firði og svo komu víkingaskip af hafi. Við lágurn á gótfin'U og stýrðum þessuim farkostanm, sem venju- lega voru élldspýtnastokkar — og landnámsmienn námu land. Hann var ekki margra ára, þegar hann kunmi að nefna ai'la landnámsmenn og hvar þedr námu land og oft síðar minnit- umst við þessa leiks. Svo liðu árin. Litli, fallegi Að störfum frændi óx úr grasi og fór í skóla. En sorgin barði sneimma að dyr- um, því að vorið, sem hann var að taka stúdenitsprótf, missti hann föður sinn skyndilega og á bezta aldri. Það var mikið högg fyrir u-nigan og viðkvæman mann og kanmski greru þau sár a’ldrei til fulls- En svo birti aftur í lífi Hauks, er hann gekk að ei’ga Margréti Schram, sem varð ham- ingja hans og stoð. f dag finnst mér svo stuit síð- an við' fögniuðum á brúðkaups- degi þeirra. Þá voru hamingja og gleði í hásæti, og bjart er yfir minndmgu þess dags. En sam- Veran varð Styttri en við heifð- um óskað og vonað og nú syrigj- um við með hinni góðu konu hanls, Margréti og börnunum umigu, með móður hams og systrumum tveim, tengdafólki og öldruðum afa. Frændl'iðið alit harmar hina ótímiabæru brotfiför góðs drerags og biður honum blessunar guðs í nýjum heimflcynnum. Anna Snorradóttir. t MJÖG náin kynni tókust með okkur Hauki, þótt ekki yrðu þau löng, því miður. Og mér er að honum mikil eftirsjá, góð- um dreng, eins og verður í vina- fáum heimi. En þeim mun vænna þykir mér um minniing- una. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an fyrir um tíu árum, er við urðum starfsfélagar. Þá var hann nýkominn heim frá námi, tekinn þeim áhuga, sem ein- kenndi allt hans starf. Og marg- ar urðu þær stundirnar, sem við áttum saman, í starfi og leik, næstu árin. En þannig tak- ast ætíð beztu kynnin. Hann var af góðu fólki kom- inn, Hauki Snorrasyni, ritstjóra, og Else, konu hans. Blaða- mennskuna tók hann í arf frá föður sínum, og hana gerði hann að lífsstarfi. En það var fleira, sem hann hafði að vega- nesti úr heimahúsum, því að hann var um svo margt áhuga- samur, nánast alþjóðlegur í við- horfum sínum, þótt allt íslenzkt væri honum kært, enda veit ég, að margar beztu stundir sínar, utan heimilis, átti hann úti í ís- lenzkri náttúru, sem hann lœrði að meta, á meðan hann var í föðurhúsum, á Akureyri. Haukur naut föður síns allt of skammt, eiras og sy-stur hans, og móðir. Því varð haran snemma að takast á við vandamál lífs- ins, og safnaði þannig drjúgum betur í sjóð reynslunnar en margir jafnaldrar. Ætíð naut hann þó góðrar umhyggju í móðurgarði, og ófáar voru þær stundir, sem við áttum saman heima hjá móður hans; og í föð- urbræðrum, og öðrum ættingj- um, átti hann góða vini, og vilct- armenn. Haukur átti góða konu, Mar- gréti Schram, og með henni tvö börn, þau Hildigunni og Árna. Margrét gerði honum það heimili, sem ég hygg að hafi verið honum kærara en flest annað, og þar fann hann tryggð og festu, sem varð kjölfestan í liifi hans, og aldrei kom það betur í ljós en síðustu árin, eft- ir að fram kom, að hann var ekki með öllu heill heilsu. Það er ungum mönnum áfall að komast að því, að heilsan hefur að nokkru leyti brostið. Þá taka menn að líta lífið, og sjálfa sig, í nýju ljósi. Og það er emmitt á slíkum stundum, sem í ljós kemur innri maður. En Haukur stóðst það próf, eins og önnur, enda þótt ég viti, að slíkt geti aldrei verið átaka- laust. Með samstilltu átaki við eiginkonu, og tengdafólk, brást hann við með auknu átaki, og' nú, þegar hann er allur, hefur hann skilað stóru starfi; komið sínurn í höfn, sem margir ná ef til vill aldrei til. En ég veit, að það var einmitt á þessum tíma, þegar lífsbarátt- an var honum erfiðari en haVin hafði nokkru sinni orð á, að hann naut einstaks stuðnings Margrétar. Án hennar hefðu margar stundir orðið honum þyngri. Flesta hafði, þrátt fyrir sjúk- dóm, aldrei rennt grun í, að Haukur yrði ekki eldri; og ein- mitt nú, síðustu mánuðina, eða árið, var svo margt, sem benti til þess, að hann hefði á ný öðl- azt sinn fyrri styrk. Hann var aftur sama hamhleypan til vinnu og áður. Og áhugamálin voru ekki færri en fyrr. Haukur var mikill bókamað- ur, og einstakir kaflar samtíðar- sögunnar voru honum sérstak- lega hugleiknir, svo að þar var hann flestum mönnum fróðari. Þetta létti honum daglegt starf, enda ótti hann fáa sína líka við skriftir, og fáar voru þær hlið- ar blaðamennsku, sem hann ger- þekkti ekki, og á því sviði virt- ust engin verkefni honum of- vaxin. Hann var einn fárra sannra blaðamanna, sem helgað hafa sig því starfi, á aeirani ár- um, og ég veit, að í góðum hópi samstarfsfélaga er hans mikið saknað. En mest sakna hans þó kona, börn og nánustu ættingjar. — Þeirra er eftirsjáin mest, er svo ungur maður er skyndilega á brott kvaddur af einum helzta vágesti nútímans. En ég veit, að þeim er huggun í því, að þau horfa á eftir góðum dreng, sem brást rétt og vel við þeim vanda, sem honum var á herð- ar lagður, á skammri ævi. Ég og kona mín vottum Mar- gréti, konu hans, börnum þeirra, móður hans, Else, systrunum Hildi og Kristínu, afa hans, Snorra, öðrum ættingjum og tengdafólki, innilegustu samúð. Haukur minn. Ég vildi hafa átt fleiri stundir með þér. En á þessari skilnaðarstundu á ég ekki önnur betri orð til þín en þau, að Guð geymi þig, gamli, góði vinur. Ásgeir Ingólfsson. t Það er skammt milli lífs og dauða. Síðastliðið föstudagskvöld hitt- umst við Haukur mágur minn í f jölskylduhópi, skiptumst á skoðunum og sem oftar leiddi hann umræður allar a£ sinni hressilegu einurð. Við kvöddumst að kvöldi, ekki að skilnaði, heldur til þess eins að ganga endurnærðir til starfa með nýjum degi. En að morgni var hann liðinn og óvænt og skyndilega skynj- aði rraaður nærverú þeirra ör- laga, sem enginn fær við ráðið. Það er skammt, svo skamrnt, milli lífs og dauða. Kynni okkar Hauks Hauks- sonar hófust, þegar hann kvæntist systur minni, Margréti, fyrir nokkrum árum og frá fyrsta degi þeirra kynna vöktu athygli mina og aðdáun hæfi- leikar hans og mannkostir. Fáum, sem kynntust Hauki, duldu&t þeir fjölþættu eig- inleikar, sem honum voru gefnir, og mér býður i grun, að fleiri en ég hafi hugsað til þess, að hæfileikar hans hefðu sann- arlega getað og mátt nýtast bet- ur í þessu litla og mannfáa sam- félagi. Þar sem Haukur fór var mað- ur með afburða greind, frjóar hugmyndir og óvenjulegan lífis- kraft. Ef til vill voru það þessir kostir og þó einkum hugmynda- flugið, sem báru hann stundum af leið — eða gerðu veröld hans stærri, allt eftir því hvaða gi’ldismat við leggjum á tilver- una. Ákafi hans og löngun til að reyna ótroðnar, nýstárlegar slóðir tóku hug hans fanginn, hrifu hann stundum með sér, að einu viðfangsefni á kostn- að ánnars. En ef ákafinn yar Ijóður á ráði hans, þá var hann jafnframt hans stærsti kost- ur, sá eiginleiki, sem gerði hann að persónu, manneskju. Þvi þannig var Haukur. Hann gaf sig allan í verki sem orði. Þar var engin tæpitunga notuð, heldur hispurslaus hreinskilni, afdráttarlausar skoðanir. Hann var dómharður en aldrei ósann- gjarn og allar samræður við hann eða með honum voru öðr- um líflegri og skemmtilegri. Hann hafði lag á að lifga upp umlhverfi sitt, vegna óvenju- legrar frásagnargleði, þebk- ingar og fróðleiks, og þó eink- um vegna sérstakrar kimnigáfu, sem veitti honum auðveldan að- gang að broslegu hliðinni á um- ræðuefninu. Ég held að starf hans sem fréttamanns, hafi kennt honum að líta á atburðarásina úr fjar- lægð og dregið úr löngun hans til að taka þátt í hinu verald- lega kapphlaupi. Hann sóttist ekki eftir hégómiegum vegtyll- um eða vegsemdum, en hins veg ar sóttist hann því meir eftir vegsemdum tilverunnar sjálfrar. Það var honum mest virði að höndla þau gæði, sem lífið og fólkið sj'álft gat boðið upp á. Þeirra gæða fékk hann að njóta allt of stutt. Guð blessi minningu hans. Ellert B. Schram. t Haukur Hauksson er látinn. Er mér barst þessi andlátsfregn sl. laugardagsmorgun átti ég örð ugt með að trúa. Ég hafði hitt Hauk á götu tveimur eða þrem- ur dögum áður og sýndist mér honum ekki á nokkurn hátt brugðið. Hann var hress í bragði og bar sig vel, eins og hans var vandi. Það var þvi ótrúlegt að hann væri nú horfinn á brott svo ungur, aðeins 32 ára gamaU. Fyrir hönd bekkjarsystkina Hauks Haukssonar hef ég sem ffispector scholae okkar árgangs verið beðinn að flytja hér fá- ein minningarorð um Hauk Framhald á bls. 26 Kveðja frá blaðamönnum Morgunblaðsins BLAÐAMENN Morgunblaðs- sokkinn var hann í verk sitt. ins kveðja í dag hinztu Undanfarin ár vann Hauk- kveðju góðan vin og félaga, ur einkum að erlendum frétt- Hauk Hauksson. Sæti hans um, og skrifaði þá greinar er autt og verður vandskip- um málefni, er efst voru á að. Erfitt er að sætta sig við baugi hverju sinni í heims- þá staðreynd, að við fáum pólitíkinni. Hann var ágæt- ekki framar að heyra hlátur lega að sér um erlend mál, hans og njóta kímnigáfunnar, myndaði sér skoðanir á þeim sem hann var gæddur í rík- og lét þær óspart í ljós, um mæli, því að Haukur var blandaðar græskulausri einkar glaðvær og hlýr sam- glettni, svo að menn veltust starfsmaðuT. um af hlátri, en gætti þó Haukur var hörku blaða- alltaf fyllsta hlutleysis í maður og afkastamikill, svo fréttaskrifum sínum. af bar, og þegar hann sat við Margréti, börnunum, móð- ritvélina og pikkaði með ur hans og öðrum ættingjum tveimur puttum var eins og Hauks sendum við innilegar margar vélbyssur væru í samúðarkveðjur; biðjumhon- gangi. Þá þýddi yfirleitt ekki um fararheilla og þökkum að yrða á hann, svo niður- samfylgdina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.