Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1971 23 Ein af gamalkunnum blóma verzlunum í miðbænum, Blómið, er flutt 1 skemmti- legt gamalt húsnæði I Hafnar stræti 16. Þar er ekki nýtízkuleg innrétting. Gðmlu bitarnir í loftinu og blámál- aðar súlurnar halda sér og gengið er undir gömlium út- skurði eða gluggabjór inn í verzlunina. Þar fer blómahaf- ið sérlega vel í þessu hlýlega gamla umhverfi. Þarna hittum við eig- endur verzlunarinnar, Aðal- heiði Knudsen og Margréti Hinriksdóttur, er við litum inn. En þær hafa lengi látið borgarbúum í té blóm og annazt hvers kyns blóma- skreytingar — voru fyret í Flóru, áður en þær settu upp eigin blómaverzlun í Lækjar- kels Bergmanns seinasta for- stjóra Innréttinganna. Þessi verzlun stóð þó ekki nema 15 ár og þá seldi Röd- gaard húsið og var kaupand- inn Aders Knudsen kaupmað- ur, en verzlaði þó aldrei þar. Þegar Jörundur gerði bylt- inguna hér, bjó í húsinu Jens Klog, bróðir landlæknis. Hann gerðist „hirðmaður“ Jörgensens, en drakk sig í hel skömmu síðar Maddame Klog var engu síður drykk- felld en maður hennar, en entist þeim mun betur, að -hún var um mörg ár vand- ræðakind þessa bæjarfélags. Bjarni riddari keypti húsið af Knudsen, en seldi það aft- ur O.P. Christian Möller kaupmanni og verzlaði hann þar fram til 1821. Árið' Blóm í gömlu umhverfi - 3$ Gamla húsið við Hafnarstræti 16, sem einu sinni hét Józka húsið eða Hótel Alexandra, heldur enn sínum skemmtilega byggingarstíl. Og það á að fá að standa óbreytt á sínum stað. Hafnarstræti 16 á sína sögu götu og nú síðast í Eymund- sonarhúsinu. Og þær halda sig enn með blómasöluna í hinum gamla miðbæ. Húsið í Hafnarstræti 16 er eitt af þeim merkilegu húsum í miðbænum, sem Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson lögðu til að varð- veitt yrðu, annað hvört óbreytt á staðnum eða að það yrði flutt i Árbæ. Fyrir utan sögulegt minjagildi, er bygg- ingarstíllinn sérlega fal- legur, hlutföll fögur og efnis- meðferð góð, að því er Hörður tjáði okkur. Benti hann sérstaklega á útskurð- inn yfir dyrunum á horninu, gluggaumbúnað uppi, útskurð á kvisti og súlurnar á fram- hliðinni. Þessa nýklassík í stíl væri sjaldgæft að finna á Islandi, og ekki mörg dæmi um hana í miðbænum, sagði hann. Hús þetta gekk áður undir nafninu Józka húsið eða Hótel Alexandra. Árni Óla segir frá því í einni af bók- um sínum um Reykjavík: Þar sem nú er Hafnar- stræti, var fyrrum sjáv- arkambur og fyrsta mann- virkið, sem kom þar, var færaspuni „Innréttinganna“. Var gerð 150 m löng braut eftir hákambinum með stöng- um og hjólum til þess að snúa færi og kaðla. Þessi braut var kölluð Reipslagarbraut- in, en fiskveiðar komu í stað inn. Og var nú Reipslagar- húsið rifið, en þar sem þaf hafði staðið, reistu kaupmenn frá Fanö verzlunarhús 1792, og var fyrir því M.J Rödgaard skipherra. Var hús þetta jafnan kailað Józka húsið, vegna þess að eigend- ur þess voru józkir. Þarna voru þeir verzlunarstjórar bræðumir Magnús og Helgi Bergmann, bróðursynir Þor- 1821 keypti verzlunarfé- lagið Andersen & Schmidt verzlunina og verzlunarhús- in, en þau voru þrjú: Józka húsið, vörugeymsluhús, sem Möller hafði reist 1819 og assistentahúsið. Telur Jón Helgason biskup sennilegt að Andersen Schmidt hafi þá látið rífa Józka húsið og reisa annað nýtt á grunni þess, það er enn stendur að stofninum til. Þó er það ekki vlst og má vera að Józka hiúsið sé enn undirstaða Hafnarstrætis 16. Þarna verzlaði þetta félag fram til 1843, en þá keypti Þorsteinn Jónsson Kuld verzl unina og verzlunarhúsin. Þorsteini græddist fé, Hann gaf út margar merki- legar bækur og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í þágu bæjiarins. Hann andaðist 1859. „Við jarðarför hans hafði verið allmikil eyðsla, en úr auði hans varð ekkert, því erfingjar voru engir er gæti haldið reglu á,“ segir Gröndal. Þorsteinn hafði lát- ið bæta hæð ofan á verzlun- arhúsið og var það nú tvílyft og hið reisulegasta. Árið eftir að Þorsteinn féll frá, kom tilkynning um, að verzlun hans og fasteign- ir við Hafnarstræti, ibúðar- og sölubúðarhús, ásamt 3 geymsluhúsum og lóð, yrði selt á uppboði í Kauphöllinni (Börsen) í Kaupmanna- höfn. Hefur það eflaust ver- ið gert að kröfum erlendra veðhafa. Nú eignaðist Ole P. Möller kaupmaður eignina. Hann var sonur „gamla“ Möllers. Hann var einkennilegur maður i Annar eigandinn, Aðalheiður Knudsen, afgreiðir bióin i nýju búðinni. allri framgöngu og öllum hátt um, en vandaður maður og talsvert við bæjar- mál riðinn. Hann kvænt- ist aldrei, en rak verzlun í húsinu til æviloka. Leigði þá hjá honum á efri hæðinni Christian L. Möller, bróðir hans, sem var kvæntur Sigriði dóttur Magnúsar Norðfjörðs i Sjóbúð. Þau áttu 7 börn og lifðu á veitingasölu þar í hús- inu. Ole Möller andaðist 1877 og var húsið þá óselt í nokk- ur ár. Á þeim tíma bjó þar Jón Árnason þjóðsagnaritari, Katrín kona hans og Þorvaldur sonur þeirra. Þá var þar og Jón Jónsson rit- ari. Húsið var fyrst sett á upp- boð 1879 og varð þá hæst- bjóðandi Jón Otti Jóns- son verzlunarstjóri hjá Smith konsúl, sem verzlaði þá í Ný- höfn. En tveimur árum seinna hafði Smith genglð inn í kaupin og fékk afsal fyrir eigninni hjá skiptaráðanda. Og árið 1886 var þinglýst sú kvöð á eigninni, að þar mætti aldrei verzla án samþykkis eigandans að Nýhöfn. Þá hafði Smith fyrir fimm árum gert húsið að gistihúsi og veitingahúsi og kallaði það Hótel Alexandra. Lét hann breyta húsinu nokkuð til þess að fá þar fleiri herbergi en áður voru, og segir Gröndal að húsið hafi orðið „miklu Ijótara og verra á eftir“ en það er nú ef til vill ekki að marka. Smith fékk dönsk hjón Andreas Jespersen og konu hans, til þess a* annast hótelreksturinn. Árið 1886 var húsi og lóð afsale til frú Oddnýjar Smith, en Jespersen hélt þar áfram veitingarekstri fram til 1892. Smith konsúll var kvæntur Ragnheiði Bogadóttur Bene- diktssonar á Staðarfelli o" hét elzti sonur þeirra Bogi. Hann var trésmiður og kvæntist Oddnýju Þorsteins- dóttur frá Grund í Svínadal, syistur séra Jóhanns Þorsteinssonar í Stafholti. Dóttir þeirra var Soffía kona Magnúsar Guðmunds- sonar ráðherra. Mun Oddný hafa fengið húsið í Hafnar- stræti í arf. Hún fluttíst þangað 1896 og var þar síð- an. Meðan hún bjó þar voru þar nokkrir leigjendur, þar á meðal Guðmundur Magnus- son læknir og Katrín kona hans. Árið 1908 seldu erf- ingjar Oddnýjar húsið Eyjólfi Eiríkssyni vegg- fóðrara, sem erft hafði hluta af þvi. Bjó hann þar lengi sjálfur. Nú eiga húsið dætur Eyjólfs, Margrét og Oddný, sem gift er Jóhannesi G. Helgasyni. Á þessari öld á húsið líka sína sögu. Þar var Eimskipa- félag íslands fyrst til húsa 1914, og síðar um 7 ára skeið, en Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands, hafði þar skrifstofur. Lengst af hafa verzlanir verið í húsinu. Lengi voru þar verzlun Jóns Hjartarsonar og Fatabúðin og fleiri. Húsið í Hafnarstræti 16 hefur lengi verið í sömu ætt- inni. Á undanförnum árum hefur litið út fyrir að húsið þyrfti að hverfa vegna ann- arra þarfa, en nú hafa eig- endur fengið I hendur bréf frá borgarráði, þar sem þeim er sagt að húsið megi standa þama á sama stað og varð- veitast. Þær Aðalheiður og Margrét i Blóminu kváðust kunna ákaflega vel við sig í þessum gömlu húsakynnum, og hefðu siður en svo á móti því að þar mætti engu breyta í nýtízkulegra horf. Þær una sér líka vel innan um blóm, eins og að likum lætur. Sögðu þær að aðstæður til Verzlunar með blóm væru nú ólíkt betri en áður. Fólk væri orðið blómavanara og vissi hvað það vildi og því væri svo ánægjulegt að reyna að uppfylla óskirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.