Morgunblaðið - 16.04.1971, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971
Fa
J f Btl.Al.EIOA V
lAIAIl!
>
■=-25555
/^ 14444
WUBBM
BILALEIGA
IIVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvaan
VW Smauna-Landrover 7manna
Bílaleigan
UMFERÐ
Sími 42104
SENDUM
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
bilaleigan
AKBBAVT
car rental sermce
8-23-47
scndnm
BÍLALEIGAN
BlikS hf.
Lækjargata 32, Hafnarfirði.
Sími 5-18-70
KVÖLD- OG HELGAR-
SÍMAR 52549 — 50649
IMÝIR BlLAR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar,
púströr og ffeírí varahlutir
I margar gerðir bifreíða
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168 - Simi 24180
BtíNAÐARBANKINN
er bankl fólksins
0 Hundurinn minn
Höskuldur Skagf jörð
skrifar:
„All mikið hefur verið skrif-
að um hunda og hundahald
hér i borg, og að sjálfsögðu
ekki minna um það málefni tal-
að. Heiðraða Velvakanda hafa
borizt mörg bréf, með og móti
málinu eins og gengur. Bréf
frá herra Jóhannesi Jónssyni
til Velvakanda 9. marz s.l. slær
að minu viti öll met um þetta
málefni. Eftir að hafa hugleitt
greinina, verður manni á að
hugsa, að sá hinn sami beri lít-
ið skynbragð á hunda, að ég
nú ekki tali um hundahald al-
mennt. Með öðrum orðum
hann hefur ekki hundsvit á
málefninu. Samt skrifar hann.
Nú skal ég lauslega fara i
gegnum ritsmíðið. Jóhannes
segir: „Þarf að halda þrætunni
áfram. Ég veit ekki betur en
hún sé endanlega og farsællega
útkljáð með ákvörðun borg
arstjórnar. Mér vitanlega hef-
ur orðið eða merking orðsins
farsæll ekki verið bundið við
að aflífa skepnur, og allra sizt
skepnur heimila, sem gera
VOLVO 144
Til sölu er Volvo 144 árgerð 1968, vel með
farinn.
Upplýsingar í síma 4-18-55
STYRKUR
til háskólanáms í Tékkóslóvakíu
Tékknesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenzkum
stúdent eða kandídat til 8 mánaða háskólanáms í Tékkó-
slóvakíu námsárið 1971—72. Styrkfjárhæðin er 1.000 tékk-
neskar krónur á mánuði fyrir stúdent, en 1.300 krónur fyrir
kandidat.
Umsóknum, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, skal
komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík,
fyrir 25. apríl n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytiö,
9. apríl 1971.
Heimilistseki sf.
Hafnarstrœti 3 — Sími 20455
LUXO
er ljósgjafiim,
verndið sjónina,
varist eftiriíkingar
ir.
^6^
ekki annað en skapa ánægju
og gleði fyrir eigendur þeirra
og marga aðra. Maðurinn
kemst samt sem áður ekki hjá
slíkri athöfn, til að halda lif-
tórunni í sjálfum sér. Það
gegnir furðu að menn, sem
ekki einu sinni sjá eða verða
varir við hunda annarra skuli
hafa þann hugsunarhátt að
vilja þá feiga. Ég spyr, hvað
er að?
1 greininni ávitar hann Vel-
vakanda fyrir að birta grein-
ar frá báðum aðilum, sem sagt
báðum hliðum málsins. Þessi
hugsunarháttur segir talsvert,
og þarf ekki að orðlengja það
nánar. J.J. vill líta rólega og
yfirvegað á málið. Gerir hann
það, blessaður? Gerði hann
slíkt ásamt öðrum hundaóvin-
um, væru engar þrætur.“
£ Óttast hunda?
„Greinarhöf. heldur þvi
fram að eigendur hunda í
Reykjavík hafi fengið þá á
ólöglegan hátt. Býst við að
hann hafi ætlað sér að orða
hugsun sína á annan hátt. Þá
fullyrðir Jóhannes, að böm
séu hrædd við hunda. Það eru
aðeins veikluð börn, sem ekki
hafa komizt í snertingu við
skepnur yfirleitt, sem svo er
ástatt um og er það verra en
vont. Gæti það komið til mála
að fullorðnir gerðu sér það að
leik að hræða börn á hundum?
Það er ekki langt síðan, að
börn voru hrædd við lögregl-
una, mikið til af því að þeim
var ekki sagt satt um tilgang
hennar í samfélaginu. Þá kem
ur sú setning hjá greinarhöf.,
sem hann gerir sig að viðundri
fyrir að láta slikt orð slæðast
með. Þannig kemst hann að
orði: „Þar sem hundahald er
leyft er fullvíst talið að hund-
ar séu aðalorösk fyrir meng-
un. “ Kemur mengun frá lífi
náttúrunnar? Að vísu er hægt
að koma því þannig fyrir.
Þarna veit J.J. að hann hinn
velviljaði mannvinur er að fara
með staðlausa stafi og það vit-
andi vits.
Það eru sjálfsagt flestir, sem
vita, að það eru vélar svo sem
bílar, vinnuvélar, verksmiðjur
og að ógleymdum öllum kemisk
um efnum sem valda mestri
mengún, svo það væri ekki sann
gjarnt að kenna dýrunum um
það.
0 Smitbcrar?
Þá kemur Jóhannes að því
að hundar séu mkilir smitber-
ar, jafnvel meiri en dúfur og
rottur. Ég held að hvorki rott-
um né dúfum séu gefin meðul
til að smita ekki mannfólkið,
en það er hundum gefið. Svo
greinarhöf. getur sofið rólegur
þess vegna. Það væri þá stór-
hættulegt að láta borgarböm-
in koma á islenzk sveitaheim-
ili, það gæti nefnilega verið
hundur á heimilinu. Ég hef
ekki heyrt þess getið að sveita
böm væru óhraustari en önn-
ur börn, nema ef siður væri.
Ætli það láti ekki nærri að
hundur sé á hverju ísl. sveita-
heimili.
Það er ekki tilviljun að þeg-
ar maður spyr litlu krakkana
frétta á haustin, þegar þau
koma úr sveitinni, þá byrja
þau á að segja frá Snotru eða
Snata, svo kemur allt hitt á eft
ir.
$ Mengað hugarfar
Jóhannes endar grein sína
með að segja: „Það er alls ékki
svo slæmt fyrir börnin þótt
hundurinn þeirra sé drepinn.
Amma og afi deyja lika.“ Hér
getur maður nú sagt eins og
séra Sigvaldi: amen eftir efn-
inu. Þetta kalla ég mengað hug
arfar, og væri bæði forvitni-
legt og um leið nokkuð rann-
sóknarefni fyrir sálfræðinga
að vita hvar hundaóvinir hafa
sýkzt af þessum óvildarvirus
til saklausra dýra. Hann tal-
ar um, að þeir, sem eigi hund
í Reykjavík, hafi þá með
köldu blóði! Að tala um blóð
og hunda er ekki tímabært.
Þessir menn verða bókstaflega
að fá útrás. Vil ég þá kurteis-
lega benda greinarhöf. á eftir-
farandi: Ef að líkum lætur taka
sláturhús landsins til starfa í
september. Ætti hann að geta
komið því við að staldra við
svona í einu þeirra til að kom-
ast í kynni við blóð.
Það er von mín og trú að
borgaryfirvöld, sem fjallað
hafa um þetta mál, endur-
skoði afstöðu sína, og komi
með miðlunartillögu, sem all
ir ættu að geta sætt sig við.
Það yrði ófagur bautasteinn,
sem þeir sömu menn reistu sér,
ef endirinn yrði sá, að þeir
dæmdu alla hunda i Reykja-
vík til dauða.
Það er engin tilviljun að
margir velgjörðarmenn mann-
kynsins hafa átt hunda, sem
þeir vitna til, sem sins ágæt-
asta vinar í endurminningum
sínum og ævisögum.
Höskuldur Skagf,jörð“.
TIL ALLRA ATTA
NEW YORK
Alla daga
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
GLASGOW
Emmtudaga
LONDON
Rmmtudaga
LUXEMBOURG
Alla daga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
lOFTiímm