Morgunblaðið - 16.04.1971, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971
þriöjudag, en þá hefði Benja-
min verið bæði kominn og far-
inn, eða þá eitthvað hefði hald-
ið honum um borð, svo að hann
hefði alls ekki getað komið hing-
að — eins og stundum hefur
gerzt áður. Og úr því að ég ætl-
aði að hitta hann, hvort sem var,
var ekki nema eðlilegt, að ég
EKTA PiZZA SÓSA
T-BONE STEIK
SIRLOIN STEIK
VEIZLUBRAUÐ
BRAUÐTERTUR
Takið með ykkur heim.
Sími 34780.
kaffi
LAUGAVEG 178
tæki samninginn með mér, til
þess að fá hann undirritaðan.
Þar eruð þér væntanlega á sama
máli.
— Já, þetta hefur sjálfsagt ver
ið rétt að farið hjá yður, svar
aði Appleyard. — Væri það of
mikil forvitni að spyrja, hvað
honum Benjamín fannst um
þennan samning?
— Alls ekki. Hann segir yður
það sjálfsagt líka sjálfur, að
hann hafi verið honum algjör-
lega samþykkur. Og hann var
svo vingjarnlegur að segja, að
sér fyndist tilboðið mitt göfug-
mannlegt. Sannast að segja var
hann hissa á, að ég skyldi vilja
greiða svona hátt verð fyrir
það, sem hann kallaði einskis-'
verðan jarðarskika. Ég sagði
honum, að enda þótt hann hlyti
að vera einskisverður til alls
annars, þá mundi hann hæfa
mér vel til þess að bygigja mér
hús á til ellidaganna. Og ég var
jafn hreinskilinn við hann og
ég er við ykkur, herrar mínir.
Ég sagði honum, að mig lang-
aði til að eiga turninn.
Appleyard yppti öxlum. — Ég
skil bara ekki enn, hvers vegna
þér eruð að sækjast eftir svona
hrófatiidri, sagði hann.
— Nei, auðvitað skiijið þér
það ekki, sagði Woodispring með
hóglegum virðuleika. Þér eruð
af kynslöð, sem þykir eklkert
varið I neitt, sem ekki hefur hag
nýta þýðingu. Hefur yður nokk
urntíma dottið í hug, til hvers
Glapthorne hefur farið að reisa
þennan tum?
— Jú, víst hefur mér það, en
ég hef aldrei komist að neinni
niðurstöðu, sagði Appleyard.
—Þá skal ég segja yður það.
Thaddeus Glapthorne hafði, fyr
ir eigin dugnað orðið eigandi að
Farningcote og þar með gósseig
andi. Var það ekki eðlilegt, að
hann vildi reisa eitthvert minnis
merki yfir þessa velgengni sína?
Turninn átti að verða eilíft
minnismerki um baráttu hans
og sigur. Hann mundi minna á
nafn hans, hvenœr sem litið
væri á hann.
— Ég tel mig nú ekki hafa
öðlazt aðra eins velgengni eða
stöðu og hann. En samt hef ég
risið upp úr allsleysi og orðið
tiltölulega efnaður maður.
Finnst yður óeðlilegt, að mér sé
líkt farið og Thaddeusi Glap-
thome, að ianga til að skilja
eftir eitthvert minnismerki um
mig? Skiiimálarnir í samningn-
um eru þannig, að þegar turn
inn er orðinn mín eign, hefur
áletrunin á honum þjónað ætl-
unarverki sinu. Min ætlun var
að þurrka hana út og setja að
eins i staðinn fangamarkið mitt,
i fullkomnu yfirlætisleysi. En
nú . . .
Bóksalinn varp öndinni mæði-
lega og Jimmy flýtti sér að koma
honum aftur að efninu. — Var
það yðar hugmynd eða Benja-
mins að bæta þessari klausu aft-
an við samninginn? spurði hann.
— Hann verður fljótur að
viðurkenna, að það var alfarið
hans hugmynd og uppástunga,
sagði Woodspring. Hann sagði
mér, að þegar faðir hans væri
úr sögunni, mundi hann verða
fljótur að losna við alla eignina.
Það gæti vel orðið meðan hann
yrði einhvers staðar úti á sjó og
þá mundi þurfa á að halda þess
um tvöhundruð og fimmtiu
pundum tafarlitið. Benjamin
bætti við þessari klausu til þess
að forðast drátt á þvi.
— Það var mikil hugsunar-
semi, sagði Jimmy. En aðaler-
indi yðar til hans var samt að
tilkynna honum lát bróður
hans, segið þér. Hvernig brást
hann við fregninni?
— Fyrir hann voru það engar
fréttir, þar sem hann hafði feng-
ið bréf frá ungfrú Blackbrook,
og svo höfðuð þér talað við
hann daginn áður. Hann virtist
taka sér fráfall bróður
sins mjög nærri. Að minnsta
kosti gerði hann heiðarlegar til-
raunir til að láta I ljós sorg
sina. En þar sem ég vissi um
fjandskapinn milli þeirra
bræðra, þá held ég ekki, að
hann hafi verið mjög hrærður.
Hann virtist aðallega hafa
áhyggjur af þessu, sem
— I»ú verður að fá kauphækkun; það tekur mig ekki nema hálf-
tíma að eyða kaupinu þínu!
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Ekki er ráðlegt að iáta hart mæta hörðu þessa stundina.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú ert baráttuglaður, og mega flestir vel við una.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þér er óhætt að slaka dálítið á um sinn.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þú ættir að láta þér segjast um sinn og hjálpa þeim, sem
standa þér næst.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Ef þú lætur í minni pokann, getur eitthvað gott leitt af því.
Meyjan, 23. átfúst — 22. september.
Kurteisi kostar ekkert og hafðu það í huga.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú færð nóg af iðjusemi annarra.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber.
Þú skalt ekki láta neitt á þig fá ertni annarra.
Bogniaðurinn, 22. nóveniber — 21. desember.
Þú átt hægt með að leggja þunglyndi á hJHuna um stund, til
að gleðja aðra.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú ert iðinn við kolann, og skarar glatt að köku þinni.
Vatnsberinn, 20. janúar — 13. febrúar.
Þú átt líka til leiðinlegar hliðar stundum.
F'iskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Stundum getur legið svo vel á fólki,, að til vandræða horfi.
ADAMS-FOT
WINSLOW SKYRTUR
STÓRKOSTLEGT BINDAÚRVAL
MIKIÐ ÚRVAL AF PEYSUM
DÖMUPEYSUR, HERRAPEYSUR
VESTI, ERMALAUSAR PEYSUR
LANGERMAPEYSUR.
TÍZKUVERZLUNIN ADAM
VESTURVERI — SÍMI 17575.