Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1971 Upplausnarástand hjá SFV; Hannibal í framboð á Vestfjörðum Hættir við framboð í Reykjavík EKKI verður betur séð en að fuUkomið upplausnarástand ríki nú í hinum svonefndu Samtökum frjálslyndra og vinstri manna á höfuðborg- arsvæðinu. Hannibal Valdi- marsson, formaður samtak- anna, sem ráðgert hafði verið að skipaði fyrsta sæti á fram- boðslista þeirra í Reykjavík hefur ákveðið að gera það ekki, en fara í þess stað í fram boð á Vestfjörðum, sem efsti maður á lista samtaka sinna þar. í gær var ákveðið, að Magnús Torfi Ólafsson tæki sæti Hannibals í Reykjavík. Eins og Morgunblaðið hef- ur áður skýrt frá hafði Her- mann Guðmundsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði áður ákveðið að skipa efsta sæti á framboðs- lista samtakanna í Reykja- neskjördæmi, en hann breytti þeirri ákvörðun og er nú ákveðið að dr. Gunnlaugur Þórðarson skipi það sæti. Agreiningur um FRAMBOÐ I REYKJAVlK Það hefur lengi verið vitað, að innan Samtaka frjálslyndra og vinstri manna rikti verulegur ágreiningur milli verkalýðsarms samtakanna, þ.e. Hannibals Valdimarssonar, Björns Jónsson- ar og þeirra, sem þeim fylgja að málum og ýmissa menntamanna, sem gengið hafa til liðs við þessi samtök undir forystu Bjarna Guðnasonar, prófessors. Síðar- nefndi hópurinn mun hafa ver- ið lítt hrifinn af framboði Hannibals á þeirra vegum í Reykjavik en ekki getað að gert. 1 skoðanakönnun, sem fram fór á vegum samtakanna var Hanni bal Valdimarsson efstur en Bjarni Guðnason næstur. Á fé- lagsfundi í samtökunum fyrir nokkru var tekin ákvörðun um skipan fimm efstu sætanna og áttu þau að vera þannig skipuð: 1. Hannibal Valdimarsson, 2. Bjarni Guðnason, 3. Haraldur Henrysson, 4. Inga Birna Jóns- dóttir, 5. Steinunn Finnboga- dóttir. Á þessum fundi varð ágreiningur um skipan 2. sætis listans. Komu fram tvær tillög- ur. 1 annarra var gert ráð fyr- ir, að Haraidur Henrysson skip- aði 2. sætið en i hinni Bjarni Guðnason. Hlaut síðarnefnda til- lagan meirihluta atkvæða. Þegar skipun í fimm efstu sætin hafði verið ákveðin var búizt við, að eftirleikurinn yrði Gengu af fundi í FYRRAKVÖLD gerðust j þau tíðindi að framsóknar- menn úr Vestmannaeyjumi gengu af fundi framsóknar-1 manna í Suðurlandskjördæmi i þar sem reynt var að ná sam : komulagi um skipan 3. sætis I á framboðslista Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjör- dæmi. Framsóknarmenn úr Vest-I mannaeyjum gengu af fundi| er þeir höfðu beðið lægri j hlut : atkvæðagreiðslu með, eins atkvæðis mun. Lýstu' þeir því yfir að þeir mundu I hvorki standa fyrir útgáfu | blaðs né opna kosningaskrif-1 stofu í Vestmannaeyjum til] stuðnings Framsóknarflokkn-' um í komandi kosningum. auðveldur. En þá komu fram hugmyndir um, að Haraldur Henrysson færi í efsta sæti á lista samtakanna á Vesturlandi. Þegar svo var komið kröfðust Hannibal og fylgismenn hans þess, að Steinunn Finnbogadótt- ir yrði færð upp í 3. sæti í sam- ræmi við úrslit skoðanakönnun- ar og úrslit félagsfundar en Inga Birna Jónsdóttir taldi sig eiga það sæti og naut stuðnings Bjarna Guðnasonar o. fl. Að lok- um var þó látið undan og listi með nafni Steinunnar Finnboga- dóttur í 3. sæti samþykktur á félagsfundi sl. föstudag. En um helgina munu Bjarni Guðnason og stuðningsmenn hans hafa Framhald á bls. 27. 11 skipstjórar dæmdir til að greiða 3,3 millj. Einn dæmdur í varðhaldsvist fyrir ítrekuð landhelgisbrot UM HELGINA voru dómar kveðnir upp yfir ellefu skip- stjórum, sem teknir voru að ó- löglegum veiðum út af Stafnesi á svæði, sem togveiðar eru bann aðar um skamman tíma á vorin. Allir voru skipstjórarnir dæmdir í fjársektir, einn í 2ja mánaða varðhald vegna ítrekaðs brots, og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Fjársektirnar eru 40 þúsund krónur, 60 þúsund krón ur eða 600 þúsund krónur. — Skiptir þar sköpum, hvort skip ið er undir eða yfir 200 brúttó smálestum. Skipstjórarnir, sem dæmdir voru hlutu eftirfarandi dóma: Sigurjón Jóhannsson, Laugar vegi 15, Siglufirði skipstjóri á v.s. Jökli ÞH-299 (267 brúttó- rúmlestir). — 600.000 kr. sekt. afli og veiðarfæri upptæk. Björn Haraldsson, Röðulfelli, Skagaströnd skipstjóri á v.s. Arn ari HU-1 (187 brúttórúml.) — 40.000 kr. sekt. Afli og veiðar- færi upptæk. Arnór Lúðvik Sigurðsson, Fjarðarstr. 17 ísafirði skipstjóri á v.s. Víkingi III ÍS-280 (149 brúttórúml.) — 40.000 kr. sekt. Afli og veiðarfæri upptæk. Hörður Jónsson, Mýrum 17, Patreksfirði skipstjóri á v.s. Þrymi BA-7 (196 brúttórúml.) 40.000 kr. sekt. (Vararefsing 30 daga varðhald). Afli og veiðar færi upptæk. Jón Eyfjörð Eiríksson, Faxabr. 51, Keflavik skipstjóri á Hrefnu VE-500 (29 brúttórúml.) 40.000 kr. sekt, afli og veiðarfæri uppt. Hávarður Oigeirsson Skólast. 9, Bolungarvík skipstjóri á Sæ rúnu ÍS-9 (301 brúttórúml.) — 600.000 kr. sekt, afli og veiðar færi uppt. Agnar Smári Einarsson, Brekastíg 32, Vestm.eyjum skip- stjóri á Viðey RE-12 (184 brúttó rúml.) 2ja mánaða varðhald, — 60.000 kr. sekt (ítrekað brot). Afli og veiðarfæri uppt. Kristmundur Finnbogason, Brekkug. 26 Þingeyri skipstjóri á Sléttanesi ÍS-710 (268 brúttó Grænlendingarnir: Fangelsi og skaðabætur fyrir nauðgun ÞRÍR skipverjar á grænlenzka hafrannsóknaskipinu Adolf Jen- sen, voru í gær dæmdir í Saka- dómi Reykjavíkur, hver um sig i 18 mánaða fangelsl, fyrir að nauðga 14 ára íslenzkri stúlku. Að auki var þeim gert að hverfa af landi brott, jafnskjótt og þeir hefðu tekið út refsingu sína. I»á voru þeir dæmdir til þess að greiða stúlkunni skaðabætnr að upphæð 100 þúsund krónur, svo og allan málskostnað. Hinir dæmdu eru allir Græn- lendingar, 18, 19 og 20 ára — tveir hásetar á danska skipinu en hinn þriðji messadrengur. Þeir frestuðu að ákveða, hvort málinu yrði áfrýjað. Það mun nokkuð sérstætt í ÞflR ER EITTHUflfl FVRIR Rllfl máli þessu, að fá varð hæfan túlk frá Danmörku, til þess að túlka af grænlenzku á dönsku og öfugt. Var túlkurinn fenginn fyr ir milligöngu danska sendiráðs- ins, en hann starfar í Grænlands málaráðuneytinu í Kaupmanna- höfn — dómtúlkur á grænlenzku og dönsku. rúml.) 600.000 kr. sekt, afli og veiðarfæri uppt. Hjálmar Sigurðsson, Drafnarg. 12, Flateyri, skipstjóri á Sóleyju ÍS-225 (tæplega 200 rúmlestir) 40.000 kr. sekt, afli og veiðar- færi uppt. Arngrímur Jónsson, Hafnar- túni 2, Siglufirði, skipstjóri á Hafnarnesi SI-77 (228 brúttó- rúml.) — 600.000 kr. sekt, afli og veiðarfæri uppt. Sigurður Bjarnason, Tröð, Bíldudal, skipstjóri á Pétri Thor steinssyni BA-12 (249 brúttó- rúml.) 600.000 kr. sekt, afli og veiðarfæri upptæk. Máli eins skipstjóra er ólokið. JARÐÝTA sem var að vinna nálægt Gróðrarstöðinm við Suð- urlandsbraut í gærmorgun, tók í sundur tólf tommu vatnsæð, sem er ein af aðalvatnsleiðslun um í hverfiniu. Fá hús munu þó hafa orðið vatnslaus vegna þessa óhapps, en reiknað var með að viðgerð lyki í gær- kvöldi. Ekki hefur verið mikið um óhöpp af þessu tagi að und anförnu, en stundum hafa þau verið tíð. Hins vegar var hert mjög á því að verktakar kynntu sér rækilega vatns- og rafmagns lögn á þeim stöðum þar sem þeir enu að vinna með skurð- gröfu.r og önnur stórvirk tæki. Myndina tók blaðamaður Mbl. 5 mínútum eftir að vatnsleiðsl- an fór í sundur, en vatnssúlan stóð þá mairga metra í loft upp eins og sést á myndinni. — Ljósm. Mbl.: á. j. Arnarnesstrandið: Nýjar olíu- brákir myndast í GÆRKVÖLDI var enn kyrrt veður á strandstaðnum við Am- arnes þar 9em togarinn Caesar strandaði fyrir tæpum tveimur vilkum, en björguoarskipin tvö sem eru á leið til landsins munu væntanlega koma aðfaramótt miðvikudags eða á miðvi'kudag. 1 fyrrakvöld var fyrra skipið statt út aif Færeyjum og sigldi þar með aðeins 7 mílria hraða, en skipið ec með tvo tamka í eftir- dragi og á að nota þessa tanka við tilraunir til að bjarga togar- anum. Ljósit er nú að gat er á olSu- tönikum togarans, þvi að nýjar oliubrákir hafa myndazt síðustu daga á strandstaðmim. Stríðsfangar til Svíþjóðar? Tillaga um að bandarískir fangar í Norður-Víetnam verði fluttir þangað Sigurður Jónsson endurskoðandi látinn Á LAUGARDAGSKVÖLD lézt að heimili sínu hér í borginni Týsgötu 1, Sigurður Jómisson, forstjóri fyrir endurskoðunar- skrifstofu N. Manischer & Co. — 67 ára að aldri. í áratugi hefur hann veitt fyrirtækinu íorstöðu og var hann kunnur borgari hér í Reykjavík. Washington, 3. maí, AP. SÚ hugmynd hefur komið fram að bandarískir stríðsfangar í Norðnr-Vietnam verði fluttir til Svíþjóðar, og geymdir í sérstök- um fangabúðum þar, unz samið verður um að þeir verði látnir lausir. Nixon forseti, hefur lýst síg eindregið fylgjandi þessu, svo og fleiri bandarískir ráðanienn. Sænsk yfirvöld hafa tjáð sig með varúð um þetta mál, og tals maður utanríkisráðuneytisins sagði að ekkert hefði verið um þetta rætt formlega milli stjórna Bandarikjanna og Svíþjóðar. Gaf hann í skyn að þetta mál yrði að taka upp á friðarviðræðufund unum í París. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir bandarískir stríðsfangar eru I Norður-Vietnam, þar sem Hanoi telur sig ekki þurfa að koma fram við þá samkvæmt Genfarsamþykktinni um meðferð stríðsfanga. Hefur því alltaf ver ið neitað að gefa upp nöfn þeirra sem teknir hafa verið. Þó er talið víst að þeir skipti nokkrum hundruðum, og er þar aðallega um að ræða flugmenn sem skotnir hafa verið niður yf- ir Norður- og Suður-Vietnam. 1 fréftum um þetta mál hefur verið rætt um að sænska stjóm- in muni leggja til skip, til að flytja fangana frá Norður-Viet- nam til Svíþjóðar. En þótt mörg- um þyki þetta góð tillaga, eru þeir ekki ýkjá bjartsýnir utn að Norður-Vietnamar séu þeim sam- mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.