Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 19
2TT. apríl sl eftir stutta en erf- iða sjúkrahúsvist. 1 dag kveðjum við tryggan og góðan dreng — svo af bar — án þess að kasta rýrð á nokkurn samferðamann. Guðni Eggertsson var fæddur 26. ágúst 1907 að Stóru-Drageyri í Skorradal. For eldrar hans voru þau hjónin Unnur Jónsdóttir og Eggert Guðnason, sem þar bjuggu. Ung ur að árum fluttlst hann með íoreldrum sínum tii Akraness, var þar nokkur ár eða til 7 ára aldurs, að þau fhittust að Bráð- ræði í Innri-Akraneshreppi. Þar ólst hann upp í systkinahópi — var hann elztur af 6 systkinum — þar af leiðandi fyrstur til að rétta mömmu og pabba hjáipar- hönd. Ungur að árum stundaði Guðni margs konar vinnu, bæði á sjó og landi. — Vorið 1935, þar jörðin var að klæðast sínu fegursta skarti, gekk Guðni í hjónaband með heitmey sinni Indíönu Bjarnadóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust 2 börn, pilt og stúlku, sem eru Sigurbirni, kvæntur Huldu Friðriksdóttur — eiga einn son Guðna — búsett I Kaupmanna- höfn, en þau komu heim til að fylgja pabba síðasta spölinn, og svo Sigríður Erla, gift Skafta Einari Guðjónssyni og eiga þau þrjár dætur. Indíana Bjarnadóttir hefur reynzt manni sínum góður föru- nautur. Hún hefur verið honum svo mikiM styrkur og stoð i hans langa og erfiða heilsuleysi. Indiana er góð kona, ef ég má orða það þannig. Það var gaman og gott að koma til þeirra, þau bæði svo gestrisin og skemmti- leg. Aldrei heyrðist æðruorð frá þeim hvorugu allan þann langa tima, sem Guðni var veikur. Stundum var þó timinn lengi að líða hjá honum, sem var oft einn heima á daginn þegar hún var að vinna úti. Vinir hans litu stundum inn til hans og styttu honum stund- ir um leið og þeir skemmtu sér við að tala við hann. Guðni var vel gefinn maður, og skemmtilegt að tala við hann. Hann kunni öll ósköpin af vísum og kvæð- um og var með afbrigðum ljóð- elskur. Snjall hagyrðingur var, hann og var gaman að hlusta á hann fara með ljóð, hvort sem Aiúðarþakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér hlýhug og vinsemd á 80 ára afmæli mínu 27. april sl. Sérstakar þakkir færi ég fyrrv. samstarfsfólki minu í fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Sigrún Runólfsdóttir. S. Helgason hf. STEINIÐJA tlnholtl 4 Slmar 26677 og 14254 MORGUNBLAÐtÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAl 1971 19 var eftir hann sjálfan eða aðra. Þegar fundum okkar bar saman fór hann alltaf með vísur og kvæði fyrir mig, sem var hin mesta skemmtun af. Þannig var Guðni alltaf laus við allt dæg- urþras og góðvildin í annarra garð var honum svo eðlileg — alltaf að gera gott úr öllu. Ég má tU að minnast á atvik, sem sannar bezt hans innri mann. Það var nú fyrir stuttu, að hann orti gullfalleg eftir- mæli eftir konu, sem við þekkt- um bæði vel. Ljóð þetta mun hafa hrifið mann nokkurn svo, að hann tekur það án leyfis og birtir það sem eftirmæli eftir bróður sinn, og það sem verra var, að það var allt brenglað, sem gefur auga leið. Þóttist sá mað- ur hafa gert kvæðið. Það er víta vert að taka annarra skáldskap og setja sitt nafn undir. Guðni sá þetta í blaðinu og þótti mjög undarlegt. Ut af þessu urðu nokkur orðaskipti, en þó ekki af Guðna hálfu. Einhver hafði orð á því við hann, hvort hann ætlaði ekki að skipta sér af þessu. Það vildi hann ekki gera, ekki að standa í neinum illind- um, svo málið féll niður. Þarna var Guðna rétt lýst. Alltaf var hann viðmótsgóður við alla, hjartahlýr og göfugur drengur. Eitt var það sem einkenndi hann. Það var átthagatryggðin. Hún var mikil. Á hverju sumri fór hann heim að sjá sveitina sina, og nú að leiðarlokum verð- ur hann fluttur þangað og lagð- ur til hinztu hvíldar þar í faðmi hennar. Slik var hans tryggð. - Nú þegar leiðir skiija vil ég, Guðni minn, þakka þér alla þína góðvild, sem við hjónin höfum orðið aðnjótandi. Hér er flutt hjartans kveðja frá manni min- um með þökk fyrir allt gott á liðnum árum, sem voru of fá, en hér er það Guð sem ræður. Áður en ég lýk þessum fátæklegu orð um mínum, viljum við hjónin votta ástvinum Guðna dýpstu samúð. Konu hans og börnum biðjum við guðs blessunar. Hann styrki þau í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Vinkona þín Hermína. Benjamín Sigvalda- son, fræðimaður og rithöfundur - Minning VIÐ andlát Benjamíns Sigvalda- sonar rifjast upp okkar kynni frá liðnum árum. Það eru nú rétt 20 ár síðan við sáumst fyrst. Við vorum báðir staddir inni hjá Baldri Pálmasyni í Ríkisútvarpinu, sem þá var til húsa í Landsímahúsinu við Austurvöll. Benjamín að bjóða sagnaþátt til flutnings, en ég kvæði. Báðir hlutum við já- kvæða afgreiðslu með það, sem við höfðum fram að bjóða. Þeg- ar þetta var, var Benjamín hálf- sextugur að aldri, farinn örlítið að reskjast, en kvikur og léttur í hreyfingum. Það, sem vakti einna mest athygli mína á mann inum, var hvað hann var hresa í máli og víllaus. Ljóð, einkum vísur, lágu honum á tungu, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Minn- ið var gott. Eftir þennan okkar fyrsta fund hittumst við Benjamín öðru hverju í fornbókaverzlun hans neðarlega á Hverfisgötu. Alltaf fannst mér gaman við Benjamín að ræða. Stundum lofaði hann mér að heyra vísur sem hann hafði nýlega ort, sum- ar býsna beinskeyttar. Benja- mín heflaði sjaldan utan af því, sem hann vildi segja. Hrein- skilni var honum í brjóst borin. Eins og alþjóð er kunnugt, kom fjöldi rita frá hendi Benja míns, aðallega sagnaþættir og Þjóðlegur fróðleikur. Mun vafa- laust einhver annar en ég minn- ast hans sem rithöfundar og fræðimanns nú, þegar hann er allur. Ég minnist hans sem manns, er á leið minni varð. Ekki sizt undir ævilok Benja- míns verður hann mér minnis- stæður. til sölu 240 fm að stærð, auk verkstæðispláss í sjávarþorpi, með mikla framtíðarmögUleika. Smáiðnaður rekinn í húsinu. Góðir greiðsluskilmálar. ERLINGUR BERTELSSON HOL., Kirkjutorgi 6. _____________________________Símar 15545, 34262 (kvöldsími). Mntsveinn ósknst til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 10. maí nk. merktar: „Matsveinn — 7274". BYGGINGAVORUR Hinar margeftirspurðu — skrautlegu VEGGFLlSAR postulíns, loksins komnar. Vinsamlegast sækið gerðar pantanir. Þ. ÞORGHIMSSOINí & CO Verzlunarhúsnœði Til sölu er fokheit verzlunarhúsnæði í Breiðholti um 100 fm. Húsnæðið er fyrir bókabúð, gjafavöru, búsáhöld. leikföng og fleira. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12, símar 24647 og 25550, Þorsteinn Júlíusson, hrl., Helgi Ólafsson, sölustjóri, kvöldsími 41230. Á föstudaginn langa hringdi síminn heima hjá mér. Var þar Benjamín Sigvaldason. Hann sagðist vera rúmliggjandi. Hefði fengið aðkenningu af slagi í des ember síðastliðnum. Legið síðan á sjúkrahúsi í átta vikur og síð- an jafn lengi heima. Bað Benja- mín mig að heimsækja sig sem fyrst — sem ég gerði. Erindið var að biðja mig að lesa þátt í útvarpið, úr einni bóka hans. Við ræddumst alllengi við. Þó að Benjamín væri máttlaus öðrum megin, var hann vel málhress. Símatækið hafði hann á borði við rúm sitt, og hringdi í kunn- ingjana, til að stytta sér stund- irnar. Einnig las hann dagblöðin og hlustaði á útvarpið. Hann gat bara ekki skifað neitt. Það vissi ég, að honum fannst þung- bært. Enn hringdi síminn. Benja- mín sem fyrr. Hann óskaði eftir því, að ég heimsækti sig. Ég kom til hans sunnudaginn 18. apríl. Hafði með mér ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum, en í fyrri heimsókn minni til Benja- míns hafði ég þulið eftir minni nokkuð úr kvæði Jóhannesar: Karl faðir minn. Fannst Benja- mín það afburða gott — sem það og líka er —- einkum þátt- urinn, þar sem gamli maðurinn, faðir Jóhannesar, kveður sonar- son sinn. Nú las ég kvæðið í heild fyrir Benjamín. Man ég, að hann táraðist af hrifningu, er ég las áminnztan kafla. Mun ég aldrei gleyma því. Þetta varð okkar síðasti fund- ur, en Benjamín hafði þó sam- band við mig símleiðis þriðju- daginn næstan á eftir. Ekkl grunaði mig þá, að við ættum ekki eftir að sjást. Sunnudaginm næsta frétti ég, að Benjamín væri farinn, hefði andazt á Land spítalanum föstudagskvöldið áð- ur. Ekki þurfti hann lengur að stríða við heiminn. Eins og kom ið var, var þetta kannski það bezta. En einum vini var ég orðinn fátækari. Skal hér þakka okkar kynni. Eftirlifandi konu Benjamíns, Guðrúnu Helgadóttur, svo og dóttur þeirra, Hjördísi, votta ég einlæga samúð mína. Dóttur- dóttirin, Thelma litla, var Benja mín sál. mikið ljós í banaleg- unni. Blessuð sé minning Benjamína Sigvaldasonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Sveitorfélög — Skólonefndir Fjórir ungir kennarar (tvenn hjón) með nokkra reynslu, óska eftir störfum við skóla úti á landi næstkomandi vetur. Upplýsingar merktar: „Hreinskilin — 7488" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. júní næstkomandi. M erkjasöludagur Styrktarsjóðs heyrnardaufra er í dag. I Reykjavík geta sölubörn fengið merkin afhent kl. 10 til 18 I dag í Heyrnleysingjaskólanum, Stakkholti 3, Heyrnarhjálp, Ing- ólfstræti 16, skrifstofu að Hverfisgötu 44, svo og kl. 9—10.30 í verzl. Egill Jacobsen, Austurstræti 9. Úti á landi verða merkin afgreidd frá skólunum á hverjum stað. STJÓRN STYRKTARSJÓÐS HEYRNARDAUFRA. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 79. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Heiðarbæ 3, talinni eign Vilhjálms Lárussonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtu- dag 6. ma! 1971, klukkan 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 54. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Hólmgarði 23, talinni eign Rósu Vigfúsdóttur, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Þórarinssonar hrl., á eigninni sjálfri, fimmtudag 6. maí 1971, klukkan 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Hjaltabakka 8, talinni eign Bjarna Þórs Kjartanssonar o. fi., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudag 6. maí 1971, klukkan 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.