Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 6

Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 BIFREIÐASTJÓRAR Viljum ráða 2 reglusama og gætna bifreiðastjóra. Bifreiðastöð Steindórs sf. Sími 11588. HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti 30 stk. á 300 kr. Þvott ur sem kemor í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 12, sími 31460. IBÚÐ ÓSKAST Óska að taka á leigu 14. maí litla 2ja—3ja berb. íbúð. — Uppl. í síma 33116. HESTUR TIL SÖLU 8 vetra, hálf taminn. Sími 66294 eftir kl. 7 e. h. BARNGÓÐ OG ÁREIÐANLEG kona eða stúlka óskast til að gæta 6 ára drengs, helzt í Vesturbænum. Uppi. í síma 12341 .eftir kl. 7 næstu kvöld VOLVO '55 til sölu, ódýrt. — Vélsmiðja Guðmundar Bjarnasonar, Ásgarði, Garðahreppi, sími 51691. TIL SÖLU TRILLUBATUR 3 tonn með tínuspili og dýpt armæli. Sími 93-2067 eftir kl. 7 á kvöldin. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGR. Tek að mér að plæja mat- jurtagarða. Sími 50482. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGR. 10—30% afsláttur af öWum vörum verzlunarinnar. Verzlunin Nína, Strandg. 1. HÚSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steyp-t þök, asbest þök, þak- rennur, svalir, sprungur í veggjum. — Verktakafélagið Aðstoð, sími 40258. VINNUSKÚR Stór vinnuskúr óskast. Uppl. í síma 19860 og 18367. VIL KAUPA milliliðalaust 2ja—3ja herb. íbúð. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 34396. ISLENZK FRlMERKI laus eða af bréfi, kaupast gegn góðri staðgreiðslu af sænskum safnara. Rektor Robert Rosén, 87030 Nordingrá, Sverige. EGG TIL SÖLU Get afgreitt 100 kg. af eggj- um, vikulega. Uppl. gefnar á símstöðinni Eyrarkoti, Kjós. TILVONANDI KENNSLUKONU vantar 2ja—3ja herb. ibúð sem fyrst. Er með eitt barn. Fyrirframgreiðsla ef óskað er Uppl. í srma 18134 og 84659. Skip kom af hafi Skip kom af hafi, hlaðið dýrum farmi Fegurstu djásnum fræða vorra. Skip kom af hafi, hlaðið dýrum farmi Frábærum góðhug frændaþjóðar. Skipskoman glæsta geymast mun um aldir þakkarrúnum skráð í þjóðar vorrar hjörtu. Richard Beck. FRÉTTIR Þarna sitja saman tveir góðir vinir suður í Eþíópíu. Guðlaug- ur Gislason og innfæddur vinur faans. Myndin er tekin fyrir nokkr imi árum. Kristniboðsflokkur KFUK heldur sína árlegu samkomu fimmtudaginn 6. maí kl. 8.30 í húsi KFUM og K við Amtmanns stíg. Kristniboðsþáttur: Frú Her borg Ólafsson. Lesið bréf frá Ásalugu í Gidole. Hugleiðing: Séra Jónas Gíslason. Einsöngur. Allir velkomnir. Gjöfum til kristniboðsins veitt móttaka. Kvennadeild Borgfirðinga- félagsins Hin árlega kaffisala og skyndi- happdrætti verður í Lindarbæ 16. mai. Þeir sem vilja gefa muni komi þeim eða hringi til Krist- ínar, Leifsgötu 7, simi 25287, Mar grétar, Sólvallagötu 7, sími 14842, Svanborgar, Mávahlíð 3, sími 24689, Sigríðar, Stigahlíð 36, simi 30372, fyrir laugardag 8. mai. Kvenfélagið Hrönn heldur fund í kvöld kl. 8.30 að Bárugötu 11. Myndasýning, m.a. myndir frá skemmtifundi Hrann- ar í rnarz. Kvenfélagið Seltjöm Skemmtifimdur verður haldinn í Félagsheimilinu í kvöld kl. 8.30. Eiginmenn velkomnir með fé- lagskonum. GAMALT OG GOTT Orðtak Þorleifs Repps (d. 1857): Aldrig at gaa paa Accord med Sletheden. (Ljáðu þig aldrei tii þess, sem ljótt (ilt) er). Christ- en Berg (f. 1829, d. 1891), stjórn málamaðurinn danski, tók upp orðtak Repps nær orðrétt. Opt má á dauðan ljúga og á blindan bera. (Gizur biskup Einarsson 1540—1548. í Add British Mus. ll,250.4to). Sýning Þórdísar á Seltjarnarnesi Þórdís Tryggvadóttir opnaði mál verkasýningu í anddyri fþrótta- hússins á Seltjamamesi, og sýnir þar 18 myndir, scm ailar em til sölu. Sýningin stendur til 16. maí og er opin dagiega frá kl. 4—10. (Sv. Þorm. tók myndina). DAGBÓK Sæll er sá, er á Jakobs Guð sér til hjálpar, sem setur von sína á Drottin, Guð minn.—Sálmarnir,146,5. I dag er miðvikudagur 5. maí og er það 125. dagur ársins 1971. Eftir lifa 240 dagar. Tungl fjærst jörðu. Árdegisháflæði kl. 3.07. (Úr Islands almanakinu). Næturlæknir í Keflavík 4.5. Guðjón Klemenzson. 5.5. Jón K. Jóhannsson. 6.5. Kjartan Ólafsson. 7., 8., og 9.5., Arnbjörn Ólafss. 10.5. Guðjón Klemenzson. AA-samtökin Viðtalstími er í Tjamargötu 3c frá kl. 6- 7 e.h. Sími 16373. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30—4. Inngangur frá Eiríksgötu. Mænusóttarbólusetning fyrir tullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veitusundi 3, sími 12139. Þjón- ostan er ókeypis og öllum heim- U. Frá Ráðleggingastöð kirkjimnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartima frá og með 29. marz. Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Orð lífsins svara í sima 10000. Svartfugl Flestir mimu sammála um að skáldsagan Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson sé ein stórbrotnasta skáldsaga, sem rituð hefur verið á íslenzka tungu. Sagan hefur verið þýdd á 14 timgumál og hlotið miklar og verðskuldaðar vinsældir í öllum þeim löndum, sem hún hefur komið út í. Nú gefst íslenzkum leikhúsgestum kostur á að sjá söguna á leiksviði Þjóðleikhússins, með mörgum af okkar þekktustu leikurum í helztu hlutverkimum. Örnólfur Árnason hefur samið leikritið eftir sögunni, en Bendikt Árna- son er Icikstjóri. Leikurinn hefur verið sýndur 11 sinnum hjá Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning verður á fimmtudagskvöld. Mynd in er af Gunnari Eyjólfssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur í hlut- verkum síniim. SÁ NÆST BEZTI Séra Páll Pálsson, sem starfar hjá Loftleiðum, kennir líka við Menntaskólann í Reykjavik. Nýlega þegar sr. Páll kom i tíma, höfðu nemendurnir teiknað tvær myndir á töfluna. Var önnur af George Brown, en hin af sr. Páli og voru þær furðulega líkar. Sr. Páll leit á myndirnar, benti síðan á myndina af Brown og sagði: „Hann má bara vel við una“!! PENNAVINIR Mrs. Eva Krutein, 474 Arbramar, Pacific Palisades, Ca. 90272, U.S.A. óskar eftir pennavinum á Is- landi. Frúin hefur áhuga á tón- list, náttúrufegurð og kynnum milli þjóða. Ennfremur heíur hún mikinn áhuga á ferðalög- um og vill gjarnan stofna til kynna sem gætu leitt til gagn- kvæmra heimsókna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.