Morgunblaðið - 06.05.1971, Page 16

Morgunblaðið - 06.05.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 Útgefandi hf. Átvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. í tausasölu 12,00 kr. eintakið. HAGSYNI I RIKISREKSTRI Á undanförnum árum hefur •** mikið átak verið gert í því að auka hagsýni í ríkis- rekstrinum. Er óhætt að full- yrða, að aldrei áður hefur verið unnið með jafn skipu- legum hætti að endurbótum í ríkisrekstrinum eins og á þeim tíma, sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa far- ið með fjármálastjóm ríkis- ins. Enda ber mönnum saman um, að stjóm fjármála ríkis- ins hafi verið góð á þessu tímabili og fjárhagur ríkisins stendur traustum fótum. I samræmi við það mikla verk, sem unnið hefur verið í þess- um efnum, ályktaði 19. lands- fundur Sjálfstæðisflokksins að „halda þarf markvisst áfram skipulegri heildarend- urskoðun á ríkisrekstrinum með spamað og hagsýni fyrir augum“. Dagblaðið Tíminn hefur haldið uppi alveg ótrúlegum blekkingavaðli um fjármála- stjórn ríkisins og stjórnsýsl- una í landinu. Sl. þriðjudag birtist enn ein forystugrein í blaðinu um þetta efni. Þótt rakalausum málflutningi Tím ans hafi hvað eftir annað verið svarað er ástæða til að undirstrika nokkrar stað- reyndir um þessi mál. í fyrsta lagi heldur blaðið því fram, að „stjórnsýslan hafi þanizt út með margvís- legum hætti hin síðari ár“. Hvað er hæft í þessu? í grein- argerð um þróun ríkisfjár- mála á tímabilinu 1958— 1971, en nær allt það tímabil hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins haft þennan málaflokk með höndum, kemur í ljós, að stjórnsýslukostnaður hefur aukizt um 37,4% á föstu verðlagi á hvern íbúa á s-1. 13 árum. Á sama tíma hafa út- gjöld ríkisins til félagsmála aukizt um 360%, til fræðslu-, menningar- og kirkjumála um 160% og til s amgöngumála um 90%. Ef litið er til aukn- ingar útgjalda ríkisins miðað við þjóðartekjur á þessu tíma- bili kemur í Ijós, að stjórn- sýslan veldur aðeins 2,2% aukningarinnar. Auðvitað hafa umsvif stjórnsýslunnar aukizt á þessu tímabili með ört vaxandi þjóðfélagi, en út- gjaldaaukningu vegna hennar hefur verið haldið í lágmarki, eins og framangreindar tölur sýna og það er fyrst og fremst að þakka skipulegum aðgerðum til spamaðar og hagsýni í ríkisrekstrinum. í öðru lagi heldur Tíminn því fram, að áhrif kjörinna fulltrúa hafi minnkað og á þá væntanlega við áhrif þeirra á fjármálastjórn ríkis- ins. Hvað er hæft í þessari fullyrðingu? Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, beitti sér fyrir því, að skipuð var sér- stök undimefnd fjárveitinga- nefndar Alþingis, sem hefur fylgzt mjög náið með ríkis- fjármálunum og þá sérstak- lega með öllum undirbúningi að gerð fjárlagafrumvarpsins ár hvert. Þessi tilhögun hefur gert kjörnum fulltrúum kleift að fylgjast mun betur en áð- ur með einstökum þáttum ríkisrekstrarins. Al'lir, sem þekkja til starfa Alþingis, vita einnig, að fjárveitinga- nefnd vinnur geysilega mikið starf frá því að fjárlagafrum- varpið kemur fram og þar til það er afgreitt sem lög frá Alþingi. Fjárlagafmmvarpið tekur miklum breytingum á þessu tímabili og raunar má segja að sú vinna, sem alþing- ismenn leggja í það, sé eitt bezta dæmið um, að síðasta orðið er hjá Alþingi en ekki hjá embættismönnunum. í þriðja lagi heldur Tíminn því fram, að „vaxandi leynd hvíli yfir ýmsum starfshátt- um stjórnsýslukerfisins“. Hvað er hæft í þessu? í frum- varpi því um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, sem ríkisstjórnin lagði fyrir síðasta Alþingi og Magnús Jónsson mælti fyrir, er einmitt tekið upp í fyrsta sinn sérstakt ákvæði um upp- lýsingaskyldu opinberra starfsmanna. Því fer víðs fjarri, að „vaxandi leynd“ hvíli yfir þessum störfum, heldur hefur fjármálaráð- herra þvert á móti lagt til við Alþingi, að lögfest verði upp- lýsingaskylda opinberra starfsmanna gagnvart fjöl- miðlum og öðrum. Þá er ástæða til að vekja athygli á því, að fjármálaráðuneytið hefur bersýnilega tekið það upp sem fastan sið að svara öllum athugasemdum, sem máli skipta, er fram koma í blöðum og annars staðar um þau málefni, sem undir það heyra. Þetta eru auðvitað sjálfsögð vinnubrögð, en þeim mun undarlegra, að ráðizt skuli að þeim aðila, sem haft hefur forgöngu um það að opna stjórnsýslukerfið, með ásökunum um „vaxandi leynd“. Hér hafa verið gerð að um- talsefni þau atriði í forystu- grein Tímans, sem varða hina eiginlegu stjórnsýslu. Þar hefur blaðið í sínum mál- flutningi snúið öllum stað- reyndum við, og er það raun- ar ekkert nýtt fyrirbæri. Hins vegar er það fagnaðarefni, að Þýzkalandskeisari hugði á innrás í Bandaríkin — gögn frá aldamótum komin fram í dagsljósið BANDARÍSKA blaðið New York Times sagði frá því á dögunum, að Vilhjálmur II. sálugi Þýzkalandskeisari hafi haft á prjónunum áform um að gera innrás í Bandaríkin, að minnsta kosti fjórtán ár- um áður en Bandarikin gengu til þátttöku í heimsstyrjöld- inni siðari árið 1917, þ.e. 1903. Það er bandarískur námsmað ur, sem vinnur að samningu doktorsritgerðar í mannkyns sögu, sem telur sig hafa fund ið áður óþkkt gögn um þetta. Áætlunin var kölluð „Hern aðaraðgerð nr. 111“ og að því er námsmaðurinn Holger H. Herwig segir, lögðu Vilhjálm ur keisari og sérfræðingar hans eindregna blessun yfir áform þessi. í stórum dráttum gekk „Hernaðaraðgerð 111“ út á það að þýzki flotinn yrði sendur til Karabíska hafsins, framhjá Azoreyjum. Frá svæðinu í nánd við Puerto Rico átti flotinn síðan að búa sig undir að gera árásir á ýmis svæði á austurströnd- inni, þar á meðal Boston og Norfolk. Á árunum eftir að heims- styrjöldinni fyrri lauk neit- aði Vilhjálmur Þýzkalands- keisari því eindregið að nokk urn tíma hefði komið til tals Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari. að hafa uppi hernaðaraðgerð ir gegn Bandaríkjunum — „Minni keisarans hefur greini lega sljóvgazt nokkuð, segir Rithöfundar láglaunamenn DANSKA rithöfundasam- bandið hefur látið gera könn un á aðstöðu rithöfunda i Danmörku og kemur í ljós, að einungis ellefu prósent danskra rithöfunda lifa af því að skrifa. Könnun þessi náði til 347 höfunda og segja dönsk blöð, að hún leiði í Ijós, svo að ekki verði um villzt að yfirleitt sé rifhöf undum ógerningur að lifa að eins af þeim launum, sem þeir fá fyrir verk sín. Meðaltekjur rithöfunda eru mun lægri en meðaltekjur annarra þjóðfélagsþegna, sem voru 28.561 d. kr. árið 1969— 70 (þ.e. því sem næst 342,732 ísl. kr.). Meðaltekjur rithöf- unda voru 17.805 krónur danskar eða nálægt 213 þús. ísl. krónur. Ef undan eru skildir námsmenn og ellilif- eyrisþegar eru rithöfundar sú stétt í Danmörku, sem hafði lægstar meðaltekjur. Þess er þó að geta að lang flestir höfundanna stunduðu annað starf með skrifum sín- um og með þeim tekjum, sem af slíkum aukastörfum feng- ust urðu rithöfundar ögn hærri en meðaltekjumaður, miðað við upphæðina sem áð- ur var nefnd. Herwig, — þar sem fyrstu áætlanir sem að þessu lúta eru gerðar um veturinn 1898. Það ár ákvað ungur lautin- ant í flotanum, Eberhard von Mantey, að gera drög að inn- rásaráætlun gegn Bandaríkj unum. Þýzka flotamálaráðu- neytið tók málið upp á sína arma, áður en tvö ár voru liðin og þann 27. nóvember 1903 fékk áætlunin síðan nafnið „Hernaðaraðgerð III.“ Áætluninni var varpað fyrir róða þremur árum siðar, vegna þess að Þjóðverjar komust að þeirri niðurstöðu að næstu styrjöld yrði hugs- anlega að heyja á tveimur vígstöðvum. Þvi mátti landið ekki við því að senda herafla og skip til innrása í Banda- rikin." Herwig segir að hann hafi fundið sönnunargögnin varð- andi innrásina fyrirhuguðu fyrir ári, þegar hann var að” kanna herskjalasöfn í Frei- burg í Vestur-Þýzkalandi. Var áætlunin á 1500 hand- skrifuðum síðum í fimm skjalamöppum og voru þær í kössum, sem aldrei höfðu ver ið rannsakaðir eða skráðir í safninu. Sjötíu og tvö prósent danskra rithöfunda fá innan við 120 þús. krónur ísl. fyrir hverja bók, fimmtán prósent fengu frá 120 þús. til 240 þús. ísl. kr. og 6,6 prósent fengu meira en sem svaraði 360 þúsund krónum fyrir handritið. Tekjur af blaðamannastörf um höfunda voru að meðaltali um 60 þúsund íslenzkar. 44 prósent rithöfunda fengu greiðslur frá bókasöfn- um, sem námu undir 12 þús- und ísl. kr., 24 prósent fengu milli 12—24 þúsund frá bóka söfnum og aðeins 14 prósent meira en 60 þúsund. Fjórða tekjulind höfunda var greiðsla fyrir þýðingar, fyrir lestra, smásögur i tímaritum og voru meðaltekjur fyrir það um átján þúsund og fyr- ir sjónvarps- og útvarpsefni var upphæðin svipuð. í þessari forystugrein virðist Tíminn taka undir þær álykt- anir, sem gerðar voru á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins og miða að því, að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið af fjármálaráð- herrum Sjálfstæðisflokksins, að auka hagkvæmni og sparn- að í stjórnsýslunni. Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess, að Framsóknar- flokkurinn hefur á undan- förnum árum haldið því fram, að skipulagshyggjan eigi að ráða ferðinni og flutt fjöl- margar tillögur á Alþingi um mikla útþenslu stjórnsýslu- kerfisins með því að koma á fót nýjum stofnunum, svo sem Atvinnumálastofnun rík- isins og Byggðajafnvægis- stofnun ríkisins. Skrif Tímans verður því fyrst og fremst að túlka sem gagnrýni á stefnu Framsókn- arflokksins og verður fróðlegt að sjá hveimig Framsóknar- flokknum gengur að sam- raema málflutning frambjóð- enda sinna, sem væntanlega mun m.a. byggjast á tillögu- flutningi Framisóknar á Al- þingi um fleiri ríkisstofnanir og útþensiu stjórnsýslukerfis- inis, og skrif Tímans, sem tek- ur eindregið undir ályktan- ir landsfundar Sjálfstæðis- flokksins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.