Morgunblaðið - 27.05.1971, Síða 16

Morgunblaðið - 27.05.1971, Síða 16
16 MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 12,00 kr. eintakið. NÝJAR STÓRVIRKJANIR ¥Tm miðjan síðastliðinn ára- tug urðu straumhvörf í atvinnulífi landsmanna. Þá var hafizt handa um stór- virkjanir, svo að nýta mætti orku fallvatnanna, og í nán- um tengslum við þessar miklu virkjunarframkvæmd- ir var stóriðju komið á fót. Hvort tveggja var nauðsyn- legt til þess að auka fjöl- breytni atvinnuveganna. Þó að ákvarðanir um þessar framkvæmdir hafi verið teknar meðan sjávarútvegur- inn var í mestum blóma, sýndi það sig síðar, að hér hafði verið mörkuð rétt stefna. Þriggja ára erfiðleika- tímabil sannaði réttmæti og gildi þessarar stefnu. Framkvæmdir við bygg- ingu Búrfellsvirkjunar hófust á miðju ári 1966 og á árinu 1969 hófst orkuframleiðsla virkjunarinnar. Áætlaður kostnaður við virkjunina full gerða er rúmar fjögur þús- und milljónir kr., en núver- andi afkastageta er 120 MW og mun endanlega verða 230 MW. Þegar álverið hefur náð fullum framleiðsluafköstum á árinu 1972 mun orkusala til þess nema um 140 MW. En virkjunarframkvæmdir við Búrfell eru aðeins upphaf þeirrar stefnu, sem mörkuð hefur verið. í beinu fram- haldi af þessum framkvæmd- um ákvað Alþingi með lög- gjöf á liðnum vetri að heim- ila Landsvirkjun að ráðast í tvær nýjar stórvirkjanir við Hrauneyjafoss og Sigöldu, auk smærri virkjana við Lag- arfoss og Svartá. Gert er ráð fyrir, að þessar nýju stór- virkjanir verði hvor um sig 150—160 MW að stærð. Miðl- unarmannvirki þau, sem nú eru í smíðum við Þórisvatn, verða sameiginleg fyrir þess- ar þrjár stórvirkjanir við Búrfell, Hrauneyjafoss og Sigöldu. Áætlað er, að kostn- aður við þessar nýju virkjan- ir verði um þrjú þúsund milljónir króna, og þegar hef- ur verið hafizt handa um öflun lánsfjár til framkvæmd anna. í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, sagði Jóhann- es Nordal, formaður Lands- virkjunar m.a.: „Stefnt er að því, að hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrri virkj- unina vorið 1972. Til þess að ná því markmiði þarf að taka um það ákvörðun um mitt þetta ár, í hvora virkj- unina verður ráðizt fyrst, þannig, að hægt verði að hefja endanlegan verkfræði- legan undirbúning og gerð útboðsgagna. Útboð gæti þá farið fram snemma árs 1972 og framkvæmdir hæfust um vorið. Takis't þetta, ætti virkjunin að geta verið full- gerð í síðasta lagi sumarið 1975“. Það er augljóst, að þessar miklu framkvæmdir marka upphaf að nýju framfara- skeiði í atvinnuháttum lands- manna. Orkuframleiðslan mun skjóta stoðum undir ört vaxandi iðnað landsmanna, sem í ríkari mæli mun taka við aukningu vinnuaflsins og um leið stuðla að fjöl- breyttara atvinnulífi og meira jafnvægi í efnahags- málum. Þó að nýir orkugjaf- ar eins og kjarnorkan hafi komið til sögunnar, verður vatnsorkan enn um hríð hag- kvæmasti orkugjafinn. Af þeim sökum er það grund- vallaratriði að haldið verði áfram þeirri markvissu stefnu í orkumálum, sem mótuð hefur verið í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Orkufrekur iðnaður Camhliða aukinni raforku- ^ framleiðslu þarf að byggja upp orkufrekan iðnað í land- inu. Þannig var upphaf stór- iðju með byggingu álversins í Straumsvík tengt Búrfells- virkjun. Það er á hinn bóg- inn ljóst, að íslendingar hafa ekki getu til að ráðast á eig- in spýtur í þá fjárfestingu og allar þær framkvæmdir, sem nýting orkulinda landsins gerir nauðsynlegar. Þess vegna verðum við að ein- hverju leyti að styðjast við erlent lánsfé og áhættufjár- magn. Starfræksla álversins hefur mjög styrkt atvinnulífið í landinu og kom það gleggst fram, þegar samdráttur varð í hinum eldri atvinnugrein- um á árunum 1967 til 1969. Auk orkukaupanna greiðir ísal framleiðslugjald af hverju tonni áls, sem fram- leitt er; hagur íslendinga kemur einnig fram í vinnu- launum, farmgjöldum og fleiru. Þessar greiðslur munu hafa numið 425 milljónum kr. á sl. ári og eru áætlaðar 767 milljónir króna á árinu 1974. En hér verður ekki staðar numið, halda verður áfram uppbyggingu orku- freks iðnaðar í iandinu. í þeim efnum hefur einkan- lega verið rætt um ál- bræðslu annars vegar og hins i vssj UTAN ÚR HEIMI Aukin viðskipti Ung- verja við Vesturlönd Þegar gengið er um götur Búdepest og annarra img- verskra borga, blasa við aug- um merki hinna margháttuðu breytinga seim orðið hafa á undanförmun árum í efna- hagslífi landsins. 1 matvöru og vínverzlunum getur að líta frans'kt konjak jafnt sem létt vín, frönsk; kaffi frá Columibiu oig hol- lenzkt súkkulaði — og menn geta snafsað sig á vestur- þýzku áfengi jafnt sem aust- ur-iþýzíku. Engar matvöru- verzlanir annarra austan- tjaldslanda geta státað af jafn miklum og góðum birgð- um af allskyns góðgæti. 1 öðr um verzlunangluggum má sjá japönsk útvarpstæki við hlið ungverskra tækja og þar má sjá standa hlið við hlið á sýningarhillum vestur-þýzk- ar og austur-þýzkar rakvél- ar. Þetta fjölbreytta vöruúr val, sem til landsins er feng- ið, þrátt fyrir miikinn og stöð- ugan skort á vestræn- um gjaldeyri, er helzta ein- kenni viðtækrar áætlunar um róttækar breytingar í efna- hagsmálum, sem hafizt var handa um að framkvæma árið 1968. Ætlunin er að hvetja ungverska framleið- endur tii þess að framleiða þær neyzluvörur, sem neyt- endur vilja kaupa og það er reynt að gera með því að neyða þá til samkeppni við vestrænar gæðavörur. I allmörgum greinum hefur árangurinn orðið jákvæður, ýmsar neyzluvörur hafa batn að til muna og aðrar, sem áð- ur voru ófáanlegar, eru nú á boðstólum. Þegar rakblöð frá WMkinson og Gillette komu fyrst á markað i Ung- verjalandi, lá við að þau bol- uðu algerlega burt heima- framleiddum rakblöðum. En ekki leið á löngu áður en haf- in var framleiðsla rakblaða, sem stóðust gæðasamanburð við vestrænu blöðin og þau voru seid við lœgra verði en hin innfluttu, með til'ætluðum árangri. Sama gerðist í fram- leiðslu á tannkremi og ýms- um vörutegundum til daglegr ar neyzlu. Nýju vestrænu vörurn- ar vekja jafnan forvitni fólks og það flykkist út á kvöld- in til að skoða í búðarglugga. Það eru þó ekki eingöngu búðargluggar, sem draga Ungverja að heiman á kvöld- in. Húsnæðisskorturinn á þar í stóran hluit. Hann er gif urlegur og nánast tilgangs- laust fyrir ung hjón eða trú- lofað fóllk að gera sér vonir um að ná í sæmilega ibúð, vegar framleiðsilu á ýmis konar málmblendi, sem not- að er við stálframleiðslu. Þessi mál munu þó enn vera á athugunarstigi, en engum dyls't, að orkufrekur iðnaður verður að rísa samhliða nýj- um virkjunum fallvatna. Und ir forystu núverandi ríkis- stjórnar hafa stóriðjufram- þar sem það geti verið út af fyrir sig. Það flýr yfirfullar íbúðir og reikar um stræti og torg eða situr á kaffihúsum eða skemmtistöðuim. Stjórn landsins hefur ný- lega tekið ákvörðun um að hækka leigu á nýjum íbúðum um 250%. Á það þó eingöngu við þær íbúðir, sem hafa bæði heitt og kalt vatn, sal- erni og elidhús, en þes-s hátt- ar er ennþá munaður í Ung verjalandi. Leiga fyrir eldra og lélegra húsnæði verður ekki hækkuð. Þessi ráðstöf- un er til þess ætiuð, að efna- fólk geti ekki komizt upp með að greiða jafnlága leigu fyrir bezta, fáanlega húsnæði og venkamenn og verzlunarfólk verður að greiða fyrir léleg- ar ibúðir. Þar að auki hefur stjórnin gert ráðstafanir til eflingar byggingariðnaðinum og býður nú lán á lágum vöxtum þeim, sem viilja sjálf- ir ráðast í að koma sér upp eigin íbúðum. Þetta er veru- Leg bót, þótt hætt sé við að meira þurfi til að bæt^ ástanddð í landi, þar sem ai- gengt er, að ungt fólk lesi dánarauglýsingar daglega til þess að leita uppi aldraðar ekkjur og ekkjumenn, sem það geti fengið að annast, gegn því að fá hjá þeim þak yfir höfuðið. Viðskiptaaukning Ung- verja við Vesturlönd hefur, frá þvi framkvæmd hinnar nýju efnahagsáæltunar hófst, verið ti'l muna hraðari en aukning viðskipta við bræðra þjóðirnar í Austur-Evrópu. Og starfsmenn utanrikisverzl unarinnar eru ekkert að breiða yfir orsakirnar. Þeir segja sem svo: ,,Við höfum farið fram á það við félaga okkar í CMEA (Ráð það, sem fjallar um gagnkvæma efnahagsaðstoð A-Evrópuríkj anna) að þeir selji okkur meira af tilteknum tegundum neyzluvarnings en við höf- um samið um. En þeir hafa ekki getað látið meira af hendi og því hljótum við að snúa okkur vestur.“ Ungvensk tímarit um efna- hagsmái birta tölur, sem sýna að viðskipti hinna háþróuðu vestrænu kapiitalisku ríkja nema 72% af heimsverzlun- inni, eins og þar er komdzt að orði; hins vegar hafi „hiut ur sósialistairikjanna í heims- viðskiptum ekki aukizt veru- lega á siðustu árum.“ Að baki slikum ummælum liggur megn óánægja ung- verskra efnahagssérfræð- inga með starfsemi efnahags- bandalags Austur-Evrópu- ríkjia. Þeir kvarta sáran yfir ósveigjanleik gjaldeyris- málanna, sem veldur því að upp hlaðast a-þýzk mör'k, tékkneskar krónur eða sovézkar rúblur, sem ekki er unnt að nota i viðskiptuim við Framhald á bls. 25 kvæmdir hafizt í landinu og þeim verður haldið áfram samhliða ©flingu annarra at- vinnugreina, svo að eðlil©gt jafnvægi verði tryggt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.