Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 1
60 SIÐUR OG 4 SIÐUR IÞROTTIR Geimfararnir þrír sjást hér um borð í Sojusi-11. Þeir heita Dobrovolsky, Ieiðangfiirsstjóri, Palsay- ev og Volkov. Árangursrík- ar viðræður * — fulltrúa Ðana, Ira og Breta við EBE Luxembourg, 7. júiií — AP-NTB RÁÐHERRAR frá Bretlandi, Danmörku og írlandi áttu í dag viðræður í Luxembourg við ráð- herranefnd Efnahagsbandalags Evrópu um væntanlega aðild þessara þriggja ríkja að EBE, og á morgun leggja fulltrúar frá Noregi fram skýrslu norsku stjórnarinnar um sérstakar ósk- ir Norðmanna varðandi aðild. í viðræðunum í dag miðaði mjög í samkomulagsátt og að þeim loknum sagði Geoffrey Rippon, markaðsmálaráðherra Bretlands, að nú fyrst væri hann sannfærður um að Bretar ættu heima í Efnahagsbandalaginu. Poul Nyboe Andersen, mark- Tímamót í sögu geimrannsókna I»rír sovézkir geimfarar um borð í geimrannsóknastöð Moskvu, 7. júní — AP-NTB jt Sovézkir visindamenn skutu snemma á sunnudagsmorgun geimfarinu Sojus-11 á braut um- hverfis jörðu, en um borð í geim- farinu er þriggja manna áhöfn. jf 1 dag, mánudag, tókst sovézku geimförunum að tengja Soj- us-11 við geimstöðina Saljut, sem skotið var á Ioft frá Sovét- ríkjunum 19. apríl sl., og eftir tengingu fóru geSmfararnir þrir um borð í Saljut. Á Hefur þessi nýjasta tilraun Sovétríkjanna tekizt mjög vel og er Saljut fyrsta mannaða rannsóknastöðin úti í geimnum. jf Sojus-11 og Saljut vega sam- tals 25 tonn, og samanlögð lengd þeirra er 20 metrar. Hafa geimfararnir þar um 100 rúm- metra rými til að athafna sig. Fundur D-listans í Laugar- dalshöll verður 10. júní KJÓSENDAFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verð- ur í Laugardalshöllinni fimmtudagskvöld 10. JÚNÍ nk. og hefst kl. 20.30. í auglýsingu á baksíðu blaðs II í dag er prentvilla, þar sem segir að fundurinn verði 10. janúar. Þetta leið- réttist hér með — ef ein- hverjum finnst þörf á! ★ James Fletcher, talsmaður bandarísku geimferðastofnun- arinnar, sagði í dag, að tenging sovézku geimskipanna markaði timamót f sögu geimrannsókna, og sendi geimförunum þremur árnaðaróskir bandarískra starfs- bræðra þeirra. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í Moskvu er líklegt að fleiri mönnuðum geimskipum verði skotið á loft frá Sovétríkj- unum á næstunni til að reyna tengiingar við Salijut. Sojus-11 var skotið á loft klukkan tæplega fimm á sunnu- dagsmorgun (ísl. tími), en áhöfn- ina skipa þeir Georgy Dobrovol- sky ofursti, 43 ára, sem er leið- angursstjóri, Viktor Patsayev verkfræðingur, 37 ára, og Vladi- mir Volkov flugvélstjóri, 35 ára. Geimskotið tókst vel og fór Sojus-11 á braut umhverfis jörðu í 185—217 kílómetra hæð. Tók hver hringferð 88,3 mínútur. Nokkru eftir geimskotið voru myndir þaðan sýndar í sovézka sjónvarpinu, og segja frétta- menn að þær hafi verið mjög skýrar. Snemma í morgun var Sojus- Framhald á bls. 27. Kóleran breiðist út eins og eldur 1 sinu — þúsundir hafa látizt — víðtækt hjálparstarf hafið í mörgum löndum Nýju Delhi, Kaillkútta,Londc>n, Rómaborg, 7. júní — AP INDVERSKI heilbrigðismála- ráðherrann, Uma Shankar, sagði í dag, að nú væru konin- ar til Indlands yfir fimm milljónir flóttamanna frá Austur-Pakistan. Hann sagði, að kólerufaraldurinn breidd- ist út sem eldur í sinu, mjög erfitt væri að hefta úthreiðslu veikinnar, hvað þá að stöðva hana, vegna mjög lélegs að- búnaðar, sem flóttamennirn- ir byggju við víðast hvar og indversk stjórnvöld réðu ekki við neitt. Ráðherrann sagði, að samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem ríkisstjórn sín réði yfir, hefðu 1250 látizt úr kóleru fram að 4. júní og um tíu þúsund væru í sjúkrahús- um. Áreiðanlegar heimildir í Kalkútta höfðu það fyrir satt að tala látinna væri kom- in nálægt tíu þúsundum og í Nadia- og Murshidabad-hér- uðum hefðu 4000 látizt á allra síðustu dögum. Ekki virðist lengur vera vafi á því, að kólera er komin upp 1 indversku borginni Kalkútta og óttast heilbrigðisyfirvöld að nái kóleran að búa um sig geti þetta orðið ægilegasti faraldur í mannaminnum. Indverjar reyndu að gera vigi um Kalkútta til að varna flóttamönnum að komast til borgarinnar, eftir að kólera gaus upp meðal þeirra. Allt kom þó fyrir ekki og hreiðruðu flótta- Framhald á bls. 27. aðsmálaráðherra Danmerkur, sagði eftir viðræðnrnar að Dan- ir gætu fyrir sitt Ieyti verið ánægðir með inngönguskilyrðin í EBE. Sagði hann einnig, að í danska þinginu væri mikill meirihluti þingmanna með aðild að EBE, og reiknaði hann ekki með neinni breytingu á þeirri stefnu þótt nýtt þing yrði kjör- ið. Patrick Hillery, utanrikisráð- herra írlands, minntist nokkuð á stefnu EBE í fiskveiðimálum og tók það fram, að írland gæti ekki gerzt aðili að samtökunum fyrr en þeirri stefnu hefði verið breytt. Hefur ráðherranefndin heitið því, að taka málið til nýrr- ar athugunar. 1 viðræðum Rippons við ráð- herranefndina náðist verulegur árangur að því er varðar stöðu sterlingspundsins eftir að Bret- land verður aðildarríki, en fyrir nokkrum mánuðum lá við að það mál yrði til þess að slíta viðræð- um um aðild Bretlands. 1 dag gaf Rippon út yfirlýsingu varð- andi stöðu pundsins, sem ráð- herranefndin taldi fullnægjandi. Segir þar að brezk yfirvöld séu reiðubúin til að draga úr sterl- ingspundasjóðum erlendra ríkja í Bretlandi smám saman sam- kvæmt nánari ákvörðunum, er gerðar verði eftir að landið fær aðild að EBE. Aðallega er hér Framhald á bls. 19. Heberto Padilla. Snúa baki við Castro Vinstrisinnaðir rithöfundar fordæma ofsóknir á Kúbu UM SEXTÍU þekktir vinstri- sinnaðir rithöfundar og menntamenn, sem til þessa hafa verið talsmemn Kúbu- stjórnar og Castro-isma, hafa birt „opið bréf“ til Fidels Castros einvalds þar sem hann er fordæmdur fyrir ofsóknir gegn kúbanska ljóðskáldinu Heberto Padilla. Meðal þeirra, sem undirrita skjalið til Castros, eru Jean- Paul Sartre, Simone deBeauv oir, Alberto Moravia, Mario Vargas Llosa, Susan Sontag, Aiain Resnais og Pier Paolo Pasolini. Castro lét handtaíka Padilla 20. marz sl., og siat hann í Campo Libertad fangelsinu þar til hann hafði undirritað sjálfsákæru og játningu upp á fjögur þúsund orð, þar sem hann meðai annars segir sjálf an sig vera ga.gnby'ltingiar- mann, svikara, heigul, ónytj- ung, lygara, óréttlátan'og illa innrættan. Segja bréfritarar í orðsendingunni til Castros að þessar yfiiiýsingar Padilla minni helzt á verstu ofsókn- ir Stalínstímanna í Sovétrikj unum. í ákærunni á hendur Pad- illa héldu kúbönsk yfirvöld því fram að hann hefði flutt útlendingum róg um kúb- önaku byllinguna, og að með- al útlendinganna hafi verið tveir fulitrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Við nánari athugun hefur komið í ljós að þessir tveir „fulltrú- ar CIA“ voru franski búfræð- ingurinn René Dumont og franski blaðamiaðurinn K. S. Karol, sem báðir biðjast und- an því að vera bendlaðir við CIA. Kúbanski rithöfundurinn Juan Arcocha, sem nú er bú- settur í Evrópu en er vinur Padilla, segir að óhugsanlegt sé að Padilla hafi undirritað „játninguna“ nema eftir pynt ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.