Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1971
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, st jörnufræöingur;
Jólagjöf til Jankovic
Framhaldssaga úr Rannsóknaráúi
Myndin sýnir, hve margir lítrar af bensíni voru venjulega tekn-
ir á bifreið rannsóknaráðs árið 1969. Algengast er, að teknir
séu 41—55 lítrar, en annar toppur keinur fram á bilinu milli
26 og 35 lítra.
í GREIN sem ég ritaði í Morg-
unblaðið fyrir skömmu, lýsti ég
tildrögum þess, að ég fór að
kanna reikninga og fylgiskjöl
Rannsóknaráðs ríkisins fyrir ár-
ið 1969. Ég gat þess þá einnig,
að mér hefði þótt sitthvað at-
hugavert i reikningunum, en
nefndi hvorki töiur né efnisatr-
iði, enda eðlilegt að málið væri
fyrst lagt fyrir rannsóknaráð
sjálft. Það tókst svo á hinum
langþráða fundi ráðsins 18. maí
sl. Þar sem yfirlýsingar fram-
kvæmdanefndar og framkvæmda
stjóra ráðsins eftir þennan fund
hafa verið fremur fáorðar, og
auk þess heldur villandi, sýnist
mér ástæða til að rekja nokkru
nánar efni þeirra athugasemda
sem ég setti fram á fundinum.
* SAKLAUS ÓREIDA
Áður en ég kem að megin-
atriðum málsins, þykir mér rétt
að vikja litillega að þeim þætti
i reikningum rannsóknaráðs,
sem nefna mætti saklausa ó-
reiðu. Mistök í bókhaldi geta
alltaf átt sér stað og eru sjaldn-
ast umtalsverð. 1 bókhaldi rann-
sóknaráðs eru villurnar hins veg
ar svo margar og fjölbreytilegar,
að með fádæmum er. Til óreiðu
reikna ég t.d. það, þegar þátt-
tökugjald í stjórnunarnámskeiði,
kr. 6800, er fært sem „önnur
þjónusta við jarðefnaleit“; þeg-
ar reikningur frá véladeild SÍS
fyrir bifreiðavarahluti (kr. 920)
er færður á ritfangakostnað; þeg
ar reikningur frá framkvæmda-
stjóranum vegna síðdegisboðs
(kr. 2000) er að hluta tvígreidd
ur; þegar fylgiskjöl vantar með
ferðakostnaðarreikningum, eins
og algengt er, o.s.frv.
Fyrir kemur að færslumar
eru svolítið kyndugar. Sem
dæmi má nefna reikning frá
skartgripaverzlun fyrir hnappa
(kr. 890). Á reikninginn er rit-
að: „Jólagjöf til Dr. Jankovic“,
en síðan er hann færður til
gjalda á viðhald bifreiðar rann-
sóknaráðs, R-10816! Óreiðu af
þessu tagi eru gerð allgóð skil
í athugasemdum ríkisendurskoð
unar, sem fylla 14 síður vélritað
ar (34 með fylgiskjölum), og er
óþarfi að rekja slíkt nánar.
* GRÆNAR BAUNIR
OG KJÖTBOLLUR
Á mörkum þess sem unnt er
að kalla saklausa óreiðu, er
færsla ýmissa reikninga sem
snerta Surtseyjarfélagið. Þannig
er mál með vexti, að fram-
kvæmdastjóri rannsóknaráðs er
jafnframt formaður Surtseyjar-
félagsins, og hefur hann fengið
skrifstofustjóra rannsóknastofn-
ana atvinnuveganna til að taka
að sér bókhald félagsins sem
aukastarf. Þetta fýrirkomulag
hefur leitt til þess, að reikning-
ar Surtseyjarfélagsins hafa
blandazt reikningum rannsókna-
ráðs í allríkum mæli. Sérstak-
lega verður þetta ámælisvert fyr
ir þá sök, að framkvæmdanefnd
rannsóknaráðs hafði áminnt
framkvæmdastjórann um að
blanda ekki saman reikningum
ráðsins og Surtseyjarfélagsins.
Hef ég þetta eftir formanni fram
kvæmdanefndar, sem þrívegis
sagði mér frá þvi. Á fundi rann
sóknaráðs hinn 18. maí sagði
framkvæmdastjórinn hins vegar,
að hann minntist þess ekki að
hafa fengið neina slíka áminn-
ingu.
í úrskurði ríkisendurskoðunar
er Surtseyjarfélaginu gert að
endurgreiða kr. 8190 til rann-
sóknaráðs, og verður ekki annað
séð, en að félagið megi vel við
una.
Áður en skilizt er við Sui'ts-
eyjarfélagið, verður að minnast
á fylgiskjal nr. 42/12. Þar er að
'finna reikning frá Steingrími
Hermannssyni til Surtseyjarfé-
lagsins. Reikningurinn er fyrir
grænar baunir og kjötbollur, kr
2000 sléttar. Upphæðin er greidd
af rannsóknaráði og færð til
gjalda á „viðhald bifreiðarinnar
R-10816"!
★ LASARUS Á HJÓLUM?
Eitt af því sem athygli vek-
ur í reikningum rannsóknaráðs
er bifreiðakostnaðurinn. Á ég þá
ekki við aðkeyptan akstur, þótt
hann sé umtalsverður (um 300
þús. á árinu 1969), heldur rekst
urskostnað bifreiðar rannsókna-
ráðs, R-10816. Bifreið þessi var
fremur litil bandarísk fólksbif-
reið af gerðinni Chevrolet Chevy
II, árgerð 1965, og taldist í
flokki forstjórabifreiða, þ.e. fram
kvæmdastjórinn hafði fengið
heimild til að nota haina í eigin
þágu endurgjaldslaust. Árið 1969
eru færðir á reksturskostnað
þessarar bifreiðar reikningar
sem nema hvorki meira né
minna en 275000 kr., þar af kr.
185300 í viðhaldskostnað og kr.
66300 í bensín. Engum dylst, að
þessar tölur þarfnist nánari skýr
inga. í greinargerð með árs-
reikningum rannsóknaráðs dags.
19. júní 1970 skýrir frarn-
kvæmdastjóri bifreiðakostnaðinn
á eftirfarandi hátt:
„Kostnaður við bifreið Rann-
sóknaráðs var mjög mikill árið
1969, einkum viðhaldskostnaður.
Bifreið þessi er frá 1964, og
varð þegar Ijóst á árinu 1968
að gera þyrfti mjög verulega
við hana. Því var athugað, hvort
unnt mundi vera að fá bifreið-
ina endurnýjaða, en það var
ekki talið koma til greina vegna
ráðgerðra breytinga á bifreiða-
eign ríkisins. Því var ekki um
annað að ræða en að fram-
kvæma kostnaðarsamar viðgerð
ir á bifreiðinni. Má segja, að bif
reiðin öll, bæði vél, hús, undir-
vagn o.fi. hafí verið lagfært, allt
ryð fjarlægt og bifreiðin máluð.“
Lýkur þar skýringum fram-
kvæmdastjóra.
Einhver hefði nú kannski
hugsað sem svo, að með tilliti
til „ráðgerðra breytinga á bif-
reiðaeign ríkisins" væri réttast
að eyða ekki allt of miklu fé í
kostnaðarsamar viðgerðir á bif-
reiðinni. En framkvæmdastjór-
inn ei' sýnilega á öðru máli. —
Þannig lætur hann mála bifreið
ina og ryðbæta fyrir 38 þúsund
krónur í árslok 1969, rétt áður
en hún er seld. Illgjarnir menn
myndu kannski segja, að fram-
kvæmdastjóri hefði verið að
storka þeim yfirvöldum, sem
neituðu honum um nýjan bíl,
en fáir myndu treysta sér til að'
halda slíku fram i alvöru.
* KYNLEGIR REIKNINGAR
Þótt hægt sé með góðum
vilja að verja myndarlegum fjár
hæðum til viðhalds á einni bif-
reið, eru 185 þúsund krónur
samt ótrúleg upphæð, þegar um
er að ræða fólksbifreið, sem
ekki er notuð við atvinnurekst-
ur, í venjulegum skilningi þess
orðs. (Það skal tekið fram, að
talan 185 þúsund er nettóupp-
hæðin; þ.e. sú upphæð, sem fæst
þegar grænar baunir, kjötboilur
og annað góðgæti er frádregið.)
Séu lagðar saman vinnustúnd
ir á verkstæðisreikningum koma
út 342 stundir, þ.e. nálægt einini
stund á dag árið um kring, að
meðaltali! Sú spuming hlýtur
að vakna, hvort þarna hafi ekki
slæðzt með reikningar fyrir við
hald annarra bifreiða en bifreið-
ar rannsóknaráðs R-10816.
Þegar farið er yfir reikning-
ana má auðvitað sjá, að margir
eiga við bifreið af sömu gerð
og bifreið rannsóknaráðs. Á ég
þar sérstaklega við varahluta-
reikninga, þar sem númer vara-
hluta eru greinilega tilgreind. Bn
því miður eru ekki allir reikn-
ingarnir jafn ljósir, og innan um
og saman við eru reikningar sem
koma undarlega fyrir sjónir.
Dæmi:
1) Þrir varahlutareikningar frá
SIS, sem samkvæmt númerum
tilheyra bifreið af gerðinni
Scout.
2) Reikningur fyrir varahluti
frá Agli Vilhjálmssyni, þar sem
einhver hefur byrjað að skrifa
G-númer á reikninginn (G-l...),
en númerinu hefur síðan verið
breytt í R-10816.
3) Reikningur fyrir varahluti
frá Agli Vilhjálmssyni, þar sem
númerið G-1149 er yfirstrikað og
breytt í R-10816.
4) Reikningur frá Radíóþjón-
ustu Bjarna, þar sem númeri hef
ur verið breytt úr G-1149 í
R-10816.
5) Reikningur frá Stillingu h.f.
þar sem R-10816 er skrifað ofan
í G-1149.
Athygli vekur, að sumir þess-
ara reikninga fylgja viðgerðar-
reikningum frá verkstæði, þann
ig að verkstæðið virðist hafa lát
ið sækja varahlutina. Verkstæðis
reikningarnir eru þó undantekn-
Þorsteinn Sænnindsson
ingarlaust færðir á rannsókna-
ráð.
Til fróðleiks var gerður sam
anburður á verkstæðisreikning-
um og bensínúttektum í þau
skipti, sem bifreiðin hafðí verið
dögum saman á verkstæði. Kom
þá í ljós, að í sex skipti liafði
bensín verið tekið á R-10816,
þegar bifreiðin hefði samkvæmt
verkstæðisreikningum átt að
vera í viðgerð.
Rétt er að geta þess til skýr-
ingar, að auk bifreiðar rann-
sóknaráðs, sem framkvæmda-
stjóri hafði meðfram til einka-
afnota, átti hann sjáifur aðra bif
reið. Sú bifreið var af gerðinni
Scout, og skrásetningarnúmer
hennar var G-1149.
* GULLBRINGUNÚMER
Númerið G-1149 kemur víð-
ar fyrir í reikningum raninsókna-
ráðs. í skýringum til ríkisendur-
skoðunar segir framkvæmda-
stjórinn, að hawn hafi stundum,
þegar bifreið rannsóknaráðs var
á verkstæði, notað eigin bifreið
og látið sér þá nægja að taka
bensín á hana á kostnað ráðsins
í stað' þess að taka kílómetra-
gjaid samkvæmt reglum ríkisins,
sem hefði þó „bæði verið langt-
um hagkvæmara fyrir mig og
réttara", eins og framkvæmda-
stjórinn kemst að orði.
Að það hefði verið réttara, lög
um samkvæmt, er víst ekkert
efamál. Hitt er athyglisvert, þeg-
ar athugaðar eru dagsetningar á
þessum bensínnótum, að þær
koma ekki alltai' heim við þá
daga, sem hin bifreiðin á að
vera á verkstæði samkvæmt við
gerðarreikningum, hversu ótrú-
legt sem það kann nú að virðast
þegar fjöldi viðgerðarstumdanna
er hafður i huga.
Þá kemur það fyrir, að bif-
reiðin G-1149 sé smurð, og að á
hana sé settur frostlögur, en
starfsmaður Surtseyjarfélagsins
kvittar á reikninga. Einnig finn-
ast bensínreikningar fyrir
G-1149, sem á er skrifað „v/
Surtseyjarfélags". Samkvæmt
upplýsingum framkvæmdastjóra
á fundinum 18. maí, fékk hann
einnig greidda leigu frá Surts-
eyjarfélaginu fyrir afnot af þess
ari bifreið um þriggja mánaða
skeið, kr. 5000 á mánuði.
Auk bensínreikninganna eru
aðrir reikningar vegna G-1149.
Þar á meðal eru reikningar fyrir
notkun bifreiðarinnar skv. kíló-
metrataxta ríkisins, að upphæð
kr. 18800 og einnig reikningur
þar sem G-1149 er leigður á bíla
leigutaxta, kr. 10360!
Fyrir kemur, að þessir reikn-
ingar fléttast saman á hinn
furðulegasta hátt. Þannig gerir
framkvæmdastjóri reikning fyrir
notkun G-1149 skv. kílómetra-
gjaldi frá 27. nóvember til 5.
desember 1969. Síðan tekur
hann bilaleigubifreið á kostnað
rannsóknaráðs frá 5. des., til 13.
des, en gerir aftur reikning fyr
ir notkun G-1149 frá 12. des
til 15. des. Á þessu tímabili öllu
á bifreið rannsóknaráðs R-10816
að vera á verkstæði skv. skýr-
ingum framkvæmdastjóra til rik
isendurskoðunar.
Það er því meira en lítið und
arlegt, þegar í ljós koma bensín-
reikningar sem sýna, að bensín
hafi verið tekið á bifreiðina
R-10816 dagana 28. nóvember, 4.
desember og 10. desember 1969,
Hvernig á að skýra slíkt?
★ BREYTILEGUR BENSÍN-
GEYMIR?
Eins og fyrr er sagt, nam
upphæð bensínreikninga sem
færðir voru á kostnað bifreiðar
Innar R-10816 áilið 1969 kr
66300. Eru þetta 5792 lítrar,
eða um 16 lítrar á sólarhring, að
meðaltali. Bensínúttektirnar eru
130 talsins, þar af aðein-s 12 utan
Reykjavíkur. í sjö skipti er bens
ín tekið tvívegis sama daginn
(fimm skipti i Reykjavík), og
má það teljast athyglisvert, þeg
ar þess er gætt, að bensíngeymir
bifreiðarinnar R-10816 mun hafa
tekið 63 lítra.
Sé nú athugað í bensinreikning
um rannsóknaráðs hve mikið
bensínmagn er keypt í hvert
skipti, kemur í ljós, að dreif-
ingin er eins og meðfylgjandi
mynd sýnir. Eins og við er að
búast, er algengt, að bensín sé
tekið á bilinu milli 40 og 55 lítra,
þ.e. þegar minnka tekur á geym-
inum. Hitt er einkennilegra, að
fram skuli koma toppur í línu-
ritinu á bilinu milli 25 og 35
lítra. í fljótu bragði mætti ætla
að bensin hafi verið tekið á
minni bensingeymi en þann, sem
var í R-10816, þótt hitt sé auð-
vitað hugsanlegt, að bensínmæl-
irinn í R-10816 hafi stundum
verið í ólagi og sýnt minna en
eðlilegt var. Lesendur verða
sjálfir að ráða við sig, hvaða
skýring þeim þykir senmilegust.
Rétt er að taka fram, að fram-
kvæmdastjóri hefur oftast kvitt
að sjálfur fyrir móttöku bensíns
ins.
* TORSKILIN
TRYGGINGAMÁL
Samkvæmt bókhaldsgögnum
átti bifreið rannsóknaráðs að
vera vátryggð bæði með ábyrgð
artryggingu og húftryggingu
(kaskótryggingu) hjá Samvinnu
tryggingum. Fyrir ábyrgðar-
trygginguna höfðu verið greidd-
ar kr. 11876, sem er há upphæð
en bifreiðin var reiknuð í hæsta
áhættuflokki vegna ítrekaðra
tjóna. Fyrir húftrygginguna
höfðu verið greiddar kr. 9417.
Þegar að var gáð, reyndist fylgi
skjalið vegna húftryggingarinn-
ar ófullkomið, svo að ekki sé
meira sagt (sjá mynd), því að
það var aðeins tilkynning (ekki
kvittun) frá Samvinnutrygging-
um um að húftrygging bifreiðar
innar væri tilbúin og að upp-
hæðin kr. 9417 óskaðist greidd.
Númer bifreiðarinnar var ekki
tilgreint, en framkvæmdastjóri
hafði ritað á tilkynninguna —
„v/R10816“. Þar undir var
stimpill sem táknaði að skrif-
stofan hefði sent greiðsluna hinn
20. júni.
Nú hefði ég tæplega séð á-
stæðu til að kanna þetta mál
nánar, ef ég hefði ekki rekizt á
reikning frá bifreiðaverkstæði
fyrir vinnu við að rétta fram-
hjólagrind o. fl., að upphæð kr.
11 þúsund. Var þarna ekki tjón,
sem hefði átt að greiðast af húf-
tryggingunni?
Ég gerði mér nú ferð inn í
Samvinnutryggingar og bað um
að fá að sjá tryggingarspjaldið
fyrir húítryggingu bifreiðarinn-
ar R-10816. Kom þá heldur betur
babb í bátinn, þvi að tryggingar-
skjöl fundust engin, hvernig
sem leitað var. Voru þó tvær
stúlkur og einn karlmaður kom-
in i málið áður en lauk. Ábyrgð
artryggingin fannst umsvifalaust
og sömuleiðis gömul húftrygg-
ing, löngu úr gildi fallin. En af
húftryggingu bifreiðarinnar R-
10816 fanmst hvorki tangur né
tetur. Ég hafði einnig samband
við Innkaupastofnun ríkisins og'
spurði hvort þar væri nokkuð
vitað um þessa tryggingu. 3á
sem fyrir svörum varð, kannað
ist við bifreiðina, en fullyrti, að
Innkaupstofnunin hefði ekki haft
neina miiligöngu um útvegun
þeirrar tryggingar, sem þarna
um ræddi.
Degi síðar (13. nóvember) átti
ég svo fund með framkvæmda-
stjóra rannsóknaráðs á skrif-
stofu hans. Viðstaddir voru einn
ig skrifstofustjóri rannsóknastofn
ana atvinnuveganna og formað-
ur framkvæmdanefndar ramn-
sóknaráðs. Á þessum fundi
skýrði ég framkvæmdastjóranum
frá málavöxtum og óskaði skýr
inga.
Framkvæmdastjórinn brást
reiður við og sagði, að bifreiðin
hefði vissulega verið húftryggð;
skírteinið myndi líklega vera í
skrifborði sínu. Gerði hann síð-
an skyndileit að skírteininu, en
það fannst ekki. Aðspurður um
það, hvers vegna áðurnefnt tjón
hefði ekki verið greitt af húf-
tryggingunni, úr því að hún
hefði verið til, sagði fram-