Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBKAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 197Í * > NÝ IBÚÐ TIL LEIGU Til feigu ný 4ra herb. rbúð. Titboð sendist afgr. Mbl. fyr- ir föstudagskvöld merkt: „Fyrirframgreiðsla 7021". BLÓMAHÚSIÐ SKIPHOLTI 37 er flutt frá Álftamýri 7 að Skipholti 37 við Kostakjör. 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum, búsáhöld, ritföng, leikföng. VALBÆR, Stakkahlíð. KENNARI ÓSKAR eftir íbúð strax. Þrjú í heim- ili. Helzt í Háaleitishverfi. — Uppl. í síma 37380. TÚNÞÖKUR til sölu. Upplýsingar í síma 22564 og 41836. ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA Volkswagen 1300 '68 vel með farinn, mikil útborgun. Upplýsingar í síma 84987 eftir kl. 6. SVEITAVINNA Dugleg 17 ára stúlka óskar eftir góðu sveitaplóssi, vön allri sveitavinnu. Upplýsing- ar í síma 18728 og 11240. UNGUR TÆKNIFRÆÐINGUR óskar eftir einstaklingsíbúð eða herbergi, gjarnan með eldhúsaðgangi. Uppl. í síma 23748 eftir kl. 6. ÓSKUM EFTIR 2ja—3ja herbergja íbúð til teigu, helzt í Hafnarfirði. Fyrirframgreiðsla. Sími 50917. HEST AEIGENOUR Hesthús til sölu við Kaldár- selsveg í Hafnarfirði. Uppl. í síma 50915 miWi kl. 7 og 8 á kvöldin. HÚSEIGENDUR ATHUGIÐ Ef þakið lekur eða rið er farið að lýta hús ykkar, þá hringið í s. 37009 eða 36114, því Hús og hagraeðing sf. sér um viðgerðirnar. TIL SÖLU heimílistraupressa, teppi 250x350 og dreglar. Upplýsingar í sima 85948. HAFNARFJÖRÐUR Fuílorðin róleg hjón óska eftir tveggja berbergja íbúð. Algjör reglusemi og skilvis greiðsla. Upplýsingar í síma 50645 f. h. og eftir kl. 5. KONA ÓSKAR eftir sveitaplássi er með tvo drengi 6 og 8 ára. Upplýs- ingar í síma 22808. ELDRI HJÓN óska eftir að kaupa eða leigja þriggja eða tveggja herbergja ibúð. Tvö í heimili, rófeg. Tifboð sendist Mbl., merkt „Hjón — 7194." Ungir veiðimenn Æskulýðsráð hefur undan- farin 8 ár starfraekt stang- veiðiklúbb uniglinga. 1 honum hafa verið milli 100—200 ungl ingar og hefur starfsemin alltaf hyrjað með fundi, þar sem fjölhæfur veiðimaður hef ur mætt og kennt hnúta og sýnt unga fólkinu ýmislegt annað í sambandi við veiði- skap. Hefur þetta verið mjög gagnlegt, og margir hafa haft ánægju af. Hefur ráðið farið með unga fólkið í mjög ódýrar og ör- uggar ferðir í umhverfi Reykjavíkur með góðum gæzlumönnum. Fundur og innritun verður að þessu sinni I kvöld og hefst kl. 7 (19) að Fríkirkju- vegi 11 og þar mætir Halldór Erlendsson iþróttakennari og hefur hann verið Islandsmeist ari og margfaldur methafi. Nýtt kynningarrit Coldwater Þessar myndir hafa birzt í kynningarriti, sem Coldwater Seafood Corporation, systurfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur gefið út. Ritsins hefur áður verið getið í fréttum, en það er prentað á mjög vandaðan pappír og skreytt litmyndum, bæði af landinu með skýringartextum og eins af kræsilegustu fiskrétt- um, sem matbúa má úr bezta hráefni heimsins, íslenzkum fiski. Ritið er sent öllum viðskiptamönnum fyrirtækisins og hefur vak- ið mikia athygli erlendis. GAMALT OG GOTT DRAUMUR SÓLRÚNAR Þegar Sólrún móðir Sigríðar var ógift, dreymdi hana, að göm ul og góðlátleg kona kæmi til sín og gæfi sér silfurmedaliu fremur gamla og segði: „Viljir þú vita, hvað dýr hún er, þá gengur hún hvorki meira né minna en á 14 ríkisdali," Eftir það þóttist hún vera stödd á gil- barmi, og var niðamyrkur yfir henni, svo að hún sá varla nið- ur fyrir fætur sér. Mundi hún þá eftir medalíunni og þreifaði eftir henni. Var hún þá horfin, en í stað hennar voru komnir þrír silfurpeningar, tveir fagrir, en sá þriðji var fölur. Varð henni þá svo hverft við medalíu missinn, að hún ætlaði að fleygja skildingunum. Enþástóð kdnan að baki hennar og sagði: „Fyrst þú hefur unnað medalí- unni, þá áttu líka að unna skild ingunum." Við það vaknaði hún. Litlu síðar trúlofaðist hún og var með manninum að meðtöld- um trúlofunartímanum 14 ár i hjónabandi. Datt hann þá af baki við Brynjar.shaug á Hellis- heiði, er hann var á leið til Vopnaíjarðar, og dó. Með mann inum átti hún þrjú börn, en eitt þeirra dó í æsku. Þannig rætt- ist draumurinn. Maður Sólrún- ar hét Sigurður og var stjúpi Sigríðar, sem sagði mér draum- inn. Jasús Krifitur lælBnar þig, statt upp og bú um þig. (Post. 9.34). 1 diHff e|r þriðjudaisrurtan 8. júní. Er það 159. (lagur ársiins 1971. Medardusdagur. Ardegisiháflæði er í Reykjiavíik kl. 5.49. Eftir lifa 20G dagar. (íslenzka almanakið). Næturlæknir í Koflavik 8.6. og 9.6. Kjartan Ólafsson 10.6. Amtojöm Ólafsson. 11.6., 12.6. og 13.6. Guðjón Klem- enzson. 14.6. Kjartan Ólafsson. AA-samtökin Viðtalstími er i Tjarnargötu V; frá kl. 6—7 e.h. Sími 16373. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og íimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars JÓTissonar er opið daglega frá kl. 1.30—4. Inngangur frá Eiríksgötu. Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4,30—6,30 síðdeg is að Veltusundi 3, sími 12139. Þjónustan er ókeypis og öllum heimiL Frá Ráðleggingastöð kirkjimnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartima írá og með 29. marz. Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Orð lífsins svara í sínia 10000. zVUMl) IIIulLLA; 60 ára er í dag Hjálmar Eyj- ólfsson frá Brúsastöðum við Hafnarfjörð. Hann verður að heiman í dag. Laugardaginn 3. apríl s.l. voru gefin saman í hjónaband 1 Kópavogskirkju af séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Þóra B. Ágústsdóttir og Guðmundur Sig urjónsson Marklandi 4. Loftur h.f. Ljósmyndastofa Ingólfsstræti 6 Reykjavík. 3. 4. voru brúðhjónin Valgerð- ur Jónsdóttir aðstoðarhjúkrunar kona og Kristján Jóhannesson bifvélavirki, gefin saman í hjóna band. Heimili þeirra er að Sól- borg v. Akureyri. Ljósmynd: Myndver Þann 93. voru gefin saman í hjónaband í Háiteigskirkju af séra Ólafi J. Skúlasyini ungfrú Hugrún Pétursdóttir og Marteinn Eli Geirsson. Heimili þeirra verður að Hraunbæ 140. Studio Guómundar Garðastr. 2. Þann 27.5. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Birni Jónssyni ungfrú Rósamund Rúnarsdóttir skrdf stofumær og Ragnar Marinósson skrifstofumaðiur. Heimili þeirra er að Tjamargötu 20 Kefiavik. Stndio Guðomindar Garðastr. 2. Skilvís drengur Fundvís drengur kom um dag inn inn á skrifstofu dagbók- arinnar með hús- og bíllykla, sem hann sagðist hafa fund- ið liggjandi á götunni fyrir utan. Eru þetta tveir lyklar i leðurhylki, sem merkt er Skodabúðinni, Auðbrekku 44 Kópavogi. Eigandi má þvl vitja þeirra á skrifstofuna þótt það sé ekki venjan að annast slíka starfsemi. Skil- visi er skilvísi. SA NÆST BEZTI „Segðu mér, Stína frænka, hvernig atvikaðist það, að þú komst í kynni við seinni manninn þinn?“ „Það var hreinasta ævintýri. Ég var á gangi með fyrri mann- inum minum, þegar sá seinni kom brunandi í bifreið og ók yfir hann. Þetta var upphaíið að okkar vináttu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.